Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHILDUR SIGBJÖRNSDÓTTIR,
Höfn f Hornafirði,
lóst 31. október.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 11.00.
Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta Elli- og hjúkrunar-
heimilið Skjólgarð njóta þess.
Birna Kjartansdóttir,
Árni Kjartansson,
Anna Kjartansdóttir,
Sigbjörn Kjartansson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Maðurinn minn,
ODDUR HELGI HELGASON,
forstjóri,
Sólvallagötu 68,
Reykjavfk,
andaðist í Landspítalanum að morgni 3. nóvember.
Friðbjörg Ingjaldsdóttir.
t
ÞRÁINN HARALDSSON
lóst á heimili sínu í Noregi 2. nóvember.
Guöný Guðjónsdóttir,
Vigdfs Hannesdóttir.
t
Eiginkona mfn, móðir, tengdamóðir og amma,
ÁSTRÍÐUR G. REYKDAL,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30.
Krlstján J. Reykdal,
Fanney Reykdal, Vigfús Magnússon,
Gylfi Reykdal,
Jón Reykdal, Jóhanna Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, afa og langafa,
GUÐLAUGS DAVÍÐSSONAR,
múrarameistara,
Grettisgötu 33b,
ferframfrá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 5. nóvemberkl. 15.00.
Ágústa Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn.
t
Sálumessa fyrir
dr. HINRIK H. FREHEN SMM,
blskup,
verður sungin í Dómkirkju Krists konungs Landakoti föstudaginn
7 þ.m. kl. 13.30. Jarðsett veröur í grafreit Kristskirkju.
Fyrir hönd prestanna,
sóra A. George SMM.
t
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
SIGURÐUR ÓMAR ÞORKELSSON,
radfóeftirlitsmaður,
Móaflöt 22, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. nóv. kl.
13.30. Jarösett verður í Görðum að lokinni baenagjörð i Garða-
kirkju.
Inga Eirfksdóttir,
Bertha Sigurðardóttir, Tryggvi Magnússon,
Margrét Þorkelsdóttir, Magnús Friðriksson
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auösýnda vináttu og samúð við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
PETRÍNU GUÐLAUGAR SÆMUNDSDÓTTUR,
Ásvallagötu 17, Reykjavfk.
Guðrún K. Guðmundsdóttir,
Kristfn Guðmundsdóttir,
Þorgerður Guðmundsdóttir, Hólmsteinn Hallgrímsson,
Sæmundur Guðmundsson, Eyrún Óskarsdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir, Júlíus Gestsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Kristján Sigurðs-
son — vélstjóri
Oft er lífið torráðin gáta og dauð-
inn gerir sjaldnast boð á undan
sér. Dauðsfall sem snertir okkur
djúpt hefur orðið í vinnuhópi okkar.
Hann sem okkur hafði fundist svo
fjarri dauðanum er skyndilega horf-
inn, það er erfítt að sætta sig við
slíkt en þannig er lífsins gangur.
Kristján Sigurðsson fæddist í
Hafnarfírði 16. júní 1927. Við eig-
um margar góðar minningar um
Kristján, því hann var sannur
drengur og vinur góður, það vitum
við sem höfum misst svo mikið við
fráfall hans, því Kristján gat auð-
veldlega sagt okkur skoðanir sínar
umbúðalaust án þess að það særði,
við vissum að hann virti skoðanir
okkar og hvatti okkur oft til dáða.
Kristján var hógvær maður í
framkomu allri, traustur vinur og
tryggur sinni fjölskyldu og sínu
starfi.
í dag grúfir sorg yfir fjölskyldu
hins látna, hún á minningar um
heilsteyptan og umhyggjusaman
eiginmann, föður og afa, minningar
sem nú eru sárar en munu í tímans
rás verða minningar sem oma,
minningar sem bæta og gefa von.
í dag kveðjum við Kristján hinstu
kveðju en minningin um góðan vin
mun ávallt lifa í hugum okkar og
sendum við eftirlifandi eiginkonu
hans, Kristínu Þórðardóttur, og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan guð að
gefa þeim styrk.
Jóhann Ólafur og synir.
Sú harmafregn barst mér þriðju-
daginn 28. október síðastliðinn, að
Kristján Sigurðsson, vélstjóri, Mið-
vangi 133, Hafnarfirði, hefði látist
af slysförum við vinnu sína þá um
morguninn. En þar hniginn fyrir
aldur fram góður drengur og kær
vinur okkar héma á Hjallaveginum,
og mun hans sárt saknað af mörg-
um.
Kristján fæddist hinn 16. júní
1927 í Hafnarfirði, sonur hjónanna
Valgerðar ívarsdóttur og Sigurðar
Kristjánssonar, er þar bjuggu. Þau
eignuðust mörg böm, sem öll eru
vel af Guði gerð. Ólst Kristján upp
í skjóli góðra foreldra og með stór-
um systkinahópi, uns hann var
orðinn fulltíða maður. Hann hóf
snemma að sækja sjóinn, en lagði
síðar stund á nám í vélvirkjun. Eft-
ir það var hann lengst af vélstjóri
á mótorbátnum Arsæli Sigurðssyni,
en fyrir 14 ámm kom hann í land
og réðst þá til Vélaverkstæðis Jó-
hanns Ólafs hf. Hann var alla tíð
vinsæll og vel látinn af vinum og
starfsfélögum, bæði skipsfélögum
sínum og eins í Vélsmiðjunni.
