Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 24
24____________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986_
Mannréttindi að hætti hr. Gorbachevs
eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Eftir leiðtogafundinn margum-
rædda, sem haldinn var hér í
Reykjavík, er ísland komið inn á
landakortið. Hvort menn eru sátt-
ir við það er svo önnur saga.
Menn virðast ekki á einu máli um
hver árangur fundarins hafi verið
verið. Sumir telja að Sovétmenn
standi með pálmann í höndunum
eftir þær tillögur sem þeir báru
fram í afvopnunarmálum. Aðrir
telja Reagan Bandaríkjaforseta
hafa komið betur frá fundinum
þar sem hann neitaði að semja
af sér vamir vestrænna lýðræð-
isríkja.
í stað þess að tíunda skoðanir
mínar á þessum annars mikilvægu
málum ætla ég að fara nokkrum
orðum um mái sem aðalritari so-
véksa kommúnistaflokksins og
leiðtogi Sovétríkjanna kom lítils-
háttar inná á blaðamannafundi
sínum sem haldinn var í Há-
skólabíói að loknum fundum
leiðtoganna.
Mannréttindi að
fá að lifa
Leiðtogi Sovétríkjanna flutti
langa ræðu í Háskólabíói. Var auð-
séð að þar fór enginn aukvisi í
ræðumennsku. Einnig fengu fjöl-
miðlamenn tækifæri til að spyija
höfðingjann útúr. Ekki stóð á svör-
unum. Hvort mönnum fannst svörin
tæmandi skal ég ekki segja um.
Það sem vakti huga minn öðru
fremur var þegar hr. Gorbachev
minntist lítilsháttar á mannrétt-
indamál og lýsti í fáum orðum
afstöðu sinni. Sovétleiðtoginn sagði
eitthvað á þessa leið. Mannréttini
nr. 1 er rétturinn til að fá að lifa
(leturbr. mín).
Það er vitað mál að í Sovétríkjun-
um eru menn fangelsaðir, pyntaðir,
settir í þrælkunarvinnu eða á geð-
veikrahæli fyrir að lýsa skoðunum
sínum sem ekki samrýmast stefnu
aðalstjómar Kommúnistaflokksins
opinberlega. Eða ef þeir trúa á eitt-
hvað annað í lífínu en kommúnisma.
Nærtækt dæmi er að nefna þá fjöl-
mörgu sem játa Jesúm Krist sem
sinn perónulega frelsara og leiðtoga
lífs síns. Ef til þeirra næst eru þeir
ofsóttir af stjómvöldum, fangelsað-
ir og oft pyntaðir á viðbjóðslegan
hátt. Allar biblíur eða önnur kristi-
leg rit eru brennd ef til þeirra næst.
Þetta telur höfðingi Sovétríkj-
anna mannréttindi, bara ef maður-
inn heldur lífi. En þrátt fyrir þessar
ofsóknir og þrengingar eru kristnir
menn þar eystra óþreyttir við að
boða Jesúm Krist sem frelsara
mannkyns þar 'sem tök eru á.
Kristnir menn verða að eiga sitt
samfélag í mjög smáum einingum
í heimahúsum svo það veki ekki
grunsemdir yfirvalda.
Orð Guðs er beittari hveiju
tvíeggjuðu sverði og líður ekki und-
ir lok. „Himinn og jörð munu líða
undir lok, en orð mín munu aldrei
undir lok líða“ (Matt. 24:35) segir
Jesús. Þess vegna verða kristnir
menn alltaf til, jafnvel í þeim lönd-
um þar sem stjómvöld reyna að
útrýma orði Guðs.
Alþjóðasamn-
ingar brotnir
Er hægt að treysta Sovétstjóm-
inni? Að sjálfsögðu óskaði maður
þess. Ef litið er á samninga Sovét-
manna á alþjóðavettvangi fyllist
maður tortryggni. Nægir að benda
á Helskini-sáttmálann frá 1975 um
mannréttindamál. Því miður hafa
Sovétmenn brotið alþjóðasamninga
alltof oft á síðari árum.
