Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 ! i AP/Símamynd. Frá slökkvistarfi í vöruskemmu efnaverksmiðjunnar í Sandoz nærri Basel á laugardagsmorgun. Mesta mildi að ekki fór verr í stórbruna í Basel Efnageymsla brann til kaldra kola Ztirich. Frá Ónnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MORG tonn af fiski drápust i Rinarfljóti um helgina eftir stórbruna í efnageymslu svissn- eska fyrirtækisins Sandoz í Basel aðfaranótt laugardags. Engin slys urðu á mönnum. Um 800 tonn af efnum sem aðallega eru notuð við akuryrkju - skor- dýraeitur, köfnunarefni, fosfór og kvikasilfur - brunnu. Tjón Sandoz er metið á um 10 millj- ónir svissneskra franka eða um 243 milljónir ísl. kr. Enn er ekki vitað hvað olli brunanum. Talsmenn Sandoz útiloka ekki að um íkveikju hafi verið að ræða. Þetta er eitt mesta slysið í sögu svissnesks efnaiðnaðar. Lögreglu- menn og næturverðir urðu eldsins varir skömmu eftir miðnætti á föstudagskvöld. Ekkert eldvama- kerfi var í skemmunni. Slökkvilið kom of seint á staðinn til að geta bjargað henni en tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús. Þegar hæst stóð börðust 160 slökkviliðsmenn við eldinn. Ekki var vitað hversu hættuleg efnin í geymslunni kjmnu að vera fyrir íbúa Basel. Almannavamir borgarinnar og nærliggjandi staða voru settar í viðbragðsstöðu til öryggis og útvarpsþulir ráð- lögðu fólki að loka gluggum og hurðum og halda sig innan dyra. Loftmælingar sýndu hins vegar að engin hætta var á ferðum og hættuástandinu var því aflétt. Bjarki Zophoníasson, arkitekt í Basel, býr í um 5 km ijarlægð frá vörugeymslu Sandoz. Hann sagði að almannavamakerfið í hverfinu sem hann býr í væri í viðgerð en hann hefði vaknað undir morgun við sírenuvæl í næsta hverfi. „Við lokuðum ekki gluggunum hjá okkur í tæka tíð og pestin af eldinum var komin inn þegar við vöknuðum. Fnykur- inn af honum lá yfir borginni allan laugardaginn. Eg hef aldrei fund- ið aðra eins fýlu,“ sagði Bjarki og líkti henni við megna hvítlaukslykt. Hann sagði að margir hefðu brugðist við með því að hringja í ættingja og vini til að vara þá við hættunni. „Fólk hlustaði á útvarp til að fylgjast með fréttum," sagði hann. „Það kom berlega í ljós hversu mátt- vana almenningur er gagnvart slysi af þessu tagi. Það á örugg- lega eftir að draga dilk á eftir sér fyrir efnaiðnaðinn hér í Basel og vegna fyrirhugaðrar kjamorku- framleiðslu hér í nágrenninu." Efnt var til fjölmenns útifundar um efnaiðnað og umhverfisvemd í Basel eftir hádegi á sunnudag. Ibúar borgarinnar eru enn ekki í rónni eftir brunann og óttast að einhver eiturefni sitji eftir í um- hverfínu. Fiskdauðinn, en þó sérstaklega dauði ála sem eru lífseigir, hleypti óhug í fólk. Ná- grannar Svisslendinga, Frakkar og Vestur-Þjóðverjar, kvörtuðu og sögðust hafa verið varaðir við hugsanlegri hættu of seint. Sér- fræðingar segja að eiturefni mælist hvorki í lofti né drykkjar- vatni en ráðleggja fólki að þvo grænmeti vel. Haukur Kristinsson, efnafræð- ingur hjá fyrirtækinu Ciba Geigy í Basel, sagði að það væri mesta mildi að ekki fór verr í brunanum. „Þetta hefði getað verið miklu hættulegra," sagði hann. „Ég er hissa á að slíkir atburðir geti gerst í eins háþróuðu landi og Sviss.“ Hann sagði að það væri hugsan- legt að eldurinn hefði kviknað út frá skemmdum í efnunum sjálf- um. Reykjavíkurfundurinn: Bandaríkjamenn vildu óheftar vopnatilraunir -seg’ir samningamaður Sovétsjórnarinnar Moskvu, AP. GEORGY ARBATOV, einn full- trúa Sovétstjórnarinnar á Reykjavíkurfundinum, segir að fulltrúar Bandaríkjamanna á fundinum hafi ekki spurt Sovét- mennina hvað þeir ættu við með kröfunni um að tilraunir Banda- ríkjamanna með geimvopn yrðu takmarkaðar við rannsóknar- stofur. Sakaði hann Bandaríkja- stjórn um grófar falsanir á niðurstöðum fundarins. Arbatov lét þessi orð falla í við- tali við sovéska sjónvarpið um síðustu helgi. Hann neitaði því al- gjörlega að leiðtogamir hefðu ekki komist að samkomulagi vegna þess að Bandaríkjamenn hefðu ekki get- að samþykkt að tilraunir færu eingöngu fram á rannsóknarstof- um. Sagði hann að Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og fulltrúar Bandaríkjastjórnar hefðu ekki viljað samþykkja neinar takmarkanir á tilraunum með geimvopn og því hefði fundinum lokið án samkomu- lags. Arbatov sagði Bandaríkja- mennina ekki hafa spurt sovésku fulltrúanna um hvemig þeir skil- greindu orðið „rannsóknarstofur". Hins vegar lét Georgy Arbatov þess ógetið hvaða skilning Sovétstjómin legði í það orð. Bandarískir embættismenn hafa fullyrt