Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBIAÐIÐ,; LA.UGARDAGUR 25J OKTÓBER! 1886 Brennisteinsfýla úr Múlakvísl MIKILLAR brennisteinsfýlu hefur orðið vart úr Múlakvísl á Mýr- dalssandi undanfarnar vikur og áin verið vatnsmikil. „Fyrir nokkrum dögum var æði mikil brennisteinslykt austur á sandinum og ólík þeirri lykt sem er vanalega er úr Múlakvísl. Líktist einna helst hveralykt," sagði Reyn- ir Ragnarsson lögreglumaður í Vík í Mýrdal. Hann sagði að fýlan hefði verið óvenju mikil í allt sumar en nú virtist sem áin væri farin að jafna sig. Ennþá er sumarvatn í ánni og taldi Rejmir það ekki óeðli- Ók á vin- stúlku sína EKIÐ VAR á unga stúlku á Tryggvagötu á fimmtudag. Slasaðist hún nokkuð á hægra fæti. Slysið varð með þeim hætti að ungur piltur ók eftir Tryggvagötu í vesturátt. Hann stöðvaði til að hleypa umferð á móti framhjá, en beygði síðan inn á bflastæði fyrir framan leik- tækjasal við Tryggvagötu 32. Þar beið vinstúlka hans eftir honum við húsvegginn. Svo óheppilega vildi til, að þegar pilturinn ætlaði að stöðva bif- reiðina reyndist mikil hálka vera á bflastæðinu og rann bifreiðin áfram. Hún lenti á stúlkunni, sem meiddist þegar hægri fótur hennar varð milli stuðarans og hússins. legt, áin væri oft lengi að minnka á haustin. Haft var samband við Helga Björnsson jarðeðlisfræðing, sem sagði að upptök Múlakvíslar væru á jarðhitasvæði í Mýrdalsjökli, skammt frá þeim stað sem síðasta Kötlugos braust upp úr jöklinum árið 1918. Hann sagði að í sumar hefði orðið vart við aukinn jarðhita undir jöklinum og sigdældir mynd- ast á yfírborði hans þegar jökulísinn bráðnaði. „Ekkert bendir til að Kötlugos sé að hefjast, hins vegar er stöðugt fylgst með þessu svæði," sagði Helgi. Fylgst er náið með jarðskjálftum á svæðinu, hvort nýir sigkatlar myndast á jöklinum og tekin sýni úr ám sem falla úr Mýrdalsjökli. Sýnin geta gefið til kynna hvort aukinnjarðhiti bendirtil eldvirkni. Rófur og broddur úr Flóanum UPPSKERA úr rófnaakri Samkórs Selfoss var fal- boðin vegfarendum Austurstræti í gær. Kórfélagar buðu einnig uppá brodd, kökur, sultur, og heimabak- að brauð. Þessa mynd tók Ragnar Axelsson ljós- myndari þegar viðskiptin voru í fullum gangi. Hallmar ráðinn leik- hússtjóri STJÓRN Leikfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að ráða Hallmar Sigurðsson sem leikhússtjóra frá og með 1. september 1987 þegar Stefán Baldursson lætur af störf- um. Að sögn Guðmundar Pálssonar leikara sem sæti á í stjóm félagsins þarf samþykki aðalfundar félagsins fyrir ráðningunni. Verði af henni er gert ráð fyrir að Hallmar komi til starfa hjá félaginu upp úr næstu áramótum. Fulltrúar matvælainnkaupastofnunar Sovétríkjanna: Vonast eftir heimild til að kaupa allt að 200.000 tunnur Sfldarútvegsnefnd hefur ekki bor- izt staðfesting á þessu magni SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins hafa fulltrúar matvælainn- kaupastofnunar Sovétríkjanna, Prodintog, látið að þvi liggja í viðræðum við íslenzka ráðamenn, að þeir séu tilbúnir til að hefja á ný viðræður við síldarútvegsnefnd og geri sér vonir um heimild til kaupa á 100.000 til 200.000 tunnum af saltsíld, verkaðri á þessari vertíð. Sfldarútvegsnefnd hefur ekki borizt formleg staðfesting á þessu frá Prodintorg. Það er því samdóma álit nefhdarinnar, saltenda, sjó- manna og útgerðarmanna, að halda ekki til viðræðna í Moskvu fyrr en fullnægjandi svör hafan borizt. Ekki hefur verið skrifað undir samning um olíukaup, en rætt um magn og verð. Enginn fyrirsjáan- legur vandi er talinn við þá samn- ingsgerð eða undirskrift, annar en sá að hann tengist úrslitum sfldar- viðræðna. „Við höfum ekki fengið stað- festingu á að Prodintorg hafí til þessa fengið leyfi fyrir kaupum á meiru en þeim 40.000 tunnum, sem legið hefur fyrir í margar vikur," sagði Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri Sfldarútvegsnefndar, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta staðfestu verzlunarfulltrúamir á fundi hjá okkur á fimmtudag. Það er búið að segja okkur vikum sam- an að Prodintorgmenn gerir sér vonir um að leyfí verði veitt fyrir 100.000 til 200.000 tunnum, en viðkomandi aðilar í Sovétríkjunum segjast ennþá vera að bíða eftir ákvörðun yfirvalda þar að lútandi og að þeir vonist til að ákvörðun um það liggi fyrir fljótlega og senni- lega í síðasta lagi um 10. nóvember. Við erum þó að gera okkur vonir um að Ieyfí fáist eitthvað fyrr, en slíkt liggur ekki fyrir í dag. Verzl- unarfulltrúamir lofuðu okkur því á fimmtudagskvöld að þeir myndu reyna að fá svör um þetta á föstu- dag eða mánudag og við eram að bíða eftir þeim svöram. