Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 43

Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 43 Ragnheiður Brynjólfsdóttir fæddist á Sauðárkróki 31. október 1930. Foreldrar hennar voru Emelía Lárusdóttir, sem er em og býr á Sauðárkróki, og Brynjólfur Dani- valsson. Ég vil votta móður, systkinum, einkasyni, tengdadóttur og bama- bömum mína inniiegustu samúð, en áður en ég lýk þessum fátæk- legu kveðjuorðum langar mig til að minnast á Jóhönnu Brynjólfsdóttur hjúkrunarforstjóra, systur hennar, og mann hennar John. Þau reynd- ust Ragnheiði svo einstaklega vel í veikindum hennar. Megi guð blessa þau og böm þeirra fyrir allt það sem þau gerðu tit að létta henni baráttuna við sjúkdóminn. Þann mikla stuðning og hjúkmn sem hún varð aðnjótandi frá þeim. Hún sagði mér frá því hvað hún mat það mik- ils þessa síðustu stund sem við áttum saman. Við emm margar vinkonur Röggu sem kveðjum og þökkum allar þær stundir sem hún ávallt var hrókur alls fagnaðar. Ég og ^ölskylda mín kveðjum hana með þessum orðum: Allt er hjóm. Við dauðadóminn drúpa blóm og fegurð þver. Bindur drómi hörpuhljóminn, hinstu ómar hverfa þér. (S.H. - Geislabrot) Halla Haraldsdóttir Elskuleg vinkona mín, Ragn- heiður Brynjólfsdóttir, heftir kvatt þennan heim svo langt um aldur fram og svo snöggt. Hún sem var svo ung í anda og heilbrigð. Það er óskiljanlegt, hvemig einn mesti ógnvaldur mannkynsins í dag, krabbameinið, velur fómarlömb sín. Ég kynntist Röggu í bamæsku er hún var tíður gestur á heimili foreldra minna og m.a. man ég eft- ir aðfangadagskvöldi, er þær systur, Jóhanna og hún, deildu þessari hátíðlegu stund með fjöl- skyldu minni. En það var svo fýrir 10 árum, þegar kom að því að ég eignaðist mitt fyrsta bam, að ég fann svo vel hvem mann Ragga hafði að geyma og hversu hæf ljós- móðir hún var. Hún átti stóran þátt í að gera þann atburð að einni af unaðslegustu stundum lífs míns. Samverustundir okkar Röggu áttu eftir að verða fleiri og ræddum við oft saman hinar ýmsu hliðar mannlegs lífs. Ragga var einstök kona, fremur dul, en sjálfri sér samkvæm. Hún var ekki með orðalengingar um hlutina en hún hafði sterka réttlæt- iskennd og henni sámaði ef réttlæt- ið náði ekki fram að ganga. Henni var mjög umhugað um til- finningar annarra, en sínar eigin bar hún ekki á torg. Það var henni mikið kappsmál að fólk fengi að fæðast í þennan heim og deyja með reisn. Sérstaka umhyggju bar hún fyrir því að konur fengju að ala böm sín í þennan heim með reisn og bar mikla virðingu fyrir þeirri kvenlegu athöfn sem fæðingin er. Lagði hún allt af mörkum til að konan sjálf fengi að ráða andrúms- loftinu á fæðingarstofunni. Einmitt þá sýndi Ragga þá lotningu, það traust og þá umhyggju sem henni einni var lagið. Hin virta ljósmóðir mátti hvergi vamm sitt vita og þær vom ekki metnar til fjár, þær vitjan- ir sem hún fór í í heimahús til að sitja yfir konum. Hvort sem var að nóttu eða degi, ýmist fyrir fæðing- una eða þegar hún veitti aðstoð vegna bijóstagjafar. Ragga starfaði með soroptem- istasystrum í Keflavík frá upphafi og var valin til trúnaðarstarfa, bæði í þeim félagsskap og á vinnu- stað sínum, en umfram allt helgaði hún líf sitt ljósmóðurstarfinu og vann um 20 ára skeið við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs við góðan orðstír. Sl. 4 ár vann hún á Sjúkrahúsi Sauðárkróks og bjó á æskuheimili sínu þar, Árbæ, einu elsta húsinu á Króknum. Þegar upp komst um veikindi hennar var hún umvafín hlýju sinna nánustu, háaldraðrar