Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 40
4<y MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 Fyrirspum til fiármálaráðherra eftirJón G. Bjarnason Ég fylgdist af áhuga með um- ræðum á Alþingi, þar sem sjón- varpað var stefnuræðu forsætisráð: herra og umræðum um hana. í sambandi við skattamál, sögðuð þér, hr. ijármálaráðherra, orðrétt, að því er Morgunblaðið hermir, svo: „Þannig má ætla að hjón 'með tvö böm, sem hafa allt að 60—70 þúsund krónur á mánuði að jafnaði á þessu ári, muni ekki greiða tekju- skatt eða útsvar á næsta ári.“ Það sem ég hjó eftir í þessu sam- bandi er að sagt er „hjón“. Á þetta að gefa til kynna að ranglætinu verði áfram haldið þannig að ef um eina fyrirvinnu er að ræða að þá verði skatturinn og útsvarið áfram hærra heldur en ef um tekjuskipt- ingu er að ræða milli hjóna. Og því er aðeins miðað við hjón með 2 böm, því ekki skilgreint nánar, ef um þrjú, já fjögur eða fimm er að ræða? Ég spyr vegna þess að ég veit dæmi til þess að hjón með svipaðar ■ telq'ur greiði mjög mismunandi skatta eftir því hvort annað eða bæði hjónanna afla teknanna. Svo gífurlegt er ranglætið í þessum efn- um að hjón sem eiga þijú böm greiða 30% lægri skatta þegar þau afla bæði teknanna en önnur hjón,’ þar sem maðurinn aflar einn tekn- • anna og þó eiga þessi hjón fimm böm. Teljið þér rétt, hr. fjármálaráð- herra, að þannig beri að refsa „Því er aðeins miðað við hjón með 2 börn, því ekki skilgreint nán- ar, ef um þijú, já, fjögur eða fimm er að ræða?“ heímavinnandi húsmæðmm fyrir að gæta bús og bama? Þessi fimm bama hjón notfæra sér ekki þá niðurgreiddu þjónustu sem hið opinbera veitir með dag- heimilum, vöggustofum og annarri óteljandi samhjálp sem hið opinbera veitir, og þessa samhjálp verða fimm bama hjonin þó að leggja af mörkum með greiðslu skatta sinna. Er þetta það réttlæti sem ber að keppa að í skattalögum? Ég spyr þessarar spumingar vegna þess að ég lenti fyrir alllöngu í ritdeiium við Gáruhöfund Morgun- blaðsins í sambandi við tvísköttun hjóna, en kveikjan að þeim skrifum var ef ég man rétt að mætur klerk- ur í nágrenni Reykjavíkur benti í Velvakandagrein á þetta ranglæti, það er að ef um eina. fyrirvinnu væri að ræða, þá skyldu skattamir vera hærri, heldur en ef þeir skipt- ust á millj hjónanna. Ritdeilum okkar Gámhöfundar og mín lauk með því að Gáruhöf- undur beinlínis rangfærði orð mín á þann hátt að' ég teldi ekkert vera heimili nema ef um fimm böm væri áð ræða, þ.e. sjö manna fjöl- skyldu, en þær væru nú ekki nema 64 á stórhöfuðborgarsvæðinu. IJvort þetta á að skiljast þannig að ekki beri að taka tillit til fjölskyldu- stærðar við skattaákvörðun, skal ég ósagt látið, og jafnvel þó þaé séu nú aðeins 64 fjölskyldur af þess- ari stærð á stórhöfuðborgarsvæð- inu, þá er nú víðar „Guð en í Görðum", og því ekki útilokað að fleiri fjölskyldur af þessari stærð finnist á öllu landinu. Deilum okkar Gámhöfundar lauk með því að svargrein minni var neitað í Velvakanda, og því borið Við að greinin væri of löng, en þó var mér sagt sitt á hvað til að byija með þegar ég ræddi við Velvakanda í síma að greinin yrði birt eða ekki birt. Það vill nú gamt svo til að því er ég tel að þá birtist einmitt í dag grein eftir tvo