Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986
38
fclk í
fréttum
Drottningar
Norðurlanda
samankomnar
Það er ekki á hverjum degi
sem hinar þijár drottningar
Norðurlanda koma saman, en
hendir þó öðru hveiju. Síðast henti
það í síðustu viku þegar þær voru
viðstaddar opnuð var yfírlitssýn-
ing á verkum sænskra listamanna
í Danmörku á árunum 1880 til
1930. Á myndinni eru frá vinstri
Silvía Svíadrottning, Margrét
Danadrottning og Ingiríður
drottningarmóðir, sem enn ber
titil Danadrottningar.
Opnan úr Elite.
íslensk hárgreiðsla og
módel vekja athygli
Utlendingar hafa gjaman gert
að umræðuefni hversu vel ís-
lendingar tolli í tískunni og íslend-
ingar gjama svarað því til að hingað
berist hið besta beggja vegna Atl-
antshafs. Nú er hinsvegar svo
komið að íslendingar em ekki ein-
vörðungu þiggjendur í þessum
efnum, því langt er síðan að íslensk-
ir hárgreiðslumeistarar hófu að
vekja athygli fyrir fmmleika og
smekkvísi á erlendri gmnd og
íslenskir fatahönnuðir hafa einnig
gert vart við sig, þótt í smærri
mæli sé.
Fyrir skömmu birtust í hinu vel
þekkta hártískutímariti Elite mynd-
ir af tveimur íslenskum tískusýn-
ingarstúlkum, sem Torfí
Geirmundsson greiddi. Að fá birtar
myndir í Elite er töluverður virðing-
arvottur, því í blaðinu birtast
einungis myndir af því sem best
þykir hveiju sinni og er bæði hár-
greiðslumeisturum og módelum
akkur í því að vera á síðum þess.
Myndimar tók Ragnar Th. Sig-
urðsson og módelin em þær Ragna
Sæmundsdóttir og Elísabet Auður.
Elite, sem er litprentað og í sama
broti og Morgunblaðið, er mjög út-
breytt og hafa greiðslur í því jafnan
haft mikil áhrif á tískuna.
Sankti Pétur tilkynnir framkvæmdastjóra nokkrum að hann
sleppi ekki inn i Himnaríki vegna vanvisku i stjómun fyrirtækja.
Hlutverk Sankti Péturs við Gullna hliðið er hreint
öldungis sniðið fyrir John Cleese, sem best er
þekktur fyrir leik sinn með Monty Python-\eik-
hópnum auk þess sem hann lék hinn ráðvillta/
ráðsnjalla hótelstjóra Hótel Tindastóls, sem
fslenskir sjónvarjjsáhorfendum er vafalaust enn
í fersku minni. I nýrri mynd, sem kallast „Hinn
óskipulagði framkvæmdastjóri", sendir Sankti
Pétur framkvæmdastjóra nokkum aftur til jarðar, svo hann megi
leiðrétta hinar „ellefu dauðasyndir framkvæmdastjórans".
Sumum kann að virðast myndin enn einn ærslaleikur John Cleese,
en myndin hefur æðri boðskap. Áhorfendur þeir sem myndin er gerð
fyrir em nefnilega framkvæmda- og deildarstjórar stórfyrirtækja og
beittu háðinu er ætlað að benda áhorfendum á eftirfarandi: Fram-
kvæmdastjórar geta ekki unnið sómasamlega, eða ætlast til þess að
undirmenn þeirra geri það, skipuleggi þeir ekki tíma sinn, raði hlutum
í forgangsröð og geri kröfur til sjálfra sín, sem undirmanna.
Myndin er ein af ríflega 70 myndum ætlaðar til þjálfunar skrifker-
um stórfyrirtækja, sem breska fyrirtækið Video Arts hefur gert, en
Cleese var einn stofnenda þess árið 1972. Undanfarin ár hefur
Cleese ráðlagt yfirmönnum fyrirtækja hvemig haga skuli fundahöld-
um, flytja áróður fyrir fyrirtæki sín, taka umsækjendur tali og margt
fleira, sem lýtur stjórnunarstörfum. Hlutverk hans hafa verið marg-
vísleg. Hann lék Elísabetu I., þegar hann sagði mönnum til við
ákvarðanatöku og hann kom fram sem viðskiptajöfurinn ívan grimmi,
en sá var allt of yfírþyrmandi í samtölum við aðra.
Vegna vinsælda Cleese hafa myndimar verið eftirsóttar, enda
myndimar töluvert skemmtilegri en flestar þeirra starfsþjálfunar-
mynda, sem eru á markaðnum. Myndimar hafa verið þýddar á fjölda
tungumála, allt frá portúgölsku í kantónsku. Stórfyrirtæki á við
Lloyd’s, Barclay-banka, General Motors, Hilton- og Sheraton-hótelin
nota myndir hans reglulega. Annaðhvort leigja þau myndimar fyrir
7.200 ísl. krónur á viku, eða þau kaupa þær fyrir u.þ.b. 26.000 krón-
ur hveija. „Gamansemin er árangursrík. Fólk getur hlegið og lært
á samatíma", segir Iain Hall, simenntunarfulltrúi Hilton-hótelanna.
í einni mynda Cleese, Meetings, Bloody Meetings, eða „Bannsett-
ir fundimir“, leikur Cleese skrifstofustjóra sem segir konunni sinni
að hann verði að koma með, verkefni heim á kvöldi hveiju, vegna
þess að hann eyði vinnudeginum í fundahöld. En hann bætir við:
„Ef við gætum ekki sofið á fundunum, þá gætum við aldrei unnið
jafnlengi og raun ber vitni“. Áhorfendur fá síðan að vita hversvegna
fundir hans taka engan enda. Hann undirbýr sig ekki, undirmenn
hans vita aldrei hvað er á dagskrá, hann gleymir að bjóða þeim sem
máii skipta og síðan gleymir hann að punkta hjá sér þær ákvarðan-
ir, sem gerðar eru á fundunum.
Þúsundþjalasmiðurinn John Cleese las lög við Cambridge og skrif-
aði sálfræðibók í félagi við annan sem hét „Fjölskyldur og hvemig
ber að lifa þær af“. Hann hefur í nógu að snúast og var á dögunum
verið að fmmsýna mynd hans Clockwise, sem á íslensku nefnist
„Stundvísi" og verið er að sýna í Háskóiabíói.
Hann segist þó vera hreykinn af og leggja áherslu á verkefni
Video Arts. „Það er vissulega erfíðara að gera þjálfunarmyndir en
að skrifa hálftíma gamanefni í sjónvarpi, en það er miklu athyglis-
verðara. Ég hef hugleitt hvað gerist þegar ég nálgast Gullna hliðið
og Pétur spyr mig: „Hvað gerðir þú?“ og ég svaraði: „Ég var gaman-
leikari". Það yrði löng þögn. En nú get ég bætt við „Ég gerði góðar
starfsþjálfunarmyndir!"
4