Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
Kraftbensínið
lækkar hjá Olís
OLÍUVERSLUN íslands hf.
(Olís) lækkaði verð á kraft-
bensíni á bensínstöðvum
sínum á laugardag, eins og
hin olíufélögin. Kostar kraft-
bensínið því 27,50 kr. lítrinn
á bensínstöðvum Olís í stað
28,50 kr.
Frjáls verðlagning er á kraft-
bensíni. Shell og Esso standa saman
að innkaupunum og lækkuðu félög-
in verðið hjá sér á laugardagsmorg-
un vegna hagstæðra innkaupa. Olís
lækkaði þá einnig verðið hjá sér.
Verð á bensíni er ákveðið af verð-
lagsyfirvöldum. Það breyttist ekki
að þessu sinni, kostar áfram 25
krónur lítrinn.
Þórður Ásgeirsson forstjóri OLÍS
sagði fyrirtækið nýbúið að fá til
landsins farm af kraftbensíni, sem
ekki væri að fullu kominn inn í
bensísöluna enn. Hann kvað menn
mættu búast við enn frekari lækk-
unum á verði kraftbensíns, þegar
sá farmur kæmi til sölu hjá félag-
inu.
Hópurinn, sem vann að gerð skólaorðabókarinnar, frá vinstri: Ingrid Markan, Dóra Hafsteinsdóttir,
Þórunn Hafstein, Helga Þórarinsdóttir, Jón Skaptason og Sigríður Harðardóttir.
Þriðju háskóla-
tónleikarnir
Um skólaorðabók
og útg'áfustarfseini
___Bækur
Siglaugur Brynleifsson
ÞRIÐJU Háskólatónleikarnir á
haustmisseri verða haldnir í
Norræna húsinu miðvikudaginn
5. nóvember. Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari og Catherine
Williams píanóleikasri leika þar
þrjú verk.
Verkin eru Sonata Op. 1 nr. 12
eftir Hándel, Five madrigal stanzas
eftir Martinúu og tilbrigði um stef
eftir Corelli, eftir Fritz Kreisler.
Tónleikarnir heflast klukkan 12.30
og standa í um það bil hálfa klukku-
stund.
ENSK-íslensk skólaorðabók. Höf-
undar: Jón Skaptason ritstjóri,
Dóra Hafsteinsdóttir, Ingrid
Markan, Haukur Böðvarsson,
Sigríður Harðardóttir, Helga
Þórarinsdóttir, Þórunn Hafstein.
Orn og Orlygur — Orðabókadeild
- 1986.
Utgáfa Amar og Örlygs á
Ensk-íslensku orðabókinni 1984 var
merkisviðburður í íslenskri útgáfu-
starfsemi og þar með var brotið blað
í starfsháttum íslenskra forlaga
varðandi orðabókagerð. Utgefand-
inn, Örlygur Hálfdánarson, réðst í
þetta fyrirtæki upp á eigin spýtur,
án fjárstuðnings opinberra aðila.
Fjöldi manna vann að þefrri bók
undir leiðsögn Jóhanns Hannesson-
ar, sem mótaði verkið og þá starfs-
tækni, sem þarf til þess að setja
saman vandaða og ítarlega orðabók.
Þessi orðabók er stórvirki í íslenskri
orðabókagerð og það sem meira er,
hún verður til viðmiðunar um frek-
ari orðabókagerð hér á landi og
tryggir þær kröfur sem gerðar verða
til orðabóka.
