Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 45 Ef til eru egg Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er kunnara en frá þurfí að segja að ef til eru egg í kæli- skápnum er hægt að útbúa sitt- hvað til matar, fyrir utan að hafa þau á hinn hefðbundna hátt, soð- in, „pocheruð", steikt eða hrærð. Af fleiru er að taka eins og benda má á með eftirfarandi. Harðsoðin egg í heitri kryddsósu 5—6 harðsoðin egg, 1 laukur, 1 púrra, 4—5 sellerístilkar, 1 matsk. smjör, 1 matsk. olffuolía, 1 rif hvítlaukur, dál. þurrkað basil, 1 ds. niðursoðnir tómatar. Eggin skorin í tvennt eftir endi- löngu og lögð í fat með skoma flötinn niður og haldið heitum þar til sósan er tilbúin. Sósan: Brytjaður laukur, púrra og sell- erí í sneiðum er sett í pott og hitað í olíu og smjöri, á ekki að brúnast. Hvítlauksrifíð kreist yfír og kryddjurtum bætt í ef vill. Að síðustu er tómötunum bætt saman við og látið krauma við vægan straum í ca. 15 mín. Sósunni hellt yfír um leið og borið er fram. Gott brauð haft með. Karrí-egg 3 harðsoðin egg, skorin í tvennt, sett í ofnfast fat (skomi flöturinn niður). Sósan: 2 matsk. smjörlíki, U/2 tsk. karrí, 1 tsk. rifínn laukur, 1 matsk. rifíð epli, 2 matsk. hveiti, 4 dl kaffíijómi eða mjólk, salt, pipar og meira kairí ef vill. Smjörið sett í pott, karríduftið sett út í, sömuleiðis epli; hveiti hrært saman við og þynnt með ijóma eða mjólk. Sósunni hellt yfír eggin og rétt brugðið í ofn (í 6—7 mín.). Um leið og borið er fram em þunnar, steiktar beik- onsneiðar og agúrkusneiðum stungið niður á milli. Borið fram með góðu brauði og smjöri. Eggjaréttur frá Hamborg 4 egg, 2—3 sneiðar skinka, 1 laukur, 1 eggjarauða aukalega, sinnep, 1 tsk. vínedik, 1 matsk. olífuolía, graslaukur eða dill. Eggin harðsoðin og skorin í tvennt eftir endilöngu, eggjarauð- umar teknar úr með teskeið og stappaðar. Skinkan skorin í þunn- ar ræmur, laukurinn brytjaður örsmátt (ca. 1 lítil teskeið pr. egg) og hrært saman við stappað- ar rauðumar ásamt sinnepi, ediki, olíu og kryddjurtum. Skinku- strimlamir settir saman við og fyllingin sett í hvítumar. Ristað brauð borið með. Egg með papriku 4 egg, 1 tsk. vínedik, 1 matsk. ólífuolía, 1 matsk. þeyttur ijómi eða sýrður ijómi, salt og paprikuduft, græn paprika, magn eftir eigin smekk. Eggin harðsoðin, skorin í tvennt eftir endilöngu, rauðan tekin úr og stöppuð. Saman við er hrært vínediki, olífuolíu og ijóma. Örsmátt brytjuð paprika sett saman við og kryddað eftir smekk. Þeta er svo sett í eggja- helmingana og brauð borið með. Bændafundur á Húsavík: Fé Framleiðnisjóðs verði var- ið til markaðsuppbyggingar Björk, Mývatnssveit. ALMENNUR bændafundur var haldinn á Hótel Húsavík 22. okt- óber síðastliðinn til að kynna bændum hvernig Framleiðnisjóð- ur ætlar að veija hátt á þriðja hundrað milljónum til að leggja niður hefðbundinn búskap á bú- jörðum og draga úr búvörufram- leiðslu. Fundarboðendur voru Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins, frummælandi Egili Bjarna- son ráðunautur; landbúnaðar- ráðuneytið, frummælandi Guðmundur Sigþórsson; fjár- málaráðuneytið, frummælandi Sigurður Þórðarson; Stéttarsam- band bænda, frummælandi Þórarinn Þorvaldsson. Frummælendur lýstu vandamál- um landbúnaðarins og útmáluðu þann mikla birgðavanda sem bænd- ur ættu við að stríða ef ekki yrði þegar ráðist í stórfelldan niður- skurð. Margir fundarmenn, bændur úr báðum sýslum tóku til máls, og kom fram hjá þeim öllum hörð gagniýni. Bentu ýmsir á að betur mætti vinna að markaðsmálum, ekki síst erlendis. Formaður sauð- fjárbændafélagsins hér, Eysteinn Sigurðsson á Amarvatni, las til dæmis umsögn Úlfs Sigmundssonar markaðsfulltrúa Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins um horfur á sölu dilkakjöts í Ameríku, eins og gerð var tilraun með á vegum Landssam- taka sauðfjárbænda í fyrra. Taldi hann alla möguleika á að slfk sala mætti takast ef vel væri að staðið og nokkru til kostað. Eins rakti Eysteinn hvemig ráðamenn land- búnaðarmála og kjötsölu hefðu sýnt tregðu í því máli, enda væri þessi sölutilraun ekki farin að skila þeim árangri sem vonir stóðu til. Fundarreglur Framleiðnisjóðs á þessum fundi voru þannig að