Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 Skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi: Þorsteinn efstur, Eggert og Arni skipta um sæti Selskrokkar á dekki bátsins við komuna til Akraness. Trillubáts saknað: Fannst við Þormóðssker Akranesi. TRILLUBÁTURINN Emma ÍS, sem leitað var síðastliðinn laugar- dag út af Mýrum, fannst síðdegis á laugardag. Á bátnum voru tveir menn og sakaði þá ekki. Báturinn hélt út í Hvalseyjar á fímmtudag og lét ekkert vita af sér. Slysavamarfélagið hóf eftirgrennslan á laugardagsmorgun og hófst leit í framhaldi af því. Björgunarsveitir voru kallaðar út og þyrla Landhelgis- gæslunnar hóf leit um hádegisbilið. 1/EÐUR Þyrlan fann bátinn og var allt í góðu lagi um borð. Báturinn kom síðan drekkhalðinn til hafnar á Akranesi á laugardags- kvöldið, en áhöfn hans hafði verið á selaveiðum. Auk þess sem skipið var vel hlaðið var það einnig með tvo seli á síðunni og er talin mikil mildi, að hann skuli hafa náð til Akraness því veður hafði versnað með kvöldinu. JG SKOÐAN AKÖNNUN um fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi fór fram um síðustu helgi. Atkvæði greiddu aðalfulltrúar í kjördæ- misráði, varafulltrúar þeirra og fulltrúar frá félögum og fulltrú- aráðum til jafns við aðalfulltrú- ana. Full þáttaka var í atkvæðagreiðslunni. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, hlaut kosningu í fyrsta sæti listans. Eggert Haukdal, alþingismaður, sem var í þriðja sæti við síðustu alþingiskosningar færðist upp í annað sætið, en Arni Johnsen, alþingismaður hafnaði í þriðja sæti. í lok mánaðarins, 22. nóvemb- er, mun aðalfundur kjördæmis- ráðs taka ákvörðun _ um endanlega röðun á lista. „Ég tel algjörlega óhugsandi að kjördæ- / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðursiofa fslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi (gær: Yfir norðaustanverðu Grænlandi er 1014 millibara hæð. Um 300 km noröaustur af Langanesi er 990 milli- bara djúp smálægð og önnur álíka við norðausturströnd landsins, báðar á leiö noröaustur. SPÁ: Úrkomubelti fer austur yfir landið og upp úr hádegi verður komin suðvestanátt með hvössum slydduéljum sunnanlands og vestan. Þegar líður á daginn léttir til á norðaustur- og austur- landi. Hiti á bilinu 1 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR: Víða suðvestanátt með snjó- eða slydduéljum og hiti nálægt frostmarki um vestanvert landið, en bjart veöur austanlands. FIMMTUDAGUR: Vindur snýst til sunnan- eða suðaustanáttar með rigningu sunnanlands og vestan. Þegar líður á daginn þykknar upp á norðausturlandi. Heldur hlýnandi veður í bili. TÁKN: O Heiðskírt Léttskýjað A Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■|0o Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V H = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [<[ Þrumuveður misráðið breyti röðun manna á listann" sagði Óskar Magnússon, formaður kjördæmisráðsins í samtali við Morgunblaðið. „Menn urðu sáttir um að nota þessi úr- slit.“ Prófkjörið breytir röð þriggja efstu manna á listanum. Þor- steinn hlaut 252 atkvæði í 1. sæti og 270 atkvæði alls, Eggert fékk 151 atkvæði í 2. sætið og 270 alls og Ami fékk alls 235 atkvæði, en 226 atkvæði í þriðja sætið. Næstu menn eru Aradís Jónsdóttir, Selfossi, með 170 at- kvæði alls og 130 í 4. sætið, Óli Þ. Guðbjartsson, Selfossi, með 145 atkvæði en 136 í 5. sætið. Sæmundur Runólfsson, Vík, varð í 6. sæti með 171 atkvæði. „Þakka það traust sem mér er sýnt“ - segir Þorsteinn Pálsson „ÉG er þakklátur fyrir það ótví- ræða traust sem mér var sýnt í þessari skoðanakönnun," sagði Þorsteinn Pálsson sem hafnaði í 1. sæti i skoðanakönnun Sjálf- stæðisflokksins i Suðurlands- kjördæmi. „Varðandi niðurstöðuna er fyrst til þess að taka að 2. og 3. sætið víxlast. Nýr frambjóðandi kemur