í formála skólaorðabókarinnar
segir: „Að mati útgefanda hefði það
verið ábyrgðarhlutur að tvístra svo
sérhæfðri sveit sem orðabókadeild
Amar og Örlygs var orðin, án þess
að nýta þekkingu hennar og starfs-
reynslu til að semja aðra ensk-
íslenska orðabók. Einsýnt þótti að
þörf væri fyrir sérstaka skólaorða-
bók, sem væri viðráðanleg skólafólki
að því er snerti stærð og verð.“
Þetta eru orð að sönnu og það
sem mest er um vert er að þessi bók
hentar mjög vel sem skólaorðabók
og einnig sem handhæg orðabók
fyrir alla almenna notkun. Þýðingar
og útlistanir aðlagaðar þörf nem-
enda í ensku á hinum ýmsu skóla-
stigum og auk þess er sýnd
orðanotkun í „erlendu samhengi og
dæmin síðan þýdd á íslensku ...“
Með þessu er hamlað gegn því að
erlend setningaskipun nái að spilla
málinu. Þetta atriði er einmitt ein
af þeim ástæðum sem dr. Johnson
orðabókahöfundur taldi hættuleg-
astar til spillingar enskrar tungu á
sinni tíð. Hann segir í hinum fræga
formála að hinni víðfrægu ensku
orðabók sinni sem kom út í frum-
gerð 1755: „Single words may enter
by thousands and the fabric of the
tongue continue the same, but new
phraseology changes much at once:
it alters not the single stones of the
building but the order of the col-
urnns."
Þessi staðhæfing doktorsins
stóðst þá og er enn í fullu gildi. Og
þetta á einkum við hér og nú, þegar
lélegar þýðingar skemmtanaiðnað-
arins ríða á þjóðinni um loft, lög og
láð og þýðingar á erlendum textum
á móðurmálið eru bannfærðar af
þeim einstaklingum sem nú móta
íslenska fræðslustefnu.
Auk þessa sem að framan er talið
er hér að finna upplýsingar um beyg-
ingar, framburð, fleirtölumyndir og
mismunandi merkingu orða. Fylgt
er breskum stafsetningarvenjum,
amerísk afbrigði einnig gefín og
framburðarkerfíð er miðað við
breska ensku. Að þessu leyti er
skólaorðabókin frábrugðin hinni
stóni ensk-íslensku orðabók Arnar
og Örlygs að í þeirri bók er „gengið
út frá bandarískri ensku“. Bókin er
XXII — 759 blaðsíður, uppflettiorðin
eru um 36.000 og um 50.000 orða-
skýringar. Letrið er skýrt og við
hæfí. I bókarlok eru töflur um mál
og vog, breskt mál og fleiri upplýs-
ingar til þæginda, saumur og band
vel unnið.
Með þessari útgáfu hefur orða-
bókadeild Amar og Örlygs eins og
áður segir mótað stefnuna í gerð
vandaðra orðabóka, ekki ósvipað
Duden-orðabókunum, sem gefnar
eru út af Bibliographisches Institut
í Mannheim, Littré og Larousse í
París og Cassell, Longmans og Ox-
ford á enska málsvæðinu.
„Móðurmálið er móðir en ekki
þema hugsunarinnar" (Karl Kraus).
Þess vegna em vandaðar orðabækur
þær súlur, sem stuðla að ómenguðu
málfari, einbeitni, skilningi og ná-
kvæmni í meðferð orða og til þess
að orðabók geti gegnt hlutverki sínu,
verða þessi framantöldu einkenni að
koma til og svo er með þessa bók.
Bókin er tileinkuð Jóhanni Hann-
essyni.
í ár eru það fjórir flensustofnar sem bólusett er gegn
BÓLUSETT GEGN FLENSU
GOMLU fólki og fólki með langvinna sjúkdóma er ráðlagt að láta
bólusetja sig gegn flensu í samráði við heimilislækna að sögn Skúla
Johnsen borgarlæknis. Bólusetningar fara nú fram um land allt.
Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er fólki ráðlagt að láta
bólusetja sig gegn fjórum flensustofnum í ár, þó enn hafí ekki orðið vart
við alvarlegan faraldur af þeirra völdum á Vestur Iöndum.
Að sögn borgarlæknis hafa sum fyrirtæki og stofnanir notfært sér
þessa þjónustu og boðist til að láta bólusetja starfsfólk gegn flensu til
að koma í veg fyrir þann skaða sem veikindi geta valdið.
List og fagurfræði
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Einn af róttækustu talsmönn-
um hugmyndafræðilegu listarinn-
ar er hér blómstaði meðal ungs
nýlistafólks á sl. áratug var án
vafa Níels Hafstein.
