Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 Úr annálum Mynd Jóns Helgasonar biskups áf Aðalstræti, 1854. Útilegumaður í Reykjavík - Pétur pólití leggur til atlögu við hann, fær svipuhögg í höf- uðið og missir hans (Elding 1901) „Sá atburður varð fyrir skömmu, að maður nokkur ókenndur reið allhart hér um göt- ur. Pétur pólití náði í manninn skammt frá Jóni Þórðarsyni kaup- manni. Var maðurinn þá á hestbaki, hafði tvo til reiðar og búinn til brott- ferðar. Pétur er ungur í tigninni og vildi nú sýna rögg af sér og þreif til mannsins. Náði hann í kápulaf hans. En maðurinn beið ekki boðanna, sló í hestinn og bað- aði út öllum öngum. Pétur lafði í kápulafinu og hékk þar upp eftir stígnum. Sá ókunni sló nú í af öliu afli, og kom ólin í höfuð Pétri. Hesturinn tók sprett mikinn, en rifa kom í kápuna. Sleppti Pétur tökum og greip til höfuðsins. í þeim stymp- ingum missti maðurinn hattinn af höfði sér. Pétur bað hann taka hatt- inn, en hinn gaf því engan gaum. Bað pólitíið menn þá að taka mann- inn en fáir voru þess fýsandi. Þó reyndi einhver að stöðva hann en fékk svipuhögg og varð frá að hverfa. Pétur og lýðurinn horfðu inn veginn, en maðurinn reið berhöfð- aður guði á vald og hvar úr sýn. - Enginn þekkti manninn, og ætla menn, að þetta hafi verið útilegu- maður". (Úr Öldinni okkar). Innsigli bæjar- ins með svan - eða illa gerðri æðarkollu í byrjun ársins 1815 fékk Reykjavíkurbær „skjaldarmerki sitt“ ef svo mætti segja, því að réttu lagi var þar aðeins um bæjarinn- sigli að ræða. Var það Sigurður B. Thorgrímsson land- og bæjarfóg- eti, sem gengist hafði fyrir því, en kannsellíið hafði, eftir tillögu stift- amtmanns, samþykkt að það væri notað. Innsiglið sýnir mann með staf í annarri hendi standandi á sjávarströnd, bát fyrir framan hann og þrjá flatta þorska að baki hon- um. Auk þess er þar sérmynd af svani (eða illa gerðri æðarkollul), en í umgjörð innsiglisins eru orðin „Sigillum civitatis Reykjavicæ". (Jón Helpason: Árbækur Reykjavíkur 1786-1936) Síðasti gapastokkur- inn í bænum Gapastokkur var settur upp á homi Aðalstrætis og Hafnarstrætis við Sunchenbergsbúð árið 1804 - hinn síðasti _sem sögur fara af í Reykjavík. Óþokkamál Gríms Ól- afssonar var þá fyrir landsrétti, en Grímur hafði játað að hafa viljað brenna inni Pál borgara Brekk- mann, stjúpa konu sinnar, en ekki tekist. Grímur var hins vegar ekki dæmdur til lífláts, heldur ævivar- andi þrælkunar og var fluttur utan. Gapastokkurinn var því ekki notað- ur í það skiptið. sm 8Mí (Jón Helgason: Árbækur Reykjavíkur 1786-1936) BROTTFÖR 14. OKTÓBER. Framlengia má dvölina á Benidorm - Emnig er hægt aö stoppa London á bakaleiö. Studioíbúð í tvíbýli: Verð frá 20.000,- pr. mann. SUMARAUKI - ÓDÝR HAUSTFERÐ Lengiö sumariö og skreppið til Spánar i október. Meðalhiti í október á Benidorm er 24°C, og sólarstundir 7 á dag. Hafðu samband - kynntu þér verðin og ferðamöguleikana. VÍK — S 1 M I : 2 8133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.