Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 .& Könnun um tíma sjónvarpsfrétta gerð í næstu viku á vegum RUV: Óneitanlega voru gerð mis- tök í að færa fréttatímann - segir Inga Jóna Þórðardótti, formaður Utvarpsráðs ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sinum í gær að gerð skyldi skyndikönnun um það hvenær fólk viiji hafa aðalfréttatíma sjónvarpsins. Félagsvísinda- stofnun mun gera könnunina í næstu viku og verður úrtakið 1.500 manns. Niðurstöður munu liggja fyrir um aðra helgi. Uppi hafa verið umræður að undan- förnu í Útvarpsráði um hvort færa skuli fréttatíma sjónvarps- ins aftur á sinn hefðbundna tíma, kl. 20.00, og voru fulltrúar í Út- varsráði nær einhuga um það á fundi sínum í gær að fréttatím- inn skyldi færður aftur, en þó þótti rétt að gera könnun áður, að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns Utvarpsráðs. Eins og mönnum er í fersku minni, færðist tími sjónvarpsfrétta fram um hálftíma frá 30. sept. sl. „Það lá allan tfmann ljóst fyrir að ef þessi breyting reyndist ekki vel, yrði fréttatíminn færður aftur. Við Mjólkursamsalan: Síðustu mjólk- urbúðiimi lokað teljum gagnrýnina hafa verið mjög mikla að undanfömu enda er ríkis- sjónvarpið eina sjónvarpið, sem sinnir allri landsbyggðinni og verð- um við sérstaklega að taka til athugunar óskir fólksins úti á landi og þeirra atvinnuhátta sem þar em stundaðir," sagði Inga Jóna. Hún sagðist hafa verið fjarver- andi þegar sú ákvörðun Útvarps- ráðs hafi verið tekin um að færa fréttimar fram um hálftíma í lok september, en óneitanlega hafi ver- ið gerð reginmistök ef marka má lesendabréfin, sem birtast daglega á síðum dagblaðanna. „Þessi tilraun var gerð og við teljum að hún hafi ekki tekist og þá eigum við að vera • óhrædd við að breyta aftur. Þetta er greinilega ekki tími, sem hentar áhorfendum nægilega vel,“ sagði Inga Jóna. Myndin sýnir þá Pérez de Cuéllar og Hörð Helgason við málverkið, sem hengt hefur verið upp í húsakynnum aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna f New York. Dagur Sameinuðu þjóðanna NÝLEGA var Sameinuðu þjóð- unum fært að gjöf Þingvalla- málverk eftir Jóhannes Kjarval f tilefni 40 ára afmælis aðildar íslands að samtökunum. Gjöf- ina gaf Þorvaldur Guðmunds- son forstjóri. Þorvaldur gaf íslenska rfkinu málverkið í því skyni að S.Þ. yrðu fært það að gjöf, jafnframt því sem hann vill stuðla að alþjóð- legri kynningu á verkum lista- mannsins. SÍÐUSTU mjólkurbúð Mjólkur- samsölunnar f Reykjavik hefur verið lokað. Sem kunnugt er rak Mjólkursamsalan fjölda mjólkur- Nýja mjólkurstöðin Kostnaður- innkominní um 850 mill- jónir kr. Fer 10—12% fram úr áætlun HEILDARFJÁRFESTING við nýju mjólkurstöðina á Bitru- hálsi var komin f um 850 miiyónir kr. f lok september síðastliðinn, reiknað á núgild- andi verðlagi. Mjólkurstöðin verður vígð f dag og horn- steinn hennar lagður. Pétur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri tækni- og við- skiptasviðs Mjólkursamsölunnar segir í nýútkomnu fréttabréfi Mjólkursamsölunnar að lokafrá- gangur við bygginguna hafi reynst verulega meiri á þessu ári en gert var ráð fyrir, þannig að útlit væri nú fyrir að bygg- ingarkostnaðurinn verði 10—12% hærri en gert var ráð fyrir í fyrstu áætlun, haustið 1983. Innifalið í 850 milljónun- um sem áður eru nefndar er kostnaður við byggingar, lóð og vélar. búða f Reykjavík fram til ársins 1976, 70—80 þegar mest var, en þeim var flestum lokað eftir að einkasölu samsölunnar var af- létt. Samsalan rak þó afram eina mjólkurbúð að Laugavegi 162. MS seldi ríkinu húsið fyrr á þessu ári og lokaði versluninni þann 1. októ- ber síðastliðinn ásamt ísbúðinni Klakahöllinni sem rekin var á sama stað. Mjólkursamsalan er nú ein- göngu vinnslu- og heildsölufyrir- tæki. Skil ekki þennan f íflagang - segir Páll Magnússon, fréttasljóri Stöðvar 2 „ÉG SKIL hreinlega ekki þennan ffflagang, ef f raun Útvarpsráðs- menn ætla nú aftur að fara að færa fréttatfma sjónvarpsins á þann tfma sem við höfum þegar ákveðið,“ sagði Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, í samtali við Morgunblaðið. „Stöð 2 hefur haft það grundvallarsjónarmið að auka fréttaþjónustu við al- menning, en þeir þjá RUV eru greinilega að hugsa um eitthvað allt annað. Við staðsettum okkar fréttir í upphafi kl. 19.30 svo fólk ætti kost á tveimur fréttatímum. Þá gripu þeir á ríkissjónvarpinu, með ein- róma samþykki Útvarpsráðs, til þess ráðs að færa fréttimar á sama tíma. Þá lékum við þann biðleik að mjaka okkar fréttum fram um 5 mínútur og síðan eftir mikinn þrýst- ing frá fólki, höfum við ákveðið að færa okkar fréttir til kl. 20.00 og gáfiim þeim þá eftir 19.30 tímann í samræmi við þá grundvallarhugs- un okkar að auka þjónustu við almenning. Nú eru þeir enn að hugsa um að færa sinn fréttatíma til kl. 20.00,“ sagði Páll. Utanríkis- ráðuneytið: Fært til í utanríkis- þjónustunni ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipta um sendiherra f Moskvu og Bonn f desember n.k. og f janúar á næsta ári. í frétt frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Moskvu taki við embætti sendiherra í Bonn og að Tómas Á. Tómasson sendi- herra í Brussel taki við embætti sendiherra í Moskvu. Islensk skrifstotá í Hamborg EIMSKIPDEUTSCHLAND EIMSKIP hefur nú opnaö eigin skrifstofu í Hamborg. Um leið eru skrifstofur EIMSKIPS erlendis orðnar fjórar talsins, í Hamborg, Gautaborg, Rotterdam og Norfolk USA. Forstööumaöur EIMSKIP Deutschland er Sveinn K. Pétursson, sem í langan tíma hefur unnið með íslenskum inn-ogútflytjendum. EIMSKIP Deutschland Raboisen 5-13, Hamburg 1 Cables: Eimship, Hamburg Tel.: 040-33351, Telex: 216-1725 Telecopy: 403335329 Nú býöst þér beint samband viö enn eina skrifstofu EIMSKIPS erlendis sem eingöngu sinnir flutningaþjónustu fyrir viðskiptavini EIMSKIPS. EIMSKIP Sími: 27100 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.