Kristján var ákaflega duglegur að
vinna og fylginn sér, enda vinnu-
dagurinn oft langur.
Hinn 27. maí 1950 gekk Kristján
að eiga Kristínu Þórðardóttur frá
Brúsastöðum við Hafnarfjörð, dótt-
ur hjónanna Þórðar á Brúsastöðum
og Salóme konu hans. Hjónaband
þeirra var einkar farsælt, enda
hjónin samhent og samtaka í öllum
hlutum.
Þeim varð fimm barna auðið, og
em bömin í aldursröð þessi: Ing-
veidur Salóme, Þórður; Sigurður,
Valgerður og Kristín. 011 em þau
efnisfólk.
í fyrstu settu þau heimili sitt við
Sunnuveginn í Hafnarfirði, uns þau
keyptu sér íbúð við Hólabraut. En
þegar fjölskyldan stækkaði og
bamabömin sáu dagsins ljós, hófu
þau að reisa sér húsið nr. 133 við
Miðvang. Því var fulllokið fyrir
nokkmm ámm og höfðu þau útbúið
einkar fallegan og vel hirtan garð
umhverfís heimili sitt. Störfuðu þau
saman í garðinum og höfðu yndi
og ánægju af.
Sjálf kynntist ég Kristjáni og
Kristínu árið 1950, þegar ég giftist
til Hafnarfjarðar. Er ekki að orð-
lengja það, að heimili þeirra var sem
annað heimili mitt og bama minna,
hvenær sem á þurfti að halda.
Kristján og Gunnar, eiginmaður
minn, vom vélstjórar hvor á sínum
bát, sem oftast komu samtímis að
t
Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur sam-
úð og hlýhug við andlát og útför
INGU RÚNU WARRICK.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar 32 A
Landspítalanum.
Michael Ingólfur Warrick
og systkini hinnar látnu.
t
Hjartans þakklæti til allra sem auðsýndu samúö og vinarhug við
andlát og jarðarför
BIRGIS HALLDÓRSSONAR.
Guðbjörg Guðmannsdóttir,
börn, fósturbörn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim sem veittu mér ómetanlega
aðstoð, samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
GEORGS SHEPPARDS GEORGSSONAR.
Björg Sveinsdóttir.
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
bryggju. Guðrún Bára, dóttir mín,
hefur mikið sótt til Kristínar á
umliðnum árum og fyrir allt hið
góða atlæti í hennar garð, vil ég
þakka innilega nú.
Kristján var hæglætismaður
hversdagslega, en fjarska skemmti-
legur í mannfagnaði. Hann var
einstaklega góður fjölskyldufaðir
og natinn við böm sín. Hann tók
þau með sér í gönguferðir um bæ-
inn, í heimsóknir vestur að Brúsa-
stöðum til afa og ömmu, svo og til
aldraðrar móður sinnar, sem býr
nú í skjóli dóttur sinnar. Leið varla
sá sunnudagur, að hún fengi ekki
heimsókn af þeirra hendi.
I Heilagri ritningu er hvatt til
gestrisni og gjafmildi. Varla þurftu
þau hjónin, Kristján og Kristín, á
þeirri áminningu að halda. Þau voru
ávallt veitandi í samskiptum sínum
við aðra. Þegar ég missti Gunnar,
bónda minn, fyrir flórum árum,
buðu þau mér að halda erfisdrykkju
á heimili þeirra.
Ég og fjölskylda mín sendum
Kristínu, vinkonu minni, bömunum
öllum og Valgefði, móður Kristjáns,
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og þökkum hlýja vináttu og góða
samfylgd. Guð blessi minningu
Kristjáns Sigurðssonar.
Lilja Bjarnadóttir
Kveðja frá starfsfélögum
í dag verður til moldar borinn
Kristján Sigurðsson, vélstjóri, Mið-
vangi 133, Hafnarfirði, starfsfélagi
okkar er varð fyrir slysi við vinnu
sína, sem dró hann til dauða að-
faranótt 28. október sl.
Kristján var duglegur og ósér-
hlífínn starfsfélagi, sem gott var
að starfa með. Stórt skarð hefur
nú verið höggvið í okkar vinnuhóp
því ávallt var hægt að reiða sig á
hann og treysta honum í hvívetna.
Við viljum senda eiginkonu hans
og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Starfsfélagar á Vélaverk-
stæði Jóhanns Ólafs hf.
Blómostofa
fnöjinm
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- éinnig um helgar.
Skreytingar við öli tilefni.
Gjafavörur.
ftenfi^ninrnije fnurnójjE i mu