Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 Hið stóra hjarta hvalanna eftirRósuB. Blöndals Þessi fyrirsögn var yfir langri grein, sem Jóhannes S. Kjarval sendi þjóð sinni í Morgunblaðinu sem boðskap listamannins. Hann bað þjóð sína að friða hvalina, þessi góðu, gáfuðu, stóru, einkennilegu friðardýr. Það munu vera annaðhvort tutt- ugu og átta eða þijátíu ár síðan grein þessi birtist. Ef til vill eru einhveijir menn í Sjálfstæðisflokknum, sem vildu sjá það með eigin augum hvað listmál- arinn J.S. Kjarval hafði að segja um_ hið stóra hjarta hvalanna. Ég man að ég las greinina fyrir mín bamaskólabörn á Laugarvatni. Rök Kjarvals fyrir því að friða hval- ina voru þau að þessir hafsins stærstu núlifandi dýr jarðarinnar granda aldrei litlum báti, en hafa oft varðveitt lítinn bát ef hætta steðjar að, þannig birtist mönnum hið stóra hjarta hvalanna. Jóhannes S. Kjarval benti rétti- lega á það að ófært væri smábátum og allar ferðir bannaðar fjarða á milli, einnig útræði óhugsandi til fiskjar, ef þessi risavaxni sæfari væri grimmur, eins og mennimir eru við hann. Listamaðurinn vildi að mannlegt hjarta og mannleg skynsemi sæi og fyndi að friður yfir líf þessara stóru lagardýra væri hið eina svar samboðið mönnunum. , Ég var mjög hrifin af greininni, en ég man ekki með vissu hvort málarinn óttaðist útrýmingarhættu. — Hann setti fyrst og fremst á oddinn mannlega reisn og rétt laun í viðskiptum við hinn göfuga sæ- fara. Þó mun á þeim tíma hafa verið meiri efnaleg nauðsyn hér á landi að stunda hvalveiðar. Nú er það engin nauðsyn, nema síður sé. Vissulega hefur listamaðurinn einnig haft í huga varðveizlu lífskeðjunnar, en fyrst og fremst mannleg viðskipti við hið stóra hjarta hvalanna. Selir og hvalir eru undraverð sameiningardýr láðs og lagar. Hvalimir minna á vissan hátt á fíla, svo að segja hárlausir og ekki beint fríðir. En selirnir eru fagur- eygð, fagurhærð og falleg dýr. Það hefur verið mjög haft á orði að það væri listafólk í Ameríku, sem ekkert vissi um hvali og hvalaveið- ar, sem væri að stássa sig á þessum hvalmálum. Nóg hafði Jóhannes S. Kjarval séð af veiðum. Önnur stærsta hval- stöðin var í Mjóafirði, þar sem þúsundir hvala voru drepnar. Nú ber sá staður ár hvert eyddum veiðilöndum vitni. Því var ég hrifin af grein Jóh. S. Kjarvals að mig langaði til þess tíu árum áður að skrifa um það að friða skyldi hvali og seli. Það var vegna þess að ég sá hvaldrápin á Vestfjörðum eða vissi af þeim. Ég óttaðist fyrst og fremst að hvölum og selum yrði útrýmt eins og geirfuglinum. Enginn maður gat séð né sér í hafínu hvað stofnum hvalanna líður. Þijár fuglategundir hafa verið friðaðar of seint hér á landi. Menntamaður, sem harmaði að haföm dæi út, sá það besta ráð til þess að bjarga honum að gefa hon- um hvalkjöt, en lét sér ekki til hugar Rósa B. Blöndals „Ég óttaðist fyrst og fremst að hvölum og selum yrði útrýmt eins og geirfuglinum. Eng- inn maður gat séð né sér í hafinu hvað stofn- um hvalanna líður.