ritstjóra HP sem er lengri en grein sú er mér var neitað um. Já, „skrifið eða hringið til Vel- vakanda". Ég er á móti breska málshættin- um sem segir „Let the devil take the hindmost", því auðvitað em ekki allir, jafn snjallir og Sæmundur fróði er hann hélt burt úr Svarta- skóla og tét kölska aðeins eftir skikkju sína en ekki sjálfan sig. Þessi grein er ekki ætluð til birt- ingar r Velvakanda (fæst sennilega ekki birt þar), en ég vænti að rit- stjóm Morgunblaðsins sjái sér fært að birta hana. Höfundur er skrifstofumaður í Reykjavík. Þjóðin og kirkjan eftir Guðmund Guðgeirsson Það hefur löngum verið um-- ræða í þjóðfélaginu um kirkju- byggingar. Á síðastliðnum áratugum hafa farið fram miklar skiptingar á stærri sóknum í Reykjavík og nágrenni. Við það hefur prestaköllum fjölgað í höf- uðborginni, en þau em 13 talsins. Þessi skipting hefur kallað á fleiri kirkjur og nokkrar em í byggingu og standa þær framkvæmdir ævinlega lengi yfir. Þær nýju kirkjur, sem hafa verið í byggingu hin síðari ár, em með mjög breyti- legum stfl og formi, miðað við hinn ráðandi byggingarstfl kirkna í gegnum tíðina. Hann verður ævinlega sígildur og gefur til kynna með ytri gerð hvaða hlut- verki hann gegnir í þjónustu sem ber þau aðalsmerki sem em tum, kross og bogamyndaðir gluggar með steindum helgimyndum, sem minna á boðun kristnidómsins. Um þessar mundir era fímm kirkj- ur í byggingu í Reykjavík og ein í Hafnarfirði. Þær munu ekki eiga samleið í stil og formi, sem kemur nánar í ljós með fullbyggðum verðandi Guðshúsum. Hallgrímskirkja á Skólavörðu- hæð í Reykjavík verður höfuðprýði kirkna þessa lands, en hún ber hæstan áraijölda í framkvæmd eða yfir 40 ár, en stefnt hefur verið að því að vígja hana þann 26. október. Það verður mikil áfanga- og dýrðarstund hjá viðkomandi sókn' og vorri þjóð vegna gmndvaUar minningar. Vígslan er einkum tengd minningu séra Hallgríms Péturssonar, en hann var eitt af mestu trúarskáldum þessarar þjóðar, sem er þmngið andlegum krafti og boðberi lífs og ljóss, enda hafa hans þjóðkunnu Passíu- sálmar veitt bíessun og birtu í hjörtu landsmanna í gegpum.ald- imar. Ávallt mun hljóma lífsins mál' frá helgidómi föður ljósanna, sem gefur birtu, veitir styrk og frið í dagsins önn. En kirkjan ér vor kristin móðir í umboði Quðs, sem1 leiðir vora íslensku þjóð, ;en hún fagnar vígslu á hinu stærsta musteri þjóðkirkju þessa lands, Hallgrímskirkju. Hún mun vera eitt mesta listaverk í arkitektúr þessarar aldar. Á sínum stað kynnir hún sjálf sinn fagra stfl og listform, þar er vítt til veggja og hátt til lofts. Efalaust á krossinn á tumi Hallgrímskirkju eftir að véra veg- vísir um haf og byggðir landsins. Þá mun höfuðborgin verðá fyrir sterkum áhrifum vegna tignar kirkjunnar, og tónar lofsöngva munu heyrast frá einum fegursta helgidómi borgarinnar með dýrð- arljóma. Það er skoðun hinna virtustu manna og höfundar þessarar um- fjöllunar,. að sá sem teiknaði kirkjuna, Guðjón Samúelsson arkitekt, hafí verið einn af-mestu og sérstæðustu listamönnum þjóð- arinnar, enda átti hann mikilvæg- an þátt í þróun byggingarlistar á þessari öld. En áhrif kirkjunnar munu ávallt halda reisn sinni,' hún er hin tæra lind og græðandi kraftur, sem leysir vandamál sé rétt að því staðið. Það verður að ætla að kirkjan njóti ávallt sam- stöðu og skilnings hjá' hinni hamingjusömu þjóð sem býr í landi, sem er auðugt af lands- gæðum og náttúmfegurð. Hjá slíkri þjóð em einnig stjómvitrir menn, sem vinna að bjartari framtíð þar sem orðið er fijálst, en það eykur virðingu þjóðar. Það mun teljast stórvirki bygg- Guðmundur Guðgeirsson „Efalaust á krossinn á tumi Hallgrímskirkju eftir að verða vegvísir um háf og byggðir landsins.