Morgunblaðið - 06.11.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 06.11.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 19 Altarisdúkur gefinn Reykhólakirkju Miðhúsum, Reykhólasveit. VIÐ barnaguðsþjónustu í Reyk- hólakirkju sunnudaginn 2. nóvember færði Guðrún Valdimarsdóttir ljósmóðir, sem er fædd 1897 að Strandseljum í Ogurhreppi, Reykhólakirkju og söfnuði hennar, að gjöf fagran altarisdúk. Altarisdúkurinn er gefinn til minningar um frænku hennar og systur sóknarprests- ins, Braga Benediktssonar, Elínu Sigp-íði Benediktsdóttur, sem var fædd 20. október 1938 að Hvanná í Jökuldal. Guðrún dó 23. febrúar 1972, að- eins 33 ára gömul, frá eiginmanni sínum, Óla Stefánssyni í Merki í Jökuldal og fimm börnum þeirra. Guðrún dvelur nú á heimili fyrir aldr- aða að Dalbraut í Reykjavík og afhenti hún dúkinn sjálf. Þessi altar- isdúkur er hinn þriðji sem hún saumar. Einn gaf hún kapellu dval- arheimilisins að Dalbraut og annan gaf hún Árbæjarkirkju í Reykjavík. presturinn Bragi Benediktsson Guðrún var einn mánuð að sauma þakkaði gefanda fyrir hönd sóknar- þennan fallega altarisdúk með Harð- nefndar og safnaðar. angurs- og Klaustursaumi. Sóknar- Sveinn. REDOXON Mundir þú C-vítamíninu í mo Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Sagt er þú mátt vantreysta öllum nema sjálfum þér, —jafnvel guðirnir geta ekki hjáipað þeim er sleppir tækifærinu. — reynsia kynslóðanna — Eg sleppti sannarlega ekki tækifærinu þegar meðfylgjandi fiskuppskrift lá fyrir. Þetta eru að sjálfsögðu hinar ágætustu Fisksteikur, marineraðar og glóðar- steiktar 800 gr ýsa eða lúða 25 gr smjörlíki brætt 3 matsk. rifinn laukur '/i tsk. paprikuduft salt og pipar eftir smekk 1. Fiskflök eru roðflett og skorin í hæfilega stór stykki. Þau eru síðan sett í eldfast mót. 2. Smjörlíkið er brætt, síðan eru paprikan, sítrónusafinn og rifinn laukur sett saman við brædda feitina og blandað vel. Þessu marinaði er síðan hellt yfir fiskstykkin og þau marineruð í 30 mínútur. 3. Fiskurinn er síðan glóðarsteikt- ur í 5 mínútur á hvorri hlið, marinaði er ausið yfir fiskinn öðru hvoru á meðan hann er að steikjast. Salt (og pipar) er stráð á fiskinn eftir steik- ingu. 4. Fiskurinn er borinn strax á borð með soðnum kartöflum og fersku grænmeti. Grænmetisdiskur: Raðað á disk: Tómatar skomir í báta, hluti af agúrku skorin í þunnar sneiðar og gulrætur skornar eftir endilöngu í strimla. Einnig má rífa niður gulrætumar og skera papriku niður í bita og bera salatsósuna fram í sérstakri skál. Getur þá hver og einn blandað sitt eigið hrásalat. Grænmetið í hrásalat á alltaf að vera ferskt og nýskorið. Því er hald- ið fram að skorið grænmeti hafí eftir 6 klukkustundir þegar misst helming C-vítamíninnihalds. Því er vafasamt næringargildi grænmetis sem legið hefur í feitum sósum innpakkað á hillum matvöruverslana dögum sam- an. Verð á hráefni Ýsa 800 g ........ kr. 148 1 sítróna ....... kr. 15 '/2 kg kartöflur .. kr. 21 Kr. 184 Hinnýja, almenna - I ENN HÆRRI VEXTI LOTUSPARNAÐAR 1. LOTA: 18 mánuðir 16,04% ársávöxtun 2. LOTA: 24 tt 16,59% n 3. LOTA: 30 ti 17,15% n 4. LOTA: 36 íi 17,71% íi Innlánsreikningur með Abót 15,49% ársávöxtun Eigir þú fé á Innlánsreikningi með Ábót og takir þú það ekki út í 18 mánuði samfleytt, þá hefurðu náð 1. LOTU og 16,04% ársávöxtun. Þetta gildir um inneignir frá og með 1. nóvember 1986. 6 mánuðir í viðbót án úttektar spanna 2. LOTU sem færir þér 16,59% ársávöxtun og svo koll af kolli, þar til 4. LOTA er að baki og 17,71% ársávöxtun er náð. EINFALT Eina skilyrðið til þátttöku er að þú eigir fé á Inn- lánsreikningi með Ábót. Framhaldið ræðst alger- lega af því hvað þér hentar hverju sinni. a) Þú nýtur fullra Ábótarvaxta hvern þann mánuð sem þú tekur ekki út af reikningnum. Og nú reiknast þeir frá innleggsdegi! b) Um leið getur þú verið að reyna við 1. LOTU án nokkurra skuldbindinga og þarft ekki að tilkynna það neinum. Liggi fé óhreyft á Innlánsreikningi með Ábót í 18 mánuði, þá hækkar ársávöxtun úr 15,49% í 16,04%. Hækkunin gildir fyrir allt tímabilið sem féð ÖRYGGI ÞITT Öryggi þitt felst í þessum einfaldleika. Þú sleppir aldrei umráðarétti yfir þínu fé, bindur það aldrei með neinum samningi. Daginn sem þú telur þig hafa meiri not fyrir spariféð í öðru en að safna á það Lotuvöxtum, — þann dag sækirðu það í bankann. Jafnframt nýtur þú ávöxtunar þeirrar lotu sem þú laukst, en Ábótarávöxtunar, hafirðu ekki lokið þeirri fyrstu. Að sjálfsögðu nýturðu verðtryggingar Innlánsreiknings með Ábót allan tímann. stóð óhreyft eftir 1. nóvember sl. Hér er um almenna sparnaðaraðferð að ræða vegna þess að engu er hætt til, ALLT AÐ VINNA, ENGU AÐ TAPA. ILIOITIU SPARNAÐUR HIN NÝJA, ALMENNA SPARNAÐARAÐFERÐ GYLMIR/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.