Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
B 55
v V W V
Karate-strák-
urinn I Japan
Myndin um karate-strákinn var sú mynd sem kom einna mest
á óvart sumarið 1984, en það kom engum á óvart að sama
iiðið kæmi aftur saman til að búa til framhald. Fyrri myndin sem
Hohn Avildsen gerði með táningum Ralph Macchio og öldungnum
Noriyuki Moriata fékk ágæta gagnrýni víðast hvar en enn betri dóm
almennings sem flykktist í bíó. Avildsen, sem er frægur fyrir að
vilja ekki gera framhaldsmyndir (hann neitaði að gera Rocky II),
sló þó til að gera Karate Kid II, „því mér sýndist hún geta orðið
jafnvel betri", eins og hann sagði í viðtali.
Karate-strákurinn heitir Daníel. Síðast þegar við sáum hann var
hann að keppa í karate í Los Angeles, en nýja myndin gerist að
mestu leyti hinum megin við hafiö, i heimabæ öldungsins, Okinawa
í Japan. Ekki eru margar mínútur liðnar þar til það kemur upp úr
dúrnum að gamli maðurinn var ástfanginn á yngri árum, og elskan
hans bíður enn. Hún heitir Yukie. En dvöl félaganna í Okinawa er
ekki eintóm sæla. Daníel kynnist að vísu ungri svísu japanskri,
Kumikó, en innfæddir strákar eru lítt hrifnir af þessum bandaríska
strák og reyna að kála honum, og ekki má gleyma að vinur hans,
gamli maðurinn, á sér einnig fjandvin. Þeir rifja upp fjörutiu ára
gamla óvináttu.
Aliir sem unnu að fyrri myndinni taka þátt í gerð þessarar: leik-
stjórinn John Avildsen, framleiðandinn Jerry Weintraub (það tók
hann reyndar eitt og hálft ár að safna öllum saman), handrits-
höfundurinn Robert Mark Kamen (sem er með svarta beltiö í
karate), og leikararnir Ralp Macchio og Noriyuki Moriata. í nýju
myndinni bætast við að minnsta kosti þrjár mikilvægar persónur:
kærasta stráksins, æskuást gamla mannsins og óvinurinn.
Hún heitir Tamlyn Tomita, sú sem leikur kærustuna og er að-
eins nítján ára. Hún ólst upp í Bandarfkjunum, á japanska móður
og bandarískan föður. Tamlyn hefur sigrað í nokkrum fegurðar-
keppnum þar vestra og er nýlega sest á háskólabekk.
Sýningar á Karate Kid II hefjast í Stjörnubíói næsta fimmtudag.
Ralpn Macchlo og Noriyukl
Moriata hafa Iftiö breyst
fré því viö séum þé síðast.
Karate-strékur-
inn veröur bél-
skotlnn í
japönsku stúlk-
unnl Kumikó, sem
hin nítjén éra A
Tamlyn Tomita I
lelkur.
Stjörnubíó:
Mikhail Nozhkin leikur rússn-
eskan Rambó.
Rússneskur
Rambó
Rússar reiddust þegar þeir sáu
Sylvester Stallone skjóta allt í
tætlur í „Rambó", en samt var
myndin vinsæl á svarta myndbanda-
markaðinum þar eystra. Og nú hafa
Rússar fengið sinn Rambó í mynd-
inni Einherjinn (Odinochnoye
Plavaniye á rússnesku) með ein-
hverjum Mikhail Nozkin í aðalhlut-
verki.
Nozhkin leikur sovéskan her-
mann sem kemur í veg fyrir kjarn-
orkustríð og berst einn síns liðs
gegn svikulum kaupsýslumönnum
bandariskum, leyniþjónustumönn-
um og vopnuðum hermönnum sem
einhverra hluta vegna eru staddir I
Rússlandi. Nozhkin kann að hand-
leika vopn en hann er öllu róman-
tískari en Rambó, honum líður best
þegar hann fær frið til að horfa á
sólina setjast og þylja upp ástarjátn-
ingar til föðurlandsins. Rússneskir
leikarar leika bandarísku þrjótana,
og eftir myndinni að dæma er orða-
forði þeirra takmarkaður.
