Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 20

Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 20
20 MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 VERK ungra listamanna á Norðurlöndum eru kynnt í ný- útkominni bók Northen Poles, sem Thorstein Blöndal danskur útgefandi af islenskum ættum ritstýrir og gefúr út. „í bókinni eru kynnt verk ungra listamanna, sem brotið hafa gaml- ar listhefðir á einn eða annan hátt og komu fram á árunum 1970 til 1980,“ sagði Thorsteinn. Fjallað er um 20 til 25 listamenn frá hveiju Norðurlandanna í máli óg myndum og er texinn á frum- máli og ensku. Bókin hefst á umfjöllun um grænlenska lista- menn og Sama og segir Þorsteinn að list þeirra tengist mjög sjálf- stæðisbaráttu þeirra og sjálfsvit- und. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem fjallað er um nútímalist þess- arra þjóða í bók. Að sögn Thorsteins er þetta fyrsta norræna listaverkabókin sem gefin er út frá því árið 1922 en þá var fjallað um listamenn á síðarihluta nítjándu aldar. „Hug- myndin með útgáfunni er ekki að kynna norræna listamenn á Norð- urlöndum eingöngu heldur um allan heim. Enda verður bókinni dreift víða og er reyndar hugsuð til leiðbeiningar fyrir þau listasöfn Morgunblaðið/Bjami Thorstein Blöndal útgefandi, við eitt þriggja listaverka, sem gef- in eru út á veggspjaldi til kynningar á bókin Northern Poles. Norræn myndlist: Ungir listamenn kynntir sem hugsanlega hefðu áhuga á að kynna norræna list,“ sagði Thorsteinn en hann er arkitekt að mennt og hefur meðal annars starfað í Egyptalandi. Hann sagð- ist hafa snúið sér að útgáfustarf- semi eftir að hann snéri á ný til Danmerkur á þeim árum þegar atvinnuleysi blasti þar við arki- tektum og hefur hann áður gefið út listaverkabækur og rit um list- ir. Thorsteinn, sem ritstýrir bókinni og skrifar einstaka kafla fékk hugmyndina að henni fyrir þremur árum og hefur síðan unn- ið að gerð hennar í frístundum. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur fjallar um íslensku lista- mennina. Hann rekur i upphafi aðdraganda modernismans í myndlist hér á landi þróun hans fram til dagsins í dag auk þess sem hann gerir grein fyrir áhrif- um erlendra listamanna á íslenska list. I bókarlok er skrá yfír helstu listasöfn á Norðurlöndum og þar er einnig getið um þá aðila sem styrktu útgáfu bókarinnar. Kápu- umslagið er eftir Bjöm og Dieter Roth. Plöntuhandbók með litmyndum og útbreiðslukortum BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur gefið út PLÖNTU- HANDBÓKINA eftir Hörð Kristinsson prófessor í _ grasa- fræði við Háskóla íslands. Undirtitill bókarinnar er Blóm- plöntur og byrkningar. í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir m.a.: „Þetta er fyrsta bókin, sem birtir ljósmyndir í litum af meginþorra íslensku flórunnar. I henni eru 382 litmyndir af 365 teg- undum plantna sem vaxa á íslandi. Þetta er einnig fyrsta bókin sem sýnir með litprentuðu korti fyrir hverja tegund hvar á landinu hún vex. Kortin eru gerð eftir heimildum sem safnað hefur verið á mörgum áratugum, bæði á rannsóknarferð- um höfundar og annarra grasa- fræðinga, en margir áhugamenn hafa einnig komið þar við sögu. Plöntuhandbókin er samin fyrir þá sem vilja læra að þekkja íslensk- ar plöntur án þess að hafa allt of mikið fyrir því. Hún er ætluð þeim sem vilja fletta myndum og finna tegundir eftir þeim, fremur en að finna plöntur eftir lyklum. Röð teg- unda í bókinni fer eftir blómalitum og öðrum einföldum einkennum. Bókin er búin að vera fimm á í smíðum enda hefur það krafist mik- illar vinnu og þolinmæði að ná öllum þeim fjölda mynda sem í henni eru og vinna útbreiðslukortin. Auk meginefnis bókarinnar er orðskýringakafli í texta og teikn- ingum. Þá er og orðaskrá þar sem tilgreind eru helstu fræðiorð sem Hörður Kristinsson notuð eru í lýsingum plantna og vísað til þeirra blaðsíðna þar sem skýringu er að finna. Skrá er yfir friðlýstar plöntutegundir, ættaskrá, latnesk tegundaskrá og íslensk teg- undaskrá." Plöntuhandbókin er hönnuð af Sigurþór Jakobssyni. Plöntuteikn- ingar gerði Sigurður Valur Sigurðs- son en kortateikningar Sævar Pétursson. Setning var unnin í Ljós- hnit, litgreininga- og filmuvinnu annaðist Prentmyndstofan hf., prentun Kassagerðin hf. og bók- band Amarfell hf. Athugun á rekstri Borgarspítalans: Endurskoða þarf stjórnsýslu, skipulag og starfshætti HÉR fara á eftir í heild niður- stöður og tillögur þeirra Björns Friðfinnssonar og Eggerts Jóns- sonar um rekstur Borgarspítal- ans: Þeir sem til þekkja telja Borg- arspítalann standast ströngustu kröfur á mörgum sviðum. Þar hafi jafnvel verið unnin læknisfræðiieg afrek, er vakið hafí athygli jafnt innanlands sem utan og starfslið spítalans hafi oft hlotið verðskuldað lof fyrir viðbragðsflýti og markviss vinnubrögð, þegar fólk hafi þurft að komast sem fyrst undir læknis- hendur. Engu að síður hefur þessi athugun leitt í ljós að margt mætti betur fara í rekstri spítalans og skal það nú dregið saman í eftirfar- andi niðurstöður: 1. Stjórnsýsla, skipulag og starfs- hættir á Borgarspítalanum þarfnast endurskoðunar og reksturinn er of dýr. 2. Starfsfólkið hjálpast ekki að sem skyldi, og kröfur þess um bætt kjör og aðstöðu skyggja á þarfir þeirra sjúklinga, sem ekki þarfnast bráðrar aðhlynn- ingar. 