“ ing Hallgrímskirkju, miðað við þjóðarstærð okkar íslendinga. Hinn langþráði vígslu- og hátí- ðardagur mun berast sem stór- frétt til annarra landa, með heiil og virðingu hinnar íslensku þjóðar til langrar framtíðar. Höfundur er hirskurðarmeistari í Hafnarfirði. Lokasvar til Guðmundar Guðjónssonar umsjónarmanns Veiðiþáttar eftír Sigurð Kr. Jónsson „Sáuð þið hvemig ég tók hann?“ Þessi frægu orð Jóns sterka úr Skugga-Sveini Matthíasar komu mér f hug er ég las ritsmíð þína í Morgun- blaðinu þ. 4. október sL, og þvílík ritsmíð. Greinin er raunar ekki svara verð því hún einkennist af upphiúpunum og gífuryrðum sem ekki segja neina sögu, nema þá að vóndi karlinn fyrir norðan hafí , verið að stríða litla mömmudrengnum fyrir sunnan með því að vera ekki sammála og það er auðvitað að dómi mömmudrengsins, „hróplegt óréttlæti, mykjuaustur, skítkast", og ég man ekki hvað og hvað. Svona þvaður virkar hins vegar ekkert á mig ef þú hefur vonast til þess. En það var annað sem ég sá út úr greininni og það er að með henni viðurkennir þú flest af því sem ég sagði í minni grein og með það er ég ánægður. Kannski verður skrif- að -af meiri sanngimi um Blöndu í næsta skipti. En það mátt þú vita, að meðan rr.enn vilja borga jafn vel og gert er í dag fyrir stangveiðirétt í Blöndu, he.i ég ekki trú á að landeigendur •muni skipta yfir í netveiði. Þú birtir mynd af „Toby“ með „tilheyrandi aukabúnaði, sem þér hefur tekist að ná í eftir krókaleið- um_“. Ég má til með að senda þér hér með úrklippu úr Napp och Nytt, sem sýnir nákvæmlega sama búnað að því er mér sýnist, aðeins í annarri gerð af spæni. Til þess að spara þér „krókaleiðimar" vil ég benda þér á að verslunin Veiðimaðurinn við Tryggvagötu er með umboð fyrir ABU-vörur á fslandi. Þú beinir til mín ákveðinni spum- ingu um óýktar sögur. Ég veit ekki hvort það þýðir nokk- uð að skýra það fyrir þér en þó skal reynt. Þegar þú skrifar í blað eða bók, þá skrifar þú aðeins frá fyrstu hendi um það sem þú hefur sjálfur séð vðxla mdian t ex spínnare och skeddrag, Dct kan vara sft smá avvikelscr $om bara ett öga milat pi betcr, elt stánk av bl&tt eller rött ellcr gult cllcr - ja. nSstan vilken Jitcn skillnad som heht och turcn vánder. Mcn för att inte ge upp en dag dá Uct verkar svirfiskat 'it det vftrt atl lut mcd síg olika betcn och vcrkligen prova sig fram. ^ ^ .... v En flugfiskare har pteew Mfflma Íntressanta problcm att ta iátd - att hitta den rfttu flugan. Gör Uftrfgíítífi regel att förutotn Uc verkligu exsen *om Uroppen. Rcílex, Toby och nu scnast F.llips. de hftr eamlfl fína och bcorös'ade íángstrikaste gftddbcte. Och fhkar du I valtcn raU oeh nu redan efte med myckct nate och tftta vassruggar U fmns ju prkkat in sin fángstli) Atom Giller. u>rsk, mcn ocksá