Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 Fyrirlestur um N óbels ver ðlaun og verðlaunahafa KNUT Ahnlund, prófessor frá Svíþjóð, heldur fyrirlestur i Norræna húsinu sunnudaginn 26. október kl. 17:00. Knut Ahnlund fjallar í fyrirlestri sínum um Nóbelsverðlaunin í bók- menntum og hvemig sænska akademían velur Nóbelsverðlauna- hafa hverju sinni. Hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur í þessum efnum, hann hefur átt sæti í akademíunni frá 1983 og hefur auk þess starfað við Nóbelstofnun hennar sem sérfræðmgur í bók- menntum frá 1970. í erindi sínu ræðir Knut Ahnlund einnig um nýj- asta Nóbelsverðlaunhafann í bókmenntum, Wole Soyinka, og ber þar vel í veiði, þar eð hann mun svo til óþekktur hér á landi. Knut Ahnlund er þekktur fyrir störf sín á ýmsum sviðum bók- mennta. Hann varði doktorsritgerð sína um Henrik Pontoppidan við Stokkhólmsháskóla 1957, kenndi um skeið notrænar bókmenntir við háskólann í Árósum og hefur verið bókmenntagagnrýnandi við Svenska Dagbladet árum saman. Þess utan hefur hann skrifað um rithöfundarferil ýmissa stórskálda, bæði norrænna og annarra, ma.a. Nóbelsverðlaunahafans I. Bashevis Singers. Fyrirlesturinn hefst sem fyrr seg- ir kl. 17:00 á sunnudaginn og eru allir velkomnir í Norræna húsið. Pétur Jónasson EUy Ameling Tvennir tónleikar hjá Tónlistarfélaginu FYRSTU tónleikar Tónlistarfé- lagsins á þessum vetri verða haldnir í Austurbæjarbiói í dag, laugardaginn 25. október, og hefjast þeir kl. 14.30. Pétur Jón- asson, gitarleikari, mun leika verk eftir spænsku tónskáldin Tarrega og Moreno-Torroba, mexikanska tónskáldið Manuel M. Ponce og auk þess frumflytja nýtt verk eftir Kjartan Ólafsson, Tilbrigði við jómfrú. Pétur er einn af okkar ungu tón- listarmönnum sem hefur vakið athygli í tónlistarheiminum. í sumar var hann einn af 11 gítarleikurum valinn úr stórum hópi til þess að taka þátt í námskeiði hjá André Segovia í Bandaríkjunum. Fram- undan hiá Pétri eru tónleikar í Evrópu, Israel og Bandaríkjunum. Miðvikudaginn 29. október halda Elly Ameling, sópransöngkona, og Rudolf Jansen, píanóleikari, tón- leika á vegum félagsins. Þesir tónleikar áttu að vera fímmtudag- inn 2. október en var frestað vegna veikinda. Á efnisskránni eru aríur og sönglög eftir Gluck, Vivaldi, Debussy, Poulenc og Hugo Wolf. Elly Ameling hefur fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu tónlistar- unnenda hér á landi og er hún ávallt aufúsugestur. Miðar á báða þessa tónleika fást í Bókabúð Lárusar Blöndal, í ítóni Nafn dómarans NAFN dómara féll niður í frétt í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag. Það var Friðgeir Bjömsson, borg- ardómari, sem kvað upp dóminn í máli Steinunnar Bjamadóttur gegn Samtökum um kvennaathvarf, þar sem samtökunum var gert að greiða Steinunni bætur vegna ólögmætrar, fyrirvaralausrar uppsagnar hennar. og við innganginn. Félagið viil taka fram að miðar þeir, sem seldir voru á tónleika Elly Ameling 2. október, gilda á þessa tónleika. (Fréttatilkynning.) o INNLENT Erla B. Axelsdóttir „Viðfangsefni myndanna er lífið í kringum mig“ - segir Erla B. Axelsdóttir, sem opnar myndlistarsýningu á Kjarvalsstöðum í dag ERLA B. Axelsdóttir opnar myndlistarsýningu i forsal Kjarvalsstaða í dag, laugardag. Á sýningunni eru 52 myndir málaðar með pastel- og kolum á undanfömum tveimur til þremur árum. „Viðfangsefni myndanna er lífið í kringum mig. Ég þarf ekki að leita langt eftir viðfangsef num,“ sagði Erla þegar blaðamaður Morg- unblaðsins hitti hana að máli á Kjarvalsstöðum f vikunni þar sem hún vann að uppsetningu sýningarinnar. Erla sýndi fyrst í Ásmundarsal árið 1983 og í Norræna húsinu tveimur árum síðar. Auk þess tók hún þátt í sýningunni Reykjavík í myndlist á Kjarvalsstöðum í sumar og var einnig með einka- sýningu á ísafirði. Hún segir að sér sé eðiislægt að mála létt og lipurt, en þegar verkefnin verði of auðveld, reyni hún að setja sér verkefni sem kosti meira átak. Slík verkefni verði oft kveikjan að mörgum myndum um sama temað, þar sem hún reyni að ná fram ólíkum Iitum og skynjun á viðfangsefninu. „Ég fór til náms í Saratoga í New York ríki í Bandaríkjunum 1984. í