Morgunblaðið - 24.10.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 24.10.1986, Síða 2
IvÍÖRGukBLÁÐlÐ,'TOSTUDAGÚr 24. ÓktÓBÍER 1986 Halldór Ásgrímsson á þingi Sjó- mannasambands íslands: Tekjur sjómanna eru óvenju góðar KJARAMÁL eru einn mikilvægasti málaflokkurinn á yfirstand- andi þingi Sjómannasambands Islands. Telja sjómenn nauðsynlegt að bæta hlutaskipti, auka atvinnuöryggi og að afnema kostnaðar- hlutdeild. Sjávarútvegsráðherra telur hins vegar að tekjur sjómanna séu óvenjugóðar um þessar mundir. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- tekjur stéttarinnar, er eftirspurn vegsráðherra, ávarpaði þing sjómanna við upphaf þess á fimmtudag. Þá sagði hann meðal annars: „Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem þegar liggja fyrir, virðast tekjur sjómanna í hlutfalli við tekjur annarra stétta vera óvenju góðar um þessar mundir. í þeim efnum sýnast árin 1985 og 1986 vera sambærileg við árið 1980, en það ár voru tekjur sjó- manna hlutfallslega hæstar á síðustu 10 árum. Aðvitað eru sjó- menn misjafnlega ánægðir með kjör sín, en bezti mælikvarðinn á eftir skipsrúmi. í því sambandi má meðal annars nefna að á árinu 1983, þegar kjör sjómanna voru slæm, gekk illa að manna skipin. Sjómenn leituðu margir til annarra starfa og var það mjög miður. Nú virðist auðvelt af fá sjómenn til starfa á vel rekin skip og áhugi ungra manna hefur aukizt á sjó- mennsku og fer aðsókn að Stýri- mannaskólanum vaxandi." Sjá fréttir af þingi Sjómanna- sambands Islands á blaðsíðu 27. Slökkviliðsmenn hreinsa vatn úr íbúð með kraftmiklum vatnssugum. Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Keflavíkurflugvöllur: Skoðanakönnun sjálfstæðismanna á Reykjanesi: Vatnsskaðar vegna EUert og Þorsteinn brýstÍllgfSSVeÍfllia gefa kost á sér ELLERT Eiríksson sveitarstjóri í Gerðahrepp í Garði og vara- þingmaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjaneskjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu. Þor- steinn Halldórsson í Kópavogi hefur einnig ákveðið að gefa kost á sér. „Vegna fjölda áskorana hef ég fallist á að taka sæti á listanum ef að það verður ofan á, eftir að skoðanakönnun hefur farið fram,“ sagði Ellert og verður þetta þá í ijórða sinn sem hann skipar sæti á lista flokksins til Alþingiskosninga. Skoðanakönnun um val frambjóð- enda fer fram 1. nóvember meðal trúnaðarmanna flokksins. Kjör- nefnd er óbundin af niðurstöðum hennar. Þa hefur Þorsteinn Halldórsson ákveðið að gefa kost á sér. „Ég skilaði inn framboði í prófkjör sem átti upphaflega að fara fram “sagði Þorsteinn, „en verð með í þessari skoðanakönnun. Síðan Axel Jóns- son dró sig í hlé og lést nú nýlega, hefur fólki hér í Kópavogi fundist vanta fulltrúa úr Kópavoginum, þetta er því tilraun til að ráða bót á því.“ LJÓST er að mikið tjón varð á Keflavíkurflugvelli seinni- partinn í gær þegar hitaveitu- lagnir í fjölmörgum húsum sprungu vegna þrýstisveiflna í hitaveitukerfinu. Hitavatns- Stöð 2 færir fréttirnar til kl. 20: Ríkissjónvarpið íhugar að færa einnig fréttirnar STÖÐ 2 tilkynnti í gærkvöldi að fréttatími stöðvarinnar yrði færður frá klukkan 19.25 til klukkan 20 vegna fjölda áskor- ana. Hjá ríkissjónvarpinu er til alvarlegrar athugunar að færa fréttimar aftur til klukkan 20, en útsendingartímanum var breytt til 19.30 fyrir skömmu. „Ég held að það hljóti aðeins að vera tímaspursmál hvenær tíma sjónvarpsfréttanna verður breytt aftur í sitt fyrra horf,“ sagði Helgi H. Jónsson, varafréttastjóri ríkis- sjónvarpsins, í samtali við Morgun- blaðið. Helgi sagði að það rigndi inn óánægjubréfum, áskorunum og símtölum um að færa fréttatímann aftur og hafa hann eins og áður kl. 20.00 í stað 19.30 eins og nú er. Málið væri þó enn á umræðu- stigi innan stofnunarinnar og óvíst hvenær endanleg ákvörðun yrði tekin varðandi fréttatímann. leiðslur og ofnar gáfu sig í tugum bygginga, bæði í íbúð- ar- og atvinnuhúsnæði og heitt vatnið streymdi út. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins var á tímabili talin hætta á íkveikju í mörgum byggingum, þar sem vatn lak á rafmagnsinntök og raf- magnstöflur. Fólk varð fyrst vart við að eitt- hvað óvenjulegt væri á seyði, þegar heyrðist eins og högg á glugga. Síðan heyrðust skruðn- ingar í ofnum og fór á leka á ýmsum stöðum. Viðgerðamönnum var gert viðvart og skrúfuðu þeir fyrir heita vatnið til vallarins og tóku síðan til við viðgerðir. Þá var slökkvilið vallarins kallað út og þreif það upp vatn með kraftmikl- um vatnssugum. Unnið var að viðgerðum og hreinsun fram á nótt. Þá var enn- þá óljóst hve margar byggingar hefðu orðið fyrir einhveijum skemmdum, því talið var um tjón gæti verið að ræða í mannlausum húsum, sem engar fregnir hefðu borist um. Engin leið var að áætla heildartjónið, en talið víst að um um mikið tjón væri að ræða. INNLENT Guðmundur J. Guðmundsson: „Gef ekki kost á mér í þing- mennsku fyrir Aiþýðubandalagið“ „ÉG TILKYNNTI það á stjómarfundi Dagsbrúnar í dag, að ég hefði ákveðið að ég myndi ekki gefa kost á mér í þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið," sagði Guðmundur J. Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að með þessari ák- vörðun sinni væri hann ekki að ganga úr Alþýðubandalaginu. „Ég tilkynnti þetta fyrst á vera á Alþingi, þó að ég geri alls stjómarfundi Dagsbrúnar, vegna þess að þar hef ég verið félagi frá 16 ára aldri. Ég er formaður fé- lagsins, og þar á ég mína nánustu og bestu félaga,“ sagði Guðmund- ur. Guðmundur var spurður hvers vegna hann hefði tekið þessa ák- vörðun: „Ástæðan er sú, að ég tel að ég sé í fullmiklu og ætla að gefa mig enn betur að mínu fé- lagi, sem ég tel að ég hafi ekki getað sinnt nógu vel. Eg tel ekk- ert skilyrði fyrir lífshamingju að ekki lítið úr því. En það er ákaf- lega erfitt að beita sér á fullu á Alþingi og vera formaður Dags- brúnar, formaður Verkamanna- sambands íslands og í miðstjóm ASÍ.“ Guðmundur var spurður hvort deilur innan Alþýðubandalagsins vegna Hafskipsmálsins hefðu haft einhver áhrif á þessa ákvörðun hans: „Það er rangt að þetta svo- kallaða Hafskipsmál, hafi brejftt þama einhveiju um,“ sagði Guð- mundur, „nema að því leytinu að ég hefði tilkynnt þessa ákvörðun mína fyrr, ef það hefði ekki kom- ið til. Hins vegar neita ég því ekki, að það vakti nokkra furðu hjá mér að mitt blað og mínir félagar á Þjóðviljanum lögðu blað- ið undir samfelldar persónulegar árásir og svívirðingar á mig, blaða mest. Þar var að mínu mati eitt- hvað allt annað en réttlætiskennd að baki. Ég neita því ekki að það vakti hjá mér ákveðna beiskju. Það er alltaf erfitt að fá hnífínn í bakið frá félögum sínurn." Guðmundur var spurður hvort hann liti þannig á að verkalýðs- armi Alþýðubandalagsins bæri að fá þingsæti hans í sinn hlut, við næstu Alþingiskosningar, og hvort hann myndi styðja Ásmund Stefánsson eða Þröst Ólafsson í það sæti: „Ég þori ekkert að segja um það hvað Alþýðubandalagið í Reykjavík gerir. Þeir Ásmundur og Þröstur eru báðir mjög hæfir og góðir menn. Þröstur er að mínu mati einn hæfasti maður sem ég hef starfað með. Ásmund- ur er prýðilega hæfur maður líka,“ sagði Guðmundur, „en ég er ekk- ert sannfærður um það að Alþýðubandalagið í Reykjavík velji mann úr verkalýðsarmi flokksins í þetta sæti. Hins vegar álít ég að Alþýðubandalagið hefði mjög gott af því að nýjar raddir kæmu inn í þingflokkinn - menn sem ekki hefðu verið áður á þingi. Flokkurinn er orðinn „klisju- kenndur" og staðnaður“ Böðvar S. Bjarnason. Böðvar S. Bjarnason látinn Böðvar S. Bjarnason bygginga- meistari, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður búsettur að Kjartansgötu 3 í Reykjavík, lést á Landspitalan- um fimmtudaginn 23.október, 82 ára að aldri. Böðvar var um langt skeið einn umsvifamesti verktaki hér í borg og reisti m.a. marga skóla og aðrar opinberar byggingar. Eftirlifandi eiginkona Böðvars er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.