Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 5
ófeGJ EaaoTxo fs sjuoAaaAauAJ ,<naALia»íuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 Gunnar Rúnar Matthfasson og Amfríður Guðmundsdóttir. Vantar í störf, sem prestar sinna ekki - segja þau hjón Gunnar Rúnar Matthíasson o g Arnfríður Guð- mundsdóttir, sem útskrifast sem guðfræðingar í dag HJÓNIN Gunnar Rúnar Matthíasson og Amfríður Guðmunds- dótdr útskrifast bœði frá guðfræðideild Háskóla íslands í dag ásamt fjórum öðrum guðfræðingum. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við þau stuttlega í gær af tilefninu og voru þau þá á kafí í að undirbúa litla veislu, sem þau sögðust ætla að halda fyrir vini og ættingja. Þau hjón eru bæði Norðlendingar, Gunnar Rúnar er frá Akureyri og Amfríður frá Siglufirði. Þau sögðust bæði hafa verið í æskulýðsstarfí á unglings- árunum og kynnst í gegnum það. Amfríður flutti suður fyrir níu ámm síðan til að fara í mennta- skóla og Gunnar Rúnar kom fjórum árum síðar og innrituðust þau þá bæði í guðfræðideildina og hafa verið samferða í námi sl. fimm ár. Þau eru þessa dagana að leita sér að atvinnu á höfuðborgar- svæðinu og sögðu að ekki væri um auðugan garð að gresja í störfum viðvíkjandi kirkjunni hér á landi. „Við förum væntanlega út á hinn almenna vinnumarkað um tíma og sjáum síðan til hvað býðst. „Starfsmannahald kirkjunnar á eftir að þróast miklu frekar. Möguleiki er á miklu fleiri störfum innan kirkjunnar en hér er nú og mikil þörf er á fólki í fleiri störf en prestastörfin. Þjóðkirkjan býr hinsvegar við svo þröngan fjárhag að ekki hefur gefist kostur á því að koma upp öðmm embættum en þessum hefðbundnu prests- embættum. Það vantar almenna trúfræðslu bæði fyrir böm og full- orðna. Auk þess vantar guðfræð- inga í störf innan kirkjunnar til að sinna því sem prestamir geta oft á tíðum ekki sinnt sökum tfma- skorts. Það em svo margar leiðir, sem hafa verið lokaðar þar sem hið hefðbundna prestastarf er svo tímafrekt. Menn vilja gjaman gera meira, en þeir eiga þess ekki kost eins og málum er nú háttað þar sem sálgæsla og viðtalsþjón- usta er orðin meiri hluti starfs þeirra," sagði Gunnar Rúnar. Hann sagði að auðvitað væri það einstaklingsbundið hvað prestar legðu sig mikið fram í starfi. Þeir ættu að gefa sér tíma til að kynnast sóknarbömum sínum og fylgjast með þeim. „En, þegar prestar em með 4.000 og allt upp í 10.000 sóknsirböm, er augljóst að enginn einn prestur getur annað sínu starfí svo sómi sé að. Prestamir verða t.d. að geta rætt vel við hjónaefnin áður en hann giftir þau til að undirbúa hjónabandið, a.m.k. fær maður alltaf leiðbeiningar og jafnvel námskeið þegar maður kaupir hrærivélar eða annað til heimilis ins,“ sagði Gunnar Rúnar. Það væri því mum auðveldara fyrir þau að koma aftur til prestsins síðar til að leita sér hjálpar ef eitthvað bjátaði á. Raunin væri hinsvegar sú að fólk kæmi alltaf í síðustu lög til prestsins. Sjálfstæðisflokkur í Reykjaneskjördæmi: Póstkosning þar sem hver velur sex nöfn KJÖRGÖGNUM vegna skoðana- könnunar Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi hefur verið dreift og eiga þeir sem taka þátt í könnuninni að vera búnir að skila kjörbréfi sinu fyrir 1. nóv- ember. Fyrirkomulagið á könnuninni er það að um póstkosningu er að ræða og fær hver að skrifa upp sex nöfn. Ekki er búist við að listinn í Reykja- neskjördæmi