Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 19 Réttlátara og ein- faldara skattkerfi 800 þús. kr. heimilistekjur verða skattfrjálsar eftir Gunnar G. Schram Nýlega birtist hér í Morgunblað- inu fróðleg grein um skattkerfis- breytingu Bandarikjamanna, sem hefiir náð samþykki beggja þing- deilda þar. Kjami þessara breyt- inga, sem kalla má byltingu í skattmálum þar í landi, er sá, að hæsti skattstiginn er lækkaður úr 50% í 28% og fjölmargar undanþág- ur frá skatti afiiumdar. Skattþrepin voru þar áður 14, en verða nú að- eins tvö. Hið lægra er 15% og falla þar undir meðaltekjur manna. Það sem sérstaka athygli vekur við þessa breytingu Bandaríkja- manna er að þrátt fyrir þessa miklu lækkun á skattprósentu tekju- skattsins verða heildartekjur ríkis- ins áþekkar því sem áður var þar sem fjölda „undankomuleiða" hefur verið lokað. Jafnframt felst í þess- ari skattalagabreytingu Banda- ríkjamanna viðurkenning á þeirri staðreynd að hár og stighækkandi tekjuskattur hefur ekki náð tilgangi sínum — hvorki þar né annars stað- ar. Fullvíst má telja að þessi nýmæli í skattamálum muni hafa áhrif í öðrum löndum og þegar eru hafnar umræður í ýmsum löndum Vestur- Evrópu um breytingar í svipaða átt. Ranglátur launa- mannaskattur Hér á landi munu flestir sam- mála um að löngu er tímabært að komið verði á sanngjamara og rétt- látara skattkerfi en við höfum búið við á undanfömum árum. Þar hafa menn í umræðunni fyrst og fremst staðnæmst við nauðsyn þess að gera grundvallarbreytingar á tekjuskattinum, sem fyrir löngu er orðinn ranglátur launamanna- skattur, sem leggst með miklum þunga á suma þjóðfélagshópa, en er öðrum mjög léttvægur, ekki síst þeim sem háar tekjur hafa. Þetta sést best m.a. af þeirri staðreynd að við síðustu álagningu voru það aðeins 13% gjaldenda sem greiddu 68% af tekjuskattinum í heild. Sú stefna að afnema beri tekju- skattinn af almennum launatekjum hefur þvf átt vaxandi fylgi að fagna með þjóðinni allri og undan því verður ekki öllu lengur vikist að það verði meginatriðið í þeirri breyt- ingu á skattkerfinu hér á landi, sem nú stendur fyrir dyrum. Lítill tekjustofn Með því mælir meðal annars sú staðreynd að tekjuskatturinn í dag er mun lægri upphæð en 10% af tekjum ríkisins, þannig að hér er ekki um neitt óyfirstíganlegt verk- efni að ræða. Þótt enn verði um að ræða tekjuskatt af hátekjum er það ljóst og skýrt að það er í hag alls almennings að ríkið afli tekna sinna með því að skattleggja eyðslu manna fremur en tekjur, því á þann hátt ráða menn að miklu leyti skatt- lagningu sinni sjálfir. Með því verður komið í veg fyrir það óréttlæti sem nú viðgengst að refsa þunglega litlum hluta þjóðar- innar fyrir að að leggja hart að sér við störf sín. Staðgreiðsla með lægri skattprósentu Af þessum sökum hlýtur það að verða eitt meginverkefni ríkis- stjómarinnar á þessum vetri að gera þær umbætur í þessu efni, sem lengi hefur verið talað um, en úr hömlu hafa dregist. Aðrir þættir þess máls að koma á nýju og réttlát- ara skattkerfi hér á landi er staðgreiðsla skatta, sem fjármála- ráðherra hefur þegar boðað, virðis- aukaskattur í stað söluskatts og ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir undandrátt frá sköttum, en vangoldnir beinir og óbeinir skattar eru taldir hafa numið allt að 3 milljörðum króna á síðasta ári, sam- kvæmt skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi i vor. Staðgreiðsla skatta sýnist sjálf- sagt réttlætismál þvi hún kemur í veg fyrir það að skattgreiðendur lendi í skattavíthring, eins og átti sér stað á síðastliðnu sumri, vegna þess að tekjur manna reyndust mun hærri en Þjóðhagsstofnun hafði áætlað og álagning var því byggð á. Forsenda staðgreiðslu skatta er þó að skattkerfið verði gert einfald- ara en það nú er, og jafnframt að skattprósentan verði lækkuð til að mæta áhrifum samtímasköttunar. Ella yrði um aukna skattbyrði að ræða. 30% lækkun skatta Þótt tekjuskatturinn sé enn veru- legur baggi á launafólki hefur hann þó verið iækkaður til muna á síðustu Gunnar G. Schram þremur árum. Það er því rangt sem oft er haldið fram í blöðum stjómar- andstöðunnar að ekkert hafí verið gert í þessum efnum. Á það er full ástæða til að leggja áherslu, því ýmsir hafa ekki gert sér grein fyrir því hvað hér hefur þó áunnist. Frá því að ríkisstjómin tók við hefur tekjuskatturinn verið lækkað- ur um meira en 25%. Skattbyrði einstaklinga í heild, heimilanna í landinu, hefur þó lækkað enn meira, eða um 30%, og er þá meðtalin lækkun tolla og annarra óbeinna skatta. Árið 1982 var skattbyrði ein- staklinga 6,1% en er á þessu ári 4,5%. I tölum talið þýðir þetta að frá því að ríkisstjómin var mynduð og Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjóm ríkisfjármálanna, hafa beinir og óbeinir skattar verið lækkaðir um 3,2 milljarða króna. Þetta er beinn og ótvíræður árangur af þeirri stefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn mótaði í síðustu kosningum að létta skattbyrði heimilanna í Iandinu. Nýtt skattalækk- unarskref En hér má ekki láta staðar num- ið, heldur verður að halda áfram á þeirri braut að gera skattkerfíð réttlátara og einfaldara og afnema tekjuskatt af almennum launatekj- um. Að því verki er nú unnið og inn- an skamms mun iagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á tekju- skattslögunum. í þeim tillögum, sem fjármálaráðherra hefur greint frá í stómm dráttum, er gert ráð fyrir að skatthlutföllin verði lækkuð og bilið milli skattþrepanna veru- lega lengt. Ef þær tillögur ná fram að ganga mun stórt skref verða stigið til þess að afnema tekjuskatt- inn af venjulegum launatekjum. 800 þús. kr. tekjur skattfrjálsar Sem dæmi um það má nefna að gert er ráð fyrir því að hjón byrji ekki að greiða tekjuskatt fyrr en mánaðartekjumar eru orðnar um 70 þúsund krónur. Gildir það einnig um hjón þar sem annar makinn vinnur fyrir minnu en 25% heimilis- teknanna. Tekjuskattsfijálsar verða þá um 800 þúsund króna árstekjur hjóna að meðaltali. Að því er einstaklinga varðar er gert ráð fyrir því að ekki verði greiddur tekjuskattur af árstekjum allt að 450 þúsund krónum. í niðurstöðum þeirrar launakönn- unar, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa nýlega látið framkvæma, kem- ur fram að meðallaun einstaklinga virðast liggja á þessu bili, þótt það sé mismunandi eftir starfsstéttum. Má þvi segja að með hinu nýja tekjuskattsfrumvarpi sé komið lan- gleiðina að því marki að almennar launatekjur yerði tekjuskattsfijáls- ar. \ En betur má þó ef duga skal. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. r Osköp venjuleg maísstöng, en... ..veislubiti með smjöri! Fáðu þér smjör og finndu muninn! ÍV AUK hf. 3 161/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.