að sovéskir starfsbræður þeirra hafí krafíst þess á Reykja- víkurkurfundinum að tilraunir með geimvopn fæm eingöngu fram inn- an veggja rannsóknarstofnana. Frá því að fundinum lauk hafa Sovét- menn gefið í skyn að skilgreining þessi gæti einnig tekið til tilrauna með drægni geimvopna. Banda- rískir embættismenn segja Sovét- menn ekki hafa skýrt afstöðu sína nánar á fundum í Genf. Að sögn ónafngreinds embættis- manns frá Vesturlöndum hafa Sovétmenn ekki lagt fram formleg- ar afvopnunartillögur í Genf. I síðustu viku lögðu bandarísku samningamennimir til að lang- drægum kjamorkuvopnum yrði fækkað um helming á næstu fímm árum og að kjamaoddar í meðal- drægum flaugum hvers stórveldis um sig yrðu ekki fleiri en 100. V estur-Þýskaland: Oánægja með ummæli Kohls um Grorbachev Sakaður um að hafa líkt hon- um við Josef Göbbels í einlægni bæta samskipti austurs og vesturs," sagði Kohl. Sovétstjórnin brást hin versta við ummælunum í Newsweek og hefur sagt, að þau geti haft „al- varlegar afleiðingar" fyrir sam- skipti ríkjanna. Á laugardag frestuðu Sovétmenn t.d. undirrit- un samnings um samvinnu þjóðanna í kjarnorkumálum. í Newsweek var Kohl spurður hvaða álit hann hefði á Gorbachev og svarið, sem í tímaritinu var þýtt á ensku úr þýsku, var á þessa leið: „Ég er meira en tvævetur og lít ekki á hann sem frjálslynd- an mann. Hann er nútíma kommúnistaleiðtogi, sem kann á fjölmiðlana. Göbbels, einn þeirra, sem báru mesta ábyrgð á glæpum Hitlerstímans, var heldur enginn aukvisi í samskiptunum við þá.“ Stjómarandstaðan í Vestur- Þýskalandi og samstarfsmenn kristilegra demókrata í stjóm, fijálsir demókratar, hafa skorað á Kohl að draga þessi ummæli til baka. Vestur-þýska tímaritið Der Spiegel segir, að á fimmtudag ætli Kohl að gefa út opinbera yfir- lýsingu um, að hann hafí ekki ætlað að líkja Gorbachev við Göbbels. Göbbels Gorbachev Bonn, AP. HELMUT Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands, reynir nú að lægja öldurnar og sefa reiði Sovétmanna, sem saka hann um að hafa í viðtali við bandarískt tímarit líkt Gorbachev, Sovét- Ieiðtoga, við Göbbels, áróðurs- málaráðherra nasista. Kohl sagði á sunnudag, að bandaríska tímaritið Newsweek hefði ekki haft „orðrétt eftir“ ummæli hans um Gorbachev og Josef Göbbels „og þess vegna mátti halda, að ég væri að líkja þeim saman sem mönnum". Kvaðst Kohl harma þennan mis- skilning og sagði, að það hefði ekki verið ætlun sín að vera með óhróður um Gorbachev. „Ég hef aldrei efast um, að Gorbachev vilji Svíþjóð: Mikið uppnám vegna hlerana Sovétmanna Stokkhólmi, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Erik Liden. UPPNAMIÐ í Svíþjóð fer sízt minnkandi út af hlerununum Sovétmanna í sænska sendiráð- inu í Moskvu, en nú hafa fundizt eigi færri en 30 hlustunartæki þar. Þrátt fyrir hörð mótmæli, sem Ingvar Carlsson forsætisráðherra hefur sent sovézkum stjómvöld- um, þá halda samskipti Svía og Sovétmanna óhindruð áfram. Bor- is Pankin, sendiherra Sovétríkj- anna í Svíþjóð, var þannig á tónleikum, sem vinafélag Sov- étríkjanna og Svíþjóðar gekkst fyrir í tónleikahöllinni í Stokk- hólmi á sunnudag. Þar neitaði hann hins vegar alveg að tala við blaðamenn. í gær var Pankin viðstaddur fund verkfræðinga, þar sem Gör- an Ryding, fyrrverandi sendiherra Svíþjóðar í Moskvu, var viðstadd- ur sem fulltrúi sænsku stjómar- innar. Ryding var í Moskvu 1975 - 1979 og samkvæmt því, sem haft var eftir honum í gær, þá vissi hann allan tímann, að hleran- ir áttu sér stað í sendiráðinu þar. „Við sem störfum í utanríkis- þjónustunni höfum. lært að búa við þetta," var haft eftir Ryding. Það kom sænska utanríkisráðu- neytinu samt á óvart, að öll herbergi í sendiráðinu í Moskvu og jafnvel íbúðir sendistarfs- manna þar skyldu vera hleruð. Þá er það einnig fram komið, að árin 1968 - 1972 var sovézkur öryggisvarðmaður á vakt í sænsku sendiráðsbyggingunni að kvöld- og næturlagi án nokkurra afskipta af sænskri hálfu. Þetta þýðir, að sendiráðsbyggingin var á valdi KGB 16 tíma í sólarhring. Hörð átök í Nicaragua Tegucigalpa, Nicaragiia, AP. HERMENN sandinistastjórnar- innar og kontra-skæruliðar háðu harða bardaga um helgina bæði í suður- og norðurhluta Nicaragua. Var haft eftir tals- manni skæruliða, að meira en 370 stjórnarhermenn hefðu fallið í þessum bardögum. Talsmaður skæruliða sagði, að hermenn sandinista hefðu elt þá langt inn í Honduras, en skærulið- ar hafí þá fylgt liði á ný og hrakið stjómarherinn til baka yfir landa- mærin inn í Nicaragua. wtmiB*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.