Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 Bjór og brennivín eftir Friðrik Einarsson Áfengi hefir fylgt mannkyninu frá ómunatíð. Það elsta sem ég hefi séð um það er frásögnin af því, þegar Nói Lameksson varð drukkinn í tjaldi sínu. ( 1. Mósebók, 9. kap. 20. vers og áfram.) Flestir munu sammála um að áfengi verði ekki útrýmt úr heiminum. Þess vegna sé eina leiðin að læra að umgangast það á þann hátt, að það valdi sem minnstu tjóni. Þetta verð- ur hver einstaklingur að gera fyrir sig. Enginn annar getur gert það fyrir hann. Hinu opinbera ber hins vegar siðferðileg skylda til að sjá um mikla, en hlutlausa fræðslu um skaðsemi áfengis, sé þess neytt í óhófi. Einnig getur stuðningur ein- staklinga og félagssamtaka, svo sem AA, SÁÁ, góðtemplararegl- unnar o.fl. komið mörgum að gagni. En fyrst og fremst er það hver ein- stakur sem verður að taka ákvörðun fyrir sig. Öll fræðsla og allar leið- beiningar verða að vera án ofstæk- is. Oft vill verða misbrestur á því, og áhrifin þá gjama neikvæð. Mér sýnist oft á málflutningi bjórfénda, að þeir séu eiginlega ekki að andmæla alkóhólinu sem slíku, heldur a.m.k. fyrst og fremst ef þess er neytt í formi bjórs. Þótt þeir segi það ekki berum orðum, er ekki annað að skilja, en þeir segi við unga sem aldna: Þið eigið helst ekki að neyta áfengis. En ef þið gerið það, þá skuluð þið hafa það sterkt. Ekkert er hættu- Iegra en 4—6% bjór. Ég vil nú biðja þá, sem þetta kunna að lesa, að setjast niður í rólegheitum stutta stund og spyija sjálfa sig: Hvort mun skaðlegri 5% áfengur drykkur ellegar 40—55%? (En það er styrkleiki brennivíns, koníaks, vodka, viskís, o.s.frv.) í fyrra var gerð verðbreyting á áfengi þannig, að létt vín hækkuðu lítið, en sterkir drykkir meira. Ég hefi það eftir mönnum sem best þekkja til, að sala léttra vína jókst til muna á kostnað sterkari drykkja. Léttu vínin voru þá snarlega hækk- uð í verði. Giskað er á að of Iítið fé hafi þótt koma í ríkiskassann! Þetta sýnir að stefna stjómvalda verkar hvetjandi á neyslu sterkra drykkja, en letjandi á neyslu hinna veikari. Ekki er þetta viturlegt. Til þess að menn gleymi ekki um hvað ég er að ræða, vil ég endur- taka: Afengí verður ekki útrýmt úr heiminum. Þess vegna er eina leiðin að læra að umgangast það. í umræðum um bjórfmmvarp á Alþingi í maí 1985 kvartaði þing- maður yfir því, að ríkisfjölmiðlar birtu aðeins aðra hlið bjórmálsins, „káta menn og glaða að drekka úr bjórkollu", en hinsvegar ekki „menn illa á sig komna á Ieiðinni heim til sín ... menn sem þurfa að fara í afvötnun... slys sem orðið hafa í umferðinni vegna þess að menn hafa neytt áfengis." Þingmaðurinn lýsir þama rétti- lega hörmulegum afleiðingum ofnotkunar áfengis. — Ekki getur þetta verið bjór að kenna í bjór- lausu landi. — Þess er ekki getið að þingmaðurinn hafi lagt til að hætt yrði sölu á sterkum drykkjum, sem ég hér eftir mun oftast kalla brennivín. Meginmunur á áhrifum bjórs og brennivíns eru að mínum dómi í stuttu máli eftirfarandi: Bjór verkar róandi, slakar á taugaspennu, er svæfandi. Flaska af bjór er t.d. uppáhalds svefn- meðal margra aldraðra. Brennivín er æsandi og hættir til að gera menn ofstopafulla. Unglingum, sem fá fyrstu kynni af áfengi með brennivínsdrykkju, er vorkunn. Þeir þola