Morgunblaðið - 06.11.1986, Qupperneq 4
MORGUNBLABI&, FIMMTUDAGUR &. NÓVEMBER 1986
4
VEÐUR
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gaer)
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær *ð ísl. tíma
hlti veður
Akureyri -2 snjóél
Reykjavík -2 snjóél
Bergen 8 rigning
Helsinki 2 skýjað
Jan Mayen 0 snjókoma
Kaupmannah. 8 rignlng
Narssarssuaq -11 léttskýjað
Nuuk -5 snjóél
Osló 3 rignlng
Stokkhólmur 4 léttskýjað
Þórshöfn 4 snjóél
Algarve 19 heiðskfrt
Amsterdam 12 skýjað
Aþena 17 skýjað
Barcelona 18 heiðskfrt
Beriín 9 skur
Chicago 6 alskýjað
Glasgow 12 skýjað
Feneyjar 10 léttskýjað
Frankfurt 7 þokumóða
Hamborg 8 rigning
Las Palmas 23 skýjað
London 11 alskýjað
LosAngeles 14 þoka
Lúxemborg 6 skýjað
Madríd 14 léttskýjað
Malaga 21 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Miami vantar
Montreal -6 iéttskýjað
Nice 17 léttskýjað
NewYork 4 alskýjað
Parfs 8 skýjað
Róm 16 léttskýjað
Vín 8 skýjað
Washington 6 rigning
„ÞAÐ ER NÚ meira mál en það,
að maður geri það upp við sig,
svona í hita dagsins," sagði Stef-
án Valgeirsson alþingismaður
þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins spurði hann hvort hann hefði
ákveðið að fara út í sérframboð
í Norðurlandskjördæmi eystra í
næstu alþingiskosningum.
Stefán sagði að það væri margt
sem þyrfti að athuga í þessu sam-
bandi, svo sem það hvað væri
Framsóknarflokknum fyrir bestu.
„Ef það er sýnilegur brestur í þessu,
eins og mér er sagt, hvað á þá að
gera?“ spurði Stefán og bætti við:
„Það er líka spurning hvort það
verður ég eða einhver annar, sem
reynir að halda þessu saman. En
mætustu flokksmenn segja að
bresturinn sé það mikill, að versti
kosturinn væri að vera ekki með
sérframboð. Þetta er í dag, en hvað
verður á morgun, það veit ég ekki.“
Stefán sagði að eina loforðið sem
hann hefði gefið væri að loka eng-
um dyrum.
Reykjavík:
••
Okumenn á hálum ís
REYKVÍKINGAR urðu fyrir
nokkrum skakkaföllum í um-
ferðinni í gær, enda runnu
bifreiðar þeirra um götur eins
og beljur á svelli.
Mikil hálka var í höfuðborginni,
en ökumenn íóru varlega framan
af degi. Aðeins urðu fimm árekstr-
ar frá því í gærmorgun og þar til
klukkan 16, en Reykvíkingar tóku
þá heldur við sér og flýttu sér mun
meira heim en til vinnu um morg-
uninn. Því urðu 20 árekstrar á
þremur tímum, frá klukkan 16-19.
Hálkan var þá orðin enn meiri en
um morguninn.
Betur fór en á horfðist, því eng-
in meiðsli urðu á fólki, en það er
aldrei nægilega brýnt fyrir öku-
mönnum að haga akstri eftir
aðstæðum hverju sinni. Bifreiðam-
ar hnrfa einnier að vera vel hiínar
á góðum hjólbörðum og með ljósir
í lagi.
Loðnuaflinn:
Tilkynnt um
12.000 tonn
SAUTJÁN loðnubátar höfðu til-
kynnt um samtals 12.000 tonna
afla síðastliðinn sólahring, þegar
blaðamaður leitaði fregna hjá
Loðnunefnd í gær.
Stormur var við landið sunnan-
og vestanvert aðfaranótt miðviku-
dags, en enginn bátanna lenti í
vandræðum. Þeir voru flestir á sigl-
ingu með aflann til hafna á Norður-
og Austurlandi.
Listasafn ASÍ, Lögberg og Ásgrímssafn:
ekki með sérframboð“
Gefa út bok um
Asgrím Jónsson
Yfir 60 litmyndir
í bókinni af lista-
verkum Asgríms
BÓK um Ásgrím Jónsson
listmálara kom út í gær á
vegum Listasafns ASI og
bókaforlagsins Lögbergs í
samvinnu við Ásgrímssafn.