álykt- anir frá fundarmönnum voru ekki teknar á dagskrá. Engu að síður kom fram fundarályktun og var hún borin fram. af átta bændum. Fund- arstjóri, Helgi Jónasson á Græna- vatni, lýsti því yfír að hann myndi halda fimdinum áfram þegar frum- mælendur hefðu lokið sínu erindi og taka þá til afgreiðslu áðumefnda ályktun. Þetta var gert og ályktun- in rædd og síðan samþykkt án mótatkvæða. Ályktunin er svohljóðandi: „Al- mennur fundur bænda um land- búnaðarmál, haldinn á Húsavík 22. október 1986, ályktar að svo mikið sé óunnið í markaðsleit og markaðs- uppbyggingu fyrir búvömr hinna hefðbundnu búgreina, ekki síst sauðfjárasfurða, að ekki sé forsvar- anlegt að stofna til margháttaðra ráðstafana til að draga verulega úr framleiðslunni, áður en átak verði gert í markaðsmálum innan- lands og utan. Slíkt kostar bæði fé og fyrirhöfn. Fyrir því ályktar fund- urinn að verulegum hluta, jafnvel allt að helmingi þess fjár, sem Framleiðnisjóður hyggst veija til samdráttar í búvöruframleiðslu, meðal annars með því að kaupa upp framleiðslurétt bænda, sé varið til markaðsleitar og markaðsuppbygg- ingar inanlands og ekki síður erlendis, ekki síst hvað varðar sauð- fjárafurðir. Fé þessu skal varið undir stjóm samtaka bænda og skal þá ekki gengið fram hjá hinum ungu samtökum sauðflár- og kúa- bænda." Kristján. Vígsla Hallgrímskirkju DÓMKIRKJAN: Laugardag 25. okt.: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Messa kl. 11.00 fellur niður vegna vígslu Hallgríms- kirkju. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 14. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardaginn 25. okt. kl. 11 árdegis. Sunnudag: Barna- samkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 14. Organleikari Smári Ólason. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antons- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson, Akureyri prédikar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Æskulýösfélags- fundur þriðjudagskvöld. Félags- starf aldraðra miövikudagseftir- miðdag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Messa fellur niður. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laug- ardag: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta — Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organleik- ari Guðný Margrét Magnúsdótt- ir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudag 27. okt. kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa og altarisganga kl. 14.00. Fermdur verður Kristinn Hilmars- son, Silungakvísl 21, Reykjavík. Fríkirkjukórinn syngur. Söng- stjóri og organleikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Fimmtud. 30. október kl. 20.30. Almenn samkoma á veg- um UFMH. Lofgjörð og fyrirbæn- ir. Kaffisopi á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Vígslu- hátíö Hallgrímskirkju. Messa kl. 10.30. Biskup (slands, hr. Pétur Sigurgeirsson, vígir kirkjuna og prédikar. Altarisþjónustu annast vígslubiskup, sr. Ólafur Skúla- son, og sóknarprestar Hallgríms- kirkju. Lesarar: Hermann Þorsteinsson, Lydia Pálmars- dóttir, dr. Jakob Jónsson og dr. Sigurbjörn Einarsson. Ávörp flytja forseti (slands, Vigdís Finn- bogadóttir, og Jón Helgason kirkjumálaráðherra. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt hljóðfæraleikurum úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Organisti Hörður Áskelsson. Hátíðarsam- koma og setning prestastefnu kl. 16.00. Mótettukór Hallgríms- kirkju flytur kantötuna „Lofa þú Drottin sála m(n“ eftir J.S. Bach. Guðspjall dagsins: Matt. 18: Hve oft á að fyrirgef a. Einsöngvarar Margrét Bóasdótt- ir, Elísabet Waage, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sig- mundsson. Biskup íslands flytui setningaræöu prestastefnunnar. Allir velkomnir. Mánudag 27. okt.: 312. ártíð sr. Hallgríms Pét- urssonar. Hátíðarmessa kl. 20.