“ koma að það sama er að gerast með hvali og seli og gerðist hér með geirfugl og haförn. — Ef á þeim tíma, sem geirfugli var út- rýmt, hefði verið til náttúruvemdar- samtök, sem friða vildu geirfulglinn í tæka tíð og bent hefðu mönnum á, að hveijum þeim villtum dýra- stofni er hætta búin, þar sem ekki er nema einn ungi á ári hjá hveiju pari, en þykir góð veiði og eftirsótt. Menn, sem vanir voru að veiða geirfugla hefðu orðið ókvæða við slíka heimsku, að geirfuglinn þyldi ekki drápin áfram í ár, eins og í fyrra. Síðasta hjörð geirfugla sem rekin var til slátrunar á fjaðrafellutíð hafði verið stór, eins og hvalfangar- inn sagði um hvalatorfu, sem hann NÝR OG FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR FRÁ DANFOSS sjálfvirkum ofnhitastillum heldur orkukostnaði í lágmarki. Leitið ráða hjá okkur. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, GÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJONUSTA-LAGER Notkun sambyggöra kerfa, þar sem ýmsum forritum er steypt saman I eina samstæöa heild, hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Eitt sllkt kerfi er Frame- work II frá Ashton-Tate, framleiðanda dBase III +. Þaö er sambyggt/samtengt kerfi ritvinnslu, gagnasafnskerfis, töflureiknis, samskiptaforrits, forritunarmáls og kerfis til myndrænnar framsetningar gagna. Sllk kerfi eru geysi- öflug, en krefjast mikils náms, ef ætlunin er aö nota alla þá möguleika sem þau bjóöa upp á. Tölvufræðsla SFI hefur áóur haldió námskeið I notkun Framework, og býöur nú I fyrsta sinn námskeiö I notkun nýrrar og endur- bættrar útgáfu kerfisins, Framework II. MarkmiO: Tilgangur þessa námskeiös erað kynna undirstöðuatriöi við vinnsiu I Framework. Farið veröur yfir alla þætti kerfisins en þó sérstaklega notkun ritvinnslu og töflureiknis. Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur hafa traustan grunn til að byggia á fyrir frekara nám á eigin vegum I öðrum þáttum kerfisins. Efni: — Kynning á umhverfi Framework - Notkun bakka, ramma og skáa - Ritvinnsla - Töflureiknir — Gagnasafnskerfi - Graflk — Forritun — Samskiptaforrit — Samtenging ramma — Útprentun Þátttakendur: Námskeiöiö er ætlað notendum einkatölva sem vilja tileinka sér notkun Framework. Leiðbeinandi: Ivar Gunnarsson, tölvunarfræðingur frá HÍ. Tíml: 10.—13. nóvember, kl. 13.30—17.30. Stjórnunarfélðg Islands Ánanaustum 15- Slmi: 621066 sá í sumar. — Og taldi þá hvalfang- arinn enga útrýmingarhættu. Menn, sem eitthvað hugsa, ættu þó að kunna að draga dæmi af geirfulgshvarfinu, of seinni friðun hafarnar og þá ekki síður af síldar- hvarfi — og láta sé skiljast að engir dýrastofnar og síst spendýrastofnar hafsins þola hvíldarlausa veiði með veiðitækni nútímans. Þegar náttúran svarar sjálf gefur hún ekki þriggja ára frest til að hætta veiðum. Norskir hvalfangarar eyðilögðu íslensku hvalstofnana alla. Þeirra veiðitækni var þó ekki lík þeirri, sem nú er. — Enda voru hvalimir ekki sóttir langt á haf út. — Þeir áttu föst heimkynni á öllum djúpum fjörðum á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Þeir áttu sína kálfa á sama stað, ár eftir ár. Það er ekkert. meinlaust verk að drepa niður slíkar ættir sela og hvala. Tvær eða þijár langreyðar komu árvisst til Amarfjarðar mjög lengi, hvalimir lifa mannsaldur. — Am- firðingar settu aldrei lffslamb á. — Þeir hefðu getað komið sér upp miklum hvalastofni — og haft meiri og meiri hlunnindi af hval, ef þeir hefðu kunnað sér hóf og farið skyn- samlega að við friðar-dýrin. Sérkennileg sönn saga er til af því, þegar reyðarhvalur notaði vit sitt og hefndi harma sinna. Kálfur steypireyðarhjónanna var alltaf drepinn, þegar komið var haust. Heymar- og sjónarvottur sagði