Myndin er geysivinsæl í Rúss-
landi þótt rússneskir bíógestir séu
ekki vanir að sjá svona mikinn has-
ar i bíómynd. Fréttaritari vikuritsins
Time sá myndina í Moskvu og seg-
ir að myndin sé tæknilega illa gerð
og jafn vitlaus og Rambó. En mest
kemur þó á óvart að aðalhetjan klár-
ar ekki ætlunarverk sitt, er skotin
af bandariskum hermönnum. Það
ætti þó ekki að koma í veg fyrir að
einhvers konar framhald verði gert
í náinni framtíð.
Vuji Okumofi ætlar
ekki aö léta bandarískan
stréktakaslg
i kennslustund
Þorskanet
Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar gerðir af Japönsk-
um Triple Lock Þorskanetum.
No. 9. 6“., 40MD. Girni
No. 10. 6“., 40MD. Girni
No. 12. 6“., 40MD. Girni
No. 12. 6“., 44MD. Girni
No. 9. 7“., 36MD. Girni
No. 10. 7“., 36MD. Girni
No. 10. 7“., 32MD. Girni
No. 12. 732MD. Kraftav.
No. 15. 7'/4\, 32MD. Kraftav.
MARCOhf.
Sími 687970 & 687971
Langholtsvegi 111
Pósthólf 4330
104 Reykjavík
*
r
Nordisk Ministeriád
Skrifstofa Norrænu
ráðherranefndarinnar
óskar eftir að ráða
ráðunaut
á sviði útgáfumála
Norræna ráðherranefndin er samvinnustofnun
ríkisstjórna Norðurlanda. Samvinnan snertir flest
svið samfélagsins.
Skrifstofan annast undirbúningsvinnu og sér um
framkvæmd þeirra ákvarðana sem teknar eru af
ráðherranefndinni og öðrum stofnunum sem
henni tengjast.
Um áramótin mun starfshópur, sem annast mun
útgáfumál, taka til starfa og því er nú auglýst eft-
ir starfsmanni til að hafa umsjón með útgáfunni.
Hópur þessi mun annast útgáfu bóka og annars
prentaðs máls og því er krafist starfsreynslu á
sviði útgáfumála. Þekking á grafíkvinnu og hönnun
kemur sér einnig vel. Yfirmaður hópsins mun einn-
ig hafa fjármálastjórn útgáfunnar með höndum
og þarf því að vera vanur að semja við prentsmiðj-
ur.
Yfirmaður útgáfuhópsins verður ráðinn sem ráðu-
nautur við upplýsingadeild skrifstofunnar og mun
hann fá tvo ritara sér til aðstoðar. Um áramótin
verða starfsmenn upplýsingadeildarinnar verða
11 að tölu.
Óskað er eftir að viðkomandi geti tekið til starfa
sem fyrst.
Vegna útgáfunnar óskum við einnig eftir:
tveimur riturum
Þeir munu aðstoða yfirmann útgáfumála. Umsækj-
endur verða að hafa starfað við ritvinnslu og
prófarkalestur og reynsla á sviði bókaútgáfu eða
prentunar kemur sér vel. Riturunum verða einnig
falin önnur verkefni og munu starfa við upplýsinga-
deild skrifstofunnar.
Ráðning: 1. desember 1986 eða því sem næst.
Um allar stöðurnar gildir að krafist er mjög góðr-
ar sænsku-, norsku- eða dönskukunnáttu.
Skrifstofan hvetur konur jafnt sem karla til að
sækja um stöður þessar.
Samnirigstíminn er fjögur ár og kemur framlenging
hans til greina að afloknum þeim tíma. Góð laun
og þægileg starfsaðstaða eru í boði og mun skrif-
stofan m.a. aðstoða við að útvega húsnæði.
Umsóknarfrestur er til 10. september.
Nánari upplýsingar veita:
Birginna Sandstedt, yfirmaður upplýsingadeildar,
eða Staffan Björck og Birgit Laudal ráðunautar.
Upplýsingar eru veittar í síma: (Kaupmannahöfn)
01-11 47 11.
Skriflegar umsóknir skal senda:
Nordisk Ministerrád
Generalsekretæren
Store Strandstræde 18
DK-1255 Köbenhavn K.
J