Morgunblaðið - 24.10.1986, Side 36

Morgunblaðið - 24.10.1986, Side 36
"36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 t BÖÐVAR S. BJARNASON, byggingarmeistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Kjartansgötu 3, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 23. október. Ragnhildur D. Jónsdóttir og börn. t Móðir mín, tengdamóðir og systir, FRÚ AMELÍA FANNEY TRYGGVADÓTTIR, Múlavegi 4, Seyðisfirði, sem andaðist í Borgarspítalanum 15. þ.m. verður jarðsungin frá nýju kapellunni í Fossvogi, föstudaginn 24. október. Ragnar Gfsli Danfelsson, Jóna Sæmundsdóttir, Aðalsteinn Tryggvason, ÞuríðurT. Möller, Geir Tryggvason. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY BJARNADÓTTIR, Rlfi, Snœfellsnesi, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 25. október kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Markús Þórðarson, Elísabet Markúsdóttir, Ragnar Jónatansson, Sigríður Markúsdóttir, Kristján Þorkelsson, Óiöf Markúsdóttir, Gestur Halldórsson, Birna Markúsdóttir, Sigurbjörn Theódórsson, Kristfn Markúsdóttir, Svala Steingrfmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ÓLAFSINGVARSSONAR frá Hellishólum f Fljótshlfð fer fram frá Selfosskirkju á morgun, laugardaginn 25. október kl. 13.30. Fyrir hönd okkar systkinanna, Lovfsa Ingvarsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, ÁSGEIRS ÁSGRÍMSSONAR, Hraunbraut 36, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 24. október nk. kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjálpar- og björgunarsveitir. Guðbjörg Gfsladóttir, Hulda Björg Ásgeirsdóttir, Anna Karen Ásgeirsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Ása Guðbjörg Asgeirsdóttir, Ruth Ásgeirsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn og faöir okkar, GARÐAR S. SVEINSSON, Suðurgötu 45, Keflavfk, andaðist í Landspítalanum 21. október. Útförin verður frá .Ytri- Njarövíkurkirkju laugardaginn 25. október kl. 14.00. Margrót Kristjánsdóttir og börn hins látna. t Alúðarþakkir fyrir samúð og vináttukveðjur við andlát og útför MARÍU GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR frá Lambhaga í Hrísey. Elsa Jónsdóttir, Valdís Jónsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Brynjar Jónsson, Selma Jónsdóttir, Ásgeir Ingi Jónsson, barnabörn og Sigurgeir Júlfusson, Jón Ásgeirsson, Steinunn Jónasdóttir, Ólafur Axelsson, Fjóla Björgvinsdóttir, barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og systur, PÁLÍNU ÞORKELSDÓTTUR, Sogavegi 92. Hannes Hafliðason, Sigrfður Sigurðardóttir. Minning: * * Asgeir Asgríms- son flugvirki Fæddur 26. desember 1930 Dáinn 16. október 1986 Snemma að morgni fimmtudags- ins 16. október sl. hringdi síminn. „Hann Ásgeir er týndur, það er verið að leita að honum.“ í fyrstu vorum við viss um að allt færi vel. Þama var vanur maður og varkár á ferð. En eftir því sem leið á dag- inn óx kvíðinn, þar til við fengum loks staðfestingu á því sem við höfðum óttast mest. Hann Ásgeir hafði fundist látinn. Ásgeir Ásgrímsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1930. For- eldrar hans voru Ásgrímur Gísla- son, vörubifreiðastjóri, og Louisa Tómasdóttir. Ásgeir var næstyngst- ur flögurra bama þeirra, en hin eru Soffía og Berta, búsettar í Banda- ríkjunum, og Ásdís, búsett í Reykjavík. Átján ára gamall hóf Ásgeir nám í flugvirkjun hjá Flugfélagi íslands og starfaði hjá því og síðar Flugleið- um þar til hann lést. Hann var farsæll í sínu starfí og vel liðinn sem glöggt má sjá af viðbrögðum vinnufélaga hans hinn örlagaríka dag, þegar hans var saknað. 