Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 26

Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 Aðeins þriðjimgiu- Breta vill kjarn- orkuvopnin burt London, frá Valdimar (Jnnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðaina. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem breska dagfolaðið Today birti í dag, er aðeins þriðjungur breskra kjósenda hlynntur þeirri stefnu Verkamannaflokksins að gera Bretland kjam- orkuvopnalaust. Stefna sú sem Verkamanna- flokkurinn markaði í afvopnunar- málum á nýafstöðnu landsþingi, hefur sætt harðri gagnrýni úr ýms- um áttum. Hafa íhaldsmenn til dæmis óspart sakað flokkinn um ábyrgðarleysi í utanríkismálum og varað við afleiðingum þeirrar stefnu að gera Bretland kjamorkuvopna- laust. Sú stefna var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á lands- þingi Verkamannaflokksins á dögunum en nú virðist ýmislegt benda til þess að flokkurinn hafi veðjað á rangan hest. I skoðanakönnun, sem gerð var á vegum breska dagblaðsins Today um og eftir síðustu helgi, var með- al annars leitað álits fólks á því hvort Bretum beri að losa sig við öll kjamorkuvopn, burtséð frá því hvað aðrar þjóðir kjósa að gera í þessu efni. 59 af hundraði að- spurðra voru andvígir slíkum hugmyndum en 31 af hundraði fylgjandi. Tíundi hver þátttakandi í skoðanakönnuninni hafði ekki gert upp hug sinn í þessu máli. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar um afstöðu lqósenda til afvopnunarmála hljóta að teljast töluvert áfall fyrir Verkamanna- flokkinn og leiðtoga hans, Niel Kinnock, sem að undanfömu hefur með oddi og egg varið þá stefnu að losa Bretland við kjamorkuvopn, og loka jafnframt bandariskum her- stöðvum sem hafa að geyma slík vopn. Kom til dæmis fram í skoð- anakönnuninni að tæp 40 af hundraði stuðningsmanna Verka- mannaflokksins em ósáttir við stefnu flokksins í þessu máli og sagði um það bil þriðjungur þeirra að þetta kunni að valda því að þeir kjósi ekki flokkinn í næstu kosning- um. Fyrrgreind skoðanakönnun sýnir að fylgi íhaldsflokksins hefur farið vaxandi að undanfömu og nýtur flokkurinn nú stuðnings 40 af hundraði kjósenda samkvæmt könnuninni. Hefur forskot Verka- mannaflokksins því minnkað tölu- vert en 41 af hundraði aðspurðra kvaðst mundu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Kosn- ingabandalag fijálslyndra og jafnaðarmanna býður nú hins vegar hvert afhroðið á fætur öðru í skoð- anakönnunum og nýtur nú aðeins stuðnings 17 af hundraði kjósenda. Hefur jafnt og þétt dregið úr fylgi bandalagsins að undanfömu og er þetta síðasta áfall meðal annars rakið til óljósrar stefnu og ágrein- ings innan bandalagsins um ut- anríkismál. Ljóst er að íhaldsmenn munu nú mjög reyna að ganga á lagið og hamra á því að þeirra flokkur sé einn fær um að tiyggja ömggar vamir Bretlands og ábyrga utanrík- isstefnu. Sjást þess raunar þegar ýmis merki að málflutningur af því tagi verði settur á oddinn í baráttu íhaldsflokksins fyrir næstu þing- kosningar. Verkamannaflokkurinn á hins vegar ærinn starfa fyrir höndum við að reyna að sannfæra breska kjósendur um að hagsmun- um Bretlands og framtíð sé best borgið án kjamorkuvopna. Enn sem komið er virðist meirihluti Breta á öðm máli. AP/Símamynd Seglbrettasvif Bandaríkjamaðurinn, Robby Naish, svífur hér hátt yfír öldutoppana, á seglbretti sínu, í heimsmeistarakeppninni í seglbrettasvifí er fram fer í Hollandi um þessar mundir og þykir hann Kklegur til sigurs. Gott verÓ á kræsin Hálft verd á heilum vönim Útsölumarkaðurinn í kjallara Nýjabæjar er enn í fullum gangi og þarhafa verið teknar upp fjölmargar nýjar vörur, sem allar seljast á hálfvirði. Þarfærðu m.a. gjafavörur, búsáhöld, fatnað á alla fjölskyld una, barnaskó, leikföng og sælgæti - og allt á hálfvirði. Útsalan er opin frá 10-4 í dag. dag liggur leiðin í Nýjabæ þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval matvöru og kræsingar á tilboðsverði. í kjallaranum er útsölumarkaðurinn í fullum gangi og þar er alltaf verið að taka upp nýjar vörur og selja á hálfvirði. Uppi er alltfullt af góðum helgarmat. Úr kjötborðinu bjóðum við Nautavöðva frá SS á sérstöku tilboðsverði og úr fisk- borðinu bjóðum við m.a. Blandaða sjávarrétti á 394 kr. kílóið og Ýsu í hollandaise sósu á 289 kr. kílóið. í dag verður einnig sérstök kynning á Veislukjúklingum frá ísfugli og Roast beef frá SS. Allir fá að smakka. Líttu inn í Nýjabæ - opið frá 10-4 í dag. tSíi NYI MiR VÖRUHÚSIÐ EIÐ/STOfíG/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.