lítið og vita ekki hvað þeir eru að gera. Ég er viss um að þau voða- verk, sem gerast æ tíðari hér á landi bæði meðal yngri og eldri, eru ekki framin undir áhrifiim bjórs (sem er heldur ekki fáanlegur), heldur sterkari efna, brennivíns eða ann- arra enn verri. Heyrst hefir, að sums staðar í sjávarplássum úti á landi, þar sem siglingar fiskiskipa til útlanda eru tíðar, sé erlendur bjór ekki sjaldséð- ur, jafnvel svo að gestir séu stundum spurðir hvaða tegund þeir vilji. Ef þetta er satt ættu alþingis- menn utan af landi að geta borið saman, hvort unglingar þar séu verr famir vegna áfengisneyslu, heldur en unglingamir á brennivíns- svæðinu: höfuðborgarsvæðinu. í grein í Mbl. 5 nóvember 1985 er vitnað í skýrslu landlæknis um að 90% ungmenna neyti áfengis. Hvemig má þetta vera bjór að kenna í bjórlausu landi? Ég hefi ferðast nokkuð víða og get ekki fallist á að ölvun sé áberandi þar sem neysla bjórs er mikil. Nefni ég sem dæmi Grikkland og grísku eyjarnar, Spán, Kanaríeyjar og Mallorka, Madeira og Austurriki. Mig langar til að stinga upp á við Helgasynina þrjá, að þeir taki sér ferð á hendur til Austurrikis, t.d. til Wahlssee. Þið skuluð ganga niður að vatninu, setjast við borð og panta bjór. Þið fáið ’Alítra könnu, nema annað sé tekið fram. í góðu veðri að sumri til sitja þaraa nokkur hundruð manns og svo til allir drekka þjór, (kannski um 5% hvítvín). Eg fullyrði að þið munuð ekki sjá vín á nokkrum manni. Gerið þetta nú og verðið reynslunni ríkari. Framkvæmd áfengismála hér á landi er svo fáránleg að engu tali tekur. Enda ekki nema von, þar sem þeim er oftast stjórnað af mönnum, sem aldrei hafa dregið tappa úr flösku, og hafa ráðgjafa jafn reynslulitla og þeir eru sjálfir. Dæmi: Mbl. 1. nóvember 1985 (um vínveitingar í Hafnarfirði). „Það verður ekki leyft að selja sterk vin á þessum veitingahúsum. Ein- ungis verður leyfð sala á Iéttu vini með mat, og áfengi sem tengist málsverði, koníaki með kaffi og þess háttar," er haft eftir Ólafi. Hvað á nú þetta að þýða? Sumt fólk kýs að fá brennivínsstaup, t.d. með síldar- rétti. Þá verður svarað: „Nei, þú færð ekki snafs með sildinni. En þú skalt fá koníak með kaffinu"! Koníak og brennivín eru jafn sterk, um 40%. Þegar spurt var um ástæðu fyrir því að ekki fékkst nema takmarkað vinveitingaleyfi á hótelinu Höfn i Horaafirði svar- aði dómsmálaráðherra (eftir minni mínu): „Ég hefi ekki orðið var við að kvartað væri yfir áfengisleysi á Hornafirði.“ Nú skal ég upplýsa ráðherrann um, hveraig þetta gengur fyrir sig. Gesturinn hefir flösku uppi á herberginu ef hann vill hafa áfengi um hönd. Meðan á máltíð stendur afsakar hann sig og fer upp á herbergið. Sopinn sem hann tekur þar verður stærri, til þess að þurfa ekki að fara eins margar ferðir. Sem sagt: Meira drukkið. Er þetta það sem stefnt var að? Ég vil enn minna á. Áfengi verður ekki útrýmt úr heiminum. Eina ráðið er að læra að umgang- ast það. Áfengismálin hjá okkur eru í svo miklum ólestri, að ég held tími sé til kominn að reyna að breyta til. Ég gæti vel hugsað mér að hætt væri að selja sterka drykki um tíma, t.d. í 5 til 10 ár. Líklega væri það þó gagnslaust af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi mundi smygl aukast enn meir. Iöðru lagi mundi landa- brugg aukast. Og