14. desember árið 1957 kvæntist Ásgeir eftirlifandi konu sinni, Guð- björgu Gísladóttur frá Reyðarfírði, og eignuðust þau fjórar dætur, Huldu Björgu, Önnu Karen, Ásu Guðbjörgu og Rut. Ásgeir og Bubba, en svo er Guðbjörg jafnan nefnd, vom mjög samrýnd og sam- hent í öllu, svo eftir var tekið. Þau höfðu komið sér upp fallegu og vinalegu heimili á Hraunbraut 36, Kópavogi, þar sem við áttum marg- ar gleðilegar stundir síðustu árin. Áhugi Ásgeirs beindist mikið að allskonar útivist og garð- og gróð- urhúsarækt, en á því sviði var hann einstaklega laginn. Það virtist vera alveg sama hvað honum datt í hug að rækta, yfirleitt tókst honum það með stórgóðum árangri og sjaldan fómm við tómhent frá þeim hjónum, því hann vildi leyfa öðmm að njóta þess með sér, sem hann uppskar. Hann Ásgeir var fróður um margt, og oft leituðum við til hans, og þeirra hjóna, með hin margvís- legustu mál til að fá ráðleggingar eða álit. Hann gat auðveldlega sagt okkur skoðun sína umbúðalaust, án þess að særa neinn, því við vissum að hann virti skoðanir okkar og jafnauðveldlega hvatti hann okkur til að gera hluti, sem honum þótti einhvers verðir. Ásgeir var maður hógvær í fram- komu, traustur vinur og tryggur sinni fjölskyldu og sínu starfi. Snemma fundum við að hann var sú festa sem við bundum okkur ósjálfrátt við og þess vegna virkaði það eins og hnefahögg þegar við fréttum hið ótímabæra fráfall hans. í dag, föstudaginn 24. október, kveðjum við Ásgeir í síðasta sinn, en minning um góðan frænda og vin mun ávallt lifa í hugum okkar. Elsku Bubba, Hulda Björg, Anna Karen, Jón Steinar, Ása og Rut, söknuðurinn er sár, en megi minn- ingin um góðan eiginmann, föður og tengdaföður styrkja ykkur í framtíðinni. „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr.“ (Ör Hávamálum) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Louisa, Guðjón, Ásgrímur og Heiða. Lífið er torrætt og oft ráðgáta ein. Dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Ásgeir Ásgrímsson, minn góði vinur og tengdafaðir, varð bráðkvaddur þann 15. október sl. Á hveiju hausti um áratuga skeið fór hann til fjalla að huga að rjúp- um. Sú var einnig ætlunin þessa morgunstund. En fyrsta ferðin á þessu hausti varð hans síðasta. Fóstuijörðin varð hans dánarbeður. Ásgeir fæddist 26. desember 1930, borinn og bamfæddur Reyk- víkingur. Árið 1957 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Gísladóttur frá Reyðarfirði. Þau eignuðust fjórar dætur, Huldu Björgu, Önnu Karen, Ásu Guð- björgu og Ruth. Á sjötta áratugnum reistu þau hjónin hús á Hraunbraut 36 í Kópa- vogi og samhent komu þau sér upp myndarlegu og hlýlegu heimili. Óijúfanlegur hluti af heimilinu er garðurinn, sem nú stendur sem minnismerki um hinn iðna og natna blóma- og garðræktarmann. Ennþá minnist ég þess vel hve heillaður ég varð af þessum garði þegar ég sá hann fyrst. Náttúrulegir klettar og lágjurtir í smekklegu nábýli við rósir og aðrar skrautjurtir. Garðræktin var sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. í garðinum varði Ásgeir flestum tómstundum sínum. Og síðustu árin einnig innan um suðrænar skraut- og matjurtir í gróðurhúsinu, sem hann sjálfur hannaði og smíðaði af miklum hag- leik. En önnur áhugamál átti Ásgeir ærin. Hann var náttúrufræðingur af Guðs náð, sjálfmenntaður fjöl- fræðingur í þeim efnum. Fjöllin og hálendið seiddu, vitneskjan af fiski í vatni, ijúpu á þúfu eða gæsum á flugi toguðu óspart í veiðimanninn. Og sérstakt yndi hafði hann ætíð af að bjóða upp á það, sem hann sjálfur hafði yeitt eða ræktað. Aðalstarf Ásgeirs var þó í þágu flugsins á íslandi. Hjá Flugfélagi íslands og Flugleiðum starfaði hann í nálega íjörutíu ár eða frá 18 ára aldri til dauðadags. í fyrstu var hann flugvélstjóri á Katalínubátum, en lengst af flugvirki og nú síðustu árin deildarstjóri mælitækjadeildar á Reykjavíkurflugvelli. Við Ásgeir