Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 47

Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 47 Minning: Stefanía Ó. Valdi- marsdóttir Fædd 14. marz 1904 Dáin 9. október 1986 Mamma hringdi að morgni dags þann 9. þessa mánaðar og sagði mér að amma væri dáin. Hún dó í nótt, blessunin ... Gömul kona sem lifað hefur sinn dag sofnaði loks örþreytt að kvöldi, svefninum langa. Liðin eru sjö ár frá þvf hún veiktist af erfiðum sjúkdómi og örlög henn- ar voru ráðin. Þá baðst þú guð að taka þig: mínu hlutverki er lokið - en hann svaraði í heilagri bræði: sá sem vill lifa skal deyja sá sem vill deyja skal lifa þú skalt að lokum deyja úr þrá eftir dauðanum. Og hann tók ljósið úr augum þínum og hljóminn úr eyrum þínum og þú kúrðir þig niður eins og visnað blóm - blómstrið eina. (Jóhannes úr Kötlum) Hvíldinni fegin hverfur hún á vit feðranna, „handan yfír djúp pínu og dauða“. Hlutverki hennar er lok- ið í þessu lífi. Hún markaði á langri leið sinni djúp spor í minningar okkar sem eftir lifum, í söknuði og trega. Amma mín heitin, Stefanía Ósk Valdimarsdóttir, fæddist á Efri- Mýrum í Engihlíðarhreppi í Aust- ur-Húnavatnssýslu þann 14. mars 1904. Foreldrar hennar voru Anna Guðmannsdóttir frá Krossanesi á Vatnsnesi og Valdimar Stefánsson bóndi á Efri-Mýrum. Hún var elst fjögurra systkina, þeirra Guð- manns, Ragnhildar og Eggerts. Amma ólst upp í foreldrahúsum til fermingaraldurs, en fór þá að vinna fyrir sér eins og títt var um ungl- inga á þeim tíma, m.a. á sjúkrahús- inu á Blönduósi. Hóf hún þar nám í hjúkrun, en varð frá að hverfa sökum heilsubrests. Fluttist hún þá suður til Reykjavíkur og dvaldist þar um nokkurra ára skeið. I Reykjavík kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, afa mínum, Agli Geirssyni frá Múla í Biskupstung- um, og giftust þau þann 3. október 1930 og hófu búskap í Múla sama ár. Þar bjó hún samfleytt í 52 ár. Þeim varð sex barna auðið, misstu það fyrsta en hin lifa öll; tvíburam- ir Geir og Anna Sigríður, Guðbjörg, Jónfna Margrét og Páll Haukur. I Múla hélt amma myndarlegt heimili sem orð fór af fyrir höfð- ingsbrag og rausnarskap. Þar var löngum mikill gestagangur enda Múli í alfaraleið. Tók hún öllum vel sem þangað komu og gerði aldrei mannamun. Bömum sínum var hún mikið og þótti þeim afar vænt um hana. Amma var fíngerð, fremur smávaxin og fríð sýnum. Hreinlynd var hún og skaprfk og með afbrigð- um hreinskiptin en þó kyrrlát í viðmóti og eitthvað tigið í fasi henn- ar og hlýtt. Hún var ekki orðmörg, hafði gaman af lestri góðra bóka og var mjög trúuð. Líf eftir dauð- ann var henni hugleikið og las hún gjaman bækur um þau efni. Hún var sérdeilis mannglögg og duldist fátt fyrir henni af þessum heimi og öðrum. Þangað sem hún er kom- in. Og nú veit ég hvar: í rikinu sem varð til er hinn krossfesti gaf upp andann þar situr þú og spinnur bláa geisla í sokk. (Jóhannes úr Kötlum) Við barnabörnin þökkum henni allt sem hún gaf okkur í guðs friði. Stefán Fyrirtæki, bankar, stofnanir Við höfum allt í barnakrókinn. Kynnið ykkur dönsku HUKIT tréleikföngin og húsgögnin. Þau eru í sérflokki. 40 ára reynsla á barnaheimilum. Heildverslunin ÍSKLASSh/f sími 651099 & 51020 WANG •• WANG-TOLVUNAMSKEIÐ Eins og undanfarin ár bjóðum við í Tölvudeild Heimilistækja upp á ýmis konar námskeið um tölvur og tölvuvinnslu. Við viljum sérstaklega minna okkar viðskiptavini á þau nám- skeið sem haldin verða nú í nóvember og desember. 5.— 7. nóv. WANG-ritvinnsla 1 5.— 7. nóv. Business Graphics 11.—13. nóv. WANG-ritvinnsla 2 11.—13. nóv. Multiplan 18.—20. nóv. WANG-ritvinnsla 1 25.—27. nóv. WANG-gagnagrunnur 2. — 4. des. MS-DOS-stýrikerfi 3. — 5. des. WANG-gagnagrunnur 8.—10. des. DATAEASE-gagnagrunnur ÍO.—12. des. WANG-ritvinnsla 2 16.— 18. des. W AN G-rit vinnsla 1 Auk reglubundinna námskeiða bjóðum við einnig sérstök námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki. Vinsamlegast hafið samband við Björgu Birgisdóttur, kynn- ingar- og kennslufulltrúa, í síma 91-27500. Tölvudeild Heimilistækja WANG Góður matur og hröð þjón- usta eru helstu kostir steik- arabarsins á Hrafninum. Nú er loksins mögulegt að fá virkilega góðan mat í hádeginu án þess að eyða öllum matartímanum í bið. Steikarabar er íslenskt nýyrði fyrir enska hugtakið „Carvery". Fjölmargir íslendingar hafa kynnst „Carvery" á Bretlandi en nú kynnir Hrafninn, fyrst íslenskra veitingahúsa, steikarabarinn hér heima. Á steikarabarnum velur þú um ofn- steikt nautakjöt, grillsteikt lambakjöt, ofnsteikt grísakjöt, grillaða kjúklinga eða pottrétt. Kokkurinn aðstoðar þig við valið og sker kjötið á diskinn. Meðlætinu blandar þú saman að eigin smekk. Með steikarabarnum fylgir súpa, brauð og salatbar. Fyrir þá sem ekki vilja kjöt er jafnan um fjóra mismunandi fiskrétti að velja. Á steikarabarnum setur þú saman þinn eigin matseðil og borðar eins og þig lystir. Hádegisverður kl. 11.30-14.00* kr. 580,- Kvöldverður kl. 17.30-21.00* kr. 640,- *Ath. aðeins opið matargestum. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.