Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
Tek ekki sæti
á þessum lista
- segir Páll Dagbjartsson
„ÉG er auðvitað svekktur með þessa niðurstöðu og tek ekki sæti á
þessum lista. Ég ætla mér þó ekki í sérframboð, þar sem ég tel að
Sjálfstæðisflokkurinn hér, eins og í öðrum kjördæmum, þurfi heldur
á einingu en ósætti að halda. Ég hef orðið var talsverðrar óánægju
með meðferðina á mér og ótrúlega margir, sem ég hafði samband
við fyrr í haust, töldu það aðeins formsatriði að ég færðist upp.
Ég taldi svo hins vegar ekki, en margir af stuðningsmönnum mínum
hafa greinilega sofið á verðinum,“ sagði Páll Dagbjartsson í sam-
tali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson.
Eyjólfur Konráð Jónsson meðal annarra fundarmanna á aðalfundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
í Norðurlandskjördæmi vestra.
Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurlandskjördæmi vestra:
Pálmi í fyrsta sæti,
Vilhjálmur í annað
Páll skipaði þriðja sæti lista Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi vestra við síðustu alþingis-
kosningar og á kjördæmisþingi
flokksins um helgina kom til um-
ræðu að hann tæki sama sæti.
Páll sagðist hafa látið það berast
meðal sjálfstæðismanna, þegar ljóst
var að Eyjólfur Konráð Jónsson,
sem áður skipaði annað sæti list-
ans, hefði ákveðið að bjóða sig fram
í Reykjavík, að hann gæfi kost á
sér í annað sætið. „Miðað við undir-
tektir bjóst ég við því að ég næði
því sæti; allavega varð ég ekki var
neinnar andstöðu við mig,“ sagði
Páll.
„Þegar ljóst var að leitað hafði
verið til Vilhjálms Egilssonar um
að hann gæfí kost á sér í annað
sæti, gerði ég mér grein fyrir nok-
kurri undiröldu gegn mér og
ósamstöðu innan flokksins. Það
kom líka í ljós á kjördæmisþinginu
að menn voru ekki á einu máli um
skipan listans. Hins vegar tók ég
þá stefnu að verða ekki valdur að
missætti og tel ekki spennandi hlut-
skipti að knýja fram framboð með
látum og fá svo kannski slæma
útreið að vori. Nýjar reglur um
skiptingu þingsæta milli kjördæma
veikja kannski möguleika Sjálf-
stæðisflokksins hér í kjördæminu á
því að halda öðru sætinu. Ég get
ekki neitað því, þegar upp kemur
staða, þar sem margir sækjast eftir
sama sætinu, að það væri lýðræðis-
legra að viðhafa prófkjör eða
skoðanakönnun meðal hins al-
menna flokksmanns um val á milli
manna, en tillaga þess efnis var
felld á fundinum," sagði Páll Dag-
bjartsson.
Blönduósi
AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra var haldinn á Húnavöllum um helgina. Meginmál
fundarins var skipan manna á framboðslista Sjálfstæðisflokksins i
komandi kosningum. Kjörnefnd gerði tillögu um skipan þriggja efstu
manna á listans, en það er að Pálmi Jónsson, alþingismaður, skipi
fyrsta sætið, Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ, verði í öðru
sæti og Karl Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri á Hvammstanga, í
þvi þríðja.
Aðalfundurinn hafnaði tillögu um
að efnt yrði til prófkjörs, en Páll
Dagbjartsson, skólastjóri í Varma-
hlíð og Jón ísberg sýslumaður á
Blönduósi, gáfu kost á sér í annað
sæti listans. Um endanlegan frá-
gang á listanum og skipan í sæti
verður tekin ákvörðun síðar í mán-
uðinum.
Eyjólfí Konráð Jónssyni, sem
skipaði annað sæti lista Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu í síðustu
kosningum, voru færðar gjafír og
þakkir fyrir vel unnin störf í þágu
kjördæmisins, en hann er nú á för-
um í annað kjördæmi, sem alþjóð
veit. Eiginkonu Eyjólfs, Guðbjörgu
Benediktsdóttur, voru færð blóm
sem þakklætisvottur frá sjálfstæð-
isfólki á Norðurlandi vestra.
Jón Sig.
Er þakklátur
fyrir traustið
- segir Vilhjálmur Egilsson
„ÉG ER kjörnefnd þakklát-
ur fyrir það traust og þann
hlýhug, sem mér er sýndur
Kjaramálaályktun Dagsbrúnar:
Samningar um hækkun lægstu
launa verði í höndum félaganna
ASÍ semji um heildarkaupmáttarþróun
VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dags-
brún mun í komandi kjarasamn-
ingum leggja áherslu á að gerðir
verði bráðabirgðasamningar til
1. maí á næsta ári og heildar-
samningar verði ekki gerðir fyrr
en ný ríkisstjórn hefur tekið til
starfa að afloknum kosningum
og efnahags- og kjarastefna
þeirrar stjórnar liggi fyrir.
Ályktun þessa efnis var sam-
þykkt á almennum félagsfundi í
Iðnó á sunnudag. Þar er einnig lögð
áhersla á að samningsrétturinn
verði í höndum einstakra félaga og
þau noti tímann fram til 1. maí til
þess að fínna leiðir til þess að draga
úr innbyrðis launamisrétti og leggja
drög að nýju launakerfí. Lögð er
áhersla á að heildarkaupmáttur
aukist og umfram allt að hann verði
jafnaður á milli starfsstétta og að
kaupaukar verði færðir sem mest
inn í tímakaup. Áfram verði unnið
að lækkun verðbólgu og stöðugleika
í efnahags- og atvinnuþróun. Þá
er lagt til að nýtt skattakerfi verði
tekið upp, þar sem frádráttarliðum
og skattþrepum verði fækkað og
komið í veg fyrir skattsvik eins og
kostur er með markvissum aðgerð-
um. Þá verði um leið tekið upp
staðgreiðslukerfi skatta.
