Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1 2f7 300.000 Ungveijar flúðu sovéska herliðið: Flóttamennirnir frá 1956 skreppa heim um helgar RÚMLEGA 300.000 Ungverjar flúðu yfir landamærin til Aust- urríkis eftir að Sovétmenn höfðu barið niður með hervaldi upp- reisnina árið 1956. Margir þeirra fengu austurrískan ríkisborg- ararétt og hafa komið sér vel fyrir í aðeins 200 kílómetra fjar- lægð frá fyrri heimkynnum. Um helgar keyra þeir yfir landamær- in, heimsækja gamla vini og kaupa varning, sem er niður- greiddur af rikinu. FYrir tíu til tuttugu árum hefði þetta verið óhugsandi og Qölmargir þeirra Ungveija sem dveljast í út- legð erlendis trúa því tæpast að mönnum sé óhætt að snúa aftur til heimalandsins með þessum hætti. Árum saman var þeim Ungverj- um sem flúðu yfír til Austurríkis meinað að heimsækja föðurlandið. Hins vegar fóru viðskiptasambönd ríkjanna tveggja stöðugt vaxandi. Vínarborg var sú miðstöð banka- starfsemi og kaupsýslu sem Ungveijar þurftu á að halda eftir að stjómvöld ákváðu að taka upp fijálslegri stefnu í efnahags- og atvinnumálum. Á meðan ungmenni í öðrum ríkjum Austurblokkarinnar greiddu fúslega stórfé fyrir gallabuxur gátu jafnaldrar þeirra í Ungveijalandi fest kaup á þeim í næstu verslun þar sem stjómvöld keyptu fram- leiðsluleyfí og hófu útflutning á slíkum fatnaði. Rúbic hannaði ten- inginn fræga og Ungveijar tóku að hasla sér völl á sviði töívuleikja. Einkafyrirtæki fengu að taka til starfa og markvisst var unnið að því að fá erlent fjármagn inn í íandið. Þá, gagnstætt því sem gerðist t.d. í Tékkóslóvakíu, varð stjóm- völdum ljóst að líklega hefðu Ungveijar sjálfír mestan hug á því að stunda verslun og kaupsýslu í Ungveijalandi. Því vom dymar til vesturs opnaðar og Ungveijum og Austur-ríkismönnum heimilað að ferðast á milli landanna án þess að hafa sérstaka vegabréfsáritun. Ungverskir ríkisborgarar gátu starfað erlendis og sest þar að án þess að eiga á hættu að vera ákærð- ir fyrir að hafa horfíð úr landi án tilskilinna leyfa. Nú er svo komið að fjölmargir þeirra sem flúðu árið 1956 eiga ýmis konar þjónustufyrirtæki í Ungveijalandi sem fjölskyldur þeirra reka. Austurríkismenn skreppa yfír landamærín og festa kaup á ódýmm matvælum og bensíni. Einnig færist í vöxt að ERLENT Bretland: Ríkisstjórnin andvíg viðskiptum við Líbýu - þrátt fyrir andstöðu við refsiaðgerðir ÞRÁTT FYRIR þá yfirlýstu stefnu bresku rikisstjórnarinn- ar, að hún sé í grundvallaratrið- um andsnúin refsiaðgerðum gegn erlendum ríkjum, þá beitti breska samgönguráðuneytið nýverið, fyrirtæki eitt þar i landi þrýstingi til þess að það hætti við að hafa milligöngu um ráðningu breskra flug- manna til starfa fyrir libyska rikisflugfélagið Libyan Arab Airlines, (LAA) og sagði að flugmennimir myndu missa réttindi sín. Fyrirtækið, Qualitair Engineer- ing Ltd. sem hefur aðsetur í Cambridge, í Bretlandi, setti aug- lýsingu í blaðið Flight Intemational, í síðasta mánuði, þar sem óskað var eftir flugmönnum til að fljúga Air- bus A300 og A310 flugvélum og aðilum til að annast þjálfun fyrir þá. En eftir að auglýsingin birtist gerðu ráðamenn fyrirtækisins sér grein fyrir því, að þama væri senni- lega um að ræða tvær Airbus vélar er flugfélagið, British Caledonian airline, hafði selt libýska flugfélag- inu í gegn um ýmsa milligöngu- menn. Sú sala stríddi gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna gegn Líbyu, þar sem hreyflar vél- anna eru smíðaðir í Bandaríkjunum. Yfírmenn