Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
21
Kenneth Clark
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Meryle Secrest: Kenneth Clark.
A Biography. Weidenfeld and Nicoi-
son 1985.
Meryle Secrest kynntist Clark
lávarði 1969, þá hafði hún hlotið
Pulitzer-verðlaunin fyrir bók sína
„Being Bemard Berenson". Clark
leyfði henni aðgang að öllum einka-
skjölum sínum, hún átti viðtöl við
nánustu skyldmenni hans og vini.
Clark skrifaði minningar sínar,
sem komu út 1974, Another Part
of the Wood og The Other Half,
sem kom út 1977. Þessi rit eru
m.a. heimildir að þessari ævisögu.
Höfundur segir frá ættemi
Clarks, ættin verður rakin til Skot-
lands, en með iðnbyltingunni
efnuðust forfeður Kenneths Clarks
og ráku baðmullarverksmiðjur með
ágætum árangri og því fylgdu ýms-
ar breytingar á viðhorfum og mati,
drykkjuskaparóregla hijáði ýmis
náin skyldmenni Kenneths og faðir
hans myndi kallast drykkjusjúkling-
ur nú á dögum, en -þótt svo væri,
þá dmkku þeir frændur einlægt
„með decomm", en ekki eins og
dónamir. Secrest lýsir skólagöngu
Clarks, en þar gekk á ýmsu. Hún
leitast við að lýsa þeim orsökum
sem ollu því að hann varð einn
meðal merkustu listfræðinga
samtímans. Hún lýsir all ítarlega
einkalífi hans og persónulegum
högum, efnislegum og andlegum.
Kenneth Clark varð forstöðu-
maður „National Gallery" 1. janúar
1934. Hann hafði allt frá blautu
bamsbeini ætlað að verða listamað-
ur, en það snerist síðar í þá átt að
hann tók að skrifa um listir og lista-
menn og gerði það á þann hátt, að
hann jók skilning fjölda einstakl-
inga fyrir verðmætum, sem þeim
var áður lokuð bók. Hann vissi
manna best hversu listir og bók-
menntir auðga og fylla líf manna
og með áhrifavaldi sínu tókst hon-
um jafnvel að „beija hina þykk-
húðustu tötrapólitíkusa til þess að
leggja ekki steina í götu lista og
bókmennta með fáránlegum og
lubbalegum ráðstöfunum".
Fyrsta rit Clarks var „The Goth-
ic Revival", sem kom út 1928. Frá
1935 rak hvert ritið annað, „Leon-
ardo da Vinci, an account of his
development as an artist" kom út
hjá Cambridge 1939, „Landscape
Into Art" 1949, „Piero della Franc-
esca“ 1951, „The Nude" Í959,
„Rembrandt and the italian Rena-
issance" 1966 og „Civilisation"
1969. Síðastnefnda bókin var byggð
á 13 sjónvarpsþáttum höfundar,
Clark rekur í þessari bók sögu
menningar Evrópu frá hmni róm-
verska ríkisins fram á okkar daga.
Hann Qallar hér um hugmyndir,
bókmenntir, byggingarsögu, mál-
aralist og einnig þá einstaklinga,
sem með ritum sínum og verkum
sköpuðu þessa menningu. Þessi bók
Clarks varð kunnust rita hans, kom
í ótal útgáfum á helstu þjóðtungum.
„Moments of Vision" 1982 varð
síðasta bókin, sem kom út að honum
lifandi. Síðasta bók hans kom út
eftir fráfall hans 1983, „The Art
of Humanism", en sá titill tjáir
lífsverk Kenneths Clarks.
Kenneth Clark fæddist í Sud-
boume Hall 13. júlí 1903 og lést
21. maí 1983.
Eftirskólann.
„Eitthvað braqðqott,
helstAldSnf"
{Vyr.) .,..1 Kllll IKlé
SYKURSNAUÐUR
|j .. Ti
i
f8 ■f -1
Nú fást fimm bragðtegundir af
Aldin grautum, með sykri eða
Nutra Sweet, í 1 eða Vz lítra
umbúðum.
Aldin í öli mál!
SÓLHF
|?jóNusTA
Revms^ p
Pe«k,nG B
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670
■Mtjgn&i
girmotorar
rafmótorar