Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
49
Ungur nemur, gamall temur. Blúsaramir Ralph Macchio og Joe
Seneca i Krossgötum.
Blús fyrir djöfsa
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó: Krossgötur —
Crossroads ★ ★ ★
Leikstjóri: Walter Hill. Hand-
rit: John Fusco. Kvikmyndun:
John Baily. Tónlist: Ry Cooder.
Aðalleikendur: Ralph Maccchio,
Joe Seneca, Jamie Gertz, Robert
Judd. Bandarísk. Columbia 1986.
Walter Hill hefur verið í hópi
eftirtektarverðustu leikstjóra
Bandaríkjanna, allt frá því hann
lauk sinni fyrstu mynd, Hard Tim-
es (The Streetfighter), ’75. Hann
hefur löngum verið óragur við að
takast á við hin sundurleitustu við-
fangsefni og oftast skilað þeim af
sér með láði. Hann gerði glæpa-
myndinni skil í The Driver (’78),
unglingagengjunum í The Warri-
ors (’79), vestraforminu í The
Long Riders (’80), skæruhemaði
í Southern Comfort (’81), löggu-
myndimar fengu sína meðferð í 48
hours (’82). Síðan var rokkið tekið
fyrir í Streets of Fire (’84), og í
fyrra kom fram í dagsljósið eina
mynd leikstjórans, sem ekki getur
talist í sama gæðaflokki og þær
fyrmefndu, Brewster’s Millions.
Atti hún þó góða kafla og hlaut
mikla aðsókn.
Og nú er röðin komin að blúsn-
um. I rauninni hefur hann löngum
staðið nærri myndum Hills því hann
hefur unnið síðustu myndir sínar
með Ry Cooder. Sá ágæti hljómlist-
armaður á sér rætur í deita-blúsn-
um, öðrum fremur, var nemandi
Garry Davis og stofnaði hljómsveit-
ina Rising Sons ásamt Taj Mahal
1966. Tónlist hans naut sín eftir-
minnilega vel í Southem Comfort
og The Long Riders og nú hefur
Hill gefið þessum ágæta samstarfs-
manni sínum fijálsar hendur og
árangurinn er stórskemmtilegur.
Efnisþráðurinn er ekki eins há-
reistur og tónlistin, því hann minnir
óþægilega mikið á þann prýðilega
slagara Charlie Daniels, When the
Devil Went Down To Georgia.
Sá roskni blúsmaður, Joe Seneca,
fær ungan, bráðefnilegan gítarleik-
ara (Macchio), til að frelsa sálu sína
úr greipum Djöfsa, sem keypti hana
í kreppunni fýrir blús. Macchio nær
Seneca útaf elliheimili fyrir afbrota-
menn og halda þeir félagar síðan
niður á fljótasvæði Missisippi á fund
skratta. Að launum kennir karl
Macchio að leika blús af miklum
krafti. Lenda þeir í ýmsum ævintýr-
um á leiðinni, strákur nemur af
brennandi áhuga, en alltaf styttist
í stefnumótið ...
Hill hefur tekist í flesta staði vel
að yrkja þennan óð til blústónlistar-
innar. Hún situr í fyrirrúmi undir
meistaralegri handleiðslu Cooders,
sem jafnframt hefur fengið góða
T-Töfóar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
menn sér til fulltingis. Eins og þá
Sonny Terry og John „Juke“ Log-
an. Tónlistarhliðin er stormandi góð
og ætti að seiða blúsaðdáendur til
sín í hópum. (Og hveijir unna ekki
góðum blús?) Hinsvegar eru sam-
tölin og framvindan á lægra plani
og geldur myndin fyrir það. Og
Macchio litli er tæpast nógu ábúðar-
mikill fyrir hlutverkið þó margt
famist honum vel, eins og ásláttur-
inn, t.d. Joe gamli Seneca lifir sig
hinsvegar fullkomlega inní hlutverk
gamla blúsarans.
Krossgötur er fyrst og fremst
eftirminnileg fyrir samstarf Cood-
ers og Hill. Því þeim hefur tekist
að fanga á filmu dulúð þessarar
mögnuðu tónlistar og kynngimagn-
að andrúmsloft deltunnar.
FMALAMB ÍHÁLFUMMOMJM,
J GOÐUR MÁÍUR OG ÓDYR!
e
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
REDOXO
Mundu eftír
C-vítamíninu.