móður sinnar Emelíu, sonar sfns og systkina. Síðustu vikumar naut hún sérstakrar aðhlynningar og hjúkmnar á heimili Jóhönnu systur sinnar í Keflavík. Aðdáunarvert er, eins veik og hún var, hvemig hún gekk frá blóma- og matjurtagarðinum í tún- jaðrinum við Árbæinn sl. sumar. Þar var vandvirknin og nákvæmnin höfð í fyrirrúmi. Ragga var náttúmbam og naut þess að vera ein úti í náttúmnni. T.d. em frægar beijaferðir hennar sem svo margir fengju að njóta góðs af, er hún deildi bróðurlega afrakstrinum með vinum og kunn- ingjum hér suður með sjó. Hún vílaði heldur ekki fyrir sér að skjót- ast milli Sauðárkróks og Keflavíkur á dimmum vetramóttum, gjaman ein á ferð. Mér er minnisstæð ferð okkar í Skaftafell í fyrrasumar og eiga dætur mínar góðar minningar um Röggu ljósmóður eins og hún var kölluð. Eg dáðist að því hvemig henni tókst að lifa sig inn í heim þeirra, hnýtti blómakransa fyrir þær og sagði þeim sögur sem lifa í bamssálunum. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að fá að njóta samvista við þessa hæfu konu og ég veit að svo er einnig um mæður þeirra rúmlega 3.000 bama, sem hún tók á móti. Ég er sannfærð um að hinum megin við móðuna miklu mun al- mættið sjá svo um, að um hana verði farið eins mjúkum höndum og hún gerði er hún tók á móti nýjum einstaklingum í þennan heim. Eftirfarandi ljóðlínur Davíðs Stefánssonar koma mér í huga er ég hugsa um hvemig hún brást við * > Asgeir Asgríms- son - Kveðja Hann Ásgeir frændi er farinn frá okkur, langt fyrir aldur fram. Erf- itt er að gera sér grein fyrir því að maður eigi ekki eftir að rabba saman i tíma og ótfma um þau mörgu sameiginlegu áhugamál sem við áttum. Því Láki, eins og hann var kallaður af okkur vinnufélögun- um, var alltaf jákvæður, léttur í skapi og félagslyndur. Láki var sannur drengur, það vita félagar hans sem hafa misst svo mikið við fráfall hans. Ég er svo heppinn að hafa farið einu sinni í veiðitúr með frænda, sem er mér mjög minnis- stæður því á kvöldvökunni hafði hann frá svo mörgu skemmtileg um sögum að segja, að laxinn fékk frið fyrir barsmíðum okkar um morgun- inn. Minningin um Ásgeir mun lifa sterk í huga mfnum, því mörg góð ráð gaf hann mér, sem ég hef not- ið góðs af og mun njóta á hinum mörgu sviðum lífsins. Með þessum fátæklegu orðum sendum við hjónin innilegar samúð- arkveðjur til Guðbjargar, dætra og annarra ástvina. Halldór M. Sigurgeirsson veikindum sfnum og hvemig hún háði sitt dauðastríð: Langt inn í skóginn leitar hindin særð og leynist þar sem enginn hjörtur býr, en yfir hana færist fró og værð Svo fjarar lífið út... Ó kviku dýr, reikið þið hægt, er rökkva tekur að og ijúfið ekki heilög skógarvé, því lítil hind, sem fann sér felustað vill fá að deyja, ein á bak við tré. Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt mun bleikur mosinn engum segja neitt. (Höf. Davíð Stefánsson) Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum innilega samúð. Blessuð sé minning Röggu ljósmóð- ur. Helga Margrét Horfin er af sjónarsviðinu frænka mín Ragnheiður Brynjólfsdóttir, ljósmóðir á Sauðárkróki, langt um aldur fram. Hún fæddist á Sauðárkróki 31. október 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Emilfa Lárusdóttir, frá Skarði, Gönguskörðum, Skagafirði, og Brynjólfur Danivalsson frá Litla-Vatnsskarði, Austur-Húna- vatnssýslu. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum fjórum, þeim Jóhönnu og Sveini, sem bú- sett eru í Keflavík, Stefáníu, búsett í Reykjavík, og Erlu, sem býr í heimahúsum ásamt móður sinni á Sauðárkróki. Brynjólfur andaðist 14. september 1972, mikill sóma- maður. Fyrir hjúskap eignaðist Brynjólf- ur son, Björgvin, sem er til heimilis á Skagaströnd. Ég minnist Röggu eins og skyldulið og vinir hennar ætíð köll- uðu hana, sem hinnar glöðu og hugljúfu frænku, sem cllum vildi hjálpa. Eftir að hún fluttist að heiman vann hún í Keflavík og Reykjavík nokkur ár. Árið 1963 útskrifaðist hún úr Ljósmæðraskóla íslands og hóf þá strax störf, sem ljósmóðir við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. í Keflavík vann hún öll sín bestu ár eða til 1982, við miklar vinsæld- ir. Hún var einstaklega samvisku- söm og dugleg í starfi og framkoma hennar í garð allra þeirra kvenna, sem hún sinnti á þessum árum voru aðeins á einn veg, að á betra varð ekki kosið. Ég veit að ég mæli fyr- ir munn fjölmargra hér í bæ, sem minnast hennar nú með hlýhug og þakklæti. Þvi miður fyrir okkur Keflvíkinga fluttist hún aftur norð- ur á sínar æskuslóðir og hóf ljósmóðurstörf við sjúkrahúsið á Sauðárkróki sumarið 1982 og vann þar til yfir lauk, sárþjáð síðustu mánuðina. Á báðum sjúkrahúsunum í Keflavík og á Sauðárkróki var hún trúnaðarmaður starfsfólks á vinnu- stað og sýnir það traust samstarfs- fólks til hennar. En hag launafólks bar hún allta tíð fyrir bijósti, enda alin upp í slíku umhverfi. Þá var hún starfandi í félagi Soroptimista-systra í Keflavík, meðan hún bjó hér. Son eignaðist Ragga, Brynjólf Dan Halldórsson, sem býr á Sauðár- króki, sambýliskona hans er Kol- brún Hauksdóttir frá Blönduósi og eiga þau tvö böm, Ragnheiði Láru og Emil. Eftir að hún fluttist norður var hún í meiri nálægð við son sinn og hans fjölskyldu, sem var henni mik- ils virði, en hún bjó hjá móður sinni háaldraðri, og systur, Erlu, sem er heilsuveil og var það mikil hjálp og blessun fyrir þær mæðgur að hafa hana hjá sér. Þá féll það oft í hlut Röggu að sjá um böm Jóhönnu systur sinnar vegna fjarveru hennar og eigin- manns hennar, sakna þau nú sárt móðursystur sinnar, sem alla tíð reyndist þeim svo vel. Ragga er öllum harmdauði sem hana þekktu, við hér suður með sjó sjáum eftir traustum og góðum vini. Eftir að hún fluttist aftur norður, hafði hún þá reglu að heimsækja frændfólk og vini sína hér eins oft og frekast var unnt og dáðist ég oft af frænku minni, þegar hún kom akandi að norðan að vetrarlagi, stundum í vonskuveðri, stoppaði stundum aðeins á milli vakta, en alltaf var hún mætt á réttum tíma til vinnu sinnar á Krókinn. Eftir þessum ferðum hennar var tekið, þær sögðu sína sögu um trygg- lyndi, sem henni var í blóð borið. í fari hennar bjó mikil fómfysi og hjálpsemi, sem margir urðu aðnjót- andi. Á æskuheimili Röggu að Árbæ (nú Suðurg. 24.) Sauðárkróki, ríkti gleði og gestrisni. Þegar bræður mínir Jóhann og Kristján, og ég vomm að alast upp í nágrenni Sauð- árkróks, vomm við sendir ýmissa erinda í kaupstaðinn, þá var það föst venja okkar að heimsækja skyldfólk okkar í Árbæ. Þangað var gott að koma fyrir uppburðalitla sveitamenn og frá þessum upp- vaxtarámm okkar hefur þetta heimili alltaf verið okkur einkar kært. Á sl. sumri komu ég og fjöl- skylda mín í Árbæ eins og venjulega þegar við fömm um Skagafjörð, þar var okkur tekið eins og alltaf áður með einstakri gestrisni, en nú hafði ský dregið fyrir sólu, þótt reynt væri að láta sem minnst bera á hvemig komið var, þá duldist ekki að hinn banvæni sjúkdómur hafði heltekið frænku mína. Nokkra stund ræddi hún við okkur í gömlu stofunni á sinn létta og skemmti- lega