Qualitair vildu hafa sína hluti á hreinu og höfðu sam- band við samgönguráðuneytið. David Rowlands, aðstoðarráðherra, réði þeim eindregið frá því að hafa milligöngu um þessar mannaráðn- ungverskir flóttamenn, sem komnir eru á eftirlaun, flytji sig aftur yfír landamærin þar sem þeir geta lifað kóngalífí. Vitaskuld er sælan ekki alfullkomin. Ungvetjaland er og verður kommúnistaríki. Þeir sem snúa aftur heim til föðurlandsins mega ekki gagniýna stjómarfarið á opinberum vettvangi. Mörgum finnst þetta harla lítil fóm svo fram- ariega sem þeir hafa austurískt vegabréf í vasanum og landamærin eru opin. Byggt á The Observer Rúmlega 300.000 Ungveijar flúðu til Austurríkis í lgölfar innrásar Sovétmanna árið 1956. Margir þeirra skeppa nú heim um helgar. Skýjakljúfur byggður um- hverfis hús gamallar konu ^ New York, AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa skýjaklúf umhverfis gamalt íbúðahúss, sem rifið hefur verið að hluta, þar sem eini íbúi húss- ins hefur hafnað tilboði um að rýma húsið. Forsaga málsins er sú að reisa átti skýjakljúf á Manhattan-eyju ofanverðri, en þegar reyndi á samn- inga við íbúa húss, sem rífa þurfti, neitaði einn þeirra, fullorðin kona, þráfaldlega að fara. Hafnaði hún m.a. 650.000 dollara tilboði gegn því að flytja út. Samningar tókust fljótt við aðra íbúa, nær 20 talsins, og fluttu þeir út í apríl 1984. Var síðan byijað að rífa húsið en hætta varð því þegar samningar tókust ekki við þá gömlu. Talsmaður byggingafyrirtækis- ins sagði ekki um annað að ræða en hefja framkvæmdir og fyrst kon- an héldi svo fast við sinn keip, sem hún hefði allan rétt til, þá væri ekki annarra úrkosta völ en breyta örlítið hönnun kljúfsins og byggja í kringum og yfír gamla húsið. ingar og sagði að þeir bresku flugmenn er flygju Airbusvélum myndu missa réttindi til þess að fljúga í Bretlandi. Peter Bottomley, framkvæmda- stjóri Qualitair segir að fyrirtækið hafí farið eftir tilmælum ráðuneyt- isins, m.a. vegna þess að það eigi umfangsmikil viðskipti við Banda- ríkin, sem það vildi ekki stefna í hættu. Talsmenn samgönguráðu- neytisins neita því nú, að hafa nokkru sinni skipt sér af þessu máli. Annað fyrirtæki, Intemational Aeradio Ltd. dótturfyrirtæki Breska símafélagsins, (British Telecom), tók að sér þetta verk- efni, en stuttu síðar hringdi forstjóri þess til Qualitair og sagðist hafa fengið samskonar aðvörun frá sam- gönguráðuneytinu. Bottomley segir, að fyrr á þessu ári hafí Qualitair tekið að sér að sjá um viðgerðir á Fokker Friends- hip flugvélum líbýska flugfélagsins. Þá hafí fyrirtækið haft samband við breska utanríkisráðuneytið til þess að athuga hvort slíkt væri í lagi, þar sem bandarísk stjómvöld hvöttu þá bresku ríkisstjórnina til þess að taka upp refsiaðgerðir gegn Líbýu. Starfsmaður ráðuneytisins hefði sagt að það væri talið mjög heppilegt, að bresk fyrirtæki hefðu viðskipti við Líbýumenn, þar sem það gerði stjóminni betur fært að fylgjast með þvi sem væri að ger- ast, á meðan stjómmálasamband væri ekki á milli ríkjanna. The Observer Engin útborgun TBO ORION SANYO XENON %,.Husgögn- "M1 HITACHI T Heimilistæki. — Engin útborgun og eftirstöðvar á 1 — 11 mánuðum til handhafa E Sjónvarps, video- og ferðatæki. IEURO KREDIT GAGGEKAU bára Club8 Rowenta IGNIS 0] Electrolux Norsku ajungilak. sængurnar og koddarnir Opið mánud.-fimmtud. 9.00-19.00. Föstudaga 9.00-20.00. Laugardaga 10.00-16.00. I Eiöistorgi 11 - simi 622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.