Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 21

Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 21 Launin mín felast ekki í bíla- og ferðakostnaði eftir Gunnlaug Stefánsson I skýrslu nefndar, er kannaði sérstaklega gagnrýnisverð atriði í rekstri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, eru launamál mín og annars starfsfólks stofnunarinnar gerð að umræðuefni. Síðan hafa nokkrir fjölmiðlar fjallað um þau mál og gefið alranga mynd af því hver laun okkar eru. Það hefur verið gert með því að leggja saman föst laun, yfirvinnu, ferðakostnað og bíla- kostnað og fullyrt að þetta séu heildarlaun. Hér er auðvitað um grófa rangtúlkun að ræða. Samkvæmt launasamningi mínum við Hjálparstofnun kirkj- unnar, sem miðaður er við launa- taxta opinberra starfsmanna, var ég 1. nóv. 1985 með 310 kr. á hveija unna klukkustund í dag- vinnu. A sama tíma voru stunda- kennaralaun við framhaldsskóla kr. 320 fyrir hveija kennslustund. Þær greiðslur er ég fékk í laun utan við dagvinnu voru sannanlega unnar yfirvinnustundir samkvæmt gild- andi kjarasamningi. Bíla- og ferða- kostnaður er ekki laun heldur útlagður kostnaður. Eg vil taka fram að samkvæmt starfshefð hjá Hjálparstofnuninni, þá er föstu starfsfólki meinað að vinna önnur launuð störf. A Hjálparstofnun kirkjunnar starfar fámennt starfslið undir álagi og mikilli ábyrgð. Þar gengur vinna Gunnlaugur Stefánsson Skýrslan gefur því enga heildarmynd af umfangsmiklu starfi hjálparstof nunarinnar, heldur fjallar fyrst og fremst um gagnrýnis- verð atriði. fyrir fjölskyldu og tómstundum. En launin eru miðuð við gildandi kjara- samninga og ekki útaf þeim Síðari bindin af ís- lenzkum sögustöðum HJÁ ERNI og Örlygi eru komin út lokabindin í ritinu Islenskir sögustaðir eftir Kristian Kálund í þýðingu dr. Haraldar Matthías- sonar. Þessi tvö síðari bindi fjalla um Norðlendingafjórðung og Austfirð- ingafjórðung, en áður voru komin út tvö bindi sem fjölluðu um Sunn- lendingafjórðung og Vestfirðinga- fjórðung. I lokabindinu er auk þess kafli um Miðhálendið, Fjarðaskrá frá því um 1300, íslenskar hafnir á síðari hluta 16. aldar og Fjarða- skráin í sérstöku víkkuðu formi. Einnig eru í ritinu skrár yfir staða- og mannanöfn, atriðisorðaskrá og ritaskrá. Dr. Haraldur Matthíasson ritar eftirmála þýðanda og segir þar m.a.: „Sögustaðalýsing Kálunds er því í fullu gildi enn. Vart mun nokkur fræðimaður fást svo við staðfræði í Islendingasögum, að hann vitni ekki til Kálunds, og ein- att er það rit aðalheimildin, Sumir vitna jafnvel í það í stað þess að skoða sjálfir." íslenskir sögustaðir er að öllu leyti unnin í prentsmiðjunni Odda hf. Grensáskirkja: Kvenfélagið með basar og kökusölu LAUGARDAGINN 8. nóvember verður basar og kökusala Kven- Miklaholtshreppur: Fáskrúðar- bakkakirkja 50ára Borg, Miklaholtshrcppi. SUNNUDAGINN 9. nóvember næstkomandi verður við messu í Fáskrúðarbakkakirkju minnst 50 ára afmælis kirkjunnar. Á henni hafa verið gerðar verulegar end- urbætur, bæði ytra og innra. Að lokinni messu verða kaffiveit- ingar í félagsheimilinu Breiðabliki. Núverandi og fyrrverandi sóknar- börnum, og öðrum velunnurum kirkjunnar er boðið af þessu tilefni. Messan hefst klukkan 14. - Páll. brugðið, nema ef vera skyldi að starfsfólk legði af mörkum vinnu- framlögn án launa. I skýrslu nefndarinnar er sett spurnarmerki við nauðsyn þess að ferðast sé til Vesturlanda. Hér talar nefndin af vanþekkingu. Hjálpar- stofnunin verður að eiga náið samband við systurstofnanir í ná- grannalöndum, m.a. um sameigin- leg hjálparverkefni, við öflun áreiðanlegra upplýsinga í hjálpar- starfinu, um mikil fjármálasam- skipti, en stofnuninni var falin ráðstöfun tíu og hálfrar milljónar króna til hjálparverkefna árin ’84 og ’85 af systurstofnunum á Vest- urlöndum. Án samskipta við systur- stofnanir á Vesturlöndum væri starfsemi Hjálparstofnunarinnar kák eitt. Skýrsla nefndarinnar er engin heildarúttekt á starfí Hjálparstofn- unar kirkjunnar. f erindisbréfí kirkjumálaráðherra um verkefni nefndarinnar segir að hún „eigi að upplýsa staðreyndir um starfsemi stofnunarinnar“. En í inngangsorð- um sínum segir nefndin orðrétt: „Nú verða rakin helstu atriði fram- kominnar gagnrýni og niðurstöður nefndarinnar á þeim gagnrýnisat- riðum.