Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 20

Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 20
ÍÍÓRGtfííÖLÁblÐ,'LÁUGARDAGUR12é ÖRf66ER'Í9Á6 Framfaraspor - fyrr og nú Hugleiðíngar um iðnað og þjónustu eftir Aðalstein Jóhanns- son tæknifræðing Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt. (E. Ben.) Svo sem drepið var á í grein minni um iðnaðarmál, sem birtist hér í blað- inu 1. maí sl., voru síðustu áratugir 19. aldar viðburðaríkir á margan hátt, enda hafði þjóðin þá lengi búið við kyrrstöðu. Allt frá landnámsöld höfðu haria litlar framfarir orðið í iðnaðarmálum. Þarfasti þjónninn, hesturinn, er eina farartækið á landi, en að öðrum kosti fara menn fót- gangandi milli staða, berandi vaming sinn á bakinu. Þannig er aðeins rösk- lega ein öld síðan við lifðum í mestu örbirgð, nýjungar höfðu ekki náð hingað út og síst í iðnrekstri, nema að mjög takmörkuðu leyti. Sem dæmi um óánægju þá, sem ríkti hjá fram- farasinnuðum áhrifamönnum á þeim tíma, skal hér tilfæra skrif Bjöms Jónssonar ritstjóra um þinglokin 1883: „Og þeir sáu allt sem þeir höfðu gert, og g'á, það var harla gott. Og þeir átu og dmkku og vom giaðir. Átu og dmkku á landssjóðsins kostnað og hvfldu sig eftir vel unnið dagsverk. Eftir vel unnið dagsverk. Höfðu draslað stjómarskrárendur- skoðuninni gegnum neðri deildina með hvfldum og semingi, en svæfðu hana í nefnd í efri deild. Höfðu banað öðm mesta nauð- synjamáli landsins, peningastofnun- armálinu, eftir endalaust rifrildi, þar sem fæstir vissu hvað þeir fóm með. Höfðu kæft undir sér nýtilegan vísi til að hrínda af sér oki iðjulausra og óspilunarsamra þurfamanna, mál- ið um rétt hreppsnefnda í fátækra- málum, og veita þeim þar með nokkurra ára einkarétt enn til að þjaka bjargvættum sveitarfélaganna með miskunnarlausum álögum. Höfðu gert sitt til, að sjúklingar landsins dæju hjúkrunariausir og af- skiptalausir eins og skepnur úti í haga, með því að synja um lítilflör- legt Qárframlag til að koma upp viðunanlegum spitala, en varið meira fé en því nam tU að bæta kjör launa- manna í Reykjavík, alveg að nauð- synjalausu. Þetta er ofurlítið sýnishorri af af- reksverkum hins 5. löggefandi alþingis íslendinga, þingsins 1883. Þess orðstír mun að vonum lengi uppi vera. Að vonum. Því að það er vonandi að þetta þing geti sér ekki marga sína líka eftirleiðis." En þrátt fyrir skoðanamun þróast ýmislegt á betri veg. Iðnsýning var haldin í Reykjavík þetta sama ár, 1883. í frétt um sýn- inguna er sagt að henni hafí verið komið fyrir í fjórum stofum hins nýbyggða bamaskóla: „í einu her- beigi sýningarinnar er komið fyrir munum, sem gerðir eru til fegurðar- auka, svo sem skrautsaum kvenna, skartgripum gullsmiða o.fl. í öðrum sal eru aðallega dúkar og margskon- ar vefriaður. I þriðja sal eru einkum smíðisgripir úr tré og málmi. Þar eru og söðlar, bæði karia og kvenna, og margt annað af almennum iðnaði. I flórðu stofu eru veiðarfæri og annað, er til sjósóknar heyrir. Alls eru um 400 munir á sýningu þessari, margir einkar haglega gerðir." Árið 1885 eru samþykkt á Alþingi lög um stofnun Landsbanka íslads, sem tók svo til starfa 1. júh' árið eftir. Er okkur í fersku minni ýmis- legt, sem bankastjómin gerði til hátíðarbrigða vegna aldarafmælisins nú í sumar. Með bankastofnuninni var stigið hið