Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 32
32 . MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÖKTÓBER 1986 Ljðamynd/Bjöm Baldurason Dráttarbfllinn kominn með sqjóbflinn og flugvélina heim í flugskýlið i Mosfellssveit. TF-JDL flutt af nauðlendingarstað EIGENDUM TF-JDL, flupél- arinnar sem nauðlenti & Miðdalsfjalli síðastliðinn mánu- dag, tókst að ná vélinni niður af fjallinu á þriðjudag og koma henni í flugskýli sitt í Mosfells- sveit. Smíðuð voru sérstök skíði und- ir vélina og hún dregin á þeim með tveimur jeppum upp úr gilinu sem henni var nauðlent í. Þar var hún sett á kerru aftan f snjóbfl Hjálparsveitar skáta f Hafnarfírði og dregin niður að bænum Mið- dal. Þar dró sjóbfllinn flugvélina upp á vagn dráttarbíls sem ók með snjóbílinn og flugvélina undir fylgd lögreglunnar á Selfossi að flugskýlinu í Mosfellssveit. Tók þetta verk 12 klukkustundir. Bjöm Baldursson, flugmaður og einn fímm eigenda vélarinnar, bjóst við að flugvélin færi fljótlega í loftið aftur. Vélvirki þyrfti þó fyrst að athuga vél flugvélarinnar og skipta um skrúfú. Einnig þyrfti að Iáta smfða nýjar hjólahlffar sem sprungu við nauðlendinguna. Hann vildi koma á framfæri þakk- læti til allra sem aðstoðuðu við að ná flugvélinni niður af flallinu, meðal annars félögum í Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði og ET-dráttarbílum. Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Herraklipping hækkaði talsvert umfram kaup Sláturtíðinni að ljúka: Nokkrir tugir þúsunda dilka fara í O-flokk Meðalfallþungi dilka víða í góðu meðallagi - Mannekla í sláturtíðinni Verðlagsstofnun kannaði verð á klippingu karla á rakarastofum á höfuðborgarsvæðinu í lok sept- embermánaðar sl. og eru niður- stöður birtar i 15. tbl. Verðkönnunar Verðlagsstofnun- ar. Einnig hefur stofnunin gert samanburð á verðinu á klippingu á rakarastofunum í september sl. og verðinu eins og það var i janúar 1985. Helstu niðurstöður úr könnuninni eru eftirfarandi: 1. í ljós kemur að rakarastofur hafa á tímabilinu janúar 1986 til september 1986 hækkað verð á klippingu að meðaltali um 72%. Minnst er hækkun í pró- sentum 56%, en mest 93%. Til samanburðar má geta þess að vísitala kauptaxta hefur á sama tímabili hækkað um 43%, fram- færusluvfsitalan hækkaði um 43%, og byggingarvísitalan 49%. Það er því ljóst að verð- hækkanir á klippingu hafa verið töluvert meiri en verðlagsþróun í landinu gefur tilefni til. 2. Mikil verðdreifing er á karl- mannaklippingu. Kostar hún á bilinu 400—600 kr. og er munur- inn50%. í könnuninni frá janúar 1985 var munur á lægst og hæsta verði nokkru minni, eða 37,5%. 3. Samhliða verðkönnuninni var athugað, hvort stofumar upplýsi viðskiptavini sína um verð með áberandi hætti. Samkvæmt gild- andi regium eru hárgreiðslu- og rakarastofur skyldar að hafa verðskrár sem sjást utan dyra með verði á algengustu þjónustu sem seld er. Einnig ber að láta verðlista liggja frammi á áber- andi stað inni á stofunni. í ljós kom að tæpiega helmingur rak- arastofa verðmerkja f samræmi við fyrra atriðið (verðskrár sem sjást utan dyra). Verðskrár inn- an dyra lágu frammi á áberandi stað hjá 85% stofanna. Er þetta hlutfall svipað og þegar Verð- lagsstofnun kannaði þetta síðast og því ljóst að enn vantar á að allar rakarastofur upplýsi um verð í samræmi við gildandi regl- kynna sér betur verðkönnun á klippingu fyrir karlmenn geta fengið Verðkönnun Verðlags- stofnunar sér að kostnaðarlausu. Liggur blaðið frammi á skrif- stofu stofnunarinnar og hjá fulltrúm hennar utan Reykjavík- SAUÐFJÁRSLÁTRUN er langt komin