Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 25. OKTÓBER 1986 21 Háskólínnin Stærsta fyrir- tæki landsins eftírÞórð Kristinsson Áríð 1911 áttu rúmlega 60 manns starf s vettvang sinn i há- skólanum; í dag te\ja þeir sem að einhveiju leyti sinna þar starfí, nemendur og kennarar, u.þ.b. hálft sjötta þúsund. Ekkert fyrirtaeki á ísiandi hefur slíkan fjölda starfsmanna, né heldur er starfsemi nokkurs fyrirtækis svo fjölþætt sem þar. En Háskóli íslands er ekki fyrir- tæki í sama skilningi og t.a.m. skipafélag eða verksmiðja, hann er miídu fremur samfélag þar sem saman er komið fólk hvaðanæva af landinu til þess að afla sér þekk- ingar og þroska; í þeim tilgangi að búa sig undir lífíð og vera í stakk búið að takast á við framtíðina. Þar fer ekki fram nein framleiðsla sem sldlar tilbúnum hlutum, enginn arður er þar talinn í peningum. Starfsemin sem þar fer fram hefur sinn eigin tilgang; arðurinn er til- gangur í sjálfum sér. Með almennu orðalagi má segja að viðfangsefíii háskóla sé þekking í víðum skilningi, þekking á öllu því sem varðar manninn og tilveru hans, á öllu sem hægt er að hugsa sér. Þar er þekkingar aflað, hún varðveitt og henni miðlað. Og þekk- ingin ein og sér hefur engan annan tilgang né takmark en sjálfa sig. En um leið er hún einmitt forsenda þess að við getum tekist á við hvers- dagslega lífsbaráttu og komist af í heiminum. Og fyrst og fremst er hún forsenda þess að við getum tekist á við framtíðina. Hún kemur þannig hvarvetna að notum og skapar um leið þörf fyrir sig og kallar sífellt á meiri þekkingu. Um hana má því segja ð hún sé einn af homsteinum samfélagsins: ann- arsvegar vegna þess að ekki verður komist af án hennar í heimi sem sífellt krefet meiri þekkingar og kunnáttu og hinsvegar vegna þess að henni verður ekki grandað. Það er m.a. af þessum sökum sem háskólinn var stofnaður og það er þess vegna sem hann er til og hefur vaxið og dafnað í samfélagi og veröld sem tekið hafa stakka- skiptum á stuttri ævi skólans; og einmitt þess vegna er hann nauð- sjmlegur. Nú vill svo til að þekkingin og ástundun hennar eiga sér engin takmörk. Viðfangsefnin sem feng- ist er við í háskólanum eru því fleiri en á nokkrum öðrum vinnu- stað í landinu og reyndar svo möig og flölþætt að vandkvæðum bundið er að telja þau öll upp. Þar fer fram nám og kennsla og margvísleg vísindaiðkun og rannsóknarstörf sem beint og óbeint snerta allt sam- félagið og geta ráðið miklu um famað þess. Samkvæmt lögum er hlutverk háskólans í senn það að vera vísindaleg rannsóknastofíiun og vísindaleg fræðslustofnun og er fræðsluhlutverkinu aftur skipt í tvennt: að mennta fólk til „að sinna sjálfetætt vísindalegum verkefn- um“ og til „að gegna ýmsum embættum og störfum í þjóðfélag- inu“. Vísindaleg rannsókn merkir einfaldlega það að leita sannleikans hvort sem fræðigreinin heitir sagn- fræði eða örverufræði. Vísindaleg fræðsla er leiðbeining í því að leita sannleikans og er vísindaleg rann- sókn hinn eiginlegi grunnur sem slík fræðsla byggir á og getur ekki án verið. Við háskóla verður þetta tvennt þvi nauðsynlega að fara saman. Og ef við lítum til samfélagsins þá þjónar háskólinn því með tvenn- um hætti: með því að mennta fólk til tiltekinna starfa og embætta í samfélaginu og hins vegar með því að mennta það til vísindaiðkana sem skila sér beint eða óbeint til samfélagsins. Orð Björns M. Olsen fyrsta rektors Háskóla íslands, sem hann viðhafði á stofnunarhátíð há- skólans 17. júní 1911 í neðrideildar- sal Alþingishússins, eiga jafnt við nú eins og þau áttu þá: „Góðir háskólar eru gróðrarstöðvar menntalífs hjá hverri þjóð sem er, sannkallaðar uppeldisstofnanir þjóðarinnar í besta skilningi... Yfír höfuð að tala verður það and- lega gagn, sem góðir háskólar vinna þjóð sinni, seint tölum talið eða mælt í ílátum". Höfundur er prófstjóri við Há- skóla Islands. 400 manns starfa með „Hana-nú“ Frístundahópurinn Hana-nú starfar á vegum Tómstundaráðs Kópavogs. Skráðir félagar eru nú um fjögur hundruð manns. Inntökuskilyrði eru þau ein að vera orðin fimmtugur Kópavogs- búi. Engin félagsgjöld eru og engar kvaðir. Fólk tekur einung- is þátt í starfseminni þegar það getur og vill og velur sér þá eitt- hvað af því sem í boði er hveiju sinni. Bréf um starfsemina fá félagar ársfjórðungslega. Upphaflega var þessi hópur bundinn við náttúruskoðun. Þegar þátttaka óx svo mikið sem raun ber vitni var farið inn á ýmsar aðrar brautir. Nú er svo komið að fímm klúbbar eru starfandi innan Frístundahópsins: Náttúruskoðun- arklúbbur, Bókmenntaklúbbur, Hljómplötuklúbbur, Listaklúbbur og Gönguklúbbur. Að auki eru hald- in námskeið, farið í leikhús, dags- ferðir til nágrannabyggða, styttri ferðir síðdegis á laugardögum o.fl. Næstu stóraðgerðir í Frístunda- hópnum eru m.a. „Haustkaup- stefna" í Félagsheimilinu Fannborg 2, Kópavogi, 2. hæð, sunnudaginn 26. október kl. 15.00 og „Kleinu- kvöld" verða haldin síðasta mánudag hvers mánaðar í allan vetur. Ferming í Fríkirkjunni í fermingarguðsþjónustu í Fríkirkjunni í Reykjavík á morg- un, sunnudag, verður fermdur Kristinn Hilmarsson, Silunga- kvísl 21 í Reykjavík. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ________Reykjavík_______ ! Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- S tals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá S kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- | spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum g boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. ^ Laugardaginn 25. október verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulagsnefndar og Þór- ^ unn Gestsdóttir í stjórn umhverfismálaráðs og í 1 samstarfsnefnd um ferðamál. FALLEGIR FATASKÁPAR Á SÉRSTAKLEGA GÓÐU VERÐi Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánast óend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. Trésmiðjan viðja Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þar sem góðu kaupin gerast. augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.