höfðum þekkst í dijúgan áratug. Hafa kynni okkar einkennst af gagnkvæmri virðingu og aldrei hlaupið snurða á þráð, þráð sem örlögin hafa nú fyrirvara- laust höggvið á. Eftir situr minning um dreng góðan, athugulan og létt- an í lund — öðlingsmann, þúsund- þjalasmið með ráð undir rifí hveiju. í dag grúfir sorg yfir fjölskyldu hins látna. Hún á minningar um heilsteyptan og umhyggjusaman eiginmann og föður, minningar sem nú eru sárar en munu í tímans rás verða minningar sem oma, minn- ingar sem bæta. Megi Guð veita syrgjendum styrk. Far í friði kæri vin. Jón Steinar Jónsson í dag, föstudaginn 24. október, er til moldar borin amma okkar, Sigríður Kristinsdóttir. Hún fæddist að Bröttuhlíð á Rauðasandi í Barða- strandarsýslu. Foreldrar hennar voru Pálína Kristjánsdóttir og Kristinn Benediktsson frá Rauða- sandi. Var hún elst átta systkina, en í dag eru tvö þeirra á lífí. Amma ólst upp hjá Kristjáni móðurafa sínum á Rauðasandi. Árið 1926 fluttist hún til Hellis- sands, þá heitbundin Finnboga Kristjánssyni, og giftust þau árið Enginn veit hvenær kallið kemur og enginn veit hvar staðar nemur í þessu lífí kom í hug okkar vin- anna er okkur barst sú harmafregn að einlægur vinur og vinnufélagi um langt árabil væri látinn. Slfka harmafregn er erfitt að sætta sig við. Vinur á gleði- sem sorgarstund, vinnufélagi, góður eig- inmaður, faðir, afi, ógleymanlegur samferðamaður er frá okkur horf- inn. Ásgeir Ásgrímsson var fæddur í Reykjavík 26. desember 1930. Um ættir og uppruna látum við öðrum eftir að gera skil. Flugvirkjanám hóf hann hjá Flugfélagi íslands árið 1949. Hann starfaði sem flugvirki á verkstæði, einnig sem flugvélstjóri á Catalína- flugbátum í þá daga. Síðan sér- hæfði hann sig í viðhaldi á öllum mælitækjum flugvela, hafði af því veg og vanda og veitti deild þeiiri forstöðu til hinstu stundar. 14. desember 1957 kvæntist hann Guðbjörgu Gísladóttur frá Reyðarfirði og var það stór stund í lífí þeirra. Börn þeirra eru: Hulda Björg, búsett í Kópavogi, Anna Karen, gift Jóni Steinari Jónssyni og eiga þau tvö böm, búsett í Svíþjóð um stundarsakir, hann í framhaldsnámi í læknisfræði; tvær yngstu telpumar, Ása Guðbjörg og Ruth, era í foreldrahúsum. Áhugamál Ásgeirs vora mörg. Náttúramaður var hann mikill, hafði yndi af að skoða landið, hann hafði glöggt auga fyrir því, sem á vegi hans varð og kunni frá mörgu að segja. Renna fyrir físk í fallegu vatni eða á, þar naut hann sín enda lag- tækur í því sem og öllu öðra. Hann var mikill áhuga- og fróðleiksmaður um alla tijá- og blómarækt, enda ber heimilið, garðurinn og litla, fal- lega gróðurhúsið með allskyns aldin, því fagurt vitni. Að fá sér góðan göngutúr til fjalla og huga að ijúpu var síðast en ekki síst hans hjartans mál, var hann ávallt mjög aðgætinn og vel útbúinn. Ásgeir átti mörg og mikilvæg verkefni óleyst er kallið kom. Við vitum að hann heldur áfram þar sem frá var horfið. Við þökkum honum fyrir samfylgdina. Biðjum góðan guð að styrkja Guðbjörgu, dæturnar og barna- bömin á þessari sorgarstundu. Gunnar Loftsson 1929. Afi var fæddur og uppalinn á Hellissandi. Foreldrar hans voru Margrét Gilsdóttir og Kristján Jóns- son. Afi stundaði sjóinn meðan amma sinnti börnum og heimili. Á fyrstu hjúpskaparáram sínum festu þau kaup á nýju húsi sem kallað var Hausthús. Þau eignuðust þijú böm, Kristjönu Margréti, Kristján Guð- bjöm og Petreu Gróu. Son sinn misstu þau þegar hann var aðeins átta ára gamall. Líf ömmu var ekki átakalaust, því hún missti mann sinn úr veikindum árið 1942, og varð hún því ein að sjá sér og dætr- um sínum farborða. Sigríður Kristins- dóttir — Minning Fædd 20. desember 1900 Dáin 14. október 1986

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.