um land allt og sumsstað- ar búin. Slátrunin hefur viða Sengið illa vegna manneklu. tlit er fyrir að út úr slátrun- inni komi heldur meira Igöt- magn en tvö undanfarin haust, vegna þess að meðalfallþungi dilka er víða meiri en í fyrra. Sumsstaðar er einnig slátrað fleiri kindum en í fyrra. Nýjar kjötmatsreglur hafa verið mikið umtalaðar i þessari sláturtíð. Samkvæmt lauslegu yfirliti virðast einhveijir tugir þúsunda dilka (kannski 40 þúsund) lenda í O-flokki, offituflokknum margumtalaða, eða 700-900 tonn af kjöti. Er það heldur minna en fyrstu tölur úr sláturti- ðinni bentu til. Morgunblaðið hafði í vikunni sambandi við forráðamenn nokkurra slátur- leyfishafa og leitaði frétta af slátruninni. Suðurland: 5,7% af kjötinu í O-flokk Slátrun er langt komin hjá Slátur- félagi Suðurlands. Um síðustu helgi var búið að slátra 103.440 dilkum og 5.582 fullorðnu. í allt er búist við að slátrað verði um 137 þúsund fjár, að sögn Erlu Guðmundsdóttur hjá Sláturfélag- inu.. Meðalfallþungi dilka það sem af er er 13,90 kg., sem er nánast sami meðalþungi og síðasta haust. Sláturfélagið slátrar í sex hús- um á Suður- og Suðvesturlandi. 4.491 dilkar hafa flokkast S O- flokk, offítuflokkinn svokallaða, sem er 4,34% af fjölda sltatraðra lamba, en 5,73% af innlögðu kjöti. í síðustu sláturtíð fór 0,67% kjöts- ins í O-flokkinn. í 1. flokk hafa farið 85.092 dilkar, sem er 82,26% af lambaljöldanum, en 83,96% af kjötmagninu. í síðustu sláturtíð fór 90,28% kjötsins í 1. flokk. Vel ræktað fé á Strönd- um Slátrun er lokið hjá Kaupfélagi Steingrímsflarðar á Hólmavík. Þar var slátrað 19.041 kind, en það er tæplega 5.500 kindum meira en árið áður, að sögn Jóns Alfreðs- sonar kaupfélagsstjóra. Að þessu sinni var slátrað á Hólmavík fé fyrir Kaupfélag ísfírðinga og Verslun Einars Guðfínnsonar hf. í Bolungarvík og er það ástæða aukningar í slátrun. Meðalfallþungi dilka hjá slátur- húsinu var að þessu sinni 16,12 kg. Er það heldur minna en sfðasta haust þegar fallþunginn var 16,42 kg. Haustið 1984 var fallþunginn 16,79 kg., en 14,97 kg. haustið 1983. 1.175 lömb lentu í offituflokkn- um, eða tæplega 7% af slátruðum lömbum. Fór um 8,4% alls dilka- kjöts í þennan flokk. Jón sagði að heldur minna hefði farið í O-flokk- inn en í fyrra. Kemur það á óvart því meðalfallþunginn er meiri á Ströndum en víðast annars staðar. Jón sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart því hann hefði lengi haldið því fram að fítan væri ekki alltaf í hlutfalli við stærð lambanna. Strandamenn ættu vel ræktað fé og kæmi það skýrt fram í þessari flokkun. Fallþungi undir meðal- tali á Vesturlandi Gunnar Aðalsteinsson slátur- hússtjóri hjá Kaupfélagi Borgfírð- inga í Borgamesi sagði þegar rætt var við hann á dögunum að þar væri búið að slátra um 60 þúsund ijár. Slátrun lýkur þar í næstu viku, og er gert ráð fyrir að slátrað verði 64—65 þúsund ijár alls. Er það heldur meira en í fyrra, þegar slátrað var 63.766 flár. Að sögn Gunnars er meðal- fallþungi dilka alveg um 14 kg., en var 14,42 kg. í fyrrahaust. Haustið 1984 var meðalþunginn 14,28 kg., en 13,43 haustið 1983. Gunnar taldi að 6—7% dilkanna lentu í offítuflokknum, sem hann sagði að væri tvisvar til þrisvar sinnum hærra hlutfall en sam- kvæmt eldri kjötmatsreglum. Offita í Eyjafirðinum í sláturhúsi Kaupfélag Eyfírð- inga á Akureyri var slátrað 34.597 kindum alls, að sögn Óla Valdim- arssonar sláturhússtjóra og er slátrun þar lokið. Er þetta um 3 þúsund fjár færra en í fyrra, þeg- ar slátrað var 37.540 kindum á Akureyri. Meðalfallþungi dilka reyndist 15,12 kg., sem