Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 23
aaer aaaoTHo .32 at ;> \i n \i uaj aiaAJSMUöaoM MORGUNBLABIÐ, LAUGARÐAGUR 25. OKTÓBER 1986 Kjarvalsstaðir: „Finnst svo ganian að láta fólkið fljúga“ Sýning á verkum Karólínu Lárusdóttur opnuð á Kjarvalsstöðum Smiður á samkomu og i leit að himnaríki heita þessar myndir sem eru að baki Karólínu. í DAG klukkan 14 verður opn- uð á Kjarvalsstöðum sýning á verkum Karólínu Lárusdótt- ur. Þetta er önnur einkasýn- ing hennar hér á landi, en hún hefur einnig haldið einkasýn- ingar í London og í Kaup- mannahöfn. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir og grafíkmynd- ir. „Mér finnst ógurlega gaman að gera þessar myndir" segir Karólína, og bætir því við að það viðfangsefni sem hún fáist við hveiju sinni sé skemmtilegast, hvort sem um grafík, vatnslita- mynd eða olíumálverk sé að ræða. Aðferðimar eru ólíkar og hún segist forðast að festast í einhverri þeirra. „Það em aðal- lega tvær gerðir mynda hér á sýningunni, annarsvegar stilli ég upp hlutum á borð heima hjá mér og mála, byija venjulega að morgni og fylgist með því hvemig dagsbirtan breytist, lýs- ir upp fyrirmyndimar eftir því sem líður á morguninn. Hinsveg- ar stilli ég upp fólki í landslagi í huganum, fólkið er í nánum tengslum við landið, þetta er mjög jarðbundið fólk. Ég get yfirleitt alltaf sest niður og mál- að, hef nóg af hugmyndum." -Þú þarft ekkert að bíða eftir að andinn komi yfir þig? „Nei, ég hef alltaf nóg að vinna úr.“ Karólína hefur verið búsett í Bretlandi í 22 ár. Hún segist þó alltaf líta á sig sem útlending í Bretlandi, og í myndum hennar má sjá landslag sem minnir mjög á ísland. í myndunum er mikil fólksmergð, fólkið er líka nokk- uð íslenskt, líkist þeim sem vora á ferli upp úr 1950 í klæðnaði og háttum, svolítið sveitalegt, miðað við þá heimsborgara sem nú ganga um götur. Hún segist hafa gengið með þessar hug- myndir lengi, en ekki komið þeim á striga fyrr en nú, það sé mjög erfitt að mála fólk og hún málar ýmsar myndir úr bemskunni. „Þetta fólk á þó engar fyrirmyndir og hvað landslagið snertir, er þetta ís- land, en einhveijir staðir sem era ekki til nema í sjálfri mér.“ Fljúgandi kaffi- spákona Myndimar bera vott um ríka kímnigáfu, fólkið f myndunum lyftist stundum frá jörðu, við sjáum fljúgandi konu í einni myndinni, tvo fljúgandi menn í annarri, fljúgandi kaffispákonu í þeirri þriðju og fljúgandi hár- greiðslukonu bregður einnig fyrir. Karólína hlær þegar við virðum fyrir okkur myndimar og segir að henni finnist svo gaman að mála fljúgandi fólk að hún ráði ekkert við þetta. „Þessi hárgreiðslukona komst inn á mynd hjá mér eftir að ég var eitt sinn farþegi í rútu frá Selfossi. Inn í rútuna kom kona sem sagði annarri kunningja- konu sinni frá einhverri hár- greiðslukonu á Selfossi sem var að hennar sögn mjög fær. Ég hlustaði á þetta allt saman og varð svo upptekin af þessu að ég varð að mála konuna." Fyrir Qóram áram hélt Kar- ólína fyrstu einkasýningu sína á Kjarvalsstöðum, en hún útskrif- aðist frá Ruskin listaskólanum í Oxford 1967, nam við Barking College of Art í London með ætingu sem aðalgrein 10 áram síðar, en segist hafa haft lítinn tíma til að mála fyrr en nú síðustu ár, þar sem tíminn hafi