“ Nefndin hnykkir á þessum ásetningi sínum í skýrslunni þar sem stendur „og er í því sambandi ekki rætt um hjálparstarfsemi inn- anlands, sem gagnrýni hefur ekki beinst að“. Skýrslan gefur því enga heildarmynd af umfangsmiklu starfi hjálparstofnunarinnar, heldur fjallar fyrst og fremst um gagnrýn- isverð atriði. Það er hæpið að leggja heildardóm á störf stofnunarinnar út frá þessari skýrslu einni. Hinu ber að fagna að gagnrýnin liggur fyrir og það fyrir opnum tjöldum. Hjálparstofnunin óskaði sjálf eftir þessari athugun og ákvað sjálf að birta alla skýrsluna opin- berlega til þess að deila gagnrýni og vandamálum með almenningi, svo byggja megi fordómalaust upp enn öflugra hjálparstarf. Mættu fleiri feta í þau fótspor. En það sem athugunin leiddi fyrst og síðast í ljós var að hjálp- arfé kemst til skila og í raun er aðstoðin meiri en framlög íslenskra gefenda standa undir. Það finnst mér bera vott um að starfsfólk stofnunarinnar vinnur fýrir kaupinu sínu og gott betur. Höfundur er starfsmaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. félagfs Grensáskirkju. Verður þar á boðstólum margt eigulegra muna og gómsætar kökur. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað í Grensáskirkju, nýtt gólf í anddýri, ný teppi og fleira er á döfinni. Nýtt áklæði verður sett á stólana og vonandi verður því lokið fyrir jól. Þá höfum við hug á að eignast nýja skírnarskál og altaris- dúk og síðast en ekki síst stefnum við að því, að kirkjan eignist nýtt orgel. Allt kostar þetta mikla fjármuni. Kvenfélagið hefur dyggilega stutt allar framkvæmdir í kirkjunni og gefið henni marga góða muni og ég veit að það mun gera það áfram og það viljum við þakka. Ein leið kvenfélagsins til fjár- söfnunar er basar og kökusala. Ég vil því skora á allt safnaðarfólk, svo og aðra vini og velunnara Grensás- kirkju, að styrkja þennan basar með gjöfum og koma svo og versla vel á laugardaginn kl. 14. Kvenfélags- konur, hafið þökk fyrir gott starf. Halldór S. Gröndal SÉRFRÆÐIÞEKKING A SVIÐI rFLirawGS- OG \1ARK VDSMALA 12 mánaða skipulagt nám á sviði útfiutnings- og markaðsmála hefst 4. des- ember 1986. Námið fer fram á ensku en er haldið með aóstoð Norska út- flutningsskólans og njóta nemendur sömu viðurkenningar og um útskrift frá þeim skóla væri að ræða. Æskilegt er að nemendur tengi námið eins og unnt er daglegum störfum sinum, vinni þeir við sölu- eða markaðsstörf. Skólinn getur aóstoöað þá sem stunda önnur störf vió aó verða þeim úti um verkefni hjá útflutningsfyrir- tækjum. Að námi loknu geta þeir nemendur er þess óska komist I nokkurra mán- aða starfsþjálfun á vegum skólans erlendis. ÞAU ERU REYNSLUNNI RÍKARI: Hafsteinn Vilhelms- son: „Námskeiöin hafa veitt mér ómetanlega undir- stöóu fyrir störf mín hjá Útflutningsmið- stöó iðnaðarins og síðan Útflutningsráði islands. “ Þröstur Lýðsson: „Það er ekki spurn- ing aö námskeiöið hentar öllum peim sem sinna markaðs- málum, ekki ein- göngu með útflutn- ing I huga, heldur einnig hér innan- lands." Elln Huld Arnadóttir: „Námskeiðið hefur komið mér að miklu gagni I mlnu starfi fyrir Vikurvörur hf. og opnað mér fram- tíðarmöguleika I starfi. Efni námskeiöa: Námskeid 1 4.-6. des. 1986 kl. 9.00—17.00 • Hvað er útfiutningur • Hvað er markaössókn • Munurinn á sölu- starfi og markaðsstarfi • Stetnumótun fyrirtækja • Mótun fyrirtækja • Alþjóðlegar reglur um útflutning • Stofnanir 1 þágu útflutningsaóila • Söfnun markaósupplýsinga • Hagnýt verkefni • Heimaverkefni Námskeiö 2 11,—13. mal 198 kl. 9.00—17.00 • Söluráðar (4p) • Val á mörkuðum • Val á vöru • Vöruaðlögun • Vöruþróun • Dreifileiðir • Verðstefna • Stjórnun og áætlanagerð útflutnings • Hagnýt verkefni • Heimaverkefni Námskeid 3 24.-26. nóv. 1987 • Helstugreiðsluskilmálarm Greióslufyrirkomulag • Starf á vörusýn- ingum • Vöruflutningar • Útflutningsreglur • Útflutningslán • Sölu- og samningagerð • Hagnýt stýring á útflutningi • Skriflegt próf ADALLEIÐBEINENDUR: Lasse Tveit framkvæmdastjóri Norsk Kjedeforum og Arvid Sten Kása fram- kvæmdastjóri Útflutningsskóla Noregs. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR í SÍMUM 621063/621066. o# Svómunarféiag islands UTFLUTNINGSOG MARKADSSKÓLI ÍSLANDS Ánanaustum 15 ■ 101 Reykjavík • S 91 -621063 ■ Tlx2085 4*" 4"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.