er heldur meira en í fyrra, þegar fallþunginn var 14,60 kg. að meðaltali. Haus- tið 1984 var meðalfallþunginn 15,45 kg. og 14,78 kg. haustið 1983. Af þessum slátuifyáifyölda voru 29.349 dilkar, og fór 9,76% af innlögðum dilkum í offituflokkinn, eða 2.865 dilkar. Er þetta meira en tifalt fleiri dilkar en fóru í þenn- an flokk í fyrra, þegar ekki fóru nema rúmlega 200 skrokkar í O-flokkinn. Oli sagði að ástandið væri í raun enn verra því með í þessum tölum væru ekki þeir skrokkar sem bændur hefðu ekki lagt inn, heldur tekið heim, en mikið af O-flokks skrokkum væru heimteknir. Óli sagðist ekki hafa aðrar skýringar á þessu háa hlut- falli en að féð hefði verið vel fram gengið, eftir þurrt og gott sumar. Austurland: Dilkarnir kílói þyngri en í fyrra Um síðustu helgi var búið að slátra 45.500 Ijár, aðallega lömb- um í sláturhúsum Kaupfélags Héraðsbúa, en slátrun lýkur í næstu viku, að sögn Bjöms Ágústssonar fulltrúa kaupfélags- stjóra. Bjóst Bjöm við að alls yrði slátrað um 58 þúsund fjár í slátur- húsum félagsins. Meðalfallþungi dilka er um 14,30 kg. að meðal- tali það sem af er, en í sðustu sláturtíð var hann 13,27 kg. Um síðustu helgi var búið að verðfella um 2.500 dilkaskrokka vegna offítu. Er það 4,7% af dilka- fjöldanum en 6% af kjötmagninu. Myndabrengl í AUGLÝSINGU frá HoUywood sl. föstudag birtist í misgripum mynd af Magnúsi Sigurðssyni með nafni Gísla Sveins Loftsson- ar. Morgunblaðið biður Gísla Svein Loftsson velvirðingar á þessum mistökum. Þeir sem hug hafa á þvi að ur. (Fréttatilkynnmg.) Formklipping karla 1 lok 1 lok sept. '86 jan. 85 Hækkun a timabilinu l°0 A&alrakarastofan Veltusundi 1, R. 470 300 57% Artstokratinn Siðumúla 23, R 600 330 82% Bartskerinn Laugavegi 128, R. 450 270 87% Bisty Smiðjuvegi 9, Kóp. 540 280 93% Rgaró Laugavegi 51, R. 570 320 78% Greióan Háaleitisbraut 58-60, R. 500 290 72% Greifinn Hringbraut 119, R 525 290 81% Haddur, Nóatúni 17. R. 520 300 73% Hárbær Laugavegi 168, R. 490 300 63% Hárflikk Miklubraut 68, R. 490 300 63% Hór-Galleri Laugavegi 27, R. 530 320 66% Hirlínan Snorrabraut 22, R. 535 290 84% Hárskerinn Austurstræti 20, R. 420 270 56% Hárskerinn Skúlagötu 54. R. 550 290 90% Hársnyrting Úllars Starmýri 2, R. 465 290 60% Hársnyrting Villa Þórs Ármúla 26, R. 550 320 72% Hársnyrtistofa Dóra Langholtsvegi 128, R. 540 320 69% Hársnyrtistofa Ragnars og Harðar Vesturg 48, R. 535 280 91% Hársnyrtistofan Dandý Eddufelli 2, R. 550 300 83% Hársnyrtistofan Hár Hjallahrauni 13, Hf 520 310 66% Hársnyrtistofan Hraunbæ 102c, R. 500 320 56% Hársnytistofan Papilia Laugavegi 24, R. 545 330 65% Kllppótek Eddufelli 2. R. 540 290 86% Rakarastota Ágústar og Garðars Suðuriandsbraut 10. R 540 320 69% Rakarastofa Austurbæjar Laugavegi 178, R 540 320 69% Rakarastota Egils Vesturgótu 14. R 400 240 67% Rakarastofa Elnars Eyjólfssonar Állheimum 31, R 500 300 67% Rakarastofa Jórundar Hvertisgolu 117. R 510 290 76% Rakarastofa Leifs og Kára Njálsgotu 11. R 450 250 80% Rakarastofa Páturs Skólavörðustig 10. R. 450 260 73% Rakarastofa Sigurðar Ólafssonar Pósthússtræti 2. R. 495 290 71% Rakarastofa Sigurðar Sigurðssonar Laugamesvegi 74a, R. 450 270 67% Rakarastofa Þórðar Helgasonar Skólavöröust. 17b, R. 500 275 82% Rakarastotan Dalbraut 1, R. 540 320 69% Rakarastofan Hafnarstræti 8, R. 470 280 68% Rakarastofan Hótel Sögu, R. 540 295 83% Rakarastofan Klapparstig 29, R. 535 320 67% Rakarastofan Nedstutröð 8. Kóp. 400 240 67% Rakarastofan Strandgötu 9. Hf. 400 240 67% Sevilla Hamraborg f f. Kóp. 490 290 69%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.