Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 45

Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 45 Ef til eru egg Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er kunnara en frá þurfí að segja að ef til eru egg í kæli- skápnum er hægt að útbúa sitt- hvað til matar, fyrir utan að hafa þau á hinn hefðbundna hátt, soð- in, „pocheruð", steikt eða hrærð. Af fleiru er að taka eins og benda má á með eftirfarandi. Harðsoðin egg í heitri kryddsósu 5—6 harðsoðin egg, 1 laukur, 1 púrra, 4—5 sellerístilkar, 1 matsk. smjör, 1 matsk. olffuolía, 1 rif hvítlaukur, dál. þurrkað basil, 1 ds. niðursoðnir tómatar. Eggin skorin í tvennt eftir endi- löngu og lögð í fat með skoma flötinn niður og haldið heitum þar til sósan er tilbúin. Sósan: Brytjaður laukur, púrra og sell- erí í sneiðum er sett í pott og hitað í olíu og smjöri, á ekki að brúnast. Hvítlauksrifíð kreist yfír og kryddjurtum bætt í ef vill. Að síðustu er tómötunum bætt saman við og látið krauma við vægan straum í ca. 15 mín. Sósunni hellt yfír um leið og borið er fram. Gott brauð haft með. Karrí-egg 3 harðsoðin egg, skorin í tvennt, sett í ofnfast fat (skomi flöturinn niður). Sósan: 2 matsk. smjörlíki, U/2 tsk. karrí, 1 tsk. rifínn laukur, 1 matsk. rifíð epli, 2 matsk. hveiti, 4 dl kaffíijómi eða mjólk, salt, pipar og meira kairí ef vill. Smjörið sett í pott, karríduftið sett út í, sömuleiðis epli; hveiti hrært saman við og þynnt með ijóma eða mjólk. Sósunni hellt yfír eggin og rétt brugðið í ofn (í 6—7 mín.). Um leið og borið er fram em þunnar, steiktar beik- onsneiðar og agúrkusneiðum stungið niður á milli. Borið fram með góðu brauði og smjöri. Eggjaréttur frá Hamborg 4 egg, 2—3 sneiðar skinka, 1 laukur, 1 eggjarauða aukalega, sinnep, 1 tsk. vínedik, 1 matsk. olífuolía, graslaukur eða dill. Eggin harðsoðin og skorin í tvennt eftir endilöngu, eggjarauð- umar teknar úr með teskeið og stappaðar. Skinkan skorin í þunn- ar ræmur, laukurinn brytjaður örsmátt (ca. 1 lítil teskeið pr. egg) og hrært saman við stappað- ar rauðumar ásamt sinnepi, ediki, olíu og kryddjurtum. Skinku- strimlamir settir saman við og fyllingin sett í hvítumar. Ristað brauð borið með. Egg með papriku 4 egg, 1 tsk. vínedik, 1 matsk. ólífuolía, 1 matsk. þeyttur ijómi eða sýrður ijómi, salt og paprikuduft, græn paprika, magn eftir eigin smekk. Eggin harðsoðin, skorin í tvennt eftir endilöngu, rauðan tekin úr og stöppuð. Saman við er hrært vínediki, olífuolíu og ijóma. Örsmátt brytjuð paprika sett saman við og kryddað eftir smekk. Þeta er svo sett í eggja- helmingana og brauð borið með. Bændafundur á Húsavík: Fé Framleiðnisjóðs verði var- ið til markaðsuppbyggingar Björk, Mývatnssveit. ALMENNUR bændafundur var haldinn á Hótel Húsavík 22. okt- óber síðastliðinn til að kynna bændum hvernig Framleiðnisjóð- ur ætlar að veija hátt á þriðja hundrað milljónum til að leggja niður hefðbundinn búskap á bú- jörðum og draga úr búvörufram- leiðslu. Fundarboðendur voru Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins, frummælandi Egili Bjarna- son ráðunautur; landbúnaðar- ráðuneytið, frummælandi Guðmundur Sigþórsson; fjár- málaráðuneytið, frummælandi Sigurður Þórðarson; Stéttarsam- band bænda, frummælandi Þórarinn Þorvaldsson. Frummælendur lýstu vandamál- um landbúnaðarins og útmáluðu þann mikla birgðavanda sem bænd- ur ættu við að stríða ef ekki yrði þegar ráðist í stórfelldan niður- skurð. Margir fundarmenn, bændur úr báðum sýslum tóku til máls, og kom fram hjá þeim öllum hörð gagniýni. Bentu ýmsir á að betur mætti vinna að markaðsmálum, ekki síst erlendis. Formaður sauð- fjárbændafélagsins hér, Eysteinn Sigurðsson á Amarvatni, las til dæmis umsögn Úlfs Sigmundssonar markaðsfulltrúa Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins um horfur á sölu dilkakjöts í Ameríku, eins og gerð var tilraun með á vegum Landssam- taka sauðfjárbænda í fyrra. Taldi hann alla möguleika á að slfk sala mætti takast ef vel væri að staðið og nokkru til kostað. Eins rakti Eysteinn hvemig ráðamenn land- búnaðarmála og kjötsölu hefðu sýnt tregðu í því máli, enda væri þessi sölutilraun ekki farin að skila þeim árangri sem vonir stóðu til. Fundarreglur Framleiðnisjóðs