Morgunblaðið - 24.10.1986, Side 48
STERKTKORT
SEGÐU
RmRHÓLL
ÞEGAR
W EERÐ ÚT AÐ BORÐA
-----SÍMI18833-----
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Urðu að
lenda í
Hvalfirði
- áleiðúrsundi
í Húsafelli
ÞRJÁR litlar flugvélar á leið
úr Borgarfirði og af Mýrum til
Reykjavíkur þurftu að snúa við
yfir Hvalfirði síðdegis í gær
vegna snjókomu f Reykjavík.
Flugmenn tveggja flugvélanna
lentu þeim á þjóðveginum við
Ferstiklu en flugmaður þriðju
vélarinnar lenti á túni við Akra-
nes.
„Við vorum í skemmtiferð, fór-
_jim Qórir að tveimur flugvélum
upp í Húsafell til að fara í sund
en þriðja vélin flaug vestur á
Mýrar. Við fórum frá Reykjavík
í góðu veðri en veðrið breyttist
það mikið á tveimur tímum, að
við komust ekki suður aftur,"
sagði Ásgeir Guðmundsson flug-
maður annarrar vélarinnar í
samtali við Morgunblaðið f gær.
Ásgeir sagði að ágætis flugveð-
ur hefði verið suður á Hvalfjörð,
'jmn þar hefði verið farið að þykkna
upp og snjóa í Reykjavík þannig
að flugumferðarstjóramir hefðu
ráðlagt þeim að snúa við. Ágætis
aðstæður hefðu verið á veginum
við Ferstiklu og þeir því brugðið
á það ráð að lenda þar. Bundu
þeir vélamir niður við veitinga-
skálann og ætla að reyna að fljúga
þeim suður í dag.
SUMRI hallar, og á morgun er fyrsti vetr-
ardagur. Að sögn Öddu Báru Sigfúsdóttur
veðurfræðings var sumarið heitara en í
meðlári og úrkoma nokkru minni. Mánuð-
urnir júlí, ágúst og september voru
fádæma þurrir og sólrikir. í Reykjavík
þarf að leita aftur til ársins 1974 til að
finna hliðstæðu. Um júnímánuð gegnir
öðru máli, færri sólskinsstundir hafa ekki
talist í höfuðborginni í þeim mánuði frá
upphafi mælinga árið 1923. Þær reyndust
aðeins 80 talsins.
Október hefur verið heldur svalur að sögn
Öddu Báru, ef frá eru taldir fyrstu fjórir
dagar mánaðarins. Hún sagði að tíðarfarið
virtist í eðlilegu horfi, október væri úrkomu-
samasti mánuður ársins og því ekki við góðu
að búast.
Sólskinstundir frá júlíbyrjun til september-
loka mældust 589 í Reykjavík, tæplega 30%
meira en í meðalári. í júní var úrkoman 65
mm, 50% meiri en í meðalári. Hina mánuðina
þijá mældist rigningin samtals 128 mm, sem
er fjórðungi minna en í meðalári.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Saltad af kappi í V estmannaeyj um.
Söltunlýkur
nú um helgina
- náist engir samningar við Sovétmenn
MJÖG góð síldveiði hefur verið
undanfarna daga og aflinn er
kominn yfir 4.000 lestir. Saltað
hefur verið I um 30.000 tunnur
og með sama áframhaldi iýkur
söltun um helgina, náist engir
samningar við Sovétmenn.
SUdin veiðist aðallega á Seyðis-
firði og Mjóafirði.
Síðustu daga lönduðu Steinunn
SF 25 lestum og Ágúst Guð-
mundsson GK 134 lestum á Höfn,
Sif SH landaði þrívegis á Breið-
dalsvík, samtals 207 lestum,
Haukafell SF landaði tvívegis,
samtals 185 lestum á Stöðvar-
fírði, Sólborg SU landaði tvívegis,
samtals 108 lestum á Fáskrúðs-
firði og Snæfari RE 150 lestum
eftir tvær veiðiferðir, Heiðrún EA
landaði fjórum sinnum á Seyðis-
firði, samtals 295 lestum og
Guðrún GK einu sinni, 27 lestum.
