Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 37 AKUREYRI Stefán Valgeirsson heldur ræðu sína á fundinum á sunnudag og á myndinni til hægri veifar hann til fundarmanna áður en hann yfirgefur vettvang. Stefán Valgeirsson í ræðu um „aftöku“ sína: Vantar mynd af Kolbeins- ey á bak við mig með fána okkar í hálfa stöng ÞEGAR Ijóst var að Guðmundur Bjarnason hafði hreppt efsta sætið á lista Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra sté Stefán Valgeirsson í pontu og Iýsti því yfir að hann tæki ekki sæti á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Stefán hafði eftirfarandi ræðu tilbúna vélritaða og las hana af blaði: „Þingforsetar, kæru samherjar, andstæðingar. Þá hefur aftakan farið fram. Þar af leiðir að ég tek ekki þátt í þeirri skoðanakönnun sem hér á eftir á að fara fram, og mitt nafn verður ekki á þessum lista ef einhveijum dettur það í hug að fara fram á það við mig. Það eina sem vantar á þá sviðsetningu sem hér fer fram svo hún sé fullkmoin er mynd af Kolbeinsey hér á bak við mig með fána okkar í hálfa stöng. Ég er ekki viss um að sigurvíman vari lengi. Meirihlutinn hér hefur kveðið upp dóm yfir verkum mínum, yfír viðhorfum mínum, með aldur minn að yfírskyni. En þeim dómi er hægt að áfrýja. Og verði það gert gæti orðið á brattann að sækja fyrir einhveija, þá þýðir tæpast að hanga í pilsföldum eða ráðamönn- um fyrir sunnan. Ég vona að þeir, sem veljast til þingstarfa fyrir þetta kjördæmi, ekki síst þeir sem verða fyrir Framsóknarflokkinn, hafí jafnan dirfsku, þrek og skilning á að vera merkisberar réttlætis og jafnræðis, að þeir gerist aldrei strengjabrúður eða sporgöngumenn þeirra fyrir sunnan. Að þeir líti jafn- an á þjóðmálin frá sjónarhóli Norðlendings en digni ekki í barát- tunni vegna framavona sjálfum sér til handa. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem kunna að koma upp nú. Ég mun ekki heldur hlusta á þær umræður sem kannski fara hér fram. Ég á því þann kost einan að yfírgefa þennan stað. Þar sem þetta munu vera mín lokaorð vil ég þakka fyrir samstarfíð á þessum 20 árum sem ég hef setið á al- þingi. Ég vil þó sérstaklega þakka þeim sem studdu mig til framboðs nú og einnig öllum þeim vil ég þakka sem höfðu samband við mig, í sambandi við þetta prófkjör, bæði félagsbunið og ófélagsbundið fólk Ég vil að endingu þakka Ingvari Gíslasyni fyrir samstarfíð á þessum árum. Ég vil láta það koma fram hér að ég met hann mikils fyrir margra hluta sakir. Þegar menn stóðu á aftökustð fyrr á öldum var það venja og óskráð lög að slíkir menn máttu leggja fram eina ósk. Virðulegu forsetar, þingfulltrúrar. Þar sem ég stend nú á slíkum stað og það hér á hótelinu á Húsavík, má ég þá bera fram eina litla ósk sem er út- gjaldalaus en sem ég óska eftir að verði uppfyllt hér og nú. Ósk mín er sú að forsetar gefí engum orðið, að minnsta kosti í tvær mínútur, og að enginn hreyfí sig í sætum sínum á sama tíma á meðan ég geng út úr þessum sal og hef mig af stað frá þessu húsi. Ég hygg að sumum veiti raunar ekki af þagnar- stund eins og nú er komið málum. Sök má spjalla, sanna og logna, sérhvem galla sneiða í kring. Ég skal falla, en aldrei bogna, eða halla sannfæring. Ég hef lokið máli.