markverðasta fram- faraspor til eflingar atvinnulífí landsmanna, því að skortur á lánsfé hafði verið því mikill fjötur um fót. Uppörvandi er að sjá eftirfarandi smágrein sem birtist í ísafold árið 1892: „Vaskir drengir eru Múlsýslungar. Þeir hafa lifað í þetta sinn eitt hið harðasta vor í manna minnum og hvergi harðara en í þeim landsflórð- ungi, en verða þó einna fyrstir til á þessu sumri að halda almennan, all- ^ölsóttan þingmálafund, þar sem þeir ræða með fjöri og áhuga lands- ins helztu nauðsynjamál. Þeir koma ekki saman til að vfla og væla, veina og kveina yfir „tíðinni", yfir bágind- unum, yfir því hvað landið sé hart og hijóstrugt. Þeir tala ekki um að stökkva til Ameríku. Þeir mæla ekki æðruorð, heldur bollaleggja hitt og þetta í þeirri von að landið eigi væn- lega, örugga framtíð fyrir höndum." Við upphaf 20. aldar eiga íslend- ingar nokkra skáldmæringa. Einn þeirra, Hannes Hafstein, síðar ráð- herra, yrkir hvatningu til þjóðarinnar í stórbrotnu kvæði, sem heitir Alda- mótin. Þar segir m.a.: „Starfið er maigt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylidng standið, hvemig sem stríðið þá og þá er blandið, árið 1906. Hannes Hafstein, sem þá var orðinn ráðherra og átti drýgstan hlut að símamálinu, opnaði hrað- skeytasambandið milli Reykjavíkur og útlanda, flutti þá ræðu, sem hann lauk með þessum orðum: „Að endingu vil ég áma landinu allrar hamingju með þetta mikla sam- tengingartæki og biðja þann, sem ræður foriögum landanna og framtíð lýðanna, að blessa viðleitni manna Aðalsteinn Jóhannsson „Mikil uppbygging hef- ur átt sé stað í fiskeldi, aðallega lax- og silungs- eldi. Miklu hefur veríð kostað til að gera þessa atvinnugrein sem bezt úrgarði ogmunumvið þvi ekki vera eftirbátar annarra í þeim efnum. Hinsvegar verður að gæta þess að eyða ekki miklu meira en aflað er. Það eru takmörk fyrir þvi hvað 240 þús. manna þjóð getur áorkað. Er- lendar skuldir þjóðar- innar hafaþvi miður vaxið of mikið að und- anförnu. Verður því að flýta sér hægt.“ til að færa sér það í nyt til eflingar velmegun, krafti og menningu þessa lands. Treystum því, að þau fram- faratæki, sem blessast öðrum lönd- um, blessist eins og ekki síður landinu Fjölmiðlar og fréttaefni eftir Vilhjálm Bjamason Á dögum svokallaðrar rannsókn- arblaðamennsku fyölmiðlanna eru sakamál afskaplega vinsælt umfjöll- unarefni. Í þeirri tegund blaða- mennsku er ekki látið sitja við rannsóknina eina þvf blaðamennimir kveða jafnframt upp dóma. Eru þeir dómar jafnan í samræmi við ítrustu kröfúr saksóknara. Þetta er í sjálfu sér eðlileg þróun. Fýrrverandi rann- sóknariögreglustjóri og núverandi ríkissaksóknari hefúr jafnan refei- ákvæði á reiðum höndum í umfyöllun um sakamál við fyölmiðla. Virtist stundum að ákæruvaldið væri í hönd- um rannsóknarlögregiustjóra. Svo langt gengur rannsóknaræðið, að val fréttamanna við ríkisfyölmiðla byggist á því hve „góð sambönd" umsækjendur hafa við Rannsóknar- lögreglu rikisins, sbr. ummæli Ingva Hrafris Jónssonar, fréttasfjóra, um ráðningu Halls Hallssonar, frétta- manns, til fréttastofu sjónvarps. En í hvaða mynd birtist okkur fréttaflutningur af sakamálum? Rækilega er greint frá gangi mála á rannsóknarstigi. Rannsóknariögregla rðdsins lekur upplýsingum til fyöl- miðla. Fjölmiðlar eru látnir vita af fyrirhuguðum handtökum. Fjölmiðl- „ Atburðarás þess máls hefur verið lýst í fjöl- miðlum í samræmi við þá lýsingu, sem hér er að framan. Morgunblað- ið og Helgarpósturinn fóru með forystuhlut- verkið. I grein sinni fjallar prófessorinn ekki um efnisatríði máls þessa, heldur einungis um réttarfarslega hlið þess. Niðurstaða hans er sú, að dómurinn gangi gegn ákvæðum tilvitn- aðra greina hegningar- laga og íslenzkri dómaframkvæmd.