Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 15 Vitni óskast: Hver ók á hvern o g hvers vegna? LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir aðstoð almennings við að upplýsa tvo árekstra. Fyrra óhappið varð á gatnamót- um Hringbrautar og Njarðargötu um kl. 14 á fimmtudag í síðustu viku. Stór fiutningabíll frá Sanitas var kyrrstæður á Ijósunum, en bakkaði síðan lítillega og ók á bláan Golf, sem var næstur fyrir aftan hann. Ökumaður flutningabflsins varð þess ekki var að hann æki á, svo nú eru hugsanleg vitni beðin um að gefa sig fram. Síðara óhappið varð á mánudag- inn síðasta, en þá rákust saman bifreiðar af gerðunum Plymouth og Subaru á ljósunum nýju við mót Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar. Óhappið varð um kl. 22:30 og líklegt þykir að einhveijir hafí séð hvemig það bar að, eða hvem- ig staða umferðarljósanna var. Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík þiggur upplýsing- ar um ofangreinda atburði með þökkum. Bæ, Höfðaströnd: Haustlegt um að litast SlcagafirðL SUMARIÐ, sem hefur verið með ágætum gott er liðið og nú er orðið nokkuð haustlegt, jörðin hélugrá allt niður að sjó en ekki þó meira en svo að geldneytum er beitt ennþá, þvi að tún eru loðin eftir gott sumar. Sláturtíð er að ljúka og er fall- þungi talinn svipaður og síðast liðið ár. Kartöfluuppskera er sæmileg en kartöflurækt er víða stunduð til heimilisnota en óvíða í stómm stfl. Heybirgðir em alls staðar nægar. Smábátaútgerð er nú ekki stunduð enda veður verið óstillt, sérstaklega á miðum utan §arðar. Skelfískveiði liggur niðri og frekar tregt hefur verið hjá togumm en tveir togarar Skagfírðinga em nýlega komnir úr mikilii viðgerð. Undanfama daga hefur verið gott veður innfjarðar en IKlega hvassviðri út því mikil hvika hefur verið við landið. Björn í Bæ. Norðdekkrall ’86: Minnisvarðinn og umhverfi hans. Minnisvarði um Jóhannes úr Kötlum Búðardal. NÚ ER unnið að þvi í Búðardal að reisa Jóhannesi úr Kötlum, einu ástsælasta og fjölhæfasta skáldi þjóðarinnar, minnis- varða. Gerð hefur verið bijóst- mynd af skáldinu og mun henni verða komið fyrir miðsvæðis í Búðardal á náttúrugijóti ætt- uðu úr nágrenni Ljárskógasels, en þar ólst skáldið upp. Guð- mundur Elíasson, myndhöggv- ari, hefur gert myndina. Það var ungmennafélagið Ólaf- ur Pái sem upphaflega beitti sér fyrir gerð þessa minnisvarða í til- efni 75 ára afmælis síns. Margir hafa sýnt þessu verkefni áhuga, Jóhannes úr Kötlum en kostnaðaráætlun skiptir hundr- uðum þúsunda. í Búnaðarbankan- um í Búðardal hefur verið opnaður ávísanareikningur nr. 9240 og em allir velunnarar skáldsins sem og burtfluttir Dalamenn hvattir til að leggja lóð sitt á vogarskálina til að sjá megi fyrir endann á þessu stórverkefni, sem kemur til með prýða hjarta Búðardals um ókomin ár. ÖUum er ljóst að sá minnisvarði um Jóhannes úr Kötl- um sem óbrotgjamastur verður em ljóð hans, en með þessum hætti vilja Dalamenn heiðra minn- ingu skáldsins á heimaslóð. - Kristjana. Kynningarsýn- ing læknadeild- ar opin á sunnudag VEGNA mikillar aðsóknar verð- ur kynningarsýning læknadeild- ar, sem opin var síðastUðinn sunnudag, aftur opinn almenn- ingi á sunnudaginn kemur, 26. október, frá klukkan 13-18. Sýn- ingin er í nýbyggingu við Vatnsmýrarverg í grennd við Umferðamiðstöðina. Á sýningunni em 28 kennslu- greinar innan læknadeildar kynntar f máli og myndum og ýmis tæki em til sýnis. Ennfremur er kynning á námi í læknisfræði, lyQafræði lyfsala, sjúkraþjálfun og sýndar em svipmyndir úr sögu læknakennslu. Þá er kynning á nýbyggingu lækna- og tannlæknadeilda. Nemendum í framhaldssakólum og efstu bekkjum gmnnskóla er sérstaklega boðið til þess að koma og sjá sýninguna. Þrír í lokaslagnum um Islandsmeistaratitíl O INNLENT ÞRÍR kappar verða í slagnum um íslandsmeistaratitiUnn í rall- akstri i Norðdekkrallinu tun helgina. Er keppnin sú síðasta á þessu keppnistímabiU og ræður úrslitum um hveijir hljóta ís- landsmeistaratitU ökumanna og aðstoðarökumanna. Þrir eiga möguleika á titli ökumanna, tveir á titli aðstoðarmanna. Feðgamir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Ford