Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 Ólympíuleikarnir 1992 Björn Borg vinnur að því að Svíþjóð hreppi hnossið Björn Borg er nú ásamt Silvíu Svíadrottningu og Ingemar Stenmark í Lausanne í Sviss, en þar kemur nú Alþjóðaólympíu- nefndin saman til þess að ákveða hvað land skuli halda leikana árið 1992. Svíar róa því nú öllum árum að bæði vetrar- og sumarleikamir verði haldnir í Svíþjóð. í samtali við Aftonbladet sænska sag-ði Borg m.a.: „Ég hef aldrei verið viðstaddur Ólympíuleika, en mig hefur alltaf langað til þess. Hér á eftir að verða hörð barátta milli þeirra þrettán þjóða, sem sækj- ast eftir að fá að halda þá“. Til þess að vinna nefndarmenn á sitt band hefur Borg t.d. lýst því yfír að hann muni leika tennis við hvem þann, sem einhver áhrif hafí á niðurstöður nefndarinnar. Til þessa hefur einn þekkst það boð, fulltrúi Danmerkur. í Lausanne er jafnan fjöld ríkra og frægra iðjuleysingja og hitti Gina Lollobrigida t.a.m. Borg um daginn. Hún sagðist alltaf hafa dreymt um að hitta hann og hældi tennisleik hans á hvert reipi. Borg tók þessu af stakri þolinmæði og sagðist einnig vera aðdáandi henn- ar. Að vísu hefði hann séð hana leika tennis, en hann sagði að hún léki þess betur í kvikmyndum. Að því loknu tók Gina nokkrar ljós- myndir af Borg, en hún er mikill áhugaljósmyndaril. Af öðmm tennisfélögum Bjamar Borg má nefna bandaríska leikar- ann Mark Harmon, sem stúlkur um víða veröld veikjast í hnjáliðum vegna. Bjöm hafði sömu orð um hann: „Góður leikari, en ömurlegur tennisleikari". Lee Lewis Gina tekur myndir af Borg. Rokkkóngurinn Jerry Lee Lewis er væntanlegur hing- að til lands á næst- unni og mun skemmta gestum veitingahúss- ins Broadway 6. til 9. nóvember. Eins og íslenskum rokkaðdá- endum er vafalaust í fersku minni kom Fats Domino hingað með hljómsveit sinni í vor og em hljómleikar Jerry Lee framhald á þeirri stefnu Broad- way að fá hingað gamlar _ kempur rokksins. í því sam- rokksins. í því bandi má nefna að hafnar em samningaviðræður við þá Chuck Berry og Little Richard um að koma hingað til lands. Jerry eins og hann lítur út í dag Jerry meðan hann var upp á sitt besta fclk i fréttum Elsta Hercules-gúmmí- hárgreiðan Fyrir skömmu auglýsti heild- verslunin ISON eftir gamalli Hercules gúmmígreiðu og hét eig- anda elstu greiðunnar þyngd hennar í gulli fyrir. Greiðan komst í leitimar og var Sigríður Þorvarðardóttir eigandi hennar. Sigríður eignaðist greið- una árið 1940, en hún var smíðuð árið 1920 og er því 66 ára göm- ul. Þrátt fyrir að greiðan sé orðin gömul hefur hún ávallt verið í notkun og setti Sigríður síðast permanett í hár með henni fýrir rúmri viku. i/ercu/es-verksmiðj- umar hófu fyrst greiðuframleiðslu árið 1872 og er ekki ólíklegt að Eigendur ISON, Inga Þyri Kjartansdóttir og Ingólfur Steinþórsson, afhenda Sigríði andvirði gullgreiðunnar. greiða Sigríðar hafí verið sú fyrsta af slíkri tegund, er hingað barst. Þegar ISON auglýsti eftir greiðunum var látið vita um marg- ar greiður, en þær reyndust vera frá 1956 og þaðan af yngri, svo greiða Sigríðar var langelst. • Greiða hennar vóg tæp 10 g og fékk Sigríður greitt andvirði 10 gramma gulls, auk þess sem hún fékk tvær nýjar greiður sömu teg- undar, svo hún stæði ekki uppi verkfæralaus. Sigríður er hárgreiðslumeistari og hefur stundað hárgreiðslustörf frá 1930, en eigin stofu, Hár- greiðslustofu Siggu og Dídi, setti hún á fót fyrir 50 árum, árið 1936. Hún stóð við Aðalstræti 6, þar sem Morgunblaðshúsið stend- ur nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.