í bókinni eru litmyndir af
rúmlega sextíu listaverkum
Ásgríms sem eru í eigu Ás-
grímssafns, Listasafns
Islands , Listasafns ASÍ og
ýmissa stofnana og einstakl-
inga og hafa mörg verkanna
ekki verið prentuð áður.
Einnig eru í bókinni ljós-
myndir frá ævi Asgrims.
Hrafnhildur Schram list-
fræðingur og Hjörleifur
Sigurðsson listmálari skrifa
í bókina um málarann og
einstaka þætti í list hans.
í inngangi Hrafnhildar Schram
að bókinni segir að Ásgrímur
Jónsson sé einn af frumherjum
nýrrar listgreinar sem honum ent-
ist aldur til að sjá dafna og bera
ríkulegan ávöxt. Áhrif hans á
mótun íslenskrar myndlistar hafi
verið sterk og áberandi og gæti
enn, tæpum þrem áratugum eftir
andlát hans.“Það má líta á hann
sem músíkantinn í hópi frumherja
íslenskrar málaralistar. Rök-
hyggja Jóns Stefánssonar og hinn
ólmi skáldandi Jóhannesar S.
Kjarvals voru honum víðsfjarri
Eins og tónlistarmaður , sem
I/EÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gœr: Á Grænlandshafi er víðáttumikil 973 milli-
bara djúp lægð sem þokast norðaustur. Önnur vaxandi 1000
millibara lægð, skammt norðaustur af Nýfundnalandi, fer allhratt
noröaustur.
SPÁ: Með morgninum er útlit fyrir suðvestan kalda (5 vindstig)
með smáéljum á vestanverðu landinu en björtu veðri á austur-
landi. Þegar líður á daginn þykknar upp suðvestanlands með
vaxandi suðaustanátt, fyrst snjókoma en síöan rigning. Smá saman
hlýnar í veðri.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR: Noröaustanátt og dálítil snjókoma á Vestfjörðum
og líklega noröanlands, en vestan- og suövestanátt með smá éljum
um sunnanvert landiö. Kólnandi veður.
LAUGARDAGUR: Hvöss norðan- og norðaustanétt og él noröan-
og vestanlands, en að mestu úrkomulaust á suður- og suðaustur-
landi. Haida mun áfram að kólna.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
£3| Hálfskýjað
'ÓSL. Skýjað
—
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
■f Q Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V E1
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
Morgunblaðið/Júlíus
Aðstandendur bókarinnar um Ásgrim Jónsson. Frá vinstri eru Gunnar Ingimundarson starfsmaður
Lögbergs, Sólveig Georgsdóttir forstöðumaður Listasafns ASÍ, Kristján Pétur Guðnason ljósmyndari,
Hrafnhildur Schram listfræðingur, Guðmundur Benediktsson myndhöggvari, Sigrún Guðmundsdóttir
stjómarmaður Ásgrímssafns, Sverrir Kristinsson forstjóri Lögbergs, Torfi Jónsson myndlistarmaður
og Þorgeir Baldursson forstjóri Odda hf.
Stefán Valgeirsson um sérframboð:
„Margir segja að versti
kosturinn sé að vera
/ DAG kl. 12.00:
túlkar af öllu lífi og sál tónverkið
sem liggur til grundvallar, túlkaði
Ásgrímur landslagið, sem hann
hafði fyrir framan sig, af full-
komnun heilindum og lagði til
tilfinningu og hugsun. í list sinni
sóttist hann eftir sama hreinleika
og hann fann hjá uppáhaldstón-
skáldi sínu, Mozart", segir
Hrafnhildur ennfremur
Ásgrímur Jónsson er sjötta
bindið í ritröðinni íslensk myndlist
sem Lögberg og Listasafn ASI
gefa út. Björg Þorsteinsdóttir
myndlistarmaður, Guðmundur
Benediktsson myndhöggvari og
Hrafnhildur Schram listfræðingur
og núverandi formaður Ásgríms-
safns önnuðust val listaverka í
bókina og þeim til ráðuneytis voru
Hörður Agústsson listmálari og
Torfi Jónsson myndlistarmaður.
Ljósmyndun listaverka annaðist
Kristján Pétur Guðnason, Torfi
Jónsson sá um tilhögun bókarinn-
ar en prentsmiðjan Oddi hf sá um
litgreiningu, prentun og bókband.
Bókin er 82 blaðsíður og kostar
2500 krónur.
Ásgrímur Jónsson