Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
Nýjar leiðir til lausn-
ar ágreiningsmálum
Jómfrúrræða Maríu Jóhönnu Lárusdóttur á Alþingi
María Jóhanna Lárusdóttir (Kl.-
Rvk.) flutti sína fyrstu þingræðu,
jómfrúrræðu, er hún mælti fyrir
frumvarpi til breytinga á sveitar-
stjómarlögum. Frumvarpið geymir
ákvæði um almennar kosningar eða
einstök mál, ef tiltekinn hluti íbúa
eða sveitarstjómar óskar eftir. Þau
mistök urðu í birtingu ræðunnar
hér í Morgunblaðinu að málsgrein
féll niður. Ifyrri hluti framsögunnar
birtist því hér á ný.
Leiftur úr fortíð
lýsir upp nútíð
I fomum bókmenntum okkar ís-
lendinga segir frá örlaganomunum
Urði, Verðandi og Skuld er sátu
við Urðarbrunn og skópu mönnum
og goðum örlög er vom samofín
úr fortíð, nútíð og framtíð. Gildi
fortíðarinnar fyrir örlög manna var
því þýðingarmikið, án hennar var
engin nútíð og því síður framtíð.
Fortíðin er okkur nútímamönnum
mikilvæg. Hún er mikilvæg vegna
þess að á tímum hraðra breytinga
er hætt við að maðurinn rofni úr
tengslum við uppmna sinn og að
þau verðmæti er sköpuðu honum
lífsskilyrði gleymist í umróti nýj-
unganna. Dagurinn í dag er
framhald gærdagsins og ekkert af
því sem gerðist í gær er hægt að
endurtaka. Spuna örlaganomanna
er ekki hægt að stöðva — ekki
hægt að hægja á honum, rekja
hann til baka og leiðrétta mistök
eða lagfæra þá galla er kunna að
finnast í munstrinu.
Stundum er sem bregði leiftri úr
fortíðinni yfír í nútíðina, lýsi upp
líðandi stund og geri hana sýnilegri
og skiljanlegri. Slíku leiftri bregður
fyrir hjá Albert Einstein er hann
varaði við afleiðingum kjamorkunn-
ar.
Með leyfi forseta.
„Eftir að maðurinn leysti kjam-
orkuna úr læðingi er ekkert eins
og það var — allt hefur breyst nema
hugsunarháttur okkar. Þess vegna
gengur maðurinn helför sína áleiðis
til Ragnaraka. Við þurfum að
gjörbreyta hugsunarhætti okkar
ef mannkynið á ekki að farast."
Allt frá þeim tíma er Bandaríkja-
menn vörpuðu kjamorkusprengjun-
um á Hiroshima og Nagasaki hafa*
menn, bæði lærðir og leikir, reynt
að spoma við því gífurlega vopna-
kapphlaupi sem stórveldin tvö hafa
háð. Vamaðarorð Einsteins hafa
hljómað skýr og tær í gegnum alla
friðarsöngvana, friðarræðumar og
umræðumar eins og skær geisli er
lýsir veginn fram en er þó einungis
sýnilegur þeim er kjósa sér birtuna
að leiðarljósi.
Ragnarök afleiðing
fortíðar ásanna
Sýn Einsteins fram á við inn í
heim kvíða og öryggisleysis okkar
nútímamanna er lík annarri er við
íslendingar þekkjum úr bókmennt-
um okkar. í Snorra-Eddu segir frá
því er Baldur, hinn hvíti ás, var
drepinn og varð að hverfa niður til
Heljar, með leyfi forseta. „En er
æsimir freistuðu að mæla, þá var
hitt þó fyrr at gráturinn kom upp,
svá at engi mátti öðmm segja með
orðunum frá sínum harmi, en Óðinn
bar þeim mun verst þennan skaða
sem hann kunni mesta skyn, hversu
mikil aftaka og missir ásunum var
í fráfalli Baldurs."
Óðinn var vitrastur ásanna og
sá lengra fram en þeir. Honum var
ljóst að dauði Baldurs færði æsi nær
þeim rágnarökum sem þeir höfðu
kallað jrfir sig, með þvf að ánetjast
ágimdinni og fremja eiðrof. Óðinn
hafði reynt að forða ásum frá örlög-
um sínum með því að auka liðsstyrk
sinn og þekkingu og í því skyni
selt auga sitt að veði fyrir sopa úr
viskubrunni Jötna. En vopnabrak
Einheijanna og hin áunna þekking
hafði einungis aukið á bölið, slævt
meðfædda visku hans og sýn. Þess
vegna hafði honum yfirsést mistil-
teinninn er grandaði hinum hvíta
ás og færði hinum illu öflum sigur.
Dauði Baldurs var því aðeins einn
þráður í örlagavef þeim er nomim-
ar spunnu herguðunum og afleiðing
þeirra eigin fortíðar.
Hugarfarsbreyting
sprottin úr grasrót
Framfarir liðinna áratuga hafa
leitt okkur mennina inn á nýjar
brautir, opnað okkur nýjar víddir.
