Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 49 Ungur nemur, gamall temur. Blúsaramir Ralph Macchio og Joe Seneca i Krossgötum. Blús fyrir djöfsa Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Krossgötur — Crossroads ★ ★ ★ Leikstjóri: Walter Hill. Hand- rit: John Fusco. Kvikmyndun: John Baily. Tónlist: Ry Cooder. Aðalleikendur: Ralph Maccchio, Joe Seneca, Jamie Gertz, Robert Judd. Bandarísk. Columbia 1986. Walter Hill hefur verið í hópi eftirtektarverðustu leikstjóra Bandaríkjanna, allt frá því hann lauk sinni fyrstu mynd, Hard Tim- es (The Streetfighter), ’75. Hann hefur löngum verið óragur við að takast á við hin sundurleitustu við- fangsefni og oftast skilað þeim af sér með láði. Hann gerði glæpa- myndinni skil í The Driver (’78), unglingagengjunum í The Warri- ors (’79), vestraforminu í The Long Riders (’80), skæruhemaði í Southern Comfort (’81), löggu- myndimar fengu sína meðferð í 48 hours (’82). Síðan var rokkið tekið fyrir í Streets of Fire (’84), og í fyrra kom fram í dagsljósið eina mynd leikstjórans, sem ekki getur talist í sama gæðaflokki og þær fyrmefndu, Brewster’s Millions. Atti hún þó góða kafla og hlaut mikla aðsókn. Og nú er röðin komin að blúsn- um. I rauninni hefur hann löngum staðið nærri myndum Hills því hann hefur unnið síðustu myndir sínar með Ry Cooder. Sá ágæti hljómlist- armaður á sér rætur í deita-blúsn- um, öðrum fremur, var nemandi Garry Davis og stofnaði hljómsveit- ina Rising Sons ásamt Taj Mahal 1966. Tónlist hans naut sín eftir- minnilega vel í Southem Comfort og The Long Riders og nú hefur Hill gefið þessum ágæta samstarfs- manni sínum fijálsar hendur og árangurinn er stórskemmtilegur. Efnisþráðurinn er ekki eins há- reistur og tónlistin, því hann minnir óþægilega mikið á þann prýðilega slagara Charlie Daniels, When the Devil Went Down To Georgia. Sá roskni blúsmaður, Joe Seneca, fær ungan, bráðefnilegan gítarleik- ara (Macchio), til að frelsa sálu sína úr greipum Djöfsa, sem keypti hana í kreppunni fýrir blús. Macchio nær Seneca útaf elliheimili fyrir afbrota- menn og halda þeir félagar síðan niður á fljótasvæði Missisippi á fund skratta. Að launum kennir karl Macchio að leika blús af miklum krafti. Lenda þeir í ýmsum ævintýr- um á leiðinni, strákur nemur af brennandi áhuga, en alltaf styttist í stefnumótið ... Hill hefur tekist í flesta staði vel að yrkja þennan óð til blústónlistar- innar. Hún situr í fyrirrúmi undir meistaralegri handleiðslu Cooders, sem jafnframt hefur fengið góða T-Töfóar til XX fólks í öllum starfsgreinum! menn sér til fulltingis. Eins og þá Sonny Terry og John „Juke“ Log- an. Tónlistarhliðin er stormandi góð og ætti að seiða blúsaðdáendur til sín í hópum. (Og hveijir unna ekki góðum blús?) Hinsvegar eru sam- tölin og framvindan á lægra plani og geldur myndin fyrir það. Og Macchio litli er tæpast nógu ábúðar- mikill fyrir hlutverkið þó margt famist honum vel, eins og ásláttur- inn, t.d. Joe gamli Seneca lifir sig hinsvegar fullkomlega inní hlutverk gamla blúsarans. Krossgötur er fyrst og fremst eftirminnileg fyrir samstarf Cood- ers og Hill. Því þeim hefur tekist að fanga á filmu dulúð þessarar mögnuðu tónlistar og kynngimagn- að andrúmsloft deltunnar. FMALAMB ÍHÁLFUMMOMJM, J GOÐUR MÁÍUR OG ÓDYR! e Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! REDOXO Mundu eftír C-vítamíninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.