Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 39 Kristín Sigvaldadótt- ir — Afmæliskveðja Kristín Sigvaldadóttir er fædd á Gilsbakka í Öxarfirði 25. október 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Jósefsdóttir og Sigvaldi Sigurgeirsson. Forfaðir Sigurlaug- ar var Gottskálk á Fjöllum í Kelduhverfi. Frá Gottskálki eru margir miklir gáfumenn komnir eins og t.d. Bjami Benediktsson og Guðmundur skáld Magnússon. Sig- urlaug og Guðmundur voru ná- skyld. Formóðir Sigvalda var Marsibil, móðir Bólu-Hjálmars. Lengra skal ekki farið út í þessa ættfærslu. En skemmtilegt er að sjá, hvemig allir íslendingar em skyldir og em sem ein stór fjöl- skylda. Um tvítugsaldur giftist Kristín Jóni Pálssyni frá Svínadal í Keldu- hverfi. Bjuggu þau fyrst í Svínadal, en fluttu seinna að Þómnnarseli í sömu sveit. Þar vom þau, unz þau hættu búskap og fóm til Reykjavík- ur. Jón dó fyrir nokkmm ámm. Hann var mikill listaskrifari og sendi frá sér mörg góð og skemmti- leg sendibréf, sem fæstir geta lengur, þrátt fyrir aukna menntun og íslenzkukennslu. Fáum hef ég kynnst, sem hafa verið eins tónvísir og Jón var. Og frá moigni til kvölds hlustaði hann á hinn mikla hljómleik frá Jökulsá, meðan hann bjó í Svínadal. Jón og Gylfi Þ. Gíslason vom þremenningar. Þegar Kristín tók við búrlyklun- um í Svínadal, var hún um tvítugt. Þar hafði verið lengi gamalt, rót- gróið sveitaheimili, eins og þau gerðust bezt í Kelduhverfí og í öðr- um sveitum landsins. Fyrir nokkr- um ámm hafði tengdamóðir hennar, Þorbjörg Hallgrímsdóttir, dáið af bamsförum frá tiu bömum. Það elzta var 15 ára, en þijú þau yngstu vom nýfæddir þríburar. Vandamálin vom mörg, þegar hin unga húsmóðir tók við stjómar- taumunum, en þau tókst henni öll að leysa, en þó ekki með því að leggja á flótta frá holskeflum lffsins eins og nú virðist siður hjá ungum og öldnum. Kristín hefur nú verið heimavinn- andi húsmóðir í 60 ár. Alltaf hefur verið mannmargt í kringum hana og er jafnvel ennþá, þó að hún búi ein í íbúð sinni á Þórsgötu 7 í Reykjavík. Miðað við marga aðra hefur hún ætíð búið við góðan efna- hag og haft nóg að bíta og brenna. í Svínadal var engin fátækt eins og hjá Bjarti í Sumarhúsum. En það var löng leið út á Kópasker, þegar marga gesti bar að garði úr öllum áttum — og lét fólk sjaldan vita um komu sfna. En húsmóðirin frá Svínadal hefur ávallt mett marga munna, þó að stundum gæti staðið svo á, að hún hafi aðeins haft tvö brauð og fimm físka til að skipta niður. Allt varð mikið í hennar höndum. Það hafa lengi gerzt kraftaverk hjá virðulegustu stétt þjóðfélagsins, hinni heima- vinnandi húsmóður. Kristín og Jón eignuðust fimm böm, sem eru öll vel af guði gerð og ekki sízt bamabömin, en þau em farin að nálgast þriðja tuginn. Kristín hefur enn mikla starfs- krafta. Henni leiðist aldrei því hún er alltaf önnum kafin. Og er það ekki aðal lífsins? Ég sendi henni mínar beztu afmæliskveðjur. Aðalsteinn Gíslason Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyin. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar fmmort ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu naftii höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Við vinnum hvers konar blómaskreyting- ar fljótt og vel. Komdu með skálina þína og við skreytum eftir þínum óskum. Skreytingaefni í minni búntum og stykkjatali. Ingólfsstrœtl 6y síml 25656. OplA 9.00—21.00. Nœstu námskeið hejjast 29. október og J2. nóvember. Kennari Uffe Balslev. Sérvalið stjömulamb í 1/i skrokkum Dilkasvið aðeins Rjúkandi kjúklingapottréttur tilbúinn á boröið. Tilboðsverð: Kjúklingabitar, NÝTT í A Q KAUPSTAÐ kr. Franskarkartöflur skammtur kr.40i Coktailsósa skammtur kr.29 Hrásalat skammtur kr.29 He'rtar stórsteikur. Salatbarínn í sérflokki. Þú velur úr völdu grænmeti, tilbúið á borðið. Ávextir og grænmeti í úrvali. M.S. Bæjar-brauð og kókómjólk lau. kl. 10:00-14:00 Kako Rice morgunmatur, O.J.&Kaaber lau. kl. 10:00-16:00 Jane Hellen, hámæríng og sjampó lau. kl. 10:00-16:00 Lága verðið í algleymingi: RITZ kex, 1 pakki..........kr. 45.40 KAFFE, KAFFE kaffi, 1/2 kg. ... kr. 174.00 NESQUICK400gr..............kr. 77.90 Rauð epli.frá USA....pr.kg. kr. 69.00 Klementínur..........pr.kg. kr. 54.00 SPAR bleyjur, 36 stk. í pakka .. kr. 498.00 VEX þvottaefni, 3 kg. í pakka .. kr. 235.00 GIETE mýkingarefni, 4 lítrar ... kr. 122.00 OPIÐ: Fös. kl. 9:00-20:00 Lau.kl. 10:00-16:00 IKAUPSTAÐUR / MJÓDD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.