Ætlun mín með þessum línum
er ekki að æsa menn upp á móti
Sovétmönnum, heldur að vara menn
við að falla fyrir tillögum þeirra í
afvopnunarmálum alveg hráum. Ef
Sovétstjómin stuðlaði að friði, frelsi
einstaklinganna til skoðanaskipta á
opinbemm vettvangi og mannrétt-
indum almennt þá fyrst er hlustandi
á þá í alþjóðamálum. Ef kristnir
menn fengju að ganga um og boða
hinn sanna frið sem er hvergi að
finna nema í Jesú Kristi og er ekki
af mannavöldum heldur gjöf Guðs.
„Frið læt ég yður eftir, minn frið
gef ég yður. Ekki gef ég yður eins
og heimurinn gefur. Hjarta yðar
skelfist ekki né hræðist." (Jóh.
14:27.)
Ef hr. Gorbachev og Sovétstjóm-
in létu verkin í friðar- og frelsisbar-
áttunni heima fyrir tala þá fyrst
er hægt að taka tillögur þeirra í
heimsfriðarmálunum alvarlega.
Höfundur er verslunarmaður í
Reykjavík.
Sigurbjörn Þorkelsson
„Er hægt að treysta
Sovétsíjórninni? Að
sjálfsögðu óskaði mað-
ur þess. Ef litið er á
samninga Sovétmanna
á alþjóðavettvangi fyl-
list maður tortryggni.“
Dýrkun ræfildóms og hortitta
eftir Guðmund
Guðmundarson
Á þessu ári hafa orðið tvö
slæm „umferðarslys" í sambandi
við 1. verðlaun í lagakeppnum,
þar sem algjör leirburður hefur
verið verðlaunaður ásamt lögun-
um.
Hér á ég í fyrsta lagi við
„Gleðibankann", sem virtist setja
hér allt á annan endann. Aðeins
spuming um, hvort við hrepptum
1. sætið eða eitt af 5. fýrstu.
Gleðibanka-sæluvíman stóð í
meira en 2 mánuði. Timbur-
mennimir urðu meiriháttar,
þegar „bankinn" fór á hausinn
og lenti í 16. sæti af 20.1 textan-
um, sem höfundur lagsins samdi
sjálfur, er hvergi hægt að fóta
sig fyrir hortittum. Ambögumar
em slíkar að best er að sleppa
þeim. Maður „leggur ekki inn
tóman blús“ o.s.frv. Og enginn
gagnrýnandi sá ástæðu til að
hreyfa minnstu athugasemdum.
Þeir leggja að vanda blessun sína
yfír sullumbullið.
SIEMENS
Hinar fjöihæfu
SIEMENS
ELDAVÉLAR
sameina tvær þekktar
bökunaraöferðir:
• meö yfir- og undirhita
• meö blæstri
auk orkusparandi glóöar-
steikingar meö umloftun í
lokuöum ofni.
Vönduö og stílhrein
v-þýsk gæöavara, sem
tryggir áratuga endingu.
Smith & Norland hf.
Nóatúni 4,
sími 28300.
í tilefni af 200 ára afmæli
Reykjavíkur var skipuð sérstök
dómnefnd, sem að nokkru var
skipuð hæfum mönnum.
Dómgreind og metnaður dóm-
nefndar var þó ekki meiri en
svo, að hún óskaði eftir lagi og
texta. Ekki lagi og ljóði. Tákn-
rænt dæmi um dýrkun ræfíl-
dómsins í Ijóðagerð. Árið 1986
er ekkert athugavert við að óska
eftir ljúfu dægurlagi til heiðurs
Reykjavík. En hversvegna er
dómnefndin fyrirfram að treysta
texta-ruglukollunum? Hún hlaut
að sjálfsögðu málagjöld í textan-
um. Mestur hluti hans er ömur-
legt leirbull.
Við skulum aðeins virða fyrir
okkur verðlaunatextann mikla:
Skimar lítil hnáta með blaðatösku á öxl
í viðskiptaleit, snemma dags, í miðju
Austurstræti.
Hleypur uppi kúnna, sem hinkra varla við,
þeir safna, sem hún upp í draum, en hún
er frá á fæti.
(Býsna skiýtin hugvekja og
draumaruglið heldur áfram.)
Örlagadísir draumheimum í
örmum vefja skapaský (??)
mörg eru sporin strætunum á,
sem aldrei kann að greinast frá.
Rétt við pylsuvagninn, á bekknum saman
tvö
ástfangin horfast þau á í öðrum hugarheimi.