mér, að móðir kálfsins hefði haldið honum öðru hvom upp úr sjónum til að anda á meðan hann var að deyja og sjórinn allur litaður blóði. Þegar kálfurinn var dreginn dauður í land barði steypireyður sjóinn ógurlega af harmi stóra hjartans — og heyrðust ekkasog, lík sogum hafsins. Skeifa gamla var sú steypireyður kölluð, sem lifði lengst af Amar- fjarðarhvölum — kom tvö síðustu árin ekki með kálf. Hún var á leið til Amarfjarðar þegar hvaifangari frá Noregi sá ESAB RAFSUÐU- TÆKI,VIR OG FYLGI- HLUTIR t Aa r FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ESAB hana og skutlaði, lauk hún þar ævi sinni líkt og afkvæmin áður. En árið eftir var sami hvalbáts- skipstjóri enn á leið til íslands. Farþegaskip, sem komið var hætt í óveðri, sá hvalskipið farast hjá Svörtu-loftum. — Farþegaskipið gat ekkert aðhafst til bjargar fyrir ósjó. — En þeir skipsmenn, sem uppi vom á þiljum, sáu stóran reyðar- hval synda upp að hvalskipinu. Hann lék sér að skipstjóranum þeg- ar hann ætlaði að reyna að bjarga sér. Þessi stóri hvalur jós öldum yfir þá menn, sem reyndu björgun. Sjónarvottar þóttust vissir um að hvalurinn hefði verið maki Skeifu gömlu og hefði hann þekkt aftur skipstjórann, sem drap hana. Far- þegarnir sem komu með hvalskipinu urðu að gjalda hvalfangarans. Þessi saga, sögð af sjónarvottum, varð mjög fræg, frægust fyrir það, að þetta er eina tilfellið í allri hval- sögu íslands, svo vitað sé, þar sem reyðarhvalur hefur hefnt harma sinna og grandað dmkknandi mönnum, er þeir reyndu að bjarga sér. Ég hef hlustað á óttann, flóttann og sársaukann í stómm, heitum lungum hafsins, þegar hrefna var um dimma haustnótt á æðisgegnum flótta undan litlum hvalbáti, sem festur var með kaðli við ljáinn þunga, sem stóð í lungum hrefn- unnar og kippti báturinn f ljáinn eftir þvi sem aldan velti honum f hildarleiknum. Ekki óttaðist veiðimaðurinn að þetta stóra, meinlausa dýr slæi sporði í bátinn. Það var auðheyrt á hásu sársaukakveini í andardrætti dýrsins að lungun vom að springa. Hvalveiðin er sóðaleg, deyðing þessa stóra dýrs skelfilega sár. Á afmæli Reykjavíkurborgar mættust helstu stórmenni og valda- menn íslands í Kjarvalshúsi, lista- manninum til heiðurs. Þann sama dag byijuðu fslenskir hvalfangarar aftur veiðamar. „Hátíð er til heilla best.“ Þeir byijuðu á laugardegi og sunnudegi. Að boði Drottins á ekki að veiða né deyða nein dýr á hvíldardegi. — En margir þeir ráðamenn, sem í Kjarvalshúsi minntust listamannins þann dag og sáu verk hans á veggj- um — þeir höfðu samþykkt enn eina dráps-atlögu að hinum stóm, frið- sömu lagardýmm á því ári, sem Alþingi hafði lofað að friða hvalina. Vom íslendingar í Kjarvalshúsi að selja sinn frumburðarrétt fyrir brauð og baunarétt — í þessu til- felli fyrir hvalkjöt? Ráðamenn þjóðar vorrar tóku rödd Esaú, veiðimannsins, fram yfir rödd Jakobs. Það var gott verk að byggja steinhús yfir Kjarvalsmálverk. En þó er ég viss um að málarinn, sem aidrei safnaði auði sér til ánægju, hefði metið það ennþá meira, ef orð hans um friðun hvalanna hefðu verið tekin fram yfir orð fmm- stærða hvalfangara, með einsýn gróðasjónarmið. Það er ekki nóg að reisa steinhús yfír listaverkin, en loka síðan sínu steinhjarta fyrir rödd listamannins, útiloka sál hans sjálfs. Höfundur er rithöfundur. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.