Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Aðalstræti
- vagga Reykjavíkur
Allt frá upphafi landnáms
í Reykjavík mun ef að líkum
lætur hafa legið gata eða
öllu heldur stígur, þar sem
nú er Aðalstræti. Stígur
þessi mun hafa legið frá hin-
um foma bæ, sem rannsókn-
ir benda til að staðið hafí
syðst í Aðalstræti, og niður
að sjó við Grófína.
Frá því á 11. öld og langt
fram á þá fímmtándu er
Reykjavíkur lítt getið í heim-
ildum, en frá síðari hluta 15.
aldar má rekja nöfn ábúenda
jarðarinnar með nokkurri
festu. Með stofnun Innrétt-
inganna 1751 verða straum-
hvörf í sögu Reykjavíkur, er
skipulögð þéttbýlismyndun á
sér stað, og sveitamenningin
hopar hér hægt og bítandi
fyrir bæjarmenningu.
Með byggingafram-
kvæmdum á vegum Innrétt-
inganna 1752—1759 breytist
þannig fyrrnefndur stígur í
fyrstu eiginlegu götu lands-
ins og nefndist fljótlega
Hovedgaden. Síðan var hún
nefnd Adelgaden og Klub-
gaden, en Aðalstrætisnafnið
bar hún ekki formlega fyrr
en 1848.
Áður en Reykjavík fékk
kaupstaðarréttindi 1786,
hafði verið um það rætt að
gera hana að höfuðstað
iandins, en þrátt fyrir það
var staðnum ekki ætlað stórt
landsvæði í upphafí. Kaup-
staðarlóðin var í raun aðeins
spilda sú sem við nefnum
Kvosina í dag, auk Örfiris-
eyjar og Amarhóls. Fyrstu
kaupstaðarárin var
Reykjavík því ekki mikil-
fengleg hvorki hvað varðar
stærð né fegurð og það sama
má raunar einnig segja um
auðlegðina. í raun var bær-
inn ekki annað en samansafn
þarna á hominu hefur nú
verið verslað samfellt í rúm
200 ár. Eftir Sunchenberg
hafa Fischersverslun, Duus-
verslun og Ingólfsapótek
haft þama aðsetur, og nú
er þama verslunin Geysir.
Fyrir sunnan verslunina
reisti konungsverslunin hús
yfír verslunarstjóra sinn um
1780, en fátt er vitað um
hvað var því að fjörtjóni og
hvenær. Hús það sem þarna
stendur í dag (Aðalstræti 4),
var byggt um 1940.
Þar sem Morgunblaðshöll-
in er í dag, stóð fyrir 200
ámm lítil og ómerkileg mó-
geymsla, sem reist hafði
verið í tengslum við Innrétt-
ingamar. Árið 1825 var svo
reist þarna hús það sem jafn-
an var kennt við Þórð
Jónassen og kallað Jónas-
senshús. Eftir hans daga
bjuggu þar ýmsir merkis-
menn fram til aldamóta, en
eftir það var það notað að
mestu til verslunarreksturs
allt þar til það var rifið um
1950.
Við hlið Jónassenshúss
stóð Hákonsenshús, kennt
við Einar Hákonsen hattara.
Áður en Einar byggði þarna
hús sitt, hafði á lóðinni stað-
ið eitt af geymsluhúsum
Innréttinganna sem síðar
hafði verið breytt í verslunar-
hús. Um lengri eða skemmri
tíma bjuggu í Hákonsenshúsi
nokkrir nafntogaðir menn,
eins og skáldin Jónas
Hallgrímsson og Benedikt
Gröndal, ennfremur andaðist
Sigurður Breiðfjörð þar
1846. Þegar Valgarð kaup-
maður Breiðfjörð eignaðist
húsið um miðja 19. öld, þá
lét hann oftsinnis breyta
húsinu og stækka um leið. í
bakhúsinu lét hann innrétta
leikhús, hið fyrsta sinnar
tegundar hér á landi. Auk
leiksýninga fóm þar fram
skemmtanir af ýmsum toga
og árið 1906 hóf þar starfsmi
sína, Reykjavík Biograft-
heater. Þegar Fjalaköttur-
inn, eins og húsið var jafnan
nefnt, var rifinn 1985, þá
hvarf af sjónarsviðinu einn
elsti varðveitti bíósalur í
heiminum.
Eins og fram hefur komið
að undaförnu þá hefur húsið
slokkni aldrei á tveimur stöð-
um, annarsvegar í helvíti og
hinsvegar á sínu heimili. Á
eftir Geir bjó þarna margt
merkra manna, eins og
Smith konsúll, Jens bróðir
Jóns forseta, Jón Hjaltalín
landlæknir og Matthías Jo-
hannessen kaupmaður.
Lengst af á þeirri öld er við
lifum nú, muna menn eflaust
eftir verslun þeirra Silla og
Valda í þessu húsi, og nú er
þar rekið veitingahús.
Séð suður Aðalstræti um
1960.
Ljósm. óþckktur/Kópía Ljósmyndasafnið.
nokkurra húsa beggja vegna
einnar götu — Aðalstrætis.
Og það er einmitt utan um
þessa litlu götu sem 200
árum síðar hefur vaxið borg
með um 90.000 íbúa. Við
skulum nú stikla á stóru í
sögu og þróun þessarar höf-
uðgötu borgarinnar.
Arið 1798 stóð þar nyrst
hús konungsverslunarinnar,
'en verslunarstjóri hennar,
Sunchenberg keypti hana
1788, og telst þar með fyrsti
kaupmaður kaupstaðarins.
Hus það sem nú stendur
þama (Aðalstræti 2) var
byggt um miðja 19. öld, en
Aðalstræti 2 árið 1907.
Húsið skreytt vegna
komu konungs.
Ljósm. Magnús Ólafsson/Kópía
Ljósmyndasafnið.
Aðalstræti 10 verið ranglega
talið elsta varðveitta hús í
Reykjavík. Nú þykir nefni-
lega sannað að dúkvefnaðar-
stofa Innréttinganna sem
þama var byggð 1752, hafí
brunnið 1764, ogerlíklegt
að það hús sem þama stend-
ur nú hafi verið þyggt
skömmu eftir það. Þar bjó
um aldamótin Petræus kaup-
maður en á eftir honum Geir
Vídalín biskup í mikilli fá-
tækt. Geir varð gjaldþrota
fyrstur íslenskra biskupa og
skulum við vona að það hendi
ekki fleiri. I gamni er það
haft eftir Geir að eldur
Séð suður Aðalstræti
1901.
Ljósm. óþckktur/Kópía
Ljósmyndasafnið.