Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 7 Morgunblaðið/Bjarni Frá Munch-sýningunni í Norræna húsinu. Myndin er tekin i lok september, er sýningin var sett upp og á henni eru standandi: Knud Ödegaard forstjóri Norræna hússins og Ólafur Kvaran list- fræðingur, en sitjandi er Arne Eggum, forstöðumaður Munch- safnsins í Osló. Munch-sýningin opin th 9. nóvember VEGNA mjög mikillar aðsókn- ar á sýningu á verkum Edwards Munchs í Norræna húsinu hef- ur verið ákveðið að sýningin verði opin til 9. nóvember. Að sögn talsmanns hússins hafa nú séð sýninguna á milli 7 og 8 þúsund manns og hafa fáar listsýningar hlotið slika aðsókn í Norræna húsinu frá upphafi sýninga þar. Mikill fjöldi fólks skoðaði sýninguna um helgina, enda hafði verið auglýst að um siðustu sýningardaga væri að ræða. Tvö fiskiskíp seldu erlendis Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar: 12,2 milljónir króna til rekstrar fiskmarkaðar TVÖ islenzk fiskiskip seldu afla sinn í Þýzkalandi á mánudag. Fremur lágt verð fékkst fyrir aflann, einkum karfa. Þorsteinn GK seldi alls 89,5 lest- ir, mest ufsa í Bremerhaven. Heildarverð var 4.288.300 krónur, meðalverð 47,91. Framnes IS seldi 84,8 lestir á sama stað. Heildarverð 4.040.300 krónur, meðalverð 47,67. Aflinn var að mestu karfi. HAGSMUNAAÐILAR í fiskverk- un og útgerð, fjölmenntu á undirbúningsfund Útvegs- mannafélags Hafnarfjarðar um stofnun hlutafélags um rekstur fiskmarkaðar i Hafnarfirði, sem haldinn var sl. laugardag. Síðdegis i gær höfðu 87 einsk- taklingar og félög víðsvegar af Faxaflóasvæðinu skráð sig fyrir hlut, samtals 12,2 millj. Á fundinum kynnti Gunnlaugur M. Sigmundsson formaður nefndar á vegum sjávartútvegsráðuneyti- sins, niðurstöður skýrslu um rekst- ur fiskmarkaðar hér á landi. Hann sagði að með þessu frumkvæði Útvegsmannafélagsins teldi hann að störfum nefndarinnar væri lokið með stofnun fiskmarkaðar í til- raunaskyni í Hafnarfirði. Hrafnkell Ásgeirsson varaformaður hafnar- stjórnar Hafnarfjarðar skýrði hver hlutur stjórnarinnar og þar með bæjarstjórnar yrði í væntanlegum fiskmarkaði og lagði hann áherslu á að hraða þyrfti framkvæmdum svo að markaðurinn gæti tekið til starfa, strax 1. febrúar í upphafi vertíðar. Hann tók fram að bæjar- yfirvöld myndu útvega lóð og kosta byggingu hússins ef til þess kæmi. Tilboð í byggingu húss fyrir fisk- markað í Hafnarfirði voru opnuð fyrir viku. Lægstu tilboð bárust frá Hagvirki og Istak. Þau námu um 23 milljónum króna í minni hús- gerðina, að sögn Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarstjóra. Að framsöguerindum loknum tóku nokkrir fundarmenn til máls og ræddu hvað hafa þyrfti í huga þegar teknar væru ákvarðanir um rekstur markaðarins. Fulltrúar verkalýðsfélaga lýstu yfir ánægju með væntanlegan markað og kváð- ust vænta mikils af honum. í fundarlok var samþykkt að skipa sjö manna nefnd til undibúnings stofnfundar félagsins. Nefndina skipa, Ágúst Einarsson forstjóri Hraðfrystistöðvar Reykjavíkur, Hjalti Jóhannsson forstjóri Véla- verkstæðis Jóhanns Ólafs hf, Óskar Vigfússon forseti Sjómannasam- bands íslands, Jón Friðjónsson framkvæmdastjór Hvaleyrar hf., Haraldur Jónsson framkvæmda- REYTINGSVEIÐI var á loðnu- miðunum um helgina og á mánudag eftir slaka viku vegna veðurs. Aflinn þessa daga varð um 29.000 lestir og heildaraflinn frá upphafi vertíðar er orðinn um 324.000 lestir. Á laugardag tilkynntu eftirtalin 13 skip um afla, samtals 7.550 lest- ir: Hrafn GK, 660, Þórshamar GK, 600, Ljósfari RE, 500, Júpíter RE 350, Albert GK, 600, Rauðsey AK, 580, Svanur RE 650, Hilmir 11 SU, 540, Víkingur AK, 400, Skarðsvík SH, 640, Gísli Ámi RE, 620, Þórð- ur Jónasson EA, 560 og Pétur Jónsson RE 850 lestir. Á sunnudag varð aflinn samtals 12.360 lestir af eftirtöldum 18 skipum: Huginn VE, 600, Hákon ÞH, 760, Eskfirð- stjóri Sjólastöðinni hf., Ágúst G. Sigurðsson skipatæknifræðingur og Guðmundur Ólafsson fyrrverandi skipsstjóri, sem á sæti í hafnar- nefnd. Þess er vænst að undirbún- ingsnefnd hafi lokið störfum innan mánaðar. ingur SU, 550, Súlan EA, 800, Bergur VE, 530, Húnaröst ÁR, 620, Gullberg VE, 610, Börkur NK, 1.100, Erling KE, 600, Kap 11 VE, 580, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 700, Þórshamar GK, 550, Jón Kjartans- son SU, 1.040, Sighvatur Bjarnason VE, 670, Víkurberg GK, 550, Sig- urður RE, 1.000, Grindvíkingur GK, 1.000 og Keflvíkingur KE 100 lest- ir. Á mánudag voru eftirtalin 12 skip með samtals 9.235 lestir: Öm KE, 580, Fífill GK, 630, Eldborg HF, 1.450, Svanur RE, 715, Harpa daRE, 630, Guðmundur Ólafur ÓF, 580, Hrafn GK, 650, Albert GK, 600, Bjami Ólafsson AK, 1.000, Beitir NK, 1.200, Gígja RE, 750 og Ljósfari RE 450 lestir. Metsölublad á hverjum degi! Morgunblaðið/Þorkell Hluti fundarmanna á fundi Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar um stofnun hlutafélags til reksturs fiskmarkaðar i Hafnarfirði. Reytingsafli loðnuskipa Það er gaman að fylgjast með tískunní Veistu að einkenni húsgagnatízkunnar í haust er djörfung í litavali og fjölbreytni í hönnun. í verzlun okkar færðu það nýjasta nýja í húsgögnum í öllum regnbogans litum D;, _ isty-hom Flottur homsófi sem er bólstraður í kaldmótað gúmmí og diolenló, klæddur gegnumlituðu anilínsútuðu nautaleðri. Stæiðir: B 220 x L 265 cm E húsgagnahöllin l!H4 M-'.A’I BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.