hátt og nokkrar góðar sögur sagðar. í þessari gömlu snyrtilegu stofu í Árbæ hafa verið sagðar fleiri sögur og betri en annars stað- ar og hvergi hef ég hlegið innilegar en þar, enda Brynjólfur heitinn og Emilía sérfræðingar í allri frásögn. í sínum miklu veikindum í sumar reyndi Ragga að sinna garðinum fyrir sunnan Árbæ. Aldrei hefur mér fundist garðurinn fegurri en á liðnu sumri. Snilldarhandtök frænku minnar vom þá í síðasta sinn að bera ávöxt. Nú á þessum dimmu haustdögum em hennar fal- legu blóm að falla i garðinum á sama tíma og hún yfirgefur okkur. Skyldfólk og vinir í Keflavík, kveðja nú Ragnheiði Brynjólfsdótt- ur hinstu kveðju og votta einkasyn- inum og fjölskyldu hans svo og aðstandendum öllum innilega sam- úð. Blessuð sé minning hennar. Hilmar Pétursson Geislandi heilbrigð lífsgleði er kraftur frá einstaka persónuleika, sem umvefur samferðamanninn og veitir honum í óteljandi myndum styrk og hamingju, oft án þess að veita því eftirtekt fyrr en orkan dvínar og deyr. Ragnheiður Brynjólfsdóttir var ein af þeim sem gat veitt þessa hamingju og hressandi vinarhug, hvert sem hún fór. Við í Soroptimistaklúbb Keflavík- ur urðum þess aðnjótandi að hafa hana að klúbbfélaga um 10 ára skeið. Við þökkum henni samveruna af alhug. Minningar um hana geymast meðal okkar og gleymast ekki, svo sterk var persóna hennar. Við biðjum Guð að styrkja aldna móður hennar og son, systkini og alla ástvini. Guð blessi minningu hennar. Klúbbsystur Það er erfitt að sjá bak jafn elskulegri vinkonu og Röggu. Okkar fyrstu kynni voru fyrir 22 árum á Sjúkrahúsi Keflavíkur, þeg- ar ég fór að vinna þar sem gangastúlka. Þá var mér tekið opn- um örmum af þeim systrum Röggu og Jóhönnu, en þá starfaði Ragga sem ljósmóðir og Jóhanna sem yfir- hjúkrunarkona. í þá daga var Sjúkrahús Keflavíkur eins og lítið heimili, þá mynduðust góð og traust tengsl á milli starfsfólksins, og það var upp- hafíð að okkar sterku böndum. Ragga var sérstök kona, hún elskaði lífíð og hún miðlaði mér af þekkingu sinni, þar sem hún var eldri og reyndari en ég. Alltaf var hún fús til að koma ef eitthvað amaði að, og rétta út hjálparhönd. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta bam fann ég fyrst hvað það var dásamlegt að hafa jafn trausta og örugga ljósmóður og Ragga var, hún var svo einstaklega hlý og nærgætin. En ég var ekki sú eina sem naut þess að hafa hana hjá mér sem ljós- móður, því hún tók á móti yfir þijú þúsund bömum. Hún var einstakur heimilisvinur, og ég og fjölskylda mín söknuðum hennar mikið þegar hún fluttist til Sauðárkróks fyrir fjórum árum. En alltaf var jafn dásamlegt þegar hún birtist óvænt eins og ljósgeisli. Hún lagði það jafnvel á sig að keyra alein að norðan, jafnt um sumar sem vetur, til að hitta ættingja og vini, það sýndi best hversu trygg hún var. Öllum aðstandendum og fjöl- skyldu þeirra votta ég mína innileg- ustu samúð. Megi góður guð varðveita elsku Röggu mína. Ég kveð hana með þessu kvæði eftir Davíð Stefánsson: Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftamjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. Þórunn Jóhannsdóttir Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningar- greinar birtist undir fullu nafiii höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Hótel Saga Siml 1 2013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri Legsteinar . Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, 'lúMU i.f sími 91-620809

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.