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu Sfldarútvegsnefndar á miðvikudag, era allir hagsmunaaðilar hér ein- róma þeirrar skoðunar að niður- staða um magnið verði að liggja fyrir áður en samninganefnd fer til Moskvu. Þegar hún liggur fyrir, eram við að sjálfsögðu reiðubúnir til viðræðna. Það hefur ekki komið til neins ágreinings milli Sfldarút- vegsnefndar og ráðherra í íslenzku ríkisstjóminni um þetta mál eins og fram hefur komið í einu dag- blaðanna," sagði Gunnar Flóvenz. Líf eyrissj óðimir: Stefna að því að hætta beinum lánum ÞESS er vænst að strax á næsta ári verði stigin stór skref í þá átt að hætta beinum lánum lífeyrissjóðanna til sjóðsfélaga, samkvæmt því sem segir í frétta- bréfi Vinnubveitendasambands íslands. Sala á tóbaki minnkar enn Stúlkur reykja meira en piltar - Þriðjungur fullorðinna reykir EINN af hverjum tiu íslenskum reykingamönnum segist hafa snúið baki við ávananum á þessu ári. Sextíu og fjögur pró- sent íslendinga á aldrinum 18-69 ára reykja ekki. í könn- un borgarlæknis á reykingum barna og unglinga kemur fram að reykingar eru nú 36% al- gengari hjá stúlkum en piltum á gagnfræðaskólaaldri. Reykja fjórðungi fleiri stúlkur en pilt- ar, í þessum hópi. Þessar niðurstöður nýlegra skoðana- kannana voru kynntar á blaða- mannafundi Tóbaksvamar- nefndar, Krabbameinsfélags- ins, landlæknis og borgarlæknis í gær. Að sögn Áma Johnsen hefur starf Tóbaksvamaraefndar, sem stofiiuð var með lögum árið 1975, borið umtalsverðan árangur. Þetta kemur skýrt fram þegar reykingar skólabama árið 1974 og 1986 era bomar saman. Fyrir 12 áram sögðust 32% aðspurðra Nýju áróðurspjaldi gegn tóbaksreykingum verður dreift innan skamms. Þar segjast þáttakendur i keppninni um titilinn „Fegurð- ardrottning íslands 1985“ vera í reyklausa liðinu. Tóbaksvamar- nefnd hefur einnig látið gera myndband þar sem hljómsveitin Rikshaw flytur baráttusöng gegn reykingum. Hólmfríður Karls- dóttir, ungfú heimur, og Sif Sigfúsdóttir, ungfrú Skandinavía, fara með tvö aðalhlutverkanna. reykja, þar af 22,8% daglega. Við könnun í apríl sl. sögðust einung- is 12,6% bama á aldrinum 12-16 ára reykja, þar af 9,2% daglega. „Tímamót f baráttunni við reykingamar urðu árið 1984, með lagasetningu Alþingis" sagði Ami. „Síðan þá hefur tóbakssalan minnkað snarlega, um 5,5% árið 1985 og 3% á fyrstu 9 mánuðum þessa árs.“ Hann sagði að Tób- aksvamamefnd hefði eflst til muna þegar henni var markaður fastur telgustofn sem er nú 2/ioooaf vergri tóbakssölu. Að sögn Þor- varðs Ömólfssonar fékk nefndin á síðasta Q'árlagaári 3,6 milljónir króna til ráðstöfunar, sem þýðir að tóbakssalan nam 1,8 milljarði króna. Starf Tóbaksvamamefndar fellst m.a. í útbreiðslu upplýsinga um skaðsemi reykinga, kynninga í skólum landsins, og áróðurs í fjölmiðlum og á vinnustöðum. „Við vinnum markvisst að kynn- ingu á skaðsemi tóbaks, og notum til þess nútíma áróðurstækni" sagði Ámi. „ Nefndin reynir að vinna þetta skynsamlega, án for- dóma. Starf okkar hefur byr, og þróunin undanfarin ár bendir til þess að reykingar fari minnkandi. Á komandi vetri verður hrundið af stað námskeiðum í heilsu- gæslustöðum landsins fyrir þá sem vilja hætta að reykja og um áramótin byrja námskeið í Ríkis- sjónvarpinu." Þar kemur fram að á sambands- stjómarfundi Sambands almennra lífeyrissjóða nú á mánudag verði þessi mál til umræðu. Ástæður þessa era þær að innan lífeyrissjóðanna hafa komið upp hugmyndir þess efnis að eðlilegt sé að lífeyrissjóðimir dragi úr eða hætti beinum lánum til sjóðfélaga, þar sem svo sé litið á að með fjár- mögnun nýja húsnæðislánakerfisins sé félagslegu þörfinni fyrir langtímalán að mestu fullnægt og að skammtímalán eigi fremur heima í hinu almenna bankakerfi. Er sú skoðun ríkjandi innan lífeyrissjóðanna að hagsmunum þeirra sé betur borgið með ávöxtun á almennum peningamarkaði og þannig skapist nauðsynlegt svigr- úm til þess að draga úr rekstrar- kostnaði þeirra. Er áætlað að ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna á næsta ári verði um 6,2 milljarðar króna og af því renni um 3,4 milljarðar króna til húsnæðislánakerfísins. Jón Gauti gef- ur kost á sér JÓN Gauti Jónsson bæjarstjóri í Garðabæ hefur ákveðið að gefa kost á sér í skoðanakönnun Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi vegna alþingiskosninganna í vor. „Þessi tilmæli komu mér á óvart. Það komu til mín Sjálfstæðismenn í Kópavogi og spurðu hvort þeir mættu vinna að því að ég yrði nefndur í skoðanakönnun flokksins og ég samþykkti það,“ sagði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.