frtr h De t\i gumla ftrevördiga beiena Kalcva och Den hftr lilla bcskri' Utö ftr ull-roundbcten kanskc frftmst vid vaiet »v en fingcrvisning om ht storlck och fárg. Dc smá varianterna lampar sig sitt betessonimcm sá. , báM för abborre pch áUcllisk under det att de fomi cllcr typ av fisl större ftr fínfína för gádda. Del ■'nýV' gamfa Fa under fiskcsftsongcn - voritc Vass (som alluft kommit tillbaka) ftr er. íntc skafl fisklös sft utmárkt abborrfrcstare. Koster ftr gjort för torsk- I tabellen f" spinn men gár utmftrkt t>ck»ft íör lax och öring i och priscr. Giller Favorit og/eða tekið þátt í, sögumaðurinn þinn hlýtur þá að vera í annarri per- sónu og það sem „hann vissi aðra gera“ eins og þú segir, er þá þriðja persóna. En svona lagað þýðir auðvit- að ekki að segja þér, því þegar þú sérð enga leið út úr bullinu og enda- leysunni þá er það afgreitt snarlega með setningunni „hvað með það“. Ég dró SVFR ekki inn í þessar umræður, leitaðu sjálfur og vittu hver gerði það. Það var aldrei ætlun mín að standa í neinum framhaldsskrifum um þessi mál og mun ég því ekki svara fleiri ritgerðum. Lokaorð mín til þín læt ég verða þessi. í Morgunblaðinu þ. 5. október sl. birtir þú athyglisverða grein um homsflatjöm. Eg held að framvegis ættir þú ekki að skrifa um stærri fiska en homsfli, sér í lagi og sérstak- lega ef þú gætir nú fengið efnið lánað að einhveijum hluta. Höfundur er húsasmíðameistari á Blönduósi. Mývatnssveit: * Kindur finnast inniá öræfum Björk, Mývatnssveit. FÉLAGÁR úr björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit fóru fyrir nokkru suður að Kistufelli í Vatnajökli til að gera við skála sem þeir eiga þar. Fundu þeir 'þá fimm kindur við Svartá, sunn- an við Upptippinga. Þijár kindanna vom vestan úr Húnavatnssýslu en tvær austan af Jökuldal. Strax var bmgðið við og kindumar sóttar af mönnum héðan úr Mývatnssveit. Vitað er að þama hefur fé orðið úti fyrr á ámm og er fjöldi beina sem þama hefur fundist til marks um það. Kristján. Mikil manna- skipti hjá Mývetningum Björk, Mývatnssveit. HER í Mývatnssveit hafa orðið töluverð mannaskipti að undan- förnu. Arnaldur Bjamason sveitarstjóri sagði starfi sínu lausu í sumar og tók við bæjar- stjórastarfi í Vestmannaeyjum. Við sveitarstjórastarfinu hefur tekið Jón Pétur Lyngdal, ungur og efnilegur maður ættaður úr Húnavatnssýslu. Sigríður Einarsdóttir, sem búin er að vera skólastjóri Tónlistarskól- ans hér í allmörg ár, sagði því starfi lausu. í það hefiir nú verið ráðinn Viðar Alfreðsson. Alls em 46 nemendur í Tónlistarskólanum í vetur. Pétur Hjálmarsson, sem búinn var að vera útibússtjóri Kaup- félags Þingeyinga í Reykjahlíð í nokkur ár, flutti suður á Selfoss í haust. I hans stað hefur verið ráð- inn Barði Guðmundsson frá Vopnafirði. Umsjónarmaður hita- og vatnsveitu, Kristinn Gunnars- son, sagði starfí sínu lausu eftir eins árs dvöl hér. Við því starfi hefur nú tekið Úlfar Sæmundsson frá Akureyri. Þá hefur séra Öm Friðriksson á Skútustöðum tekið við sem prófastur Þingeyinga. Mývetningar senda þessum ágætu mönnum sem flutt hafa burtu bestu þakkir fyrir frábær störf og bjóða hina sem við hafa tekið velkomna til starfa. Krístján.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.