síðan í 4. sætið og við væntum góðs af þátttöku hennar. Það að kona sé á listanum verður honum tvímælalaust til framdráttar." Þor- steinn sagði að hann hefði vissulega ekki haft á móti því að kona yrði ofar á listanum, en frá því sem áður var væri þetta verulegur áfangi. „Tel listann vera sigurstranglegan“ - segir Eggert Haukdal „ÉG FAGNA þessum úrslitum, ekki síst hinni góðu kosningu formanns flokksins, og því að kona er nú í fjórða sæti,“ sagði Eggert Haukdal sem varð í öðru sæti í skoðanakönnun Sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi. „Ég tel að við séum hér komnir með ákaflega sigurstranglegan lista. Úrslitin eru afgerandi, og ég vona að við stöndum okkur ekki síður en í síðustu kosningum.“ Eggert sagðist vilja þakka þeim innilega sem hefðu stutt sig. Hann sagðist hafa unnið að því að afla sér trausts stuðnings, í ljósi þess að í prófkjöri við síðustu Alþingiskosn- ingar skildu aðeins þijú atkvæði að hann og Arna Johnsen sem var í öðru sæti. Það hefði skilað árangri. ’Wí f r 7 1fEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í aær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 4 rigning Reykjavík 4 haglél Bergen 6 rigning Helsinkl 2 léttskýjað ian Mayen 3 rignlng Kaupmannah. 7 skýjað Narssarasuaq -4 léttskjýjað Nuuk -5 snjókoma Osló 1 skýjað Stokkhólmur 3 léttskýjað Þórshðfn 6 skúr Algarve 22 skýjað Amstordam 10 skýjað Aþena 19 skýjað Barcolona 14 skýjað Berlín 8 léttskýjað Chicago 1 alskýjað Glasgow 11 skúr Feneyjar 14 skýjað Frankfurt 6 skýjað Hamborg 8 skýjað LasPalmas 23 skýjaö London 11 skýjað LosAngeles 17 heiðskfrt Lúxemborg 6 skýjað Madríd 13 léttskýjað Malaga 23 hélfskýjað Mallorca 18 hátfskýjað Miami 22 þokumóða Montreal 1 skýjað Nice 20 skýjað NewYork 4 lóttskýjað París 10 hálfskýjað Róm 18 skýjað Vfn 7 léttskýjað Washington 6 léttskýjað Komin upp vígstaða til að halda þremur mönnum - segir Óli Þ. Guðbjartsson „ÞESSI úrslit komu mér ekki á óvart og ég er ánægður með minn hlut“, sagði Óli Þ. Guð- bjartsson, sem varð í fimmta sæti í skoðanakönnun Sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi. „Ég kem betur út núna en síðast, þegar ég skipaði 6. sætið, og á meðan maður er á uppleið er ekki ástæða til annars en að vera án- ægður.“ „Að vísu hefði ég kosið að það hefði verið staðið á annan veg að þessu vali, það er að það hefði ve- rið opið prófkjör", sagði hann. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að opin prófkjör séu besta leiðin við val á framboðslistann, fyrir alla aðila. En ég er í sjálfu sér ánægður með minn hlut að þessu sinni og það sem skiptir mestu máli er að það er komin upp vígstaða til mark- vissrar vinnu til að halda þremur mönnum inni“, sagði Óli Þ. Guð- bjartsson. „Vísbending um að kon- ur geta náð árangri“ - segir Arndís Jónsdóttir „ÉG er mjög ánægð með þessa útkomu sem gefur vísbendingu um að konur geta náð árangri ef þær vilja sækja fram á sama grundvelli og karlar", sagði Arndís Jónsdóttir, sem varð í fjórða sæti í skoðanakönnun Sjálfstæðismanna á Suðurlandi. „Mitt sjónarmið er að konur eigi að sækja fram á sömu vígstöðv- um og karlar, það er innan stjórnmálaflokkanna, og þessi úrslit sýna að það er hægt“. „Þetta er í fyrsta skipti sem kona nær svona ofarlega á lista Sjálf- stæðismanna í Suðurlandskjördæmi og það er vissulega fagnaðarefni og vonandi á það eftir að ryðja brautina fyrir konur í framtíðinni", sagði Amdís ennfremur. Hún kvaðst telja listann sigur- stranglegan, en taldi þó ekki von til þess að fjórða sætið dygði til þingsetu að þessu sinni. „Á þessari stundu er þakklæti mér efst í huga til þeirra sem stuðluðu að kjöri mínu í fjórða sæti og ég vona að sem víðtækust samstaða náist með- al Sjálfstæðismanna í komandi kosningum", sagði Amdís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.