3. Meira er gert úr manneklu á spítalanum en ástæða er til. 4. Fastráðnir læknar spítalans eru að líkindum of margir, en þeir hafa mest áhrif á daglegan rekstur og umsvif spítalans. 5. Fyrirkomulag innlagna á spítalann vekur efasemdir og gefur hugsanlega tilefni til tor- tryggni. 6. Álag á stoðdeildir spítalans er að líkindum meira en það þyrfti að vera. 7. Útibú spítalans eru dreifð og ósamstæð. I því sambandi vekja aukin umsvif geðdeildar Borgarspítalans sérstaka at- hygli. 8. Kröfur stjórnar og starfsliðs spítalans um aukið húsrými eru óraunhæfar. 9. Fleiri leita til slysadeildar en eiga þangað brýnt erindi. Læknavakt Sjúkrasamlags Reykjavíkur flytur senn í nýtt húsnæði og gæti eftir það létt álagi af slysadeild. 10. Ekkert bendir til þess, að „fjár- lagakerfíð" sé hagkvæmara en daggjaldakerfið, þ.e.a.s. dragi úr kostnaði við rekstur spítal- ans. 11. Samkeppni sjúkrahúsanna um starfsfólk er í hæsta máta óeðlileg meðan sami aðili greið- ir mestan hluta kostnaðarins. 12. Greiðslustaða borgarsjóðs yrði að líkindum ótryggari við það, að Borgarspítalinn „færi á fjár- lög“, nema því aðeins, að starfsfólkið flyttist af launa- skrá borgar á launaskrá ríkis. Að öðrum kosti yrði að halda framlögum úr borgarsjóði til spítalans óhagganlegum sam- kvæmt íjárhagsáætlun hvetju sinni. Tillögnr 1. Lagt er til að yfirstjórn spítalans verði breytt. Leita þarf eftir lagabreytingu til þess að tryggja að meirihluti borgarstjórnar á hveijum tíma fari með meiri- hlutavald í stjórn spítalans. Tryggja þarf virkan stuðning heilbrigðisráðuneytisins og ráð- gjöf í sambandi við skipulag og stjóm spítalans. Þá þarf ráðu- neytið að taka af skarið í sambandi við verkaskiptingu sjúkrastofnana á Suðvestur- landi. I framhaldi af þessu er nauðsynlegt að fela breyttri stjóm spítalans að gera tillögur um að styrkja framkvæmda- og starfsmannastjórn, koma á bættu starfsskipulagi með hlið- sjón af nauðsynlegum endurbót- um á deildaskiptingu og verkstjórn. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir breytingum á rekstrarbókhaldi í samræmi við tillögumar, meðal annars til þess að skerpa kostnaðarvitund starfsfólks og stjórnar og fá glögga mynd af helstu þáttum í rekstri spítalans. 2. Lengja þarf virkan vinnutíma starfsfólks með breyttum verk- lagsreglum sbr. „Iko-skýrslur“, skapa svigrúm til að færa starfs- fólk milli deilda eftir þörfum og skerpa hjá því tilfinningu fyrir sameiginlegum markmiðum. 3. Draga ber úr fastráðningum lækna en þess í stað mætti gera sérstaka „vinnusamninga" við sérfræðinga og taka upp nánara samstarf við önnur sjúkrahús um vinnu sérfræðinganna. 4. Nauðsynlegt er að táka fyrir- komulag innlagna á Borgarspít- alann til endurskoðunar í samvinnu við starfandi læknafé- lög í borginni. 5. Lagt er til að horfið verði í bili frá áformum um aðrar bygging- arframkvæmdir en þær, sem lúta að því að ljúka B-álmu. í staðinn verði 2. hæð B-álmu notuð undir þá starfsemi, sem helst kemur til greina að flytja úr A-álmu. Þar ber sérstaklega að nefna, að brýn þörf er á að flytja skrifstofur af skurðdeild- argangi A-álmu. 6. Draga þarf úr álagi á slysadeild, meðal annars með því að kynna rækilega fyrirhugaða göngu- deildarþjónustu „Læknavaktar" í Heilsuvemdarstöðinni. 7. Lagt er til, að hugmyndum um að taka Borgarspítalann á fjár- lög verði eindregið mótmælt eins og þegar hefur verið gert, en daggjaldakerfið verði endur- skoðað og aðrar greiðsluleiðir kannaðar í því sambandi. Þá verði fyrirkomulag á greiðslum vegna stoð- og göngudeildar- þjónustu Borgarspítalans kannað sérstaklega. 8. Nauðsynlegt er að taka rekstur útibúa Borgarspítalans til at- hugunar, sérstaklega útibú geðdeildarinnar, og kanna hvort aukin umsvif hennar eigi að ein- hveiju leyti rætur að rekja til breytinga á rekstri geðdeilda Ríkisspítalanna. 9. Gera þarf sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir óeðlilega samkeppni sjúkrahúsanna um starfsfólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.