farið mikið í að sinna heimili og bömum sem nú era 16 og 18 ára. „Ég hefði ekki getað sýnt hér ’82, ef ég hefði ekki fengið hjálp frá Guðmundi Axelssyni í Klausturhólum. Eftir fyrstu sýn- inguna hér, þorði ég að fara í gallerí í London, og nú er mér boðið að halda fleiri sýningar en ég ræð við. Að þessu sinni segir hún að starfsfólk í Gallerí Borg hafí stutt við bakið á henni, einkum þó gömul skóla- systir hennar og vinkona Svala Lárasdóttir. Hún segist hafa pantað salinn á Kjarvalsstöðum með rúmlega ársfyrirvara, en flestar myndimar era þó málað- ar á þessu ári. Að undanfömu hafí hún lagt nótt við dag til að ljúka við myndimar, þar sem hún hefði ekkert getað unnið í þijá mánuði vegna veikinda. „Ég hef alltaf verið heilsuhraust en hélt ég væri að upplifa mitt síðasta" segir hún, en hún fékk víras á ferð sinni um Suður- Ameríku s.l. jól. „Eftir svona veikindi breytast öll viðhorf, menn verða jákvæðari og þakk- látari fyrir það sem þeir hafa.“ Meðan við höfum setið að spjalli hafa menn komið og far- ið, það er líkt og þeir hafi flogið inn og út úr salnum eins og fólk- ið á veggjunum, konumar í kaffísalnum komið með kaffi, og móðir listakonunnar'með sér- uppahellingu á brúsa. Ljósmynd- arar skotist inn og út, forstöðu- maður hússins og listamenn með sýningar í öðram sölum hússins hafa bæst í hópinn að ógleymd- um Daða sem hefur hengt upp myndimar á veggjunum, sagt ótal brandara og upplýst okkur um næstum hvað sem er, m.a. flutt stuttan fyrirlestur um holu- fyllingar í tönnum og skaðsemi silfurfyllinga! yj Keflavík: Islenskt starfsfólk varnarliðsins fær viðurkenningru Keflavik. O STARFSFÓLKI verslunar varnar- liðsíns á Keflavíkurflugvelli, „Navy Exchange", var nýlega veitt viðurkenning fyrir best reknu verslunina á vegum hersins utan Bandaríkjanna. Framkvæmda- stjóri er Trausti Björnsson sem ’hefur starfað þjá fyrirtækinu í rúm 30 ár. íslenskir starfsmenn eru um 70 talsins og eru þeir í miklum meiri- hluta. Samtök bandarískra kaup- sýsiumanna standa að þessu vali og þar segir að verslunin hafi sýnt bestu þjónustu, rekstur og stjómun árið 1985. Valið stóð á milli 168 verslana. „Versluninni er skipt í 33 deildir og er starfsfólkið ákaflega samstilltur hópur, þar sem margir hafa 20—30 ára starfsreynslu," sagði Trausti Bjömsson í viðtali við Morgunblaðið. „Við kappkostum að veita góða þjón- ustu, haifa lágt vöraverð og hafa viðurkenndar vörar á boðstólum. Ef viðskiptavinur kemur ósáttur með ■ Morgunblaöið/Bjöm Blöndal Sigríður Jónsdóttir, deildarstjóri I íslensku deildinni, afgreiðir viðskiptavin sem var að kaupa sér ullar peysu fyrir veturinn. vöra, sem hann hefur keypt, þá er honum gefinn kostur á að skila henni. Ég þekki ekki enn þann framleiðanda sem hefur neitað að taka við vöra frá óánægðum viðskiptavini." Trausti sagði að mikil söluaukning hefði orðið á íslenskum vöram á síðustu 3—4 áram. Helstu tegundir væra ullar- og gjafavörar, fiskur, kjöt, mjólkurvörar, brauð, blóm frá Hveragerði, svaladrykkir, öl og sæl- gæti. Þá væri talsvert keypt af (slenskum umboðsmönnum. Nú væri t.d. mikil sala á ullarfatnaði og hefði starfsfólkið oft ekki undan að taka fram nýjar vörar. Sala á ullarvöram á sl. ári hefði numið um 1 milljón Bandaríkjadaia og