Gandf VE landaði tvívegis, sam-
tals 164 lestum á Reyðarfirði,
Sæljón SU þrívegis, samtals 220
lestum á Eskifírði, Geiri Péturs
ÞH tvívegis, samtals 80 lestum
og Björg Jónsdóttir ÞH fjórum
sinnum, samtals 281 lest. Loks
landaði Hringur GK 60 lestum á
Eskifírði. Amþór landaði tvívegis
á Norðfirði, sam tals 160 lestum.
Bátunum fer nú fjölgandi á mið-
unum. Fyrsta síldin, rúmlega 300
lestir, barst til Vestmannaeyja á
fimmtudag af Suðurey VE og
Valdimar Sveinssyni VE.
Sviptingar í framboðsmálum Alþýðubandalagsins:
Guðmundur J. ákveður
að hætta þingmennsku
Talið að Ásmundur Stefánsson og Þröstur Ölafsson
muni bítast um þingsæti hans
GUÐMUNDUR J. Guðmunds-
son greindi stjórn Dagsbrúnar
frá þvi á fundi í gær, að hann
hefði ákveðið að taka ekki þátt
í forvali Alþýðubandalagsins i
Reykjavík fyrir næstu alþingis-
kosningar og að hann myndi
hætta þingmennsku, að loknu
þessu þingi. Guðmundur stað-
festi þetta í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær.
Ýmsar blikur eru á lofti, hvað
varðar framboðsmál alþýðu-
bandalagsmanna. Til dæmis er
taiið hugsanlegt að Geir Gunnars-
son, þingmaður flokksins í
Reykjaneskjördæmi ákveði að
hætta þingmennsku, og að Ólafur
Ragnar Grímsson verði fenginn
til þess að taka þátt í forvali
flokksins í því kjördæmi. Þá hefur
Garðar Sigurðsson þingmaður
flokksins í Suðurlandskjördæmi
ákveðið að hætta þingmennsku
að þessu þingi loknu, og sagði
hann í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins að ástæður þess
væru þær að hann væri búinn að
vera nógu Iengi á þingi, eða sam-
tals 16 ár, að þessu þingi loknu.
Talið er að Svavar Gestsson
formaður flokksins muni stefna
að því að ná fyrsta sæti í forval-
inu hér í Reykjavík, en hann
upplýsti blaðamann Morgunblaðs-
ins um það í gær, að alþýðubanda-
lagsmenn úr öðrum kjördæmum
hefðu farið þess á leit við sig að
hann færi í framboð í þeirra kjör-
dæmum. Ólíklegt er talið að
formaðurinn verði við þeim ósk-
um.
Þá er talið að Ásmundur Stef-
ánsson, forseti Alþýðusambands
íslands og Þröstur Ölafsson fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar muni
beijast um þingsæti Guðmundar,
sem ávallt hefur verið litið á sem
þingsæti verkalýðsarms Alþýðu-
bandalagsins. Laklegt er talið að
Ásmundur muni hafa betur í
slíkum slag, þó að Guðmundur J.
Guðmundsson styðji Þröst. Því er
ekki útilokað að Þröstur muni
fara í framboð í einhveiju kjör-
dæminu úti á landi.
Sjá nánari fregnir af fram-
boðsmálum Alþýðubanda-
lagsins á bls. 2 og 4.
Ríkisútvarpið - sjónvarp:
25% hækkun auglýsinga
AUGLÝSINGAR hækka um
25% í ríkissjónvarpinu frá 1.
nóvember og gildir sú hækkun
fram til 1. janúar 1987.
Frá 1. janúar 1987 hækka aug-
lýsingar í ríkisútvarpi og í sjón-
varpi um 10% miðað við
núgildandi verð. Að sögn Harðar
Vilhjálmssonar íjármálstjóra út-
varpsins verða miklar breytingar
á gjaldskránni um áramótin auk
þess, sem nýjum auglýsingatím-
um verður bætt inn í dagskrána.