Ástmögurinn Tómas, hann kankvís kíkir á,
það er sem af ljóðum þeim ennþá eitthvað
eimi.
Eiga Reykjavík og borgarskáldið
Tómas skilið svona rugl á 200 ára
afmæli Reykjavíkur? Mér er nær
að halda að snillingurinn Tómas
hefði kosið að undanbiðja sig þeim
vafasama heiðri að vera flæktur inn
í slíkt leirhnoð og bull. Og áfram:
Þetta er hún Reykjavík
í sól við sundin bláu
í kvos við litla tjöm, elur hún sín böm.
Yndisfagra borg, með stræti sín og torg.
Heilsar inn um glugga á Hressó augnablik
hraðskreiður herra með hatt og fjarri glys
og glaumi.
Fijamhjá líður mannfólk í austur-vesturátt
og örlítið bros í lífsins ólgustraumi.
Er ekki lágkúran í þessu hnoði
öllum augljós? Hvaða með skapa-
skýin? Hvernig skyldu þau vera í
laginu? Leggur einhver á sig að
læra svona textarugl? Verður þetta
ekki laginu fjötur um fót?
Guðmundur Guðmundarson
„Furðulegt er um-
burðarlyndi gagn-
rýnenda á ljóðum
(óljóðum) ogtexta
ruglukollanna, sem
fara á einskonar
gandreið í íslenskri
ljóðagerð. Það er
nær óþekkt að þeir
fái verðuga hirt-
ingu.“
Varð dómnefndinni ekkert flök-
urt af þessum flatneskjulegu og
aumkvunarverðu ambögum? Allir
hressir?
Höfundurinn er vafalaust þokka-
legur lagasmiður en virðist algjör
bögubósi með bilað brageyra? En
þama kemur einmitt mergurinn
málsins. Fjöldi dægurlagahöfunda
gengur með þá grillu að þeir eigi
sjálfír, án aðstoðar, að semja texta
við sín lög.
Ef örlítil dómgreind á ljóðagerð
og lágmarks metnaður hefði verið
til staðar þurfti ekki langt að fara,
því einhver snjallasti dægurvísna-
höfundur, Kristján skáld frá
Etjúpalæk, er einmitt búsettur á
Akureyri. Hann hefði vafalaust af-
greitt ljóðið fljótt og fallega og
forðað höfundi ágæts lags og dóm-
nefndinni frá því að verða sér til
minnkunnar,
Mér finnst þessi 1. verðlauna-
texti á 200 ára afmæli Reykjavíkur-
borgar með vissum hætti tilræði við
íslenska ljóðhefð og þann lágmarks-
metnað, sem verður að vera til
staðar.
Hér tók heldur ekki neinn bók-
menntafræðingur eða gagnrýnandi
hendur úr vösum til að veita að-
standendum verðuga hirtingu. Svo
skömmin er þeirra Iíka!
Nýlega var haldinn fundur í Odda
háskólans „íslenskir dægurlaga-
textar, þróun þeirra og saga“. Þar
létu nokkrir ljósið sitt skína. M.a.
Valgeir Guðjónsson, sem er í hópi
Stuðmanna og gengur ekki með
skáldagrillur þó hann semji stund-
um texta. Hann sagði að lögin yrðu
oftast til á undan textanum og
bætir við að í textagerð „er það oft
andartakið, sem ræður ferðinni og
nakin neyðin". Stundum yrðu texta-
gerðarmenn að flýja á „kíóið", því
þar væri besta næðið, þegar komið
er í „stúdíóið". Þetta er sannarlega
yfirlætislaus og heiðarleg yfirlýs-
ing. Má líta á þessa frásögn, sem
einskonar afsökun fyrir W.C.-
menningarbyltingunni í textagerð.
Silja Aðalsteinsdóttir er talin
hámenntaðasti bókmenntafræðing-
ur í bamabókmenntum, svo ekki
ætti hana að skorta metnað eða
yfirsýn. Svo er hún líka rauð og
róttæk blessuð konan en slíkt er
talið ákaflega menningarlegt.
Silja virðist vilja gera alvöru úr
því að troða ljóðagerðina endanlega
niður í svaðið og kyssa á vönd ræfil-
dómsins í textagerðinni.