liggi fyrir fyrr en líða tekur á nóvembermánuð. Fulltrúaráðsfundur getur breytt lista kjörnefndar KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík mun á næstu vikum ganga frá framboðslista flokksins í Reykjavík. Er Iqör- nefndin bundin af niðurstöðum prófkjörsins í Reykjavík, hvað varðar fyrstu ellefu sætin á list- anum. Ekki er búist við að kjömefnd tfúki störfum fyrr en í lok næsta mánaðar og að full- trúaráðsfundur verið kvaddur saman upp úr þvi. Sjómannsamband íslands Öskar Vigfússon formaður áfram NÁNAST engar breytingar urðu á stjóm Sjómannasambands ís- lands, en stjómarkjör var á þingi þess í gær. Óskar Vigfússon var endurkjörinn formaður, Guð- mundur Hallvarðsson varaform- aður og Guðjón Jónsson ritari, allir mótatkvæðalaust. Tveir nýj- ir menn komu í stjómina. Stjóm Sjómannasambandsins verður þvi skipuð eftirtöldum mönn- um næsta kjörtímabil: Óskar Vigfússon, formaður, Guðmundur Hallvarðsson, varaformaður, Guð- jón Jónsson, ritari, Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað, Þórður Ól- afsson, Þorlákshöfn, Ólafur Þór Ragnarsson, Reykjavík, Bárður Jensson, Ólafsvík, Elías Bjömsson, Vestmannaeyjum, Hafþór Rós- mundsson, Siglufirði, Sævar Gunnarsson, Grindavík, Heiðar Guðbrandsson, Súðavík, Tryggvi Leósson, Reykjavík, Rúnar Grímsson, ísafírði, Guðmundur M. Jónsson, Akranesi og Sigurbjöm Bjömsson, Keflavík. Þeir Hafþór Morgunblaðið/Þorkelí Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands Rósmundsson og Tryggvi Leósson em nýir í stjóm og koma þeir í stað Tómasar B. Ólafssonar, sem er látinn og Kristjáns Elíassonar, sem skipt hefur um stéttarfélag. Fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðis- félaganna í Reylq'avík, sem kemur saman, þegar að kjömefnd hefur skilað tillögum sínum um 36 manna framboðslista, er hins vegar ekki bundin af tillögum kjömefndar, eða niðurstöðum prófkjörs. Gæti ftind- urinn gert tillögu um breytingu á listanum eða gert tillögu um nýjan lista eða samþykkt tillögu kjör- nefndar. Verði gerðar breytingartil- lögur eða komi fram tillaga að nýjum lista, þarf einfaldan meiri- hluta fulltrúaráðsfundar, til þess að slíkar breytingar nái fram að ganga. Heppinn heimsreisu- farþegi „OKKUR finnst við heppin að komast í svona stórkostlega ferð, en þetta var nú óvæntur happavinningur,“ sagði Lisa- bet Davíðsdóttir, sem vann 1.000 dollara í spilakassa á Hilton-hótelinu í Las Vegas í vikunni. Þetta var fyrsta til- raun hennar í fjárhættuspili og kostaði hana aðeins 5 doll- ara. Flestir þátttakenda, eða um 100 talsins, nutu hins ógleyman- lega útsýnis yfir Grand Cany- on-gljúfrin, en þau þykja eitt mesta náttúruundur í heimi. Hópurinn hélt áfram ferð sinni til Honolulu á Hawaii, þar sem dvalist. verður í 10 daga. (Fréttatilkyiming frá Útaýn.) Hreinsið teppin Utleiga á teppahreinsivélum Margir hafa á undanförnum árum sann- reynt hversu frábærar teppahreinsivél- ar við leigjum út. Fyrir jólin er rétt að panta vél tímanlega ef hreinsa þarf teppið, sófasettið eða bílinn. Við bjóðum einungis nýjar, öflugar hreinsivélar með háþrýstikrafti og frá- bæru hreinsiefni. ítarlegar leiðbeiningar fylgja. En hreinsunin sjálf er reyndar jafnauðveld og ryksugan og þetta er ódýrara en þig grunar. Teppa/and Dúka/and Grensásvegi 13, símar 83577 og 83430 Ath.: Pantanir teknar í síma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.