“ um eru látin í té bréf, sem eðli málsins vegna hljóta að vera trúnað- armál. Nöfri meintra sakbominga eru birt með því stærra letri, sem þeir eru þekktari fyrir. Tökum sem dæmi kaffibaunamálið svokallaða. Rflds- VUhjálmur Bjarnason saksóknari birtir fréttatilkynningu um væntanlega ákæru í kaffíbauna- málinu tæpum 4 mánuðum áður en sakbomingum er birt ákæra. Þegar 126 manns er stefnt í svokölluðu okurmáli, þá segir saksóknari að það sé meginregta að nöfn sakbominga séu ekki birt. Teldð skal fram að sami saksóknarinn, Jónatan Sveins- son, fór með þessi mál fyrir hönd ákæruvaldsins. Einhvemtíma hefði slfld háttariag einungis verið við hæfi rugludalla. Þá þykir sakfelling fyrir dómi mun betra fréttaefni en sýkna. í nýútkomnu Tímariti lögfræðinga er birt grein eftir Stefán Má Stefáns- son lögfræðiprófessor, þar sem hann fjallar um dóm í Sakadómi Vest- mannaeyja yfir bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum og aðalbókara bæj- arfógetaembættisins. Atburðarás þess máls hefur verið lýst í fjölmiðlum í samræmi við þá lýsingu, sem hér er að framan. Morg- unblaðið og Helgarpósturinn fóru með forystuhlutverkið. í grein sinni fyallar prófessorinn ekki um efnisat- riði máls þessa, heldur einungis um réttarfarslega hlið þess. Niðurstaða hans er sú, að dómurinn gangi gegn ákvæðum tilvitnaðra greina hegning- ariaga og íslenzkri dómaframkvæmd. Telur hann einnig að lflcur séu á að dómurinn sé andstæður mannrétt- indasáttmála Evrópuráðsins, þ.e. að sakbomingar fengu ekki að veija sig fyrir ákæruatriðum. Niðurstaða greinar Stefáns Más Stefánssonar, prófessors, er nánast sú, að Gunn- laugur Briem, yfirsaksóknari, Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti í Kópavogi, og Haraldur Henrysson, sakadómari, dómarar í umræddu máli, hafi fallið á úrlausn raunhæfs verkefriis. Sem fyrr segir, fyallaði Morgun- blaðið um mál þetta á öllum stigum. Athygli ritstjómar Morgunblaðsins var vakin á grein Stefáns Más. Þau svör fengust, að ef efrii greinarinnar teldist fréttnæmt, þá yrði greint frá því í blaðinu. Það hefúr ekki verið gert. Morgunblaðið er því í sama farvegi og aðrir fyölmiðlar, þ.e. að það þykir helzt fréttaefni sem nei- kvætt er. Tekið skal fram, að frétta- stofa útvarps greindi skilmerkilega frá efni greinarinnar og hafi frétta- stofan virðingu fyrir. Vestmannaeyjum. okkar. Landið okkar er of gott og fagurt til að vantreysta því. Treystum á landið. Að svo mæltu lýsi ég því yfir, að Landssími íslands er tekinn til starfa í dag og samband fslands við útlönd opnað." Hér var stigið mikið framfaraspor, einangran landsins er rofin. Allt frá landnámsöld hafði lega landsins bak- að þjóðinni ómælda örðugleika og gerir enn að vissu marki. Máltækið segir. Heimskt er heimaalið bam — og má það til sanns vegar færa. FVæðimönnum ber þó saman um, að tunga okkar hefúr haldið upprana- legum einkennum