Hún sagði m.a. „að sér hefði
fundist að það ætti að lesa ljóð
Bubba (Morthens) fyrir böm og
leiða þau með þeim hætti inn í ljóð-
listina".
Bubbi hnoðar saman textum um
pólitík, félagsleg vandamál, svita-
lykt, táfylu og önnur hugstæð
yrkisefni. Maður skammast sín fyr-
ir tilvitnunina, sem birtist ásamt
nokkrum öðrum textum í sama dúr
í gagnrýni Morgunblaðsins með til-
heyrandi lofgjörð:
„Hrognin koma“. Við erum enn-
þá í fiskvinnslunni, „hrognin eru
að koma, gerið kerin klár“ og
skömmu síðar komin í verbúðina:
„Uppá verbúð blómstrar menningin
komið og þið munuð sjá
slagsmál, ríðingar, fyllerí,
Jack London horfa á.
Engin pólitísk slagyrði
eða Maómyndir veggjum á,
Þá færðu reisupassann vinur minn
staðnum verður, staðnum verður
frystur frá.“
Jæja, hvað finnst ykkur? Ljóm-
andi snotur bamagæla eða hvað?
Það virðist á hreinu að Silja telji
Bubba rökrétt framhald af þjóð-
skáldunum allt frá Jónasi
Hallgrímssyni til Tómasar Guð-
mundssonar. Og hún vill taka
blessuð bömin við hönd sér og leiða
þau inn í ljóðalesturinn með
„raunsæjum og líflegum" textum
Bubba.
Samkvæmt þessu kemur brátt
að því að bömin kynnast ljóðum
ekki í gegnum „Nú andar suðrið"
eða „Sáuð þið hana systur mína“,
slíkur kveðskapur er að verða alltof
gamaldags. Það er ekki slorlegt að
hefja hina andlegu viðreisn á
„Hrognin koma" og öðrum hlið-
stæðum meistaraverkum „menn-
ingarbyltingarinnar".
Rautt og róttækt eins og hjá Maó
formanni og sundkappa, sem reyndi
að drekkja allri æðri menntun í
Kína með aðstoð Rauðu varðlið-
anna, sem frægt er af endemum!
Hinsvegar má Bubbi í friði fara
fyrir mér. Ég efast um að hann
hafi verið með minnstu skáldagrill-
ur, þegar fræðingamir og rýnend-
umir hámenntuðu fóm að mæra
hann með „skáld“-titlinum.
Og ekki bara hann. „Popptexta-
skáldin" og ótal aðrir bögubósar
sýna oft andlegt atgervi sitt í af-
káralegum klæðaburði, hárlubba,
hanakambi o.s.frv. en umfram allt
skal allri ljóðhefð hafnað, enda upp-
götva þessir snillingar fljótlega að
andagiftin ímyndaða nær sér aðeins
á strik í sundurlausu rugli.
Furðulegt er umburðarlyndi
gagntýnenda á ljóðum (óljóðum) og
texta ruglukollanna, sem fara á
einskonar gandreið í íslenskri ljóða-
gerð. Það er nær óþekkt að þeir fái
verðuga hirtingu. Reynt er að hæla
einhveiju og oftar en ekki er sull-
um-bullið talið athyglisvert byij-
endaverk eða eitthvað í þeim dúr.
Maður grunar gagnrýnendur stund-
um um græsku, að þeir séu að gera
grín, þegar lofgjörðarrollan um leir-
bullið rís hæst. Nær væri að segja
sannleikann um þessa Æri-Tobba.
Nei, annars. Þetta er móðgun við
Æri-Tobba. Hann kunni bæði skil
á höfuðstöfum og stuðlum og var
auk þess býsna góður húmoristi.
Poppuðu textamir eru hinsvegar
oftast leiðinlega vitlausir, og alltof
oft ömurlegt bull.
Dýrkun ræfíldóms og úrkynjunar
í texta og Ijóðagerð virðist feimnis-
mál. Hraklegum hortittasmið er
hossað, ef þeir þá ekki hljóta heið-
ursverðlaun! Svo vofir yfir
„skálda“-styrkurinn og engin und-
ankomuleið.
Það eru sannarlega blikur á lofti.
Ég óttast áframhaldandi skýfall af
leirburði úr „skapaskýjum“!>.
Höfundur er framkvæmdastjóri í
Reykjavík.