Morgunblaðið - 06.11.1986, Side 23

Morgunblaðið - 06.11.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 23 Repúblikanar bættu injög sinn hlut í ríkis- stjórakosningunum en demókratar hafa þó enn vinninginn. Demó- kratinn Mario Cuomo, ríkisstjóri í New York, var endurkjörinn með miklum mun og þykir það nú enn líklegra en áður, að hann sækist eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í forseta- kosningunum 1988. Hér fagnar Cuomo sigrinum með Matildu, konu sinni. AP/Sfmamynd. Ríkisstjórakosningarnar: Repúblikönum vegnaði vel Washington, AP. REPÚBLIKAN AR töpuðu meiri- hluta sínum í öldungadeildinni en það er þeim huggun harmi gegn, að þeim vegnaði vel í ríkis- stjórakosningunum. Hafa þeir nú átta fleiri ríkissljóra en áður, þar á meðal í Texas og Florida. Repúblikanar binda vonir við, að ríkisstjórar þeirra í Vestur- og Suð- urríkjunum, þar sem demókratar hafa löngum verið sterkir, muni gagnast þeim vel í forsetakosning- unum 1988. Staðan er nú sú, að ríkisstjórar repúblikana eru 24 en demókrata 26. Áður höfðu demó- kratar 34 en repúblikanar 16. Repúblikanar unnu 11 ríkisstjóra- embætti af demókrötum, í Wiscons- in, Suður-Karólínu, Oklahoma, Nýju Mexikó, Kansas, Texas, Ne- braska, Maine, Florida, Alabama og Arizona, en töpuðu Pennsylva- niu, Tennessee og Oregon. Konurnar áttu mikinn þátt í sigri demókrata Washinpton, AP. GOÐUR meirihluti bandariskra kvenna studdi Demókrataflokkinn í kosningunum í fyrradag og átti það mikinn þátt í að hann vann öldungadeildina af Repúblikanaflokknum. Kom þetta fram í skoðana- könnun, sem ABC-sjónvarpsstöðin gerði. Aldrei fyrr hafa jafn margar konur verið í framboði en hlutur þeirra á þingi og i öðrum ábyrgðarstöðum óx þó ekki. í þessari sömu könnun kom í ljós, að Reagan, forseti, nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, 64% á móti 36%, en fólk gerði hins veg- ar skýran greinarmun á forsetanum og frambjóðendum Repúblikana- flokksins. I kosningunum til full- trúadeildarinnar höfðu demókratar t.d. meirihluta meðal allra aldurs- hópa, einnig ungra kjósenda, sem fylktu sér að baki Reagan árið 1984. I kosningum til öldungadeildar- innar nutu repúblikanar meirihluta- fylgis meðal karlmanna, 52% á móti 47%, en meirihluti kvenna studdi demókrata eða 53-45. Líkur munur var á afstöðu kynjanna í ríkisstjórakosningunum. Yfirgnæf- andi meirihluti svartra kjósenda studdi demókrata, 89-10, og þeir nutu meira fylgis meðal allra þjóð- félagshópa þar sem fjölskyldutekj- urnar eru 40.000 dollarar (um 1,6 millj. ísl. kr.) eða minna. Repúblik- anar höfðu óverulegan meirihluta þeirra, sem eru á tekjubilinu 1,6-2 millj., en verulega meira fylgi með- al þeirra, sem eru þar fyrir ofan. I skoðanakönnun NBC-sjón- varpsstöðvarinnar kom fram, að langflestir töldu, að ekki væri verið að kjósa um stefnumál Reagans í kosningunum. Kváðust kjósendur fyrst og fremst hafa haft í huga mennina sjálfa, heilindi þeirra og heiðarleika. I kosningum til fulltrúadeildar- innar voru 64 konur helstu fram- bjóðendur flokkanna og sex konur börðust um fímm sæti í öldunga- deildinni. Til ríkisþinganna buðu sig nú fram um 1800 konur en 1756 árið 1984. Lítil breyting varð þó á hlutfalli kvenna á þingi og í öðrum ábyrgðarstöðum. Það var þó kona, Barbara Mikulski, sem vann einn glæsilegasta kosningasigurinn. Er hún öldungadeildarþingmaður fyrir Maryland og sigraði áskoranda repúblikana, Lindu Chavez, fékk 61% atkvæða á móti 39%. Eduard George P. Shevardnadze Shultz upplýsingar, menntun og menningu yrði haldinn í Moskvu í framhaldi af ráðstefnunni í Vín. Fyrstu við- brögð vestrænna fulltrúa voru þau, að tillagan væri fáránleg en að yfir- veguðu máli var talið, að rétt væri að taka hana til athugunar. Gerald Nagler, framkvæmda- stjóri Helsinki-samtakanna um mannréttindi, sagði, að allar tillögur varðandi mannréttindi væru skref í rétta átt. „Ef Sovétmenn ganga að vissum skilyrðum í sambandi við slíkan fund, er ekkert honum til fyrirstöðu," sagði Nagler. „En þeir verða að samþykkja, að aðildarríkin ráði því sjálf hvaða fulltrúar sækja fundinn fyrir þeirra hönd og að þeir verði ekki eingöngu embættis- menn.