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son prédikar. Sr. Karl Sigur- björnsson þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur. Einsöngvari Margrét Bóas- dóttir. Organleikari Hörður Actplccnn HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Hannes Blandon á Lauga- landi prédikar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11.00. Söngur, sögur, leikir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Pjetur Maack. Organleikari Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 25. okt. Guðsþjónusta í Hátúni 10B. 9.h. kl. 11.00. Fræðslufundur um sálgæslu í Safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 14.15—17.00. Tveir norskir sérfræðingar leiðbeina. Öllum heimil þátttaka. Þátttökugjald kr. 300.00. Almenn samkoma kl. 20.30. Per Arne Dahl talar o.fl. Mikill söngur. Sunnudag: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Altarisganga. Mánu- dag 27. okt. Æskulýðsstarf kl. 18. Þriðjudag 28. okt.: Bæna- guðsþjónusta kl. 18. Miðvikudag 29. okt.: Síðdegiskaffi kl. 14.30 í nýja salnum. Félagar úr æsku- lýðsfélaginu koma með efni. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15—17. Guðrún Þórðardóttir o.fl. sjá um efni í tónum, tali og dansi. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14. Fermd verða Lúðvík Hafsteinn Geirsson, Ás- búð 36, Garðabæ. Ragnar Ingi- bergsson, Sörlaskjóli 7, Stefán Guðjónsson, Lerkihlíð 4 og Þórð- ur Guöjón Þorgeirsson, Grana- skjóli 26. Prestarnir. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 20 í umsjá Aðalsteins Thorarensen. Þriðju- dag og fimmtudag. Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðviku- dag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudag: Biblíulestur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Eirný Ásgeirsdóttir spilar á gítar og talar við börnin. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Opið hús fyrir ungl- ingana á mánudagskvöldi kl. 20.30. Verum með. Sóknarprest- ur. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn Íjuðsþjónusta kl. 20. Vestur- slendingurinn Ólafur Ólafsson talar. Kór kirkjunnar syngur. Söngstjóri Árni Árinbjarnarson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. í októbermánuði er lesin Rósakransbæn eftir lág- messuna kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Messa í Laugarneskirkju kl. 14. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. Um kvöldið verður sam- koma á Amtmannsstíg kl. 20.30. Yfirskrift dagsins: Eg er vínviður- inn. Jóh. 15, 1. Nokkurorð, Vera Guðmundsdóttir. Ræðumaður Torsten Josephson. Söngur And- ers Josephson. Bænastund kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20.30. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í Kirkjulundi kl. 11. Stjórnandi Halldóra Ásgeirsdóttir. Biblíu- lestur í dag, laugardag, kl. 12.30. Leiðbeinandi dr. Björn Bjöms- son. Sóknarprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Kirkju- dagur með helgisamkomu kl. 14. Dr. Hjalti Hugason flytur ræöu. Álftaneskórinn syngur undir stjórn John Speight. Organisti Þorv. Björnsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Helgi- stund kl. 14 í upphafi landsmóts St. Georgs-skáta í Hafnarfirði. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jóaefssyatra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Almenn guös- þjónusta kl. 14. Sr. Siguröur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guös- þjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Láru Guömundsdóttur. Sóknarprest- ur. YTRI-NJ ARÐVÍKU RKIRKJ A: Barnastarf í safnaðarsal kirkj- unnar í umsjá Sigfríðar Sigur- geirsdóttur. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefsspítala Hafn.: Hámessa kl. 10. Rúm- helga daga hámessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8.00. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur og Ragnars Karls- sonar. Barnakór syngur undir stjórn Siguróla Geirssonar. Mun- ið skólabílinn. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Birnu Bjarnadóttur og Svanhvítar Hallgrímsdóttur. Prestur fjarver- andi vegna vígslu Hallgrímskirkju og prestastefnu. Þriðjudags- kvöld nk. kl. 20. Biblíulestur og bænastund. Kaffiveitingar og umræður og er fólk beðið að taka mér sér Biblíuna. Sr. Örn Bárður Jónsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjustund fyrir litlu börnin í safnaðarheimil- inu Vinaminni í dag, laugardag, kl. 13.30. Barnasamkoma á sunnudag kl. 10.30. Guðsþjón- usta fellur niður. Sr. Björn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.