Morgunblaðið - 24.10.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.10.1986, Qupperneq 28
MQRGUNgMÐIÐ, FftSTUDAGUR 24( QKTÓBER I986 28 Alþingiígær: Mælt fyrir málum og vísað til nefnda Róleg-heitafundur var í Sam- einuðu þingi í gær, mælt fyrir nokkrum þingsályktunartillög- um og öðrum vísað til þing- nefnda. Meðal þingsályktunartillagna, sem vísað var til nefnda, vóru: * Tillaga Eiðs Guðnasonar (A.- VI.) um nefndarskipan til að gera áætlun um stofnun og rekstur haf- og fískveiðasafns. * Tillaga Hjörleifs Guttormsson- ar (Abl.-Al) o.fl. um sama gjald fyrir símaþjónustu á öllu landinu, ,þ.e. að jafna gjaldskrá stmans í áföngum. * Tillaga sama þingmanns um rannsóknir á botnlægum [fiskjteg- undum á grunnsævi. Hjörleifur Guttormsson mælti fyrir tillögu um úttekt á mismunun gagnvart konum hérlendis. Úttekt- in verði gerð í framhaldi af fullgild- ingu samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Út- tekt verði m.a. gerð á því, hvað einkum skorti á að íslendingar upp- fylli ákvæði samningsins. Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) mælti fyrir tillögu um jöfnun hús- næðiskostnaðar. Tillagan miðar einkum við það að koma til móts við fólk, sem byggði eða keypti húsnæði 1980-1985 og varð fyrir mikilli hækkun skulda vegna ytri aðstæðna, misvísunar launaþróunar og þróunar í fjármagnskostnaði. Kristín Halldórsdóttir (Kl.-Rn.) Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgnnblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur AbL: Alþýðubandalag Bj.: Bandalagjaftiaðarm. F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes mælti fyrir tillögu Kvennatistans um að taka upp staðgreiðslu opin- berra skatta. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) mælti fyrir tillögu sinni um byggðastefnu og valddreifíngu. Jóhanna Sigurðardóttir (A.-Rvk.) mælti fyrir tillögu um lífeyrisrétt- indi heimavinnandi fólks. Umræður urðu ekki um málin, ef framsaga er undanskilin. At- kvæðagreiðslu um vísun til nefnda var frestað. Vimuefni, sem löggæzla hefur lagt hald á. Skýrsla um fíkniefnavandann: Hvaða úrræðum á að beita í löggjöf? Níu þingmenn Alþýðu- flokks hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá forsætisráðherra um fíkni- efnamál. Beiðnin tíundar rúmar tuttugu spurningar um umfang, eðli og skaðsemi fíkniefnavandans sem og fjölmörg efnisatriði, honum tengd. Spurt er um útbreiðslu fíkni- efiia hér á landi og dreifíngu neyzlu á aldurshópa og í viðmiðun við nágrannalönd. Spurt er um fjölda fíkniefnamála, upptæk ólöglegleg fíkniefni, innlagnir fíkniefnasjúklinga á heilbrigðis- stofnanir og fyrirbyggjandi aðgerðir næstliðin ár. Spurt er um dauðsföll og sjálfsvíg, sem rekja má til fíkniefna, og kostnað vegna fíkniefnasjúklinga. Spurt er um þjálfun og menntun eftirlitsaðila, í toll- og löggæzlu, og samvinnu við erlend toll- og löggæzluyfír- völd, sem og upplýsingamiðlum milli landa. Spurt um viðurlög við fíkniefnabrotum, fjölda fíkniefna- dóma, fjárhæð sekta o.sv.fv. Og loks er spurt um hver verði við- brögð stjómvalda í þessu efni næstu misseri og ár. í greinargerð segir að beiðni um skýrslu sé lögð fram til að Alþingi fái heildaryfírsyn yfír alla þætti, tengda fíkniefnavandanum. Ný þingmál: Rekstur dagheimila Fjórir þingmenn úr jafnmörgum þingflokkum flytja frumvarp til laga um byggingu og rekstur dag- heimila fyrir böm. Frumvarpið felur m.a. í sér að uppeldisstarf dagvistarheimila skuli taka mið af markmiðum og leiðum í „Upp- eldisáætlun fyrir dagvistarheim- ili“, sem unnin hefur verið og gefín út á vegum menntamálaráðuneyt- isins. Frumvarpið kveður og á um menntunarkröfur til forstöðufólks dagvistarheimila. Sem og um sam- starf dagvistarheimila og skóla. Fyrsti flutningsmaður er Kristín S. Kvaran (S.-Rvk.). Breyting á lögræöislögum Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.) o.fl. þingmenn flytja frumvarp til breytinga á lögræðislögum. Frum- varpið kveður svo á m.a., að sérstök trúnaðamefnd dómsmála- ráðuneytis skuli fjalla um alla úrskurði um sjálfræðis- fjárræðis- eða lögræðissviptingu sex mánuð- um eftir uppkvaðningu og síðan á eins árs fresti. Sé það álit nefndar- innar að forsendur sviptingar séu fallnar úr gildi skal hún bera fram tilmæli til héraðsdómara um að svipting verði felld úr gildi. Tillögoir til þingsályktunar Tæknimat. Davíð Aðalsteins- son (F.