Er sú stefna fór skyndilega
halloka fyrir málverkinu og ungt
fólk um alla Evrópu hóf aftur að
munda pensilinn, eftir að hann
hafði verið útskúfaður í áratug,
lentu sumir áköfustu fylgismenn
hugmyndafræðilegu listarinnar í
úlfakreppu.
Þeir voru ekki reiðubúnir til að
kasta trúnni, svo sem obbinn af
félögum þeirra, en drógu sig held-
ur í hlé og flýttu sér hægt næstu
árin.
Einn þeirra var Níels Hafstein,
sem loks kveður sér hljóðs á sýn-
ingarvettvangi eftir sjö ára hlé
og lagt hefur undir sig allt hús-
næði Nýlistasafnsins fyrir af-
rakstur þessara ára.
Það- er til umhugsunar og
naumast sjálfu sér samkvæmt, er
þessum mönnum, sem í áratug
litu niður á alla og vorkenndu
þeim er ekki fylgdu nýjustu hrær-
ingum að utan, liggur skyndilega
ekkert á og eru nú ekki hræddir
við að missa af lestinni, dragnast
aftur úr samtímanum.
En það voru nú allir aðrir en
þeir að gera, þá er hugmynda-
fræðilega listin stóð sem hæst!
Satt að segja þá virkar öll list,
sem innbyrt er eftir einhverjum
alþjóðlegum lyfseðli, óttalega lúin
og fomeskjuleg um leð og nýtt
undralyf og kínalífselexír er kom-
inn á markaðinn.
Maður hélt nú einmitt að popp-
ið hefði svo rækilega gengið af
einstefnum dauðum, að þær ættu
sér ekki viðreisnar von og að í
ókominni framtíð myndu menn
vinna í myndlistinni eftir forskrift
skynrænna áhrifa frá næsta um-
hverfi og virða ólík stílbrigði.
En hér skjátlaðist manni hra-
pallega, svo sem hugmyndafræði-
lega listin og nýbylgjumálverkið
eru til vitnis um. Svo algjörlega
gekk hugmyndafræðilega listin
sér til húðar, sem nýlist í byrjun
áratugarins, að það var líkast
sprengingu. Verra er, að um allan
heim — í nær hverju krumma-
skuði listarinnar — eru menn að
hamast við að mála sömu mál-
verkin undir nafni goðafræði og
nýlistar.
Enginn telst maður með mönn-
um á alþjóðlegum listamarkaði
nema að hann sé með í leiknum
enda er þetta verzlunarvara dags-
ins með listsagnfræðingana
innanbúðar.
En þá eru menn eins og Níels
Hafstein, sem skyndilega liggur
ekkert á, en rækta sinn garð eins
og ekkert hafi í skorist, einmitt
þeir sem einhvers má vænta af
um varanlega listsköpun, svo
fremi sem afstaða þeirra sé ekki
einungis sprottin af meðfæddri
þtjósku. Það getur á stundum
verið rétt að efast, því að fullviss-
an er ávallt fallvölt.
En dregið saman í hnotskum á
öll sannfærandi listviðleitni rétt á
sér hveiju nafni sem hún nefnist
og felur í sér grómögn endumýj-
unar. Hins vegar gerist það
einungis í leikhúsi fáránleikans,
að stöðluð einhæfni sé sett undir
merki landamæralausrar listar.
Þessi sama aðferð hefur einmitt
verið notuð um. allar loftbólur á
vettvangi myndlistar frá stríðslok-
um.
Sýning Níelsar Hafstein er með
sterkari framlögum til hugmynda-
fræðilegrar listar, sem inn f
húsakynni Nýlistasafnsins hafa
ratað, og þótt hún virki dálftið
gamaldags í dag, jafnvel á mig,
þá á hún fyllsta rétt á sér og að
henni sé gaumur gefínn.
Allri staðfestu og sannri list-
tjáningu ber að fagna.
Sýning Níelsar Hafstein fellur
mjög vel að húsakynnum safnsins
og er vel fyrir komið þannig að
segja má að allt húsið sé þátttak-
andi þeirrar efnislegu útfærslu á
óhlutlægum hugmyndum, sem
listamaðurinn er talsmaður fyrir.