Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
„Pá tapaði
Jóhannes á Borg
konungsglímunni"
- Rabbað við Guðgeir Jónsson um lífið í Reykjavík á öndverðri öldinni
ispr
Guðgeir Jónsson
og stoppuðu þá allir umsvifalaust. Síðan varð sá, sem
boltanum átti að ná, að hitta einhvem þeirra sem frá
höfðu hlaupið. Sá sem varð fyrir boltanum átti næst að
reyna að grípa hann úr veggnum og þannig gekk þetta
koll af kolli. Ef boltinn geigaði þá varð sá sami að reyna
aftur.
Feluleik stunduðu líka bæði stelpur og strákar. „Einn
byrgði sig og hinir dreifðu sér milli húsa og síðan var
vandinn sá að koma auga á þá sem í felum lágu svo
þeir kæmust ekki óséðir í borg. Ef einhverjir komust
þangað þá voru þeir öruggir með að mega fela sig aftur
í næsta leik. En svo kyndugt sem það nú er þá minnir
mig að sá sem síðast fyndist ætti að vera hann næst.“
Jóhannes minni maður
Vorið 1907 byrjaði Guðgeir í byggingarvinnu. Stjúpi
hans var ökumaður og sá um aðdrætti að nýbyggingum.
Hjá honum fékk Guðgeir þann starfa að aka á hestvagni
byggingarefni, möl, sandi, steinum og timbri, þangað sem
verið var að byggja.
„Þetta sama sumar kom Friðrik VIII. og þá var ég
við að bera sand ofan í göturnar, jafna þær fyrir komu
konungsins. Jú ég sá hann og komst meira að segja
austur á Þingvöll og sá Jóhannes á Borg tapa konungs-
glímunni. Hann hafði verið með einhveijar heitstrenginar
upp á gamla vísu fyrir glímuna, þóttist ætla að vinna
hana eða heita minni maður eftir. Síðan var hann í
kerskni kallaður Jóhannes minni maður.“
„Þessi glímukeppni varð mér miklu minnisstæðari en
sjálfur konungurinn en honum var ekið til Þingvalla í
fjórhjóluðum lystivágni. Þingmennirnir íslensku og annað
fyrirfólk kom á staðinn í einhestiskerrum. Fram í þeim
sat kúskurinn en það var pláss fyrir tvo aftur í.“
Frá konungskomunni 1907. Að baki
Hefðarf ólkinu og f orvitnum áhorf end-
um er Dómkirkjan, lengst til vinstri.
Konungurinn og f ylgdarlið hans er í
þann veginn að leggja út á Skólabrúna
en hún var byggð yf ir lækinn, gegnt
Menntaskólanum í Reykjavík, á seinni
hluta 19. aldar. Myndina tók Magnús
Ólafsson, en eins og sjá má er hún
svolítið skemmd.
Guðgeir Jónsson er fæddur í apríl árið 1893 að
Digranesi í Seltjarnarneshreppi, sem nú er í Kópa-
vogi. Arið 1902 fluttist Guðgeir í nágrenni Reykja-
víkur og settist að með afa sínum og ömmu í Eskihlið,
rétt þar hjá sem nú er Miklatorg. Þar bjuggu þau
með kýr og kindur. Tveir hestar voru á bænum,
annar til reiðar en hinn var vagnhestur.
„Ég sótti nú ekki ýkja mikið til Reykjavíkur en svona
11 - 12 ára byijaði ég að fara með mjólkina þangað.
Ég gekk þá í hús og seldi þeim mjólk sem pantað höfðu,
þá kostaði potturinn 18 aura. Mjólkina hafði ég í stórum
brúsa á hjólatík, en það var lágur vagn á fjórum hjólum,
sem ég dró á eftir mér.
Þá lá vegurinn niður í bæinn um Skólavörðuna sálugu
en lengst fór ég niður í Aðalstræti 6, þar sem Morgun-
blaðshúsið stendur núna. Þeir sem bjuggu vestar í bænum
fengu sína mjólk frá bændum á Seltjamamesinu, ef þeir
ekki áttu sínar eigin kýr.“
Þá var leikið á götunum
Vorið 1908 flutti Guðgeir úr Eskihlíð í Skólavörðustíg
42. „Ég var nú ekki kominn djúpt í bæinn þá því við
settumst að í efsta húsinu þeim megin við veginn. En
viðvorum komin niður fyrir Skólavörðuna í fyrsta sinnið."
í Skólavörðustígnum var dálítið af strákum „og þá
vom nú ekki bílamir". Um götumar fóru aðallega hest-
vagnar og handvagnar sem fólkið dró á eftir sér. Það
var því hægara um vik þá en nú að leika sér á götunum
enda voru þær vinsæll leikvöllur. En hveijir skyldu hafa
verið helstu leikir krakka á þessum árum? Guðgeir svar-
ar því.
Slábolti var til dæmis vinsæll. Þá var kosið í tvö lið
og búin til svokölluð inni- og útimörk. Það lið sem byij-
aði að slá boltann tók sér stöðu í innimarkinu og úr því
var boltinn sleginn „auðvitað sem allra lengst". A meðan
annar hópurinn kepptist við að ná boltanum átti sá sem
sló að hlaupa í útimarkið. Kæmist hann þangað, án þess
að fá í sig boltann, átti hann möguleika á því að komast
til baka í innimarkið og slá aftur. Auðvitað mátti hlaupa
rakleiðis fram og til baka ef þess var nokkur kostur og
oft. vom fleiri en einn í fömm hveiju sinni milli marka
Þannig hélt leikurinn áfram þangað til annaðhvort ein-
hver í útiliðinu greip boltann eða þeim tókst að hitta
einhvem á hlaupum milli marka. Þá skiptu liðin um stöðu
og leikurinn hélt áfram. „Þeir sem vom úti lögðu innilið-
inu til mann að gefa upp boltann."
Annar leikur sem var sérstaklega vinsæll meðal stráka
hét „klink". Byija varð á því að fara með fímmeyring í
smiðju til að fá slegið í hann miðjan svo hann yrði kúpt-
ur. Velja varð heppilegan leikstað, tölur vom lagðar undir
og þeim öllum komið fyrir á einum stað. Síðan var galdur-
inn í því fólginn að henda fimmeyringnum í vegg þannig
að hann skoppaði til baka og lenti sem allra næst tölun-
um. Sá hirti tölumar sem gat spannað frá fímmeyringnum
sínum yfir í tölumar. „Yfirleitt stóðu nú handstórir piltar-
betur að vígi í þessum leik en hinir sem vom fíngerðir
og með smáar hendur."
„Strik og sto“ var stundaður af bæði piltum og stúlk-
um. Þá var bolta kastað upp á húsþak eða í vegg og
átti einn, sem til þess var valinn fyrirfram, að ná boltan-
um, „helst auðvitað að grípa hann“, en aðrir hlupu frá.
Þegar viðkomandi hafði náð boltanum kalláði hann sto