Escort RS hafa nauma foiystu í keppninni með 55 stig hvor, en keppni öku- manna og aðstoðarmanna er aðskilin. Annar í keppni ökumanna er Þórhallur Kristjánsson á Peugeot Talbot með 53 stig, en hann sigraði í Ljómarallinu fyrir skömmu ásamt Gunnlaugi Rögnvaldssyni, sem var þriðji aðstoðarökumaður hans á árinu. Sá fyrsti var Sigurður Jens- son, sem er í öðru sæti í keppni aðstoðarökumanna. Hann ekur nú með Hjörleifi Hilmarssyni á Toyota Corolla, sem er þriðji í keppni öku- manna með 45 stig. Staðan er því dálftið flókin, en stigagjöfin í ein- stökum keppnum er þannig að fyrir sigur fást 20 stig, annað sæti 15, Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson hafa nauma forystu i íslandsmeistarakeppninni, hafa unnið f tveimur mótum á árinu á Ford Escort RS. þriðja 12, fjórða 10 og önnur minna. Raunverulega veða allir ökumenn- imir að stefna á sigur, en Jón og Þórhallur eiga skiljanlega mesta möguleika og þarf að ganga illa ef Hjörleifur á að slá þeim við. Úrslitaáhrif á gang mála gæti ástand veganna haft. Snjór er á flestum leiðum, nokkuð sem kepp- endur hræðast. Þar gæti Porsche 911 Jóns S. Halldórssonar m.a. reynst skæður í sinni fyrstu keppni, með vélina afturí yfír drifhjólum. Jón er staðráðinn í að sigra og víst er að toppökumennimir hræðast hann. Tuttugu og einn bfll er skráð- Ted Arnason endurkjör- inn bæjarstjóri I Gimli 100 ára afmæli Gimlis á næsta ári TED Árnason var endurkjörinn bæjarstjóri í GimU i bæjar- og sveitarstjórnarkosningum, sem fram fóru í Manitoba fylki á miðvikudaginn var. Þeir sem voru kjörnir bæjarstjórar eða oddvitar í Nýja-íslandi í þessum kosningum eru allir af íslenskum ættum. Þetta er í fjóðra skipti sem Ted er kjörinn bæjarstjóri í Gimli og hefur hann nú verið bæjarstjóri þar i níu ár. I samtali við Morgunblaðið kvaðst Ted hæstánægður með kosninguna. Kosið var á milli hans og eins annars frambjóðanda og hlaut Ted 60% atkvæða. „Ætli maður láti þetta ekki duga og hætti Ted Árnason. eftir þetta kjörtímabil. Ég er tólfti bæjarstjórinn í Gimli frá upphafi og ætli það sé ekki við hæfi að ég verði bæjarstjóri í 12 ár. Það er mátulega langur tími,“ sagði Ted. Hann sagði að bæjarstjóm hefði heilmargt á pijónunum. Á næsta ári yrði haldið upp á 100 ára af- mæli Gimli— sveitar og væri mikið verk að undirbúa það. íbúamir í Gimli vonuðust til þess að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sæi sér fært að heimsækja sveitina á afmælinu. Með Ted í bæjarstjóm voru kjöm- ir William Barlow, Gil Strachan, Harvey Benson og Jack Þorkelsson. ur í keppnina, sem hefst á laugar- dagsmorgun við Gúmmívinnustof- una við Réttarháls og lýkur þar klukkan 16.00 á sunnudag. Rásröð keppenda í Norðdekkrallinu: Víða óánægja með veiðar í hringnót VAXANDI óánægju gætir nú viða meðal sjómanna vegna veiða stærri báta i hringnót. Oánægjan stafar fyrst og fremst af þvi, að hringnótabátarnir eru ekki bundnir við 3 mílna mörk frá landi eins og til dæmis trollbát- ar. Sjávarútvegsrðauneytinu hafa borizt nokkur mótmæli frá sjómönnum vegna þessa, meðal annars frá suðvestur horni lands- ins. Veiðar í hringnót hafa farið vax- andi að undanfömu og er sjávarút- vegsráðuneytið þeim fylgjandi, meðal annars vegna tiltölulega lítils rekstrarkostnaðar og góðs hráefnis, en um 97% afla í hringnót fara að jafnaði í fyrsta gæðaflokk. Vegna þess mun ekki fyrirhugað í ráðu- neytinu að breyta gildandi reglum um þessar veiðar. Hringnótaveiðar era stundaðar víða um land, kolaveiðar í Faxaflóa era bundnar sérstökum leyfum, veiðar á öðram fiskitegundum í hringnót era meðal annars stundað- ar fyrir Suðurlandi, á Breiðafirði og fyrir Norður- og Austurlandi. Sjómönnum á trollbátum era þessar veiðar nokkur þymir í auga, sérs- taklega vegna þess, að þeir mega í flestum tilfellum ekki fara nær landi en þijár mílur, en hringnóta- bátamir era ekki bundir af því marki. Mál þetta hefur verið rætt í sumum fiskideilda Fiskifélagsins og miklar líkur eru á því að það verði til umíjöllunar á komandi fiskiþingi um miðjan næsta mánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.