sennilega er þetta ekki framkvæmanlegt, af því að ríkissjóður mundi þá fara alveg á hausinn. En þá legg ég til að eftirprentun af mynd, sem hangir í stigagangi Templarahallarinnar, og sem lætur engan ósnortinn, verði iímd á hveija brennivínsflösku, og undir henni standi: Svona fer ef þú varar þig ekki. Myndin er af konu með stúlku- barn sér við hlið. Þær eru að fara til móts við erfiðismann á heimleið á útborgunardegi. En þær koma að honum liggjandi dauðadrukkn- um í götunni. Hann hefir drukkið upp kaupið sitt. Ég er meðmæltur því að leyfð verði bruggun og sala á allt að 5% SOL- SALOON Laugavegi 99, símar 22580 og 24610. 36 peru atvinnubekkir (Algengustu sólbekkir eru meö 24 perum) ÞAÐ ER MUNUR Á TRABANT OG BENZ Þaö vita allir. En vitiö þiö muninn á hinum mismunandi geröum sól- bekkja, þjónustu og aöstööull VIÐ FYLGJUMST MEÐ ÞVÍ NÝJASTA í Solarium og notum speglaperur sem nýta geislann betur meö því aö beina honum upp á viö eins og Ijósakastara. Þær innihalda meira af A-geislum, sem gera húöina brúna, en mikiö minna af B-geislum, sem geta brennt og eru óhollarLHollasta og árangursríkasta peran á markaönum. 45% fleiri perur gera gæfumuninn í árangri. LJÓSABÖÐ ERU OKKAR SÉRGREIN OG AÐEINS ÞAÐ BESTA, HOLLASTA OG ÁRANGURSRÍKASTA ER NÓGU GOTT FYRIR OKKAR FÓLK Dömur og herrar á öllum aldri, sem vilja lita frisklega út allt árið. Hjá okkur getið þið slappað af í hágæða sólbekkjum útaf fynr ykk- ur, hlustað á tónlist og skroppið i gufuna ef þið viljið og eftir góða sturtu og kaffi i setustofunni gangið þið út frisk og endumærð á sál og likama. Opiö virka daga kl. 7.20—23.00. Laugardaga og sunnudaga til kl. 19.00. Dömur og herrar veriö velkomin. Fríðrik Einarsson sterkum bjór. Ekki sterkari en það (3>/2-5% bjór er bragðbestur) og seldur í hverri búð sem hafa vill, svo hægt sé að kaupa eina, tvær eða fleiri flöskur í einu. Það verða mikil mistök, ef aðeins ÁTVR á að selja bjórinn. Þá verður hann bara afgreiddur í heilum kössum, því að þær búðir munu ekki koma því við, að selja hann í smásölu. Engin ástæða er til að fólk neyðist til að kaupa heilan kassa. Það verður aðeins til þess að menn drekka meira af honum. Bjórinn á að selja á vægu verði, svo að menn velji hann frekar en brennivín. Ég get ekki stillt mig um að rifja upp hér, að skömmu eftir að ég flutti heim frá Danmörku fyrir rúm- lega 40 árum átti ég skoðanaskipti við ýmsa í Morgunblaðinu um ástand áfengismála hér heima. T.d. fékkst ekki áfengur bjór og sterkir drykkir aðeins seldir í heilum flösk- um. í einni af svargreinum sínum sagði frú Sigríður Eiríksdóttir, hjúrkunarkona, eitthvað á _ þessa leið (skrifað eftir minni): „Ég get vel fallist á að áfengi sé selt í minni einingum, t.d. í hálfflöskum." Ég held að það hafi verið vegna ummæla þessarar mætu konu, sem allir báru verðskuldaða virðingu fyrir, að tekið var að selja sterka drykki á hálfflöskum. Það mætti gjaman taka upp það fyrirkomulag, sem er í löndum þeim, er ég áður nefndi. Við kass- ann í búðunum er karfa með litlum áfengisflöskum, „einum drykk", sem hver og einn getur keypt um leið og hann borgar. Satt að segja minnist ég þess ekki að hafa séð neinn kaupa þama, líklega af því það er svo auðvelt að nálgast það. Þá er það ekki nærri eins spennandi. Þegar