“ Fundarmenn klöppuðu mikið eft- ir þessa ræðu Stefáns, hann veifaði til þeirra og gekk síðan rakleitt úr salnum og út úr húsinu. Valgerði Sverrisdóttur á Lóma- <jöm fagnað að atkvæðagreiðslu lokinni. Meirihluti Norður-Þingeyinga gengur úr salnum eftir að þeirra maður tapaði í kosningu um annað sæti listans. Valgerður Sverrisdóttir: Bað Stefán að hætta í sumar „AUÐVITAÐ finnst manni það ákaflega leiðinlegt að mennirnir skildu taka þessa ákvörðun að ganga af fundi. Við erum búin að ákveða á kjördæmisþingi að nota þessa reglu við uppröðun á lista og því finnst mér óeðlilegt að menn geti ekki tekið þeim niðurstöðum sem þarna fást. Ég trúi ekki öðm en þegar menn era búnir að jafna sig eftir þenn- an erfiða dag að þeir sameinist um þennan lista,“ sagði Valgerð- ur Sverrisdóttir i samtali við Morgunblaðið eftir að ljóst var að hún hlyti 2. sætið. Valgerður var spurð hvort hún óttaðist sérframboð. „Ég hef það mikla trú á félagslegum þroska Framsóknarmanna í kjördæminu að ég trúi ekki öðru en þeir átti sig og sameinist um þennan lista.“ Hvernig túlkaðirðu orð Stef- áns í ræðunni - sagði hann ykkur að hann hygði á sérframboð? „Nei, ég túlkaði orð hans ekki þannig." Þú studdir Guðmund i 1. sæt- ið. Taldir þú rétt að Stefán léti af þingmennsku nú? „Ég verð að segja að ég átti tal við Stefán í sumar og ræddi þetta við hann. Af því að mér er sérstak- lega vel við Stefán - ég hef verið á listanum og starfað með honum - bað ég hann um að draga sig í hlé því ég vildi honum ekki það illt að lenda í þssum slag, sem ég hafði á tilfínningunni að gæti farið svona. Ég var búin að heyra svolítið ofan í fólk og því fannst að tími væri kominn til að hann drægi sig í hlé. Ekki síst vegna þess að meðalaldur þingflokksins er mjög hár og konur og ungt fólk hafa verið að reyna að hasla sér völl innan flokksins. Því hefði mer fundist eðlilegt að Stefán hætti nú. En ég vil taka skýrt fram að þegar ég talaði við Stefán í sumar var ég ekki að ýta honum út til að komast að sjálf - það var löngu seinna sem ég ákvað að gefa kost á mér,“ sagði Valgerð-^ ur. Enn ekki ljóst hvort Stefán Valgeirs- son fer í sérframboð: Ahrífamenn hjá Sam- bandinu lögðu sig fram um að vinna gegn mér Akurevri. STEFAN Valgeirsson sagði í gær ekkert hafa gerst enn sem bendi til þess að hann fari i sérframboð við næstu alþingiskosningar. Sagðist vera að hugsa málin. „Það er misskilningur ef einhver túlkar orð mín í ræðunni þannig að ég segðist ætla í sérframboð. Ég sagði í minni ræðu að það væri hægt að áfrýja þessum dómi. Þá var ég ekki að meina manninn Stef- án Valgeirsson heldur þá túlkun á málum og viðhorf til málefna, sér- staklega landsbyggðarinnar, sem ég hef verið að reyna að túlka en kannski ekki verið nógu kröftugur í að fylgja eftir." Stefán sagði mikið_ hafa verið rætt um sérframboð. „Ég hef mikið verið spurður um þetta en það er ekki ég sem myndi ráða því og spumingin er hvemig það ætti að bera að og hver yrði í forsvari fyr- ir því.“ Menn á Þórshöfn vinna nú að undirbúningi stuðningsyfirlýs- ingu við þig um að fara fram. Kemur það þér á óvart? „Mér er kunnugt um þetta. Það sagði einn þeirra við mig eftir kjö- rið á Húsavík: þú veist hvemig tilfinning okkar er. Við höfum hér eftir ekki til neins að leita með okkar mál.“ Stefán sagðist hafa vitað það löngu fyrir að ef hann næði ekki fyrsta sætinu hefðu menn eystra áhuga á sérframboði. „En það er erfítt fyrir mig að ná þessu sæti þegar hér um bil öll kjördæmis- stjómin var á móti mér. Það var bara einn af sjö sem studdi mig. Og þegar áhrifamenn hjá Samband- inu leggja sig fram um að skipu- leggja aðgerðir á móti mér.“ Viltu nefna nöfn þessara Sam-4 bandsmanna sem þú átt við? „Ég læt þetta duga núna, ég á kannski eftir að nefna nöfn síðar." Þú nefnir forystumenn í kjör- dæmisráði og háttsetta menn hjá Sambandinu. Hvað með flokks- forystuna sjálfa - lagðist hún gegn þér? „Það er hald ýmsra hér að svo sé og það sé ástæðan fyrir því að kjördæmisstjórnin snérist á móti mér.“ Er það Steingrímur Her- mannsson sjálfur sem vann gegn þér? „Ég veit ekkert um þetta en ég hef mínar grunsemdir." ^ Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.