Það sem var áður hulið hefur
mannshugurinn leitt fram á sjónar-
sviðið með þekkingu sinni á
umheiminum, náttúmnni og þeim
öflum sem í henni búa. Tækniundr-
in hafa þó ekki fært mannkynið
§ær þeim ragnarökum er Einstein
boðaði fyrir flórum áratugum. Sýn
okkar hefur hins vegar breyst,
heimsmyndin hefur dregist saman.
Okkur er ljósara en áður að örlög
okkar era samofin og að sérhver
þráður sem ofinn er í þann vef
getur skipt mannkynið sköpum.
Geislavirkni, mengun og rányrkja
virða ekki landamæri og hvort sem
ofbeldi beinist gegn fólki eða nátt-
úranni hefur það ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir alla heildina. Sú
kreppa sem mannkynið er í hefur
þó haft jákvæðar afleiðingar í för
með sér. Hinn breytti hugsunar-
háttur sem Einstein boðaði er
orðinn að veraleika hjá fjölda fólks
víða um heim. Hann lýsir sér í því
að fólk situr ekki lengur aðgerða-
laust og bíður eftir að aðrir taki
ákvarðanir er varða framtíð þess
og afkomenda sinna. Þessi hugar-
farsbreyting hefur sprottið upp úr
grasrótinni og teygir anga sína
sífellt víðar.
Friðarhreyfingar, mannréttinda-
samtök og umhverfisvemdarhreyf-
ingar þrýsta á stjómmálamenn að
leysa mál með öðram hætti en í
krafti styrkleika og yfirburða.
Hugvit og mannelska
í stað vopna
Leiðtogafundur stórveldanna hér
á dögunum sýndi okkur fram á að
þessi hugarfarsbreyting hefur hins
vegar ekki náð til stjómmála-
manna. Á meðan hugir milljóna
manna sameinuðust í bæn um að
endi yrði bundinn á vopnakapp-
hlaupið sátu tveir menn bak við
luktar dyr og ræddu saman. Tveir
menn með fjöregg alls mannkynsins
í höndum sér. Niðurstaða viðræðna
þeirra staðfesti það sem við vitum
með sjálfum okkur að feigðaröflin
búa með manninum sjálfum en ekki
í ímynduðum andstæðingi hans.
Kjamorkuvopn era afsprengi þess
hugarfars að hemaðarlegur og fjár-
hagslegur styrkur gefi einum aðila
yfírburði yfir annan og að sá sem
sterkari er eigi skilyrðislausan rétt
á sterkari stöðu við samningaborð-
ið. Slíkt hugarfar hefur ráðið
ferðinni í stjómmálaheiminum allt
frá dögum Rómveija en þeirra boð-
orð var (með leyfi forseta) ef þú
vilt frið þá skaltu undirbúa þig fyr-
ir stríð. Eftir að maðurinn beislaði
kjamorkuna gilda þessar leikreglur
ekki lengur í samskiptum þjóða og
manna. „Allt hefur breyst," sagði
Einstein, í fyrsta skipti í sögunni
verður maðurinn að treysta á hug-
vit sitt og mannelsku til að halda
frið við aðra menn, hann getur ekki
lengur birgt sig upp með sterkari
vopnum en andstæðingurinn til að
styrkja stöðu sína þar sem þau
myndu einnig granda honum sjálf-
um. Leiðtogafundurinn kenndi
okkur líka það að við getum ekki
lagt líf okkar og framtíð í hendur
örfárra manna. Sú ábyrgð er mað-
urinn ber á allri tilvera lífs á jörðinni
er sameiginleg ábyrgð okkar allra.
Friður getur aldrei orðið að vera-
leika nema sérhver einstaklingur,
sérhver þjóð leggi sinn skerf af
mörkum. Þess vegna er mikilvægt
að fólk hafi möguleika á að hafa
frumkvæði að eigin lífi og taki þátt
í sköpun samfélags síns. Aukin
valddreifing og samábyrgð er krafa
samtíðarinnar og angi þeirrar hug-
arfarsbreytingar er hefur skotið
rótum víða vegna þeirrar sameigin-
legu hættu er mannkynið horfist í
augu við. Nýjar leiðir til lausnar
ágreiningsmálum og breyttar
starfsaðferðir f stjómun era nýjung-
ar sem vel rekin fyrirtæki, skólar
og þjónustustofnanir hafa tekið
upp. Styrkur sérhverrar stofnunar
felst í því að sem flestir séu þátttak-
endur en ekki þolendur. Það sama
gildir um fjölskyldur, samfélög og
þjóðir.
Alveg sjálfsagt
Öllum finnst okkur sjálf-
sagt að hafa rafmagn. Það er
svo snar þáttur í lífi okkar að
við veitum því varla athygli.
Við þrýstum á hnapp og heim-
ilistækið eða vélin á vinnustað
er reiðubúin til þjónustu við
okkur.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
leggur metnað sinn í að dreifa
rafmagni til notenda sinna
stöðugt og hnökralaust. Dreif-
RAfMAGNSVEITA
REVKJAVÍKUR
SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222
ingarkostnaður greiðist af
orkugjaldi. Ógreiddir orku-
reikningar valda auknum lán-
tökum og hærri rekstrar-
kostnaði.
Jafnsjálfsagt og það er að
hafa stöðugt rafmagn ætti að
vera sjálfsagt að greiða fyrir
það á réttum tíma.
Láttu orkureikninginn hafa f
forgang! $