-Vl.) o.fl. þingmenn flytja tillögu um könnun á því með hvaða hætti áhrif nútímatækni í atvinnu- ogþjóðiífí verði metin á skipulegan hátt, samkvæmt þeirri fyrirmynd sem felst í því sem erlendis hefur verjð nefnd tæknimat. Aætlun um reiðvegagerð. Páll Pétursson (F.-Nv.) og Olafur Þórð- arson (F.-Vf.) hafa borið fram tillögu um áætlun um reiðvega- gerð um landið. Nefndin meti hvar þörf er á nýjum reiðvegum, hvar varðveita skal gamla reiðvegi og hvar heppilegast sé að reiðvegir Annir hjá kvenna- lista: Fimmti varamað- ur mætir María Jóhanna Lárusdótt- ir tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur (Kl.-Rvk.), vegna anna þeirra síðartöldu María Jóhanna er fímmti varaþingmaður Kvennalistans. Fyrsti, annar, þriðji og fjórði varamaður gátu ekki mætt, í fjarveru Sigríðar Dúnu, vegna anna. Það vóru fleiri í önnum, utan þingfundar. Kjörbréf fímmta varaþingmanns Kvennalistans fékkst ekki samþykkt fyrr en við þriðju atrennu (atkvæða- greiðslu) vegna ónógrar þátt- töku í tvö hin fyrri skiptin. Þegar forseti Sameinaðs þings bar kjörbréfíð undir atkvæði, hið þriðja skiptið, var það sam- þykkt með 36:0 atkvæðum, en 60 þingmenn sitja í Sameinuðu þingi. liggi um landið svo reiðmönnum verði greið leið um það. Rannsóknarstofnun til Hvanneyrar. DaVíð Aðalsteinsson (F.-Vl.) o.fl. þingmenn flytja til- lögu, þessefnis, að gerð verði áætlun um flutning Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins til Hvanneyrar innan sex ára. Bankaeftirlit ríkisins Fjórir þingmenn Alþýðubanda- lags flytja frumvarp til laga um Bankaeftirlit ríkisins, sem hafa skal eftirlit með starfsemi við- skiptabanka, sparisjóða, innláns- deilda samvinnufélaga og hliðstæðra stofnana. Bankaeftir- litið skal fylgjast með að þeir sem annast kaup og sölu verðbréfa hverskonar og greiðslumiðlun fari að lögum. Fleiri verkefni eru tínd til. I greinargerð er bent á „styrkt eftirlit með peningamarkaðnum“ hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Fýrsti flutningsmaður er Guðrún Helgadóttir. Frá upptökum á kvikmyndinni „Tvær leiðir", en f upphafi hennar eru sýndir drykkjusiðir víkinganna. Áf engisvarnaráð: Leikin fræðslumynd um áfengisvandamál Áfengisvarnaráð hefur falið Myndbæ að gera fræðslumynd um áfengisvandamálið. Að sögn Jóhanns Briem framkvæmda- stjóra Myndbæjar er hér um að ræða 30 mínútna langa leikna fræðslumynd, og hefur hún fengið vinnuheitið „Tvær leið- ir“. Jóhann sagði að myndin væri ekki byggð upp sem áróðursmynd heldur væri reynt að vekja fólk til umhugsunar um þetta vandamál. Er gerð myndarinnar liður í átaki Áfengisvarnaráðs sem miðar að því að minnka áfengisneyslu um ijórðung fyrir aldamót og fækka slysum og minnka vinnutap að sama skapi. Myndin verður boðin til sýningar í sjónvarpinu og einnig verður hún send í alla skóla landsins. Valdim- ar Leifsson kvikmyndagerðarmað- ur og Þorsteinn Marelsson leikstjóri hafa umsjón með gerð myndarinnar fyrir Myndbæ. Einn lykill fyrir hvert fjölbýlishús - ef áskriftagjald kemur frá hverri íbúð ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin hjá Stöð 2 um að gera samn- inga við þau húsfélög fjölbýlis- húsa, sem óska eftir að fá einn myndlykil fyrir allar íbúðirnar í stað þess að hver íbúð þurfi að festa kaup á eigin af- ruglara. „Við héldum í upphafi að tækni- lega væri ekki hægt að hafa sama lykilinn fyrir heila blokk, en við höfum komist að raun um að það er hægt eftir prófun í fyrrakvöld. Við ætlum því að bjóða upp á þetta, en þó með því skilyrði að allir íbúðareigendur innan sama hússins séu með í dæminu og að áskriftagjöld komi frá hverri íbúð fyrir sig,“ sagði Jón Óttar Ragn- arsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, í samtali við Morgunblaðið. Jógakona heldur fyrirlestur TIL LANDSINS er komin jóga- konan Dídí Ananda Ushja á vegum Samtaka Prátista. Hún heldur tvo fyrirlestra um hugleiðslu og andlega þjóðfélags- baráttu í dag föstudag kl. 21.00 og nk. þriðjudag á sama tíma í Aðalstræti 16. Um aðra helgi held- ur hún sérstakt helgamámskeið í Junkaragerði á Reykjanesi og leið- beinir þar í hugleiðslu og fram- farasinnuðum lifsháttum, að því er fram kemur í frétt frá Samtök- um Prátista. I sömu tilkynningu er Dídí Ananda Ushja lýst þannig, að hún sameini það tvennt að vera sér- fræðingur í klassískum innsæisví- sindum frá Himalaja í austri og róttækri þjóðfélagsheimspeki Evr- ópu 20. aldar í vestri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.