á þessum fundi voru þannig að álykt- anir frá fundarmönnum voru ekki teknar á dagskrá. Engu að síður kom fram fundarályktun og var hún borin fram. af átta bændum. Fund- arstjóri, Helgi Jónasson á Græna- vatni, lýsti því yfír að hann myndi halda fimdinum áfram þegar frum- mælendur hefðu lokið sínu erindi og taka þá til afgreiðslu áðumefnda ályktun. Þetta var gert og ályktun- in rædd og síðan samþykkt án mótatkvæða. Ályktunin er svohljóðandi: „Al- mennur fundur bænda um land- búnaðarmál, haldinn á Húsavík 22. október 1986, ályktar að svo mikið sé óunnið í markaðsleit og markaðs- uppbyggingu fyrir búvömr hinna hefðbundnu búgreina, ekki síst sauðfjárasfurða, að ekki sé forsvar- anlegt að stofna til margháttaðra ráðstafana til að draga verulega úr framleiðslunni, áður en átak verði gert í markaðsmálum innan- lands og utan. Slíkt kostar bæði fé og fyrirhöfn. Fyrir því ályktar fund- urinn að verulegum hluta, jafnvel allt að helmingi þess fjár, sem Framleiðnisjóður hyggst veija til samdráttar í búvöruframleiðslu, meðal annars með því að kaupa upp framleiðslurétt bænda, sé varið til markaðsleitar og markaðsuppbygg- ingar inanlands og ekki síður erlendis, ekki síst hvað varðar sauð- fjárafurðir. Fé þessu skal varið undir stjóm samtaka bænda og skal þá ekki gengið fram hjá hinum ungu samtökum sauðflár- og kúa- bænda." Kristján. Vígsla Hallgrímskirkju DÓMKIRKJAN: Laugardag 25. okt.: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Messa kl. 11.00 fellur niður vegna vígslu Hallgríms- kirkju. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 14. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardaginn 25. okt. kl. 11 árdegis. Sunnudag: Barna- samkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 14. Organleikari Smári Ólason. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antons- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson, Akureyri prédikar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Æskulýösfélags- fundur þriðjudagskvöld. Félags- starf aldraðra miövikudagseftir- miðdag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Messa fellur niður. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laug- ardag: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta — Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organleik- ari Guðný Margrét Magnúsdótt- ir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudag 27. okt. kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa og altarisganga kl. 14.00. Fermdur verður Kristinn Hilmars- son, Silungakvísl 21, Reykjavík. Fríkirkjukórinn syngur. Söng- stjóri og organleikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Fimmtud. 30. október kl. 20.30. Almenn samkoma á veg- um UFMH. Lofgjörð og fyrirbæn- ir. Kaffisopi á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Vígslu- hátíö Hallgrímskirkju. Messa kl. 10.30. Biskup (slands, hr. Pétur Sigurgeirsson, vígir kirkjuna og prédikar. Altarisþjónustu annast vígslubiskup, sr. Ólafur Skúla- son, og sóknarprestar Hallgríms- kirkju. Lesarar: Hermann Þorsteinsson, Lydia Pálmars- dóttir, dr. Jakob Jónsson og dr. Sigurbjörn Einarsson. Ávörp flytja forseti (slands, Vigdís Finn- bogadóttir, og Jón Helgason kirkjumálaráðherra. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt hljóðfæraleikurum úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Organisti Hörður Áskelsson. Hátíðarsam- koma og setning prestastefnu kl. 16.00. Mótettukór Hallgríms- kirkju flytur kantötuna „Lofa þú Drottin sála m(n“ eftir J.S. Bach. Guðspjall dagsins: Matt. 18: Hve oft á að fyrirgef a. Einsöngvarar Margrét Bóasdótt- ir, Elísabet Waage, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sig- mundsson. Biskup íslands flytui setningaræöu prestastefnunnar. Allir velkomnir. Mánudag 27. okt.: 312. ártíð sr. Hallgríms Pét- urssonar. Hátíðarmessa kl. 20.