bjórfmmvarp verður sam- þykkt á næsta þingi ættu alþingis- menn að láta lögin gilda í a.m.k. 5 til 10 ár. Allt þarf sinn aðlögun- artíma og þegar bjórféndur hætta að staglast stöðugt á bjómum, munu þessi mál fínna eðlilegan far- veg. Islendingar munu læra að umgangast bjór líkt og Spánveijar og Austurríkismenn. Við verðum að vera menn til að læra það. Að lokum sé ég enga ástæðu til að hafa ríkisverslun á þessum vör- um frekar en öðmm. Höfundur er fyrrverandi yfir- læknir við Borgarspítalann i Reykjavík. Samtök tónlistarskólastjóra: Lokið verði við námskrárgerð SAMTÖK tónlistarskólastjóra samþykktu á aðalfundi sintun nýveríð að skora á Menntamála- ráðuneytið að ljúka við nám- skrárgerð fyrir tónlistarskól- anna. í ájyktun aðalfundarins segir svo: „í kjölfar nefndarstarfs, sem hófst 1980 og lauk með útgáfu „Álitsgerðar og tillagna um tónlist- arfræðslu" á vegum Menntamála- ráðuneytisins í október 1983, var hafin skipuleg vinna við samningu og útgáfu á námskrám í tónlistar- greinum. Verki þessu miðaði vel framan af og hafa allmargar hljóð- færanámskrár verið gefnar út. Með skipulagsbreytingu í ráðuneytinu haustið 1984 vom störf tveggja námsstjóra í tónmenntar- og tón- listarfræðslu sameinuð í eitt og jafnframt dregið úr fjárveitingum til þessa verkefnis í námskrárgerð. Aðalfundur Samtaka tónlistar- skólastjóra beinir þeim eindregnu tilmælum til Menntamálaráðuneyt- isins að veitt verði nægilegt ljár- magn og tryggður mannafli þegar á næsta ári til að halda þessu verk- efni áfram. í þessu sambandi er mest um vert að ekki dragist leng- ur að heíja námskrárgerð í tón- fræðigreinum fyrir tónlistarskóla, jafnframt því að lokið verði við þær námskrár sem nú em í vinnslu. Að síðustu skal á það bent, að það er óviðunandi til frambúðar að einum og sama starfsmanni í ráðuneytinu sé ætlað að sinna bæði námstjóm í tónmennt á gmnnskólastigi og námstjóm tónlistarskólanna. Ur því verður að bæta með því að ráða aftur í stöðu námstjóra tónlistar- skóla sem lögð var niður haustið 1984,“ segir í ályktun tónlistar- skólastjóranna. Brids Arnór Ragnarsson Brídsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 27. október var spil- uð þriðja umferð í aðaltvímennings- keppni félagsins og urðu úrslit eftirfarandi: A-ríðill: Erla Siguijónsdóttir — Dröfn Guðmundsdóttir 191 Ari Konráðsson — Siguijón 187 Anton Gunnarsson — Hjálmar Pálsson 184 B-ríðiU: Sigurður Lámsson — Sævaldur Jónsson 206 Jakobína Theodórsdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 178 Bjamar Ingimarsson — Þröstur Sveinsson 176 Staðan fyrir fjórðu og siðustu umferð er þannig: Kristján Hauksson — Ingvar Ingvarsson 527 Anton Gunnarsson — Ingvar Ingvarsson 521 Ásgeir Ásbjömsson — Hrólfur Hjaltason 519 Haraldur Ámason — Trausti Finnbogason 515 Guðbrandur Sigurbergs. — Kristófer Magnússon 514 Sigurður Lámsson — Sævaldur Jónsson 506 Bikarkeppni á Suðurnesjum Sl. sunnudag lauk bikarkeppni sem staðið hefir yfir milii sveita á Suðumesjum. Til úrslita spiluðu sveit Nesgarðs og sveit Haraldar Brjmjólfssonar. Spiluð vom 40 spil og lauk leiknum með sigri Nes- garðs. í sigursveitinni spiluðu: Karl Hermannsson, Jóhannes Sigurðs- son, Guðmundur Ingólfsson, Gísli Torfason og Helgi Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.