í ár yrðu sú upp- hæð enn hærri. „Viðskiptahættir íslendinga og Bandaríkjamanna eru í ýmsu ólíkir," sagði Trausti ennfremur. „Við seljum t.d. talsvert með afborgunum, varan er tekin frá þegar greitt er inná hana, en ekki afhent fyrr en hún er að fullu greidd. Og núna er jólaundir- búningurinn að komast á fiillt skrið, Bandaríkjamenn era tímanlega með jólasendingar sínar." Velta „Navy Exchange" á siðasta ári varð 16 milljónir dala. Allur ágóði rennur til tómstundastarfsemi á Keflavíkurflugvelli. - BB Keflavík: Karlmenn í Reykjavík fá betri laun en á Suðurnesjum KARLAR í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur fá mun betri laun en karlar i Verslunarmannafélagi Suðumesja. Munurinn hjá konum er ekki eins mikill. Þetta eru m.a. niðurstöður launakönnunar kjar- arannsóknarnefndar i nýgerðri launakönnun kjararamisóknar- nefndar. Karlmaður í VR hefur að meðal- tali 41.193 kr. í mánaðarlaun á meðan starfsbróðir hans í VS fær 28.645 kr. Munurinn er ekki eins mikill þegar álagsgreiðslur era teknar inn í myndina 48.665 kr. á móti 39.180 kr. Konur í VR fá 32.142 kr. og 34.511 kr. með álagi en konur í VS 27.485 kr. og 32.919 kr. með álagi. Eins og sjá má af þessum niður- stöðum er munurinn umtalsverður þó heita eigi að þessir aðilar vinni eftir sömu kjarasamningum. Sam- kvæmt launatöflu Landssambands íslenskra verslunarmanna era hæstu laun ( 36. launaflokki 31.800 eftir 7 ára starf. - BB Rangárvallasýsla: Póstur flokk- aður á Hvols- velli og Hellu ÞÆR breytingar hafa verið gerðar varðandi dreifingu pósts á Suðurl- andi að póstur í Rangárvallasýslu, sem áður var lesinn sundur á Sel- fossi, er nú flokkaður á Hvolsvelli og Hellu. Póstnúmer á Hvolsvelli er 860, en dreifbýli skal merkja 861 Hvolsvöll- ur. Eftirfarandi hreppar hafa póst- númer 861 Hvolsvöllur Austur- Eyjaflallahreppur, Vestur-Eyjafjalla- hreppur, Fljótshlíðarhreppur og Hvolhreppur. Hella hefur póstnúmer 850. Dreif- býli skal merkja 851 Hella. Miklu máli skiptir að sendendur skrifi rétt póstfang á sendingar sínar. Rétt póst- númer flýtir fyrir pósti, en röng eða ónákvæm áritun seinkar honum. Breytingar á dreifíngu pósts I Rang- árvallasýslu stuðla að betri þjónustu þar um slóðir. (Fréttatilkynning) Brautskrán- ing kandí- data frá Há- skóla Islands PRÓFSKÍRTEINI verða afhent kandfdötum við Háskóla fslands í við athöfn f Háskólabfói f dag, 25. október kl. 14.00. Dr. Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla ís- lands ávarpar kandfdata, en að því loknu afhenda deildarf orsetar prófskírteini. Að lokum syngur Hákólakórinn nokkur lög undir stjórn Árna Harðarsonar. Að þessu sinni verða brautskráðir 105 kandfdatar og skiptast þeir þann- ig eftir deildum: Embbætispróf ( guðfræði 6, embættispróf í læknis- fræði 2, B.S. próf í hjúkranarfræði 3, embættispróf í lögfræði 1, kandí- datspróf í fslenskum bókmenntum 2, kandídatspróf í sagnfræði 1, B.A. próf í heimspekideild 22, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 1, lokapróf í vélaverkfræði 1, lokapróf í rafmagnsverkfræði 4, kandídatspróf í viðskiptafræðum 32, B.S próf ( raunvísindadeild 16, kandídatspróf í tannlækningum 1, B.A. próf ( fé- lagsvfsindadeild 13.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.