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son prédikar. Sr. Karl Sigur- björnsson þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur. Einsöngvari Margrét Bóas- dóttir. Organleikari Hörður Actplccnn HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Hannes Blandon á Lauga- landi prédikar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11.00. Söngur, sögur, leikir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Pjetur Maack. Organleikari Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 25. okt. Guðsþjónusta í Hátúni 10B. 9.h. kl. 11.00. Fræðslufundur um sálgæslu í Safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 14.15—17.00. Tveir norskir sérfræðingar leiðbeina. Öllum heimil þátttaka. Þátttökugjald kr. 300.00. Almenn samkoma kl. 20.30. Per Arne Dahl talar o.fl. Mikill söngur. Sunnudag: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Altarisganga. Mánu- dag 27. okt. Æskulýðsstarf kl. 18. Þriðjudag 28. okt.: Bæna- guðsþjónusta kl. 18. Miðvikudag 29. okt.: Síðdegiskaffi kl. 14.30 í nýja salnum. Félagar úr æsku- lýðsfélaginu koma með efni. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15—17. Guðrún Þórðardóttir o.fl. sjá um efni í tónum, tali og dansi. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14. Fermd verða Lúðvík Hafsteinn Geirsson, Ás- búð 36, Garðabæ. Ragnar Ingi- bergsson, Sörlaskjóli 7, Stefán Guðjónsson, Lerkihlíð 4 og Þórð- ur Guöjón Þorgeirsson, Grana- skjóli 26. Prestarnir. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 20 í umsjá Aðalsteins Thorarensen. Þriðju- dag og fimmtudag. Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðviku- dag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudag: Biblíulestur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Eirný Ásgeirsdóttir spilar á gítar og talar við börnin. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Opið hús fyrir ungl- ingana á mánudagskvöldi kl. 20.30. Verum með. Sóknarprest- ur. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn Íjuðsþjónusta kl. 20. Vestur- slendingurinn Ólafur Ólafsson talar. Kór kirkjunnar syngur. Söngstjóri Árni Árinbjarnarson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. í októbermánuði er lesin Rósakransbæn eftir lág- messuna kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Messa í Laugarneskirkju kl. 14. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. Um kvöldið verður sam- koma á Amtmannsstíg kl. 20.30. Yfirskrift dagsins: Eg er vínviður- inn. Jóh. 15, 1. Nokkurorð, Vera Guðmundsdóttir. Ræðumaður Torsten Josephson. Söngur And- ers Josephson. Bænastund kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20.30. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í Kirkjulundi kl. 11. Stjórnandi Halldóra Ásgeirsdóttir. Biblíu- lestur í dag, laugardag, kl. 12.30. Leiðbeinandi dr. Björn Bjöms- son. Sóknarprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Kirkju- dagur með helgisamkomu kl. 14. Dr. Hjalti Hugason flytur ræöu. Álftaneskórinn syngur undir stjórn John Speight. Organisti Þorv. Björnsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Helgi- stund kl. 14 í upphafi landsmóts St. Georgs-skáta í Hafnarfirði. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jóaefssyatra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Almenn guös- þjónusta kl. 14. Sr. Siguröur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guös- þjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Láru Guömundsdóttur. Sóknarprest- ur. YTRI-NJ ARÐVÍKU RKIRKJ A: Barnastarf í safnaðarsal kirkj- unnar í umsjá Sigfríðar Sigur- geirsdóttur. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefsspítala Hafn.: Hámessa kl. 10. Rúm- helga daga hámessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8.00. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur og Ragnars Karls- sonar. Barnakór syngur undir stjórn Siguróla Geirssonar. Mun- ið skólabílinn. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Birnu Bjarnadóttur og Svanhvítar Hallgrímsdóttur. Prestur fjarver- andi vegna vígslu Hallgrímskirkju og prestastefnu. Þriðjudags- kvöld nk. kl. 20. Biblíulestur og bænastund. Kaffiveitingar og umræður og er fólk beðið að taka mér sér Biblíuna. Sr. Örn Bárður Jónsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjustund fyrir litlu börnin í safnaðarheimil- inu Vinaminni í dag, laugardag, kl. 13.30. Barnasamkoma á sunnudag kl. 10.30. Guðsþjón- usta fellur niður. Sr. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.