Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 Diskar eru nú óðum að taka við af skálunum, enda eru þeir öflugri og öruggari. Til vinstri eru diskur og pressa úr Toyota Carinu II, hann er einfaldur eins og algengast er á minni bilum. Hægra megin er skýringamynd af diskahemlum úr BMW. Diskurinn er tvöfaldur með kæliraufum, þær eru nauðsynlegar á hraðakstursbUum. Fyrir miðjum diskinum sést neminn fyrir ABS kerflð, hann veitir stjómt- ölvunni upplýsingar um snúningshraða þjólsins. Verðlaun fyrir fegurð og nota- gildi sænskrar hönnunar, „Utmárkt Svensk Form“, eru veitt árlega. í ár var í fyrsta sinn vörubfll á með- al verðlaunahafa, það var Volvo FL4 sem hlaut verðlaunin, en hann var kynntur fyrr á árinu. VWtilsölu! Vestur-þýska stjómin hefur lýst því yfír að hún hyggist selja hluta- bréf í tveimur af stærstu fyrirtækj- um landsins. Selja á þá 19,4% hlutabréfa í Volkswagen AG og 25,6% í Veba AG. Volvo GM Volvo og General Motors hafa undirritað samkomulag um að stofna sameiginlegt fyrirtæki í Bandaríkjunum, þar sem unnið verði að þróun, framleiðslu og markaðssetningu á vörubifreiðum yfir 16 tonna heildarþunga. Innrás Framleiðendur bfla, utan Þýska- lands, auka sífellt hlutdeild sína á vestur-þýska markaðinum. í lok júlí var hlutur Japana kominn í 14,7% samanborið við 13% á sama tíma í fyrra. Hlutfall allra innfluttra bfla jókst á sama tíma úr 30,4% í 32,8%. Daimler-Benz eykst ásmegin Nú áætlar Daimler-Benz fyrirtækið að reisa þriðju verksmiðjumar, þar sem samsetning fer fram og er það gert til að mæta aukinni eftirspum eftir bflum og stytta þar með lang- Stungið við hjólum Bílar Götin í felgunum eru ekki eingöngu til að gera þær fallegar, um þau fer loftið sem kælir hemlana. Hér er þessi nauðsynlegi þáttur í hönnun bílsins notaður til að setja einskonar lokapunkt við útlit bílsins. Þessi vagn er Ford Scorpio. slæm áhrif á loftmótstöðu bflsins, sér í lagi gagnvart hliðarvindi. Það er nefnilega ekki að ástæðulausu sem bflaframleiðendur verja hundr- uðum milljóna króna í að athuga og rannsaka í vindgöngum hvemig yfírbygging bflsins og aukabúnaður við hana á að vera í laginu. Það er til þess gert að koma í veg fyrir óæskilegar aukaverkanir. Ekki er víst að nein trygging sé fyrir að slíkur aukabúnaður, sem bætt er við eftirá frá óskyldum aðila, hafí tilætluð áhrif önnur en að lappa upp á útlit bflsins. Stopp Hér hefur líttillega verið drepið á þau atriði sem einna efst em á baugi hjá bremsudeildum bflafram- leiðenda, þ.e. að frátöldum raf- eindabúnaði og ABS kerfí. Þótt útlit og vélarstærð bflanna veki jafnan meiri athygli, er þó gott til þess að vita að mikið starf er unn- ið til að auka á öryggið, þótt flest sé það gert í kyrrþey. Eitt heilræði má í lokin gefa bfleigendum: breytið aldrei neinu því sem getur haft bein eða óbein áhrif á virkni hemlakerfisins, a.m.k. ekki án samráðs við framleiðanda, hann veit best hvað bfllinn þolir. Að lokum ein spuming til þeirra sem keppast við að koma sem stærstum trölladekkjum undir bfla sína: hafíð þið athugað, að þið eruð að tvöfalda til þrefalda álagið á hemlana, miðað við það sem þeir era gerðir fyrir að þola? ingar framtíðarbfla). Það leggur til slitþolið og hitaþolið líka, og þar Þórhallur Jósepsson Fred Flintstone er nú aftur kom- inn á kreik í sjónvarpinu og fer oft um akandi. Þegar hann bremsar, þá stingur hann við fótum og geng- ur bara vel að stöðva vagninn. Flestir kannast við að hafa notað svipaða aðferð við að stöðva fram- stæða kassabfla í bemsku og ekki alveg víst að hafi alltaf gengið jafn vel og hjá Flintstone kallinum. Hef- ur líklega einhver þá velt því fyrir sér hvort ekki mætti fínna betri aðferð til að stoppa, sér í lagi þeir sem hafa horft