Morgunblaðið - 06.11.1986, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
Prestastefna ’86
Borgarnesi.
STÆRÐAR listaverki skaut
nýlega upp við þjóðveginn hjá
bænum Brennistöðum í Borgar-
hreppi. í fyrstu var almennt
ekki vitað hver ætti heiðurinn
af uppsetningu þessa verks,
sem er kröftug höggmynd úr
áli.
Nú er það hins vegar ljóst
að það var listvinurinn Hall-
steinn Sveinsson, 83 ára vist-
maður á Dvalarheimilinu í
Borgarnesi, sem keypti lista-
verkið og lét selja það þarna
upp.
Til að forvitnast nánar um þetta
mál hafði fréttaritari Morgun-
blaðsins í Borgamesi tal af
Hallsteini Sveinssyni, þar sem
Borgarfj örður:
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Hallsteinn Sveinsson við verkið „Tvíhöfða“ sem hann lét setja
upp við þjóðveginn hjá Brennistöðum í Borgarhreppi.
„Tvíhöfði“ skýtur upp
kollinum í Borgarhreppi
Hallsteinn Sveinsson gaf verkið sem er eftir Hallstein Sigurðsson
hann var við trésmíðar í kjallara
dvalarheimilisins, innan um aska
og aðra muni sem hann hefur
smíðað og skorið út. Aðspurður
um höggmyndina sagði Hallsteinn
að hún héti „Tvíhöfði" og væri
eftir Hallstein Sigurðsson mynd-
höggvara sem væri bróðursonur
sinn. Kvaðst Hallsteinn hafa
keypt verkið af nafna sínum og
látið setja það upp í landi Brenni-
staða, en þar byggju frændur
sínir. „Ég ætla nú að gefa Borgar-
hreppi verkið, en það hefur ekki
orðið formlega af því enn þá,“
sagði Hallsteinn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Hallsteinn auðgar þetta hérað
með listaverkum. Á sínum tíma
gaf Hallsteinn Listasafni Borgar-
fjarðar Qölda málverka sem urðu
uppistaða í þvi safni. Og utan við
Dvalarheimilið em tvær högg-
myndir, önnur framan við húsið
og heitir hún „Forsetinn", en hin
er á hól handan við götuna og
heitir „Hyminga", bæði verkin
em eftir Hallstein Sigurðsson
myndhöggv ara. Hallsteinn
Sveinsson var bróðir Ásmundar
heitins Sveinssonar myndhöggv-
ara og kvaðst Hallsteinn hafa
stuðlað mjög að því að verkið
„Sonatorrek" eftir Ásmund kæm-
ist á áfangastað á Borg á Mýmm.
Sagði Hallsteinn að jiað hefði allt-
af verið ætlun Ásmundar að
verkið færi að Borg. Sagði Hall-
steinn að í seinni tíð væri hann
hrifnari af höggmyndum en mái-
verki, ekki síst vegna þeirra
breytinga sem yrðu með tímanum
á þeim höggmyndum sem væm
úti og væm unnar úr góðmálmum
s.s. kopar og áli.
TKÞ
Hallsteinn í kjallara
Dvalarheimilisins í Bor-
gamesi með ask sem
hann hefur gert.
Stuðningur við
Kvennaathvarf
meðal margra ályktana sem voru samþykktar
EIN fjölmennasta prestastefna
sem komið hefur saman hérlend-
is lauk fundum sínum á þriðjudag
í síðustu viku. Um 120 prestar
sátu stefnuna enda tengdist hún
vígslu Hallgrímskirkju. Aðalefni
stefnunnar var: Boðun kirkjunn-
ar i lok 20 aldar. Var fjallað um
efnið i framsöguerindum, hóp-
starfi og almennum umræðum.
Fram kom að aldamót eru eðlileg
skil, tilefni til uppgjörs og því við
hæfí að kirkjan geri úttekt á starfí
sínu og skipulagi, ekki síst með það
í huga að árið 2000 minnist kirkjan
1000 ára kristni hérlendis. Er þess
því að vænta að kirkjan fjalli um
þetta efni frá ýmsum sjónarhomum
næstu árin.
Það kom fram hjá öllum fram-
sögumönnum að kirkjan hlýtur að
starfa með tvennum hætti. Annars
vegar meðal fjöldans og hafi þar
áhrif á viðhorf og skoðanir þjóð-
félagsins og nýti sér þar fjölmiðla,
mannamót, fræðslustarf og stofn-
anir sínar. En kirkjan hlýtur líka
að starfa í litlum hópum og virðist
fólk líka hafa æ meiri þörf fyrir að
heyra til lítils hóps, þar sem það á
sér griðland og nýtur sín. Fram kom
á prestastefnu að starf kirkjunnar
hlyti í vaxandi mæli að fara fram
innan litla hópsins, jafnframt því
sem hún lætur rödd sína heyrast í
þjóðfélaginu með þann boðskap sem
hún hefur að flytja frá Herra sínum.