sínum ekki hvað sízt vegna einangranar landsmanna. Nú skeður skemmtilegur og mark- verður áfangi í iðnaðarmálum á miðju ári 1909, er ný hafskipabryggja er vígð í Stykkishólmi. Hún er þá talin með stærstu mannvirkjum landsins sinnar tegundar, er um 180 m að lengd, og bera hana uppi tólf steypt- ir stöplar auk trégrindar. Að áliti kunnáttumanna er bryggjan vönduð smíð, sem ber iðnaðarmönnum góðan vitnisburð. Vatnsskorti, sem hijáð hafði Reyk- víkinga um langan aldur, var að ljúka þetta ár, 1909, með því að vatni var veitt til bæjarins úr svonefndum Gvendarbrunnum. Elr vatnsveitan þá svo langt komin, að vatni er hleypt á vatnsleiðslur bæjarins, þó ekki úr Gvendarbrannum fyrst í stað, heldur úr Elliðaánum, en fljótlega tóku þó Gvendarbrannar við. Var þar með náð merkum áfanga. Með þessari framkvæmd fengu íslendingar inn- sýn í nýja iðngrein, sem átti eftir að verða hin þýðingarmesta og snar þáttur í öllu, er tekur til hreinlætis. Allt það, sem hér hefur verið sagt frá, skeður á síðustu áratugum fyrri aldar og fyrsta áratug þessarar. Mun nú horfið frá þeirri upprifyun (en kannski bætt um betur síðar) og fleiri þættir teknir fyrir, atvinnufram- kvæmdir, sem hafa nýlega vakið áhuga framkvæmdamanna, og líklegt má telja að komi til með að verða gjaldeyrisaflandi fyrir þjóðar- búið á næstunni. Mikil uppbygging hefur átt sé stað í fiskeldi, aðallega lax- og silungs- eldi. Miklu hefur verið kostað til að gera þessa atvinnugrein sem bezt úr garði og munum við því ekki vera eftirbátar annarra í þeim efnum. Hinsvegar verður að gæta þess að eyða ekki miklu meira en aflað er. Það era takmörk fyrir því hvað 240 þús. manna þjóð getur áorkað. Er- lendar skuldir þjóðarinnar hafa því miður vaxið of mikið að undanfömu. Verður því að flýta sér hægt. Þetta kom upp í hugann þegar nokkrir kunnáttumenn í ferðamálum komu saman í sjónvarpssal og skipt- ust á skoðunum um flölgun ferða- manna til landsins í framhaldi leiðtogafundarins. Þar kom fram, að verið væri að byggja þijú ný hótel og búast mætti við fleiram. Hér er um milljónatuga framkvæmdir að ræða og segir sig sjálft að þörf er á mörgu öðra en húsrými, ef stflað verður upp á fremur kröfuharða ferðamenn. Ekki skal dregi í efa, að gott er að hamra jámið meðan heitt er, meðan menn muna nafn Reykjavíkur á eriendri grand, en það breytir þó ekki því að reikna verður með íslenzkri veðráttu og því er hætt við að erfitt verði að nýta hótelin allan ársins hring, sem er þó gálfeagt þörf á. Takmarkað framkvæmdafé er fyrir hendi og því verður að ljúka hveijum framkvæmdaþætti fyrir sig, áður en byijað er á nýjum. Ef við ráðum ekki við sjálfir við fjárfesting- una, verðum við að leita til erlendra aðila. Núverandi ríkisstjóm hefur það á stefnuskrá sinni að fara mjög var- lega í erlendar lántökur. í grein minni í Mbl. í vor kom ég nokkuð inn á tölvuvæðinguna, sem nú er í algleymingi. Þótt tölvumar séu mikil nytjatól, verða þær varia notaðar til útreikninga á því hversu mikið megi leggja í ferðamannalið- inn. Þar era of margir óvissuþættir eða lausir endar eins og er. „En koma tímar, koma ráð.“ Hötundur er tæknifneðingur og fyrmm framkvæmdastjóri A. Jóhannsaon ogSmith hf. Hann er varamaður í skólanefnd Iðnakólans oghefurkennt viðþann akóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.