“ Matthías Á. Mathiesen sagði, að tillaga Shevaerdnadze um Moskvu- fundinn væri athyglisverð. „Það þarf að fjalla mjög vandlega um mannréttindamál og gæta þess, að samþykktir um þau séu ekki aðeins gerðar til að slá ryki í augu fólks. Fundur í Moskvu kemur vel til greina ef hann er ekki haldinn til þess eins að tefja fyrir, að við mann- réttindaákvæði Helsinki-sáttmálans sé staðið." Grænland: Aform um olíuleit Frá fréttaritara Morgunbladsins, Nils Jörgen Bruun. DANSKI Grænlandsmálaráð- herrann, Tom Höyem hefur að undanförnu verið í Dallas i Texas að semja við bandarísk olíuráðgjafarfyrirtæki um að áætlun verði gerð um olíuleit úti fyrir Grænlandsströndum. Frá þessu var sagt í danska útvarpinu, þriðjudagsmorgun. Fyr- irhugað er að, rannsóknir þessar standi yfir í næstu sex ár og hefj- ast þær með því að gerðar verða hljóð- og skjálftamælingar á ýms- um stöðum á meginlandshryggn- um og skulu danskir sérfræðingar mæla með ákveðnum stöðum. Nið- urstaða rannsókna þessara á síðan að leggja grundvöll að sameigin- legum ákvörðunum Dana og Grænlendinga um fríðindi til handa olíufélögum, sem vilja leita að olíu við Grænland. Engar olíurannsóknir standa yfír við Grænland nú. Könnun þeirri sem bandaríska fyrirtækið Arco hefur staðið fyrir á Jakobsl- andi við Scoresbysund hefur verið hætt vegna þess hve olíuverð hefur verið lágt á heimsmarkaði. Undan- farið hefur þó heyrzt, að Arco hafi hug á, að taka upp athuganir á nýjan leik. GENGI GJALDMIÐLA GENGI dollarans lækkaði verulega í gærmorgun en hækkaði aftur þegar á daginn leið nema gagnvart breska pundinu og kanadíska dollarnum. Dollarinn lækkaði allmikið þegar fréttir bárust um úrslit kosninganna í Bandaríkjunum en náði sér aftur á strik síðar um daginn. Gjaldeyrissérfræð- ingar búast við, að gengi hans muni hækka nokkuð á næst- unni. Gengi breska pundsins hækkaði fjórða daginn í röð og fengust í gærkvöldi fyrir það 1,4210 dollarar en 1,4155 á þriðjudag. í Tókýó fengust 163,00 jen fyrir dollarann en 163,60 daginn áður. Fyrir doll- arann fengust i gær: 2,0635 v-þýsk mörk (2,0570). 1,7222 sv. frankar (1,7135). 6,7325 fr. frankar (6,7115). 2,3315 holl. gyii- (2,3245). 1.425,50 ít. lír. (1.420,50). 1,3880 kan. doll. (1,3902). Verð á gulli féll aðeins og fengust í gær 406 dollarar fyr- ir únsuna en 408 daginn áður. Loðfóðraðir kvenmanns- kuldaskór Teg. 4047 Litur: Svart. Staerð: 36—40. Verð: 2.995,- 5% staðgreiðsluafsláttur 21212 — Við eigum afmæli um þessar mundir og í tilefni þess bjóðum við sérstakan matseðil helgina 7., 8. og 9. nóv. MATSEÐILL Pom. Daupaine sósu Hansen-hanastél Chasseur og græn- Sjávarréttapaté með meti. Rauigore-sósu Desert Pompadour. og ristuðu brauði Hansens-kafifi. Filets Mignons með Verð: 1.450 kr. Verið velkomin til veislu Okkar landsþekkti skemmti- kraftur Haukur Morthens skemmtir matargestum og Jón Rafn verður í fjöri að venju á loftinu. SIEMENS SlWAMAT 276 Góð og hagkvæm þvottavél #18þvottakerfi. •Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. •Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskur leiðarvísir. •Gömlu góðu Siemens- gæðin. Komið íheimsókn til okkar: Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.