náminu þar var lögð mikil áhersla á að fara út að teikna. Þetta voru dálí- tið mikil umskipti frá náminu hér á landi og eftir að ég kom heim hef ég gert mikið af því að mála hversdagsleikann í borginni," seg- ir hún. Hún bendir á myndröð frá tjaldstæðinu í Laugardal og segir að sér hafi þótt andstæðan mikil milli þeirra og fínu húsana í ná- grenninu og útlendinganna að » I( | elda mat innan um ysinn og þys- inn í borginni. „Ég fékk upphaflega áhuga á myndlist í gegnum föður minn, Axel Helgason, sem var myndlist- armaður. Ég fór síðan í Myndlist- arskólann fyrir tíu árum síðan og var þar í sex ár og lærði að mála í olíu undir handleiðslu Hrings Jóhannessonar. Ég hætti árið 1982 og fór að vinna á eigin vinnustofu," segir Erla. Hún er húsmóðir, en segist nota allar frístundir til þess að mála. „Fólki finnst að ég afkasti miklu, en það á sér sínar skýring- ar. Ég skipulegg tíma minn mjög vel og mála alltaf 4-5 tíma á dag. Maður er þó aldrei að fullu laus við myndlistina, því maður er sífellt að sjá ný viðfangsefni og safna hugmjmdum, sem maður vinnur svo úr þegar tækifæri gefst. Fjölskyldan ber mikla virð- ingu fyrir þessari vinnu minni og ef svo vill til að maður er ekki á vinnustofunni þá spyija þau: „Af- hveiju varstu ekki að mála“. Það er margt sem maður fer á mis við, þegar maður á sér svona kröfuhart áhugamál. Þetta geng- ur ekki öðru vísi og mér finnst sem ég hafi svikið sjálfa mig, ef ég hef ekki unnið eitthvað á hveij- um degi,“ segir Erla. Hún segir aðspurð um það hvað það sé sem reki hana áfram, að myndlistin sé nauðsynlegur hluti af lífinu. „Ég þakka fyrir hvem dag, sem ég get gefið mig að myndlistinni af alhug. Það er dýr- legt að geta unnið við það sem maður hefur ánægju af,“ segir hún. Sýning Erlu stendur til 9. nóv- ember og er opin alla daga frá klukkan 14-22. Vatnsleysuvík álitleg fyrir stórt iðjuver - segir í niðurstöðu staðarvalsnefndar um iðnrekstur KefUvflc. STAÐARVALSNEFND um iðn- rekstur hefur lokið við og gefið út skýrslu um náttúrufar, minjar og landnýtingxi á Suðurnesjum. Úttektin er gerð á norðanverðum Reykjanesskaga, frá Hvaleyrar- holti til Hafna. Nefndin var skipuð árið 1980 og var henni falið að fjalla um hvar helst komi til álita að reisa iðjuver í tengslum við nýtingu á orku og hráefnaauðlindum landsins. Áður hafa komið út náttúrufarsrann- sóknir á vesturströnd Eyjaijarðar, Húsavík, í Reyðarfirði og Innesium (höfuðborgarsvæðinu). „Störf nefndarinnar hófust með forvali, stuttu heildaryfírliti um þá staðhætti á íslandi er helst vörðuðu staðarval orkufreks iðnaðar. Sér- stök áhersla var lögð á vinumarkað, hafnarskilyrði, landrými í tengslum við hafnarstæði og orkuöflun," sagði Sigurður Guðmundsson, formaður Staðarvalsnefndar. „Seinni áfangi voru staðháttarann- sóknir og í þeim upplýsingaramma voru meðal annars athuganir á vinnumarkaði, lóð, hafnaraðstöðu, aðstöðu til orkuöflunar, staðbundn- um auðlindum, félagslegum þátt- um, umhverfismálum, rekstrarskil- yrðum og aðstöðu til mannvirkja- gerðar". Sigurður sagði að þrír staðir væru álitlegastir fyrir stórt orku- ver, eins og Álverið: Vatnsleysuvík, við Vogastapa og Helguvík. Vatns- leysuvík væri álitlegust vegna góðra hafnarskilyrða frá náttúr- unnar hendi. Þar væru aðstæður betó en við Straumsvík. í skýrslunni er fjallað um jarð- fræði, gróðurfar og dýralíf. „Hvergi á íslandi er hægt að finna eins fjöl- breytt fuglalíf og á Suðumesjum," sagði Kristbjöm Egilsson, frá Nátt- úmfræðistofnun Islands, ritstjóri skýrslunnar. „Fjömmar em ákaf- lega þýðingarmiklar fyrir farfugla sem hingað koma ( þúsundatali á leið til og frá varpstöðvum við Grænland og á heimsskautaeyjum við Kanada. Því er brýnt að menga þær ekki. Ástand gróðurs á svæðinu er lélegt og þarf að friða það fyrir beit“. Kristbjöm sagði að skýrsla þessi hefði mikið almennt gildi fyrir þá sem áhuga hefðu á að kynna sér náttúmfar á Suðumesjum. Skýrsl- an væri ákaflega aðgengileg með flölmörgum kortum og skýringar- myndum. Skýrslan er prentuð í allstóm upplagi og er til sölu í bókabúð Keflavíkur og bókabúð Lárusar Blöndal í Reykjavík og kostar 400 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.