Prestastefna verður í Borgamesi í
júní 1987.
Meðal ályktana prestastefnunnar
1986 em:
Ferlimál fatlaðra
Prestastefna íslands, haldin í
Hallgrímskirkju 26.-28. okt., fagn-
ar því að hreyfihamlaðir skuli
komast hindmnarlaust inn í hina
nývígðu Hallgrímskirkju og lýsir
ánægju sinni yfír því að nú skuli
unnið að því að gera þeim kleift
að komast af eigin rammleik að
altari kirkjunnar. Prestastefnan
beinir því til annarra safnaða að
gjöra slíkt hið sama.
Aukin þjóð-
félagsumræða
Prestastefna íslands haldin í
Hallgrímskirkju 26.-28. október
1986 telur brýnt að kirkjan verði
virkari aðili í mótun þjóðfélagsum-
ræðnanna og fagnar því fram
komnum hugmyndum um þjóð-
málahreyfingu kirkjunnar.
Hallgrímskirkja verði
opin alla daga
Prestastefnan haldin í Hallgríms-
kirkju 26.-28. október árið 1986
fagnar þeim áfanga sem náðst hef-
ur með vígslu Hallgrímskirkju í
Reykjavík og lýsir þeirri ósk, að
hægt verði að hafa kirkjuna opna
alla daga ársins með lifandi boðun
heilags orðs og tóna. Leitað verði
leiða til að standa straum af þeim
kostnaði, er af því leiðir hjá opin-
berum aðilum og héraðssjóðum.
Stuðningur við
kvennaathvarf
Prestastefna íslands, haldin í
Reykjavík 26.-28. október, þakkar
starfsemi Samtaka um kvennaat-
hvarf. Prestastefnan hvetur til
stuðnings við þessa starfsemi og
aðrar aðgerðir til hjálpar þeirri
mannlegu neyð, sem kvennaat-
hvörfin hafa átt þátt í að vekja
athygli á.
Endurskoðun laga um
prestskosningar fagnað
Prestastefna íslands 1986 haldin
í Hallgrímskirkju í Reykjavík fagn-
ar ákvörðun kirkjumálaráðherra
Jóns Helgasonar um að taka til
endurskoðunar lög um veitingu
prestsembætta og visar til fyrri
samþykkta prestastefna og kirkju-
þinga. Prestastefnan fagnar þeim
stuðningi sem aðrir alþingismenn
hafa veitt þessari lagabreytingu.
Biskupi þakkað fram-
lag til baráttu gegn
vímuefnum
Prestastefna íslands haldin í
Reykjavík 26.-28. okt. 1986 flytur
biskupi sínum, herra Pétri Sigur-
geirssyni þakkir fyrir framlag hans
í baráttu gegn fíkniefnavandanum
á íslandi.
Skipulagt starf að mál-
efnum fjölskyldunnar
og sálgæslu
Prestastefnan samþykkti og að
tekið verði upp skipulagt starf að
málefnum ijölskyldunnar, þannig
að einstaklingum og fjölskyldum
verði veittur stuðningur með
margskonar fræðslu. Einnig að
söfnuðir geti fengið bákhjarl við
sitt starf að sama efni.
Borgarráð:
Tillaga um stofn-
un f iskmarkaðar
Á fundi borgarráðs á þriðjudag
var samþykkt tillaga frá Bjarni
P. Magnússyni, varðandi stofnun
fiskmarkaðar í Reykjavík.
Lagt er til að borgarráð feli borg-
arstjóra og hafnarstjóra að hefja
viðraeður við Eimskipafélag íslands
um undibúning að stofnun fisk-
markaðar í Reykjavík. Borgarstjóra
er falið að ákveða hvaða varaaðila
hann kveði til viðræðnanna vegna
undirbúningsins, sem og hvort og
hvenær auglýsa beri stofnfund
hlutafélags um fískmarkað.
í Mothercare
henta börnum allt frá fæðingu
fram undir 12 ára aldur.
Við erum nýbúin að taka upp
mikið úrval af hlýjum, mjúkum,
þykkum, þægilegum og fallegum
vetrarfötum í skærum og
skemmtilegum litum.
Mothercare myndalistinn fyrir
1967erlíka kominn og fæst fyrir
lítið á Laugavegi 13.
Síminn er (91)26560.
nothercare
8A R WA- gAP/VA-'gAPM