bláir og blóðrisa á það sem fáeinum augnablikum áður var glæsilegur kassabfll, en var nú orðið að ólögulegri spýtnahrúgu upp við vegg! Frá fyrstu dögum bflaaldar hafa menn gert sér grein fyrir því að ekki er nóg að komast áfram, það verður einnig að vera hægt að stöðva farartækið. Upphaflega vora hemlamir leðurpúðar sem þrýstust fyrir handafli utan á hjólin. Síðan tóku við teinabremsur með borðum, utan á skálunum. Fyrsta stórbylt- ingin varð svo þegar vökvabrems- umar komu til sögunnar og borðamir færðust inn í skálaraar. Næsta framfarastökkið kom þegar diskahemlamir komu fram og nú síðast er ABS læsingavömin að ryðja sér til rúms. Mikil þróunarvinna Þótt þróun á sviði hemla sé ekki ýkja áberandi í umræðu urn nýjung- ar í bflaiðnaði, þá er það nú samt svo að gífurlega mikið starf er unn- ið á því sviði og ekki að ástæðu- lausu: bflaframleiðendur keppast við að gera sína vagna öruggari en aðra og hemlamir era eitt mikil- vægasta atriðið í þeirri baráttu. Oft valda utanaðkomandi að- stæður því'að framleiðendur ein- hverrar vöru verða að byija upp á nýtt, á byijuninni, svo er nú með þá sem framleiða bremsuborða/ klossa og ástæðan er sú að fyrirsjá- aniegt er að eitt helsta efnið í borðunum, asbest, verður bannvara innan tíðar vegna heilsuspillandi mengunar. Það er enginn leikur að fínna efni sem leyst getur asbestið af Slíkar auglýsingar eru algengar í bílablöðum. Allskyns vindskeiðar eru fáanlegar á hina ýmsu bíla, en — þótt þetta sé fyrir augað, er ekki þar með sagt að það sé til bóta hvað varðar aksturseiginleikana. hólmi. Efnið þarf að vera sterkt, þola miklar hitabreytingar, má ekki draga í sig raka, vera óeldfimt, slit- þolið og veita mikið viðnám. Ekkert eitt efni uppfyllir öll þessi skilyrði og því era blöndur ýmissa efna prófaðar. Það sem nú virðist munu gefa besta raun er undraefn- ið Kevlar (mikið notað í yfirbygg- Það er því ekki að ófyrirsynju að mikil áhersla er lögð á að kæling- in sé góð. Venjulega fer kæliloftið inn á hemlana undan bflnum, þar sem þrýstingur er tiltölulega mikill, og leitar út um hjólin. Götin á felg- unum eru nefnilega ekki aðeins fyrir augað, þau eru bráðnauðsyn- leg til kælingar. Það getur munað meira en fjórðungi á kælingunni hvort felgumar era alveg lokaðar eða með smáum götum á! Með aukinni áherslu á að minnka loft- mótstöðu bfla, fer minna kæliloft um hemlana og því hafa framleið- endur oft sett í bflana kæliloftrásir sem beinast að diskunum um leið og felgumar eru úr sérlega hitaleið- andi málmum og með öflugum loftgötum. Mjög er varað við því að breyta þessu loftstreymi, t.d. með því að setja aukalega einhvers- konar hlífar við hjólin, eða með vindskeiðum og slíku stældóti sem er flott fyrir augað, en baneitrað fyrir hemlana. Að auki geta þess- háttar vindskeiðar haft veralega Tölvubúinn lager á hjólum Hjá Mazda-verksmiðjunum aust- ur í Japan er nú verið að þróa framtíðarbfla af margvíslegu tagi og enn þeirra er þessi sendibfll, sem er um flest nýstárlegur. Hann kall- ast Telecom Delivery og er ekki allur þar sem hann er séður. Vissu- lega býður hann upp á flest það sem venjulega er búist við um nýja bfla, þ.e. hann er lipur, snarpur, íjöðrun- in fer vel með bæði menn og vörar og þægindin eru mikil. Þetta er aðeins venjulegt. Það óvenjulega er fjarskipta- og tölvubúnaðurinn. Gert er ráð fyrir að fjarskiptin fari um gervihnött og að tölvan sé sífellt í sambandi við upplýsinga- miðstöð sem gefur til kynna nánast allt sem þarf að vita um akstursleið- ir og umferðarástand, síðan velur tölvan rétta leið og birtir á skjánum. Vörumar sem ekið er með verða merktar með tölvutækum táknum og jafnóðum og eitthvað er tekið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.