Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 41

Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 B 41 Innanbúðarmynd úr Smjörhúsinu upp úr 1910. Smjörhúsið var flutt í Haf narstræti 22 árið 1910, en áður haf ði það verið til húsa á Grettisgötu 1. Ljósm. óþckktur/Kópía Ljósmyndasafnið. sómamaður og var vinsæll mjög meðal Islendinga, en það sama var ekki hægt að segja um alla erlenda kaup- menn á þessum árum. Frægt var er hann gaf álitlegan sjóð til styrktar fátækum ekkjum og bömum í Reykjavík og Keflavík, en þar voru umsvif hans einnig vemleg. Skömmu eftir aldamótin 1900, voru allareigur Fisch- ersverslunar seldar H.P. Duus kaupmanni í Keflavík. Duusverslun varð geysilega öflug og var á hennar vegum rekin mikil þilskipaútgerð frá Reykjavík. Duus varð síðan gjaldþrota 1927. Af öðrum Reykjavíkur- verslunum sem um miðja síðustu öld sem voru reknar af útlendingum um miðja síðustu öld, má nefna Smithsverslun í Hafnar- stræti og Havsteensverslun sem stóð í Hafnarstræti, þar sem Fálkahúsið er nú. Um Smithsverslun er það að segja, að hún þótti sérlega fín, og var þar t.d. sérstök dömudeild. Víkjum nú að þætti íslend- inga sjálfra í reykvískri verslun, enda þótt hlutur landans .væri ekkert til að hrópa húrra fyrir á þessum árum. Það var helst að Is- iendingar væru verslunar- stjórar í áðurnefndum verslunum, en þó tel ég rétt að nefna hér nokkra íslenska kaupmenn. Fyrstan ber að nefna Hannes.Iohnsen, sem hóf • rekstur verslunar 1843 í gömlu Randersku húsunum í Hafnarstræti austan Veltu- sunds. í Grófinni höfðu hann ogJón Marteinsson látið j reisa hús þar sem nú er Vest- j urgata 3, og rak þar verslun I af krafti, þar til hann lést I af slysförum 1857. Seinna ! hóf Magnús Jónsson í Bráð- j ræði þar verslunarrekstur, I en það var einmitt Sigurður j sonur hans, sem lét reisa hús < það sem enn stendur þarna, og nefnt er Liverpool. Vestan við LiveipiKil kom svo Geir Zoéga á fót verslun 1880, í húsi sem hann reisti sérog bar síðan alla tíð nafnið Sjó- búð. Geir var mikill atkvæða- maður og eru umsvif hans í sjávarútvegi þekkt en auk þess rak hann hér allstóit kúabú. Fram undir miðja 19. öld höfðu breytingar á verslun- arháttum orðið mjög hæg- fara í Reykjavík sem og annars staðar á landinu, en upp úr því fer breytinga að verða vart. Sérverslanir fara nú að skjóta upp kollinum og riðu þar brauðhúsin á vaðið (Bernhöftsbakarí 1834 og Jensensbakarí um 1870). A þessum árum voru einnig opnaðar bæði Ixika- og vínbúðir, en vín hafði reynd- ar áður verið selt í nokkurs- konar sérdeildum innan gömlu verslananna. Upp úr aldamótum hefst svo tími sérverslananna fyrir alvöru, og nú litu dagsins ljós versl- anir eins og Sápuhúsið, Smjörhúsið, sérverslun með kaffi o.fl. Fram undir 1930 höfðu sérverslanirnar verið fremur smáar, en um það leyti litu dagsins Ijós stór- verslanir eins og skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar í Bankastræti og verslun Mar- teins Einarssonar á Lauga- vegi. En þrátt fyrir þessar tvær íburðarmiklu verslanir, þá var þetta fyrst og fremst tími hinna smáu sérverslana, og kaupmannsins á horninu. Nú í dag er hins vegar stutt í að hann heyri sögunni til, því nú hafa stórmarkaðimir tekið hér öll völd. Heimildaskrá: Jón Helgason: Þeir sem settu svip á bæinn, Rvík 1954. Magn- ús Jónsson: Saga íslendinga (9 bindi 1871-1903). Reykjavík í 1100 ár, Rvík 1974, grein um stórverslanir í Reykjavík eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Reykjavíkur. Upphaf sér- verslunar í bænum má með nokkrum sanni rekja til þess er Knudtzon stofnaði Bern- höftsbakarí 1834, en fram til þess höfðu verslanir hér einungis borið svip hinna gömlu krambúða. Knudt- zonsverslun var að lokum seid Copland og Berry er ráku Edinborgarverslun. Thomsensverslun var á þessum árum í húsum þeim sem eigandinn Ditlev Thom- sen keypti við Lækjartorg 1837. Síðar var byggt annað hús á lóðinni og þeim síðan skcytt saman í eitt og í því rekin hin fræga verslun, Thomsens Magasín. Þar störfuðu á mestu velsældar- árunum um 130 manns í alls 20 sérdeildum. Þá ber að nefna verslun þá sem Þjóðveijinn Carl Franz Siemsen kom hér á laggirnar 1840. Hans at- hafnasvæði var austast í Hafnarstræti, skáhallt á móti Thomsen Magasín. Frá 1854 tók bróðir hans við, en eftir það hnignaði veldi henn- ar mjög. Eftir að rekstri verslunarinnar var hætt keypti hana Jes Zimsen, og er enn rekin hér verslun und- ir hans nafni. Ekki má svo gleyma Fischersverslun sem rekin var af elju og dug í þá daga, af C.H. Fischer. Verslun sína rak Fiseher í Aðalstræti 2, í húsi því sem þar stendur enn. Fischer þótti mikill Haf narstræti um 1910. Ljósm. Magnús Ólafsson/Kópía Ljósmyndasafnið. ! Dæmigerð krambúð. Myndin mun líklega vera tekin í gömlu Ediuborgar- búðinni. Innimynd úr Godtbaabsveralun um 1910. Godt- haabs verslun stóð þar sem uú eru skrifstofur Rey kjavíkurborgar og Reykjavíkur Apótek í Austurstræti 16. Ljósm. Magnús Ólafsson/Kópla Ljósmyndasafnið. Ljósm. óþckktur/Kópía Ljósmyndasafnið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.