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Dagbrúnar, mælti fyrir
kjaraályktuninni. Sagði hann að
heildamiðurstaða síðustu samninga
væri góð, þó gallalaus væri hún
ekki. Án samninganna í febrúar
værum við ennþá að berjast við
óðaverðbólgu og lækkandi kaup-
mátt þrátt fyrir miklar kauphækk-
anir. „Markleysi gömlu aðferðar-
innar var flestum orðið ljóst. Við
sömdum ekki lengur um kjarabætur
heldur verðbólgustig. Við vildum
fremur semja um kjarabætur þótt
hægt færi en háar kauphækkanir
sem hyrfu. En til þess að svo gæti
orðið þurfti að binda ránsklær ríkis-
valdsins," sagði Þröstur.
Þröstur sagði það staðreynd, að
þrátt fyrir góðærið, hefði kaup-
máttur lægstu tekna ekki batnað,
enda væri almenn kaupmáttaraukn-
ing samkvæmt vísitölu lélegur
mælikvarði fyrir tekjulágt fólk, sem
eyddi miklum meirihluta tekna
sinna í nauðþurftir. Sagði hann það
tillögu Dagsbrúnar að jöfnun iauna-
mismunar og hækkun lægstu launa
sé framkvæmd af einstökum félög-
um, enda vissu þau best hvar
skórinn kreppti. Hins vegar ætti
ASÍ að semja um heildarkaup-
máttarþróun.
með því að bjóða mér annað
sætið á lista flokksins. Ég
vil ennfremur þakka öðrum
þeim, sem að þessu hafa
unnið fyrir norðan,“ sagði
Vilhjálmur Egilsson í sam-
tali við Morgunblaðið.
Á fundi kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra um
helgina lagði kjörnefnd til að
Vilhjálmur yrði í öðru sæti list-
ans við komandi alþingiskosn-
ingar. Það sæti skipaði áður
Eyjólfur Konráð Jónsson, en
hann er nú á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Vilhjálmur sagði ennfremur,
að ekki væri endanlega búið
að ganga frá listanum, en að
því loknu hæfist slagurinn.
Hann væri í báráttusæti og
það þyrfti að vinna mikið og
hart til að ná kjöri og að því
stefndi hann.
ÁTVR hættír sölu 33 tegunda
- ef tillögnr forráðamanna ÁTVR ná fram að ganga
TEGUNDUM þeim, sem boðið
er upp á í Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins, verður að
öllum líkindum fækkað um 33
talsins ef tillögur þær er forr-
áðamenn ÁTVR hafa lagt til,
ná fram að ganga. Breyting-
arnar munu þá taka gildi frá
og með 1. febrúar nk.
Eins og fram hefur komið í
fréttum, er rætt um að fækka
þeim tegundum er minnst seljast
til þess að koma á sem mestri
hagræðingu á birgðir verslunar-
innar, að sögn Þórs Oddgeirsson-
ar, framleiðslu- og sölustjóra
ÁTVR. „Það er mjög slæmt að
liggja með birgðir til lengdar sem
seljast lítið og eins eru sumar
þessarra tegunda svo keimlíkar
að full ástæða þykir að fækka
tegundum þess vegna. Þó verður
gætt ýmissa sérkenna," sagði Þór.
Ekki hefur endanleg ákvörðun
verið tekin um hvaða tegundir
fara af skrá, nema þær sem selj-
ast minnst. Ákveðið hefur verið
að fækka rommi um eina tegund
af sex og samkvæmt skrá um
sölu ÁTVR á rommi fyrstu níu
mánuði ársins, er Negrita sölum-
innsta rommið, 519 lítrar. Sölu-
hæsta rommið er Bacardi, 33.219
lítrar.
Koníaki mun fækka um fjórar
tegundir af átta, sem nú eru seld-
ar. Söluhæsta koníakið fyrstu níu
mánuði ársins er Camus, 12.253
lítrar, en fjórar sölulægstu koní-
akstegundimar eru: Hine, Luze,
Bisquit og Martell.
Ballantine’s viskí virðist vin-
sælast skosku viskítegundanna
samkvæmt skrá ÁTVR. Alls seld-
ust 30.706 lítrar af því fyrstu níu
mánuði ársins og næst kemur
Johnnie Walker, 17.638 lítrar. í
ráði er að fækka skoskum viskí-
tegundum um 15 og munu níu
tegundir verða því eftir á mark-
aðnum. Þær sem eru sölulægstar
nú, eru: Hedges & Buttler, High-
land Queen, White Label,
Ambassador, Glaymore, Long
John, Old Smuggler, White Heat-
her, Cutty Sark, Mac Kinley’s,
Black & White, Argyll, Vat 69,
Famous Grouse og J. & B. Rare.
Áætlað er að hafa átta tegund-
ir af vodka á boðstólum í staðinn
fyrir 21 nú og mun því vodkateg-
undum fækka um alls 13. Þær
vodkategundir sem nú eru söiu-
lægstar eru: Cossack, Jelinek,
Kelevich, Glenmore, Vladivar Im-
perial, Zikova, Kasoff